Morgunblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979
Þrjár stjórnarskrártillögur
Rhódesíu-ráðstefnunni
a
Lundúmim, 14. september. AP.
ÞJÓÐERNISFYLKINGIN lagði í dag fram tillögu að
nýrri stjórnarskrá fyrir Zimbabwe á Rhodesíu-ráðstefn-
unni í Lundúnum, en í þeirri tillögu er gert ráð fyrir því
að hvítir menn verði sviptir öllum möguleikum til að
hafa áhrif á stjórn landsins. Ætlunin hafði verið að ræða
stjórnarskrárdrög brezku stjórnarinnar á fundi ráð-
stefnunnar í dag, en hin stríðandi öfl, stjórn Muzorewas
og Þjóðernisfylkingin, lögðpst á eitt um að koma í veg
fyrir slíkar umræður. Brezku stjórnarskrárdrögin gera
ráð fyrir því að hvítir menn verði sviptir raunveruleg-
um stjórnmálaáhrifum að öðru leyti en því að þeim skuli
tryggður ótiltekinn fjöldi þingsæta næstu fimm eða tíu
árin.
Járnbrautarslysið í Júgóslavíu:
Tala látinna
komin upp í 62
Þjóðernisfylkingin leggur til
að samtímis viðurkenningu
Breta á sjálfstæði landsins
falli umboð háttsettra em-
bættismanna og stjórnenda
hersins úr gildi, en slíkt telja
margir fyrirboða um óhjá-
kvæmilega valdatöku hinna
herskáu þjóðernissinna, sem
hafa kommúnistaríki að bak-
hjarli.
Muzorewa forsætisráðherra
krefst þess að Bretar viður-
kenni stjórn hans og þá
stjórnarskrá sem nú er í gildi,
en hún kveður á um neitunar-
vald hvítra manna varðandi
breytingar á stjórnarskránni,
auk þess sem þeim er gefinn
tíu ára frestur til að afsala sér
helztu embættum í stjórnkerf-
inu og her iandsins.
Stalac, 14. sept. AP. Reuter.
ÞEGAR hafa fundist lík 62
manna í járnbrautarslysinu i
Stalac í Júgóslavíu þar sem
flutningalest keyrði á fullri ferð
beint inn i farþegalest á braut-
arstöðinni i Stalac. Ekki var ijóst
hve margir eru týndir en embætt-
ismenn sögðu að fleiri lík ættu
eftir að koma i leitirnar. Um 100
farþegar slösuðust í slysinu.
Meðal þeirra, sem létust, voru
25 hermenn, sem voru á leið í
æfingabúðir í Belgrad. Járnbraut-
arslysið í Stalac er hið næstmesta
sem orðið hefur í Júgóslavíu. Fyrir
fimm árum fórust 153 í Zagreb.
íbúar í Stalac þustu þegar til
stöðvarinnar til að hjúkra særð-
um. „Mér fannst eins og lestar-
vagninn beinlínis brotnaði í spón.
Ljósin slokknuðu og erfitt var að
Nýtt gullmet
Lundúnum, 14. september. AF.
VERÐ á gulli rauk óvænt upp úr
öilu valdi í dag, um leið og sterl-
ingspund seig og bandaríkjadalur
steig. Þegar gjaldcyrismarkaði i
Lundúnum var lokað hafði gullið
hækkað um 11 dali únsan frá i gær,
en hámarksverð í dag var 345 dalir,
sem er 4 dölum hærra en metverðið
í siðustu viku.
Þessi eftirsótti eðalmálmur hefur
orð á sér fyrir að þrífast á óförum í
efnahagslífi og lækkandi gengi
gjaldmiðla, enda er honum stundum
líkt við hrægamminn, sem síðastur
allra fellur úr hor. í lok síðasta árs
var verðið á gullúnsu um 195 dalir,
en í kjölfar síðustu olíukreppu og
byltingarinnar í Iran fór verðið ört
hækkandi, og undanfarinn mánuð
hefur það hækkað um 40 dali.
lýsa atburðunum sem eftir fylgdu.
Eg slapp með brotinn fótlegg en í
mínum klefa voru fimm eða sex
manns, sem höfðu farist," sagði
Peter Cornikow, yfirmaður í júgó-
slavneska hernum, en hann var
einn hermannanna í farþegalest-
inni er komust lífs af.
Margrét DanadrottninK er nú í opinberri heimsókn í
Kína. Myndin sýnir hana á gangi með Hua Kuo-feng
forsætisráðherra Kína í Peking, en að baki þeim er
Henrik prins.
DC-9 þota
til jarðar á
hrapaði
Sardínu
Allir innanborðs, 31 fórust
Cagliari. 14. septembcr. AP. Reuter.
ÍTÖLSK farþcgaþota með 31 manns innanborðs hrapaði
til jarðar á Sardiníu snemma í morgun. Allir sem með
þotunni voru létu lífið, 27 farþegar og fjögurra manna
áhöfn. Þotan, DC-9, var í eigu ítalska flugfélagsins ATI,
dótturfyrirtækis Alitalia. Aðstæður voru slæmar þegar
þotan fórst, en hún rakst utan í fjallshlíð er hún var að
lenda á flugvellinum í Cagliari.
Talsmenn ATI sögðu, að aðstæður hefðu verið slæmar,
rigning og þoka. Skömmu áður en þotan fórst tilkynnti
flugstjóri þotunnar, að hann væri reiðubúinn til
lendingar.
„Við heyrðum
Alhero á vesturhluta eyjar-
innar og átti að millilenda í
Cagliari. Þar áttu átta far-
þegar að fara frá borði en
ferð hinna var heitið til
Rómar.
Þetta er annað stórslysið
á Sardiníu eftir stríð. Arið
1953 fórst DC-3 flugvél
Alitalia skammt fyrir aust-
an Cagliari, stærstu borg
eyjarinnar.
Júrí Orlov.
Fimm
milljón-
ir f anga
í Sovét
— segir Júrí Orlov
BrUssel — 14. sept. — AP.
SOVÉZKL eðlisfræðingurinn
Júri Orlov, sem er í fangabúð-
um í Úralf jöllum fyrir að hafa
sýnt sovézkum yfirvöldum
mótþróa, segir að um þessar
mundir séu að minnsta kosti
fimm milljónir manna i sov-
ézkum fangelsum. Þannig séu
fangar i Sovétrikjunum tutt-
ugu sinnum fleiri en i Banda-
ríkjunum, en hér sé um að
ræða tvo af hundraði sovézku
þjóðarinnar.
Blaðið La Libre Belgique
birtir í dag úrdrátt úr skýrslu
Orlovs, en henni var nýlega
smyglað út úr Sovétríkjunum.
Orlov telur að af þeim fimm
milljónum, sem séu í haldi,
hafi um þrjár milljónir manna
gerzt brotlegir við refsilöggjöf
Sovétríkjanna. Tölur sínar seg-
ir hann grundvallaðar á upp-
lýsingakerfi, sem fangar í hin-
um ýmsu fangabúðum og fang-
elsum hafi komið sér upp.
Á árinu 1978 var Júrí Orlov
dæmdur til sjö ára þrælkun-
arvinnu fyrir „and-sovézkan
áróður", en að þrælkuninni
lokinni bíða hans fimm ár í
útlegð innan Sovétríkjanna.
dimman
óm í fjarska og sáum hvar
reykský steig upp,“ sagði
einn sjónarvotta. Þyrlur
fóru þegar á staðinn. Brakið
var dreift um stórt svæði og
enginn komst lífs af. Tals-
maður ATI sagði að aðstæð-
ur á flugvellinum í Cagliari
væru fyrir neðan allar hell-
ur. „Tæki flugvallarins eru
úr sér gengin, flugbrautin
er illa lýst og engin blind-
flugstæki eru á flugvellin-
um,“ sagði hann. Þotan var
á leiðinni til Rómar frá
Lykillinn að lausn olíukrepp-
unnar á norðurslóðum?
Vín, 14. sept. AP. Rcuter.
SVO mikil olía leynist undir
heimskautahafinu norður af
Kanada og Sovétríkjunum
að heimurinn þarf ekki að
óttast að olíu þrjóti næstu
Hámark tjáningarfrelsis”
— 44 bækur bannaðar á bókasýningu í Sovét
99
NÝLEGA var haldin
bandarísk bókasýning í
Moskvu, en í Helsinki-
sáttmálanum er mælt
með menningarviðburð-
um af því tagi. Við opnun
sýningarinnar lét sovézk-
ur framámaður svo um
mælt, að þetta væri „há-
mark viðurkenningar á
tjáningarfrelsi“, en tján-
ingarfrelsið náði að vísu
ekki til 44 bóka, sem voru
gerðar upptækar á sýn-
ingunni.
Sovézku ritskoðararnir
rökstuddu aðgerðir sínar svo,
að bækur þessar stuðluðu að
“stríðsdýrkun, kynþátta-
rembingi, væru klámfengnar
eða særðu sómatilfinningu
hinnar sovézku þjóðar".
Meðal þeirra bóka, sem
fóru svo fyrir hjartað á
fulltrúum hins opinbera sov-
ézka siðferðis, eru þessar:
Úrval skopmynda úr blöðum
og tímaritum, Saga Þriðja
ríkisins í myndum, eftir John
Bradley, Adolf Hitler, eftir
John Toland, tvær endur-
minningabækur Svetlönu,
dóttur Stalíns, Félagi Napó-
leon, eftir George Orwell,
Stjórnmálaáhrif: Bandarík-
in/ Sovétríkin, eftir Brzez-
inski og Huntington, Land
mitt og veröldin, eftir Andrei
Sakharov, Samtíðarsaga
Gyðinga, eftir Chazan og
Raphael, og Tékkóslóvakía
tuttugustu aldarinnar, eftir
Josef Korbel.
áratugina, að sögn G.R.
Harrisons, eins af forstjór-
um kanadíska olíufyrirtæk-
isins Dome. Harrison skýrði
frá þessu á ráðstefnu um
olíu í Vín, sem lauk i dag..
Hann bætti við að líklegt
væri að olíumagnið, sem
fyndist þarna samsvaraði
olíulindunum i Mið-Austur-
löndum.
„Sú olía, sem leynist undir
íshettunni er svipuð að magni til
og á þeim svæðum sem nú eru
þekkt," sagði hann. „Ný bortækni
og rannsóknir á ísreki ættu að
gera borun og vinnslu árið um
kring mögulega. Vandamálið sem
leysa þarf, er að hreinsa upp þann
olíuleka, sem óhjákvæmilega fer
undir íshettuna." Þó kostnaður við
vinnslu olíu á þessum svæðum sé
gífurlegur þá telja sérfræðingar
olíulindirnar það miklar að
vinnsla borgi sig. Þá má telja að á
næstu árum verði leit að olíu á
djúpsjávarsvæði mun umfangs-
meiri en nú er. Harrison sagðist
búast við tilraunaborunum á
heimskautasvæðinu innan fimm
ára.