Morgunblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979
21
Heimir Steinsson rektor Skálholtsskóla fyrir framan skólahúsin.
Geysifjölbreytt
starf í
Skálholtsskóla
Rektor Skálholtsskóla, séra
Heimir Steinsson, vakir yfir aö allt
sé eins haganlegt og unnt er meö
slíkan gestafjölda í ranni og viö
röbbuöum stundarkorn viö hann
um starfiö í Skálhoiti á sumrin.
Tugþúsundir gesta heimsækja
Skálholt á hverju sumri og nær
1000 manns gista þar í sumar í
Skálholtsskóla á margs konar
mótum og námskeiöum. Má þar
nefna fermingabarnamót á vegum
presta í Árnesprófastsdæmi, nám-
skeiö kristilegs félags heilbrigö-
isstétta, tónmenntanámskeiö und-
ir stjórn Jónasar Ingimundarsonar,
íslenzkunámskeiö fyrir gesti úr
norðurhéruðum Skandinavíu,
heimsókn norskra kennara, Skál-
holtshátíöin, heimsókn norrænna
presta, sumardvöl tónlistarmanna
undir stjórn Helgu Ingólfsdóttur,
námskeið um fjölmiðlun undir
stjórn séra Bernharös Guö-
mundssonar ætluö íslenzkum
prestum og ööru kirkjufólki, org-
anleikaranámskeiöiö, æskulýðs-
leiötoganámskeiö á vegum Æsku-
lýðsnefndar Árnesprófastsdæmis,
helgileikir, námskeiö á vegum
æskulýösfulltrúa Þjóökirkjunnar,
fermingabarnamót aö tilhlutan
presta úr Rangárvallasýslu og
æskulýösleiötoganámskeiö á veg-
um Þjóökirkjunnar. Má af þessu
sjá aö sitthvaö er um aö vera, en
hvaö segir Skálholtsskólarektor
um þróun mála?
Söng- og
tónlistarlota
í Skálholti
á námskeiði
organista
Brýn nauðsyn
á frekari upp-
byggingu Skálholts
„Aö gefnu tilefni þegar svona
stendur á þegar þig ber aö garöi
og yfirfullt er af fólki á staðnum, vil
ég benda á aö hér er annars vegar
þessi glæsilega kirkja og hins
vegar hýbýli sem eru ekki nógu
rúmgóö fyrir þaö fjölbreytta starf
sem hér fer fram. Staðurinn hefur
mjög mikiö aödráttarafl og hér eru
af og til yfir sumarið mjög stórir
hópar útlendinga á námskeiöum,
jafnvel á annaö hundraö manns.
Önnur húsakynni en kirkjan eru
hins vegar ekki vel í stakk búin til
þess aö taka á móti öllu þessu
fólki og þaö vantar tilfinnanlega
meiriháttar fjárframlög til frekari
uppbyggingar staöarins.
Heimavistin tekur, strangt til
tekiö, 20 manns, en við getum
troðið inn 30 manns þar á vetrum
meö því aö hafa þröngt í herbergj-
úm. Á sumarnámskeiöunum eru
aö jafnaöi 50—100 manns og hér
voru t.d. daglangt hátt á þriöja
hundrað manns þegar Norræna
prestastefnan stóö yfir í sumar.
Kjarni málsins er sá aö fjárveit-
ingavaldiö geri sér grein fyrir því
aö Skálholt hefur geysilegt aö-
dráttarafl og þaö er ekki nærri því
búiö aö koma upp aöstööu á
staönum til þess aö taka viö þeim
liösafla sem hingaö streymir. Það
vantar hreinlega húsakost undir
þaö fjölbreytta starf sem hér er
unniö. Kerfi staöarins dugir ekki
fyrir fleiri en 30 og svo þegar aukið
álag kemur m eö fleira fólki fer oft
eitthvaö í kerfinu sem ekki þolir
álagiö.
Þá mun fylgja
í kjölfarið
þróttmikið starf
Þegar krikjan sem nú stendur
hér haföi verið reist þá var ekki
lengur vanviröa aö koma meö
útlendinga í Skálholt og vissulega
var breytingin mikil til góös meö
kirkjubyggingunni, en þaö þarf aö
fylgja málinu eftir og gefa eðlilega
möguleika á blómlegu starfi í
tengslum viö Skálholtskirkju.
Satt aö segja finnst mér stund-
um aö aöstaöan hér sé eins og
leiktjöld, forhliöin er góö, en hitt er
ekki til aö stæra sig af þegar á
reynir. Teikningar aö skólahúsi
hljóöa upp á 50 manna heimavist
og víst myndi þaö stórbæta stöö-
una. Til þess þarf 150—200 millj.
kr., en þegar unnt er aö hýsa meö
góöu móti minnst 100 manns hér
þá mun fylgja í kjölfarið mikilvægt
og þróttmikiö starf í skjóli staöar-
ins.“
Haukur Guðlaugsson söngmélastjóri Þjóökirkjunnar stendur tyrir
organistanámskeiöunum.
> & h
«' Wgg
Glúmur organisti.
Þær sáu um eldhússtörfin.
Sungið í Skálholtskirkju af mikilli innlifun.