Morgunblaðið - 15.09.1979, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979
23
Simamynd — AP.
Ungur Bandaríkjamaður situr ofan á braki þess sem fyrir nokkrum dögum var reisuieg verzlun frænda hans.
Verzlunarhúsið eyðilagðist með öllu er fellibylurinn Friðrik gekk yfir borgina Pascagoula í Missouri í
fyrrakvöld. Fellibylurinn hefur valdið miklu tjóni í Bandaríkjunum. Kúbu og víðar.
Enn ólmast
Pol Pot
Bangkok, 14. september. AP.
HIN fallna Kambódíu-
stjórn Pol Pots segist hafa
unnið frækilega sigra á
mörgum vígstöðvum og
frelsað víðáttumikil svæði
í bardögum gegn Víetnöm-
um í monsúnrigningunum
í Kambódíu að undan-
förnu. Þá hafa fregnir
borizt af miklum átökum í
vesturhluta landsins þar
sem búizt er við mikilli
sókn Víetnama og hers
Pnom Penh-stjórnarinnar
þegar rigningum linnir.
Víetnamar eru með um 150 þús.
manna herlið i Kambódíu og hafa
þeir lýst því yfir, að það verði
ekki flutt á brott fyrr en endan-
legur sigur sé unninn yfir mönn-
um Pol Pots.
FeUibylurinn Frederic
varð6 mannsað aldurtíla
Gífurlegt eignatjón. Jimmy Carter
fór til svæðanna, sem urðu verst úti
Mobile, 14. september. AP. Reuter.
AÐ MINNSTA kosti sex manns fórust og tveggja er
saknað eftir að fellibylurinn Frederic æddi yfir
Alabama. Florida og Missisippi. Gífurlegar rigningar
fylgdu í kjölfarið. Jimmy Carter, forseti Bandaríkj-
anna, flaug til svæðanna, sem urðu verst úti og þar sem
lýst var yfir neyðarástandi. Borgin Mobile í Alabama
varð illa fyrir barðinu á óveðrinu og útvarpið í borginni
lýsti verksummerkjum sem „King Kong hefði þrammað
um bæinn“. Carter hét íbúunum aðstoð í endurreisnar-
starfinu. Hann sagði að flutningur um 500 þúsund
manns frá svæðinu hefði vafalítið dregið úr manntjóni.
Veður
víða um heim
Akureyri 3 léttskýjað
Amsterdam 18 léttskýjaó
Aþena 39 heiðskírt
Barceiona 26 léttskýjað
Berlfn 17 skýjað
BrUssel 21 heiðskírt
Chicago 21 skýjaö
Frankfurt 25 skýjað
Genf 23 heiðskírt
Helsinki 15 rigning
Jerúsalem 30 heiöskfrt
Jóh.borg 25 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 skýjaó
Lissabon 25 heiðskírt
London 20 heiðskírt
Los Angeles 31 skýjað
Madrfd 30 skýjað
Malaga 25 alskýjað
Mallorca 26 skýjað
Miamí 30 rigning
Moskva 14 skýjað
New York 26 rigning
Ósló 17 heiðskfrt
Parfs 23 aólskin
Reykjavík 4 léttskýjaö
Rio de Janeiro 31 skýjað
Rómaborg 29 heiðskírt
Stokkhólmur 13 skýjaö
Tel Aviv 30 heiðskfrt
Tókýó 29 heiðskfrt
Vancouver 22 heiðskfrt
Vínarborg 23 skýjað
Jody Powell, blaðafulltrúi for-
setans, sagði að endurreisnar-
starfið tæki mörg ár. Eftir að
mesta óveðrinu slotaði fylgdu
gífurlegar rigningar í kjölfarið.
Leifar fellibylsins fóru norður
eftir landinu og í Buffalo í New
York mældist rigningin 13 senti-
metrar. Þar var öllum skólum
lokað og miklar umferðartruflan-
ir. í Erie í Pensilvaníu hrundi
þak á strætisvagnastöð vegna
vatnsþungans og sex vagnar
skemmdust þar sem þeir stóðu
innandyra.
Fólk var farið að flytja aftur til
heimila sinna í suðurhéruðunum,
sem urðu verst úti. Ljóst er að
eignatjón er gífurlegt, jafnvel
talið meira en þegar fellibylurinn
David gekk yfir fyrir skemmstu.
Frederic var þó ekki eins
mannskæður, því 1100 manns
1970 — ítölsk farþegaflugvél
brotnar í tvennt á Kennedyflug-
velli (156 fórust).
1967 — Egypzki marskálkufinn
Amer fremur sjálfsmorð.
1966 — Þriggja daga geimferð
tveggja bandarískra geimfara lýk-
ur.
1964 — Páfastóll semur við Ung-
verja.
1959 — Krúsjeff kemur til
Washington í 13 daga heimsókn.
1952 — Bretar láta Erítreu af
hendi við Eþíópíu.
1950 — Landganga Bandaríkja-
manna í Inchon, Suður-Kóreu.
1949 — Konrad Adenauer verður
fyrsti kanzlari Vestur-Þýzka-
lands.
1946 — Búlgaría verður alþýðu-
lýðveldi.
fórust af völdum Davids á eyjum
í Karabíska hafinu og 16 í
Bandaríkjunum.
