Morgunblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 25 Konan lengst til vinstri lagði ai stað með manni sinum og 7 börnum á flóttamannabáti með 420 öðrum. Fyrir þvi stóð fullorðna konan fyrir miðju i öftustu röð. Maðurinn dó á leiðinni og nú stendur unga konan uppi með barnahópinn sinn og tengdamóður, (önnur frá vinstri) i flóttamannabúðunum á eyjunni Pulau Bidon, þar sem fréttamaður Mbl. E.Pá. tók þessa mynd af þeim. um í búðum á ströndinni, en höfðu komið í flóttamannabúð- irnar á Pulau Bidon fyrir fjórum dögum. Og ég reyndist vera fyrsta manneskjan, sem Mink Chao gat raunverulega talað við, sem spurði hana um hagi hennar og sýndi henni samúð. Ahöfnin af flóttamannabátnum hafði fengið númer, en ekki komið að því að skýrsla væri tekin af fólkinu. Eftir nokkra stund hafði ég feng- ið að heyra hvað angraði hana mest. Þau systkinin höfðu átt erfiðan tíma á flóttanum. Voru tvo mán- uði að flækjast á hafinu. Fengu tvisvar sinnum óveður, sem hrakti bátinn með 420 manns innanborðs til baka, næstum að ströndum Víet Nams aftur. Þau lentu á óbyggðri eyju og voru þar í nokkra daga. Þar voru pálma- tré, sagði Mink Chau og leit döpur í kring um sig í flótta- mannabúðunum, þar sem búið er að höggva upp nær hvert tré til að nota í húsbyggingar og eldivið. Eitt barnið dó. Og einn fullorð- inn maður lést frá konu, 7 börn- um og aldraðri móður. Ég hitti ekkjuna þarna í búðunum með hópinn sinn. Einnig konuna, sem hafði skipulagt flóttann, rösklega fullorðna konu, sem kom til að vara ungu stúlkuna við að segja of mikið við mig, virtist óttast að hún færi að kvarta og koma þeim e.t.v. í einhver vandræði. En unga stúlkan lét það sem vind um eyru þjóta. Sagði að ég væri frá Islandi, sem væri hinum megin á hnettinum. Á leiðinni lenti báturinn í höndum thailenskra sjóræningja, sem rændu af flóttafólkinu öllu verðmætu. — Ég átti skartgripi, sem mamma lét okkur hafa til að lifa á fyrst um sinn á nýja staðnum. Nú er ég meira að segja í lánsfötum, sagði hún. Einn thailenski ræninginn glotti fram- an í mig. Ég grét og grátbændi hann um að gera mér ekki mein. Hann hló og sagði að ég skyldi koma með sér til Thailands. En ég sagðist vera gift og eiga barn — og hann fór. Þeir voru allir með stórar sveðjur, en engar byssur. Og ég held að þeir hafi farið án þess að gera okkur mein, af því að þeir fundu ránsfeng á flóttafólkinu. — Maður verður að borga frelsið dýru verði, sagði þessi unga stúlka svo, þegar ég var að taka mynd af fjölskyldu látna mannsins. — Þetta er í fyrsta skipti sem ég og bróðir minn vitum í raun hvað er að vera hungraður og þyrstur, sagði hún síðar í samtal- inu. Hér í búðunum fáum við mat. En ég er alla daga döpur. Það er svo erfitt að vera kominn upp á aðra. Við fórum af stað í fylgd með vinum foreldra okkar. Þau voru góð við okkur meðan við áttum eitthvað, en eftir að ræn- ingjarnir tóku allt, þá breyttust þau. Við erum enn með þeim, en þau láta okkur finna að við séum byrði. Og ég veit ekki hve lengi við getum verið þar. Vissir þú að þegar maður á peninga, þá eru allir elskulegir við mann, en heldur ekki lengur? — Svona er víst lífið. Ég vissi það bara ekki. Við vorum alltaf vernduð af ástúðlegum foