Morgunblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEÍ^TÉMBER 1979 17 ÞÚS. lí 2l_ ÁÆTLAÐUR AFLI „600 h / 500 • / RAUNVERULEGUR AFLI 400- /7\ ! V X t J 300 ■ '68 '71 '74 '76 Á þessari mynd eru sýndar tvær línur, — annars vegar raunverulegur botnfiskafli á tímabilinu og hins vegar lina, sem sýnir áætlaðan afla miðað við að hver sóknareining, eins og hún er hér skilgreind, hefði skilað á land þvi, sem ætla hefði mátt henni miðað við sögulega reynslu á þessu timabili. Ekki er tekið tillit til þess, að skuttogararnir eru vanmetnir i þessu dæmi og ekki er heldur gert ráð fyrir afkastaaukningu bátaflotans vegna tæknibreytinga. Eins og sjá má af myndinni hefði mátt ætla að flotinn gæti hafa borið á land tæp 700 þús. tonn árið 1977 en reyndin varð að á land bárust einungis um 460 þús. tonn. menn bjóði vöru til sölu við verði, sem stendur ekki undir fram- leiðslukostnaði. Slíkt getur ekki gerst til lengdar án þess að til komi fjármunir, sem brúa það bil, sem þarna er á milli. Oft á tíðum hleypur það opinbera undir bagga og axlar þennan mismun. Eins og að framan er getið eru nú allir beinir rekstrarstyrkir til Kanadisks sjávarútvegs aflagðir, svo ekki getur það verið ástæðan til hins lága verðs. Eru þeir, sem við þessa grein starfa í Kanada þá illa launaðir? Kanadamaður, sem hér var á ferð í sumar og er þessum málum kunnugur, fullyrti að efnahagsleg lífskjör þess fólks, sem við þetta starfar væru fyllilega sambærileg eða jafnvel betri en gerist og gengur þar í landi. Nei, svarið liggur í því að þeir kosta minnu til að framleiða hverja tunnu síldar en við. Þess vegna geta þeir boðið síldina við þessu verði og samt haft þau kjör, sem þeir eru sáttir við. Með öðrum orðum sagt er framleiðni meiri í kanadískum síldarútvegi en ís- lenskum. Hugtakið framleiðni er nokkuð flókið, og erfitt að mæla það á einhvern algildan mælikvarða, en mig langar til að bregða hér upp myndum, sem gefa vísbendingu um hvert stefnt hefur. Sem sagt, — um 45% frá 1970 aukning sóknar en óveruleg aukn- ing afla. Þegar við þetta bætist að talsvert dýrara, — í raunveruleg- um verðmætum, er að reka hverja einingu sóknar nú en 1970 verður dæmið enn óhagstæðara. í fiski- skipaáætlun I, sem gefin var út af Framkvæmdastofnun kemur fram að á milli áranna 1970—1974 hækkaði aðfangakostnaður vegna flotans um 45.8% fjármagns- kostnaður um 67.3% en laun ein- ungis um 2.8%. Aflaverðmæti bæði árin nam um 13 milljörðum á verðlagi ársins 1974. Heldur meira 1970 eða 13.404 millj. á móti 13.095 millj. Árið 1970 var heildarkostn- aður svipaður eða um 13.6 millj- arðar en var árið 1974 kominn í rúma 17 milljarða. Á þessu árabili hækkar því sóknarkostnaður í heild um það bil 25% án þess að aukning verði í tekjum. Því miður hefur ekki verið gerð úttekt á því, hvernig þessi þróun hefur orðið á síðustu árum. Þó nokkur aukning hafi orðið á tekjum, vegna aukins afla við hvarf útlendinga af mið- unum og tiltölulega hagstæða verðlagsþróun, þó þar hafi komið afturkippir, þá hefur sókn einnig aukist verulega á þessu tímabili og sóknarkostnaður jafnvel enn meira. Afkastageta og afrakstursgeta Það er augljóst að svona þróun fær ekki staðist nema til komi fjármagntilfærslur, sem jafna þennan mun. Þær tilfærslur hafa átt sér stað með nánast sífelldum gengisbreytingum allt þetta tíma- bil. Þá hefur fjármagnskostnaður verið greiddur niður ef svo má segja með vöxtum, og verðbótum, sem ekki hafa fylgt verðbólgustigi. Það ætti ekki að dyljast neinum, sem vill sjá, að þessi þróun er ekki heppilegt veganesti í heimi vax- andi samkeppni. í allri framleiðslustarfsemi gildir það, að sá þáttur sem takmarkað framboð er á, miðað við þarfir viðkomandi framleiðslu ákvarðar það magn, sem framleitt er. Ekki hefur neina þýðingu að auka magn annarra þátta. Engum dettur t.d. í hug að bæta við vélum í Búrfellsvirkjun þar sem fall- þungi vatnsins