1942 — Þjóðverjar ráðast á Stal-
íngrad.
1940 — Harðar loftárásir Þjóð-
verja á London.
1938 — Chamberlain heimsækir
Hitler í Berchtesgaden og Hitler
hótar innlimun Súdetahéraðanna.
1935 — Nurnberg-lögin gegn
Gyðingum sett og hakakrossinn
verður þjóðfáni Þjóðverja.
1916 — Bretar verða fyrstir til
að beita skriðdrekum.
1882 — Bretar taka Kaíró og
Arab Pasha gefst upp.
1821 — Mið-Ameríkulýðveldin
lýsa yfir sjálfstæði.
1776 — Bretar taka New
York-borg herskildi.
1643 — Uppreisn lýkur á írlandi.
Afmæli. Albrecht von Wallen-
stein, þýzkur hermaður
(1583—1634) — Pierre Simon
Fournier, franskur prentari
(1712—1768) — James Fenimore
Cooper, bandarískur rithöfundur
(1789—1851) — William Howard
Taft, bandarískur forseti
(1857-1930) - Bruno Walter,
þýzkur hljómsveitarstjóri
(1876-1962).
Andlát. J.F. Cooper, rithöfundur,
1851 — I.K. Brunel, verkfræðing-
ur, 1859.
Innlent. „Pourquoi Pas?“ strandar
við Mýrar 1936 — d. herra Ásgeir
Ásgeirsson 1972 — Áminningar-
bréf erkibiskups til Norðlendinga
1478 — Ásökunarbréf konungs til
Hamborgarráðs 1550 — d. Bjarni
Kolbeinsson (Orkn.) 1222 — síra
Páll Jónsson skáld 1846 — Síðari
þingflokksfundur Bændaflokks
1915 — „Helgu" frá Hornafirði
hvolfir á Færeyjagrunni 1961 —
Samningur BSRB við ríkið um
Kjaradóm 1962 — Útför frú Dóru
Þórhallsdóttur 1964 — Leirvogs-
árslysið 1969.
Orð dagsins. Við verðum að vara
okkur á því að byggja upp þjóðfé-
lag þar sem enginn skiptir máli
nema stjórnmálamaður eða emb-
ættismaður — Sir Winston
Churchill, brezkur stjórnmálaleið-
togi (1874-1965).
Fúkkalyfhœtt að
verka á skepnur
FÚKKALYF, svo sem pensilín, streptomycin og tetracycline,
ollu byltingu á sviði læknisfræðinnar og þau hafa einnig
komið sér vel í landbúnaði. í Bandaríkjunum er um %
hlutum nautgripa, kjúklinga, svína og annarra dýra, sem
ætluð eru til manneldis, gefið fúkkalyf. Um 40% af
lyf jaframieiðslu í Bandaríkjunum fer í dýrin, fyrst og fremst
til að viðhalda heilsu þeirra en einnig auka þau vöxtinn án
þess að orsakirnar séu kunnar. Lyfjanotkun í landbúnaði
hefur verið gífurleg og lítt gagnrýnd þar til á siðustu
misserum að efasemdaraddir hafa verið að vakna.
Það hefur komið á daginn, að það borist frá einni bakteríu til
Svín éta fúkkalyfjabætt fóður í tilraunastöð í Terre Haute í
Bandaríkjunum.
sjúkdómsvaldandi bakteríur
hafa í auknum mæli myndað
ónæmi fyrir fúkkalyfjum. Þegar
upp úr 1970 fór mönnum að
verða þetta ljósara. Pensilínið,
sem átti að vera ráð við flestu
var hætt að verka. Vísindamenn
hafa einnig komist að raun um
að ónæmið, sem bakteríur hafa
náð að mynda fyrir fúkkalyfjum,
erfist ekki aðeins heldur getur
annarrar.
Þetta hefur valdið mönnum
nokkrum áhyggjum vegna þess
að margir óttast að á endanum
muni maðurinn sjálfur verða
fórnarlambið þar sem hann étur
kjötið af þeim skepnum sem
hafa fengið fúkkalyf. Það sem
þykir benda til að þessi þróun sé
þegar hafin er, að verkafólk í
sláturhúsum og bóndabýlum
hefur bakteríur ónæmar fyrir
fúkkalyfjum í ríkari mæli en
fólk í öðrum starfsgreinum. Frá
1972 hefur bandaríska lyfjaeftir-
litið reynt að fylgja fordæmi
Breta og annarra Evrópulanda
og takmarka fúkkalyf til skepna.
En það hefur gengið treglega í
Bandaríkjunum og öldunga-
deildin hefur ekki enn viljað
setja lög um takmörkun fúkka-
lyfja. Helstu röksemdir gegn
takmörkun hafa verið, að dýra-
læknar hafi misnotað fúkkalyf.
Gefið þau í of ríkum mæli og
stöðva beri það. Þá hefur einnig
sú röksemd verið sett fram, að ef
fúkkalyfjaskammtar til skepna
til manneldis verði minnkaðir þá
þýði það aukinn framleiðslu-
kostnað þar sem fúkkalyfin hafa
flýtt vexti dýra þó að ástæðurn-
ar séu ekki kunnar.
(Byggt á Newsweek)
Þetta gerðist
15. sept.