er þegar fullnýttur með þeim vélum, sem þegar eru fyrir hendi. Ef bætt væri við vélum leiddi það einungis til lélegri nýtingar þar sem vatnið dreifðist á fleiri vélar, þannig að engin þeirra væri fullnýtt. Á sama hátt er bersýnilegt af þeirri þróun, sem að framan er rakin í stuttu máli, að auðlindirn- ar eru farnar að setja mörk, sem ekki verður komist framhjá að horfast í augu við. Aðlögun af- kastagetu flotans að afraksturs- getu þeirra fiskstofna, sem við ætlum okkur að nýta verður að vera megininntak stefnu okkar í fiskveiðimálum á næstu árum. Til að ná þessu markmiði verður að leysa ýmis vandamál, — tækni- legs, efnahagslegs, félagslegs og ekki síst stjórnmálalegs eðlis. Hin tæknilegu vandamál eru fyrst og fremst fólgin í því að finna mæli- kvarða á afkastagetu flotans mið- að við æskilegt ástand fiskstofn- anna. Efnahagslegu vandamálin eru einkum í því fólgin að koma aðlögun í kring. óhjákvæmilega leiðir aðlögun til röskunar á hög- um einstaklinga, fyrirtækja og jafnvel byggðarlaga. Þau vand- kvæði, sem aðlögunin skapar þess- um aðilum verður að leysa. Annað atriði, sem að mínu mati er fyrst og fremst efnahagslegs eðlis er hvernig við gætum jafnvægis í sókn í einstaka fiskstofna. Það er ljóst, að arðsemi einstakra veiða er mismunandi og mismunandi frá einum tíma til annars. Af þessu leiða sveiflur í sókn og afla, sem eru afar óæskilegar bæði frá sjónarmiði auðlindaverndar og markaðssetningar. Reynt hefur verið að koma í veg fyrir þetta með bönnum og boðum, sem eru meira og minna óvirk a.m.k. til lengri tíma litið. Finna verður efnahagslegar leiðir til að jafna þennan mun, sem er á arðsemi. Með því móti tryggjum við nýt- ingu stofna, sem annars væru vannýttir eða ónýttir og komum jafnframt í veg fyrir ofsókn í stofna sem á hverjum tíma gefa af sér meiri arð. Enn eitt vandamál, sem bæði er tæknilegs og efnahagslegs eðlis er hvernig samsetning flotans á að vera. Þetta er flókið vandamál, sem varðar tæknilega burði ein- stakra hluta flotans til að nýta hina ýmsu fiskstofna og arðsemi þeirra, auk þess sem það tengist afkastagetu vinnslunnar og mis- munandi hráefnisgæðum, svo og einnig félagslegum vanda svo sem atvinnuöryggi og byggðaþróun. Stjórnmálalegi vandinn er sá sígildi, — hvernig kökunni skuli skipt. Þetta er ekki tæmandi listi yfir hindranir á vegi þess að skynsam- leg fiskveiðistefna verði innleidd. Mörg þessara vandamála ætti að vera hægt að leysa á vitsmunaleg- um grundvelli. Lausn annarra er undir því komin að menn sýni sáttfýsi og sanngirni og láti af karpi og kröfugerð, sem einungis leiðir til lakari afkomu heildar- innar. Þetta kann að reynast erfiðasta hindrunin. Verulegt átak í fiskvinnslu Ég hef gerst nokkuð langorður um flotann en það er af því að ég tel að rangt hafi verið stefnt að undanförnu. Þegar bóndi hefur takmarkað landrými reynir hann að nýta hvern blett betur. Við höfum gefið okkur að við höfum nánast ótakmarkað landrými í sjónum, sem allir gætu nýtt. Minna hefur verið hugað að því að nýta vel þann feng sem fáanlegur er. Það misvægi, sem verið hefur fjárfesting í veiðum annars vegar og vinnslu afla hinsvegar er alls ófær um að nýta þann afla, sem að landi berst á þann hátt, sem sanngjarnt er að gera kröfur um. Einkum og sér í lagi á þetta við um mjöliðnaðinn. Ég átti tal við þekktan skip- stjóra og útgerðarmann fyrir nokkrum dögum. Taldi hann hag- kvæmast að ýta öllu dótinu í sjóinn og byggja upp frá grunni. Sem dæmi nefndi hann að úr þeim kolmunna, sem veiddist í vor hefðu Danir gefið upp 21.5% nýtingu. Sama hráefni, brætt hér, skilaði einungis 15Vi% nýtingu. Víða er ástandið þannig í frysti- iðnaðinum, að hann er alls ófær um að nýta sitt hráefni í afurðir, sem gefa af sér verulegan arð, en verður að koma hráefninu í lóg á einhvern máta, hvort sem hag- kvæmt er eða ekki. Það er kallað að bjarga verðmætum. Það er ekki hægt að reka iðnað á þeim grund- velli að hann sé eins konar bruna- lið heldur verður að gera hann þannig út, að hann geti framleitt gæðavöru úr takmörkuðu hráefni. Ástæður þessarar þróunar er fyrst og fremst þetta viðhorf, sem ég nefndi áðan, — að hamingjan sé höndluð, ef nógur fiskur berst að haldi. Þetta viðhorf endur- speglast síðan í þeim aðbúnaði, sem þessum greinum er búinn. Fiskvinnslan hefur ekki setið við sama borð og veiðar kvað lánafyr- irgreiðslu varðar. Hún hefur til skamms tíma orðið að gjalda ríkinu skatt af sinni fjárfestingu og það verðlagningarkerfi sem sett hefur verið upp hefur verið vilhallt útgerðinni. Að minnsta kosti heyrast þær röksemdir, að ekki borgi sig að fjárfesta í hag- kvæmari vinnslu, — það sé ein- ungis tímaspursmál, hvenær sú hagkvæmni lendi hjá útgerðinni gegnum hækkað fiskverð. Það liggur á borðinu að á næstu árum verður að gera verulegt átak í þvi að gera vinnslunni kleift að aðlaga sig þeim breyttu aðstæð- um, sem ríkjandi verða. Ýmis vandkvæði eru þarna á veginum. Hinar smáu einingar, sem fiskiðn- aðurinn er byggður upp af, eiga í erfiðleikum með að nýta fjárfest- ingu í dýrum tækjabúnaði á sama hátt og stærri einingar. Þó svo að búast mætti við auknu hráefnis- magni, sem gæti leitt af sér stærri vinnslueiningar, þá má vænta þess að vinnuaflsskorts gæti á smærri stöðunum. Ein meginspurning, sem vaknar þegar þessi mál eru skoðuð, en hún er hver afkastageta fiskiðnað- arins eigi að vera. Á að byggja hann þannig upp, að hann geti fyrirhafnarlítið tekið við þeim sveiflum sem verða á hráefnis- framboði, eða á að miða við að hann klári sig með eðlilegu móti af jafnaðarframboði. Fyrri leiðin þýðir vannýtingu framleiðslu- tækja, en síðari leiðin að vannýt- ing verður á hráefni, nema gerðar séu ráðstafanir til takmarkana á veiðum, þegar mikið berst að. Ég hef ekki bent á lausnir á þeim vandamálum sem við blasa í sjávarútvegi okkar, en reynt að bregða upp grófri mynd af al- mennum skilyrðum, sem að mínu mati koma til með að móta þróun sjávarútvegsins í framtíð. Kjarni málsins er sá, að við höfum ákveðna endapunkta, auð- lindir, sem gefa af sér takmarkað magn og markaði, sem skila okkur ákveðnu verði. Þessa endapunkta ráðum við lítt við en kerfið þar á milli, — veiðar og vinnslu ber okkur að móta þannig að fyllstu hagkvæmni sé gætt og það geti skilað gæðavöru við verði, sem aðgengilegt er á mörkuðum. Ef þetta tekst ekki munum við í framtíð dragast aftur úr sambæri- legum ríkjum í þróun lífskjara. Þetta hefur verið reyndin á þess- um áratug. Við skulum vona að það breytist á þeim næsta. % X Y Z UTHALD AFLI AFLI/ÚTHD. BATAR 0—20 BRL 100 t> t> % 1 80 t> BÁTAR 111—200 BRL. t> 4 60 > 120 i 4 Æ \ / \ Æ m \ - t\ / > 40 Þ 100-} / ✓ > 4 4 1* / / 20 > 80- 1 ' V > 0> °/ % i BÁTAR 201—500 BRL. > 80 > TOGARAR 201—500 BRL o--o-. TOGARAR 500 — 800 BRL TOGARAR 800 BRL HLUTFALLSLEGAR BREYTINGAR M.V. 1977. Þessar myndir sýna þær breytingar, sem orðið hafa á undanförnum áratug á botnfiskafla, úthaldi og afla á úthaldsdag einstakra gerða og stærðarflokka skipastólsins. Myndirnar skýra sig að mestu sjálfar, en einkennandi er hversu afli á úthaldsdag hefur farið minnkandi, ef undan eru skildir skuttogararnir. Einna mest er þessi minnkun hjá hinum hefðbundnu vertiðarbátum (51 — 100 brl.) en þar var meðalafli á úthaldsdag um 70% meiri árið 1970 en 1977. Afli báta i stærðarflokknum 201—500 brl. hefur þó minnkað enn meira en þar er að nokkru um að kenna, að stærri bátunum í þeim stærðarflokki hefur í ríkum mæli verið breytt til nótaveiða, sem glögglega kemur í ljós i fækkun úthaldsdaga. sem hefur fækkað um helming á þessu timabili. Aflaárangur skuttogaranna hefur hins vegar farið batnandi, og er skýringar á því að leita i tvennu: Aukinni leikni skipstjóra og áhafna, og minnkaðri samkeppni af hálfu útlendinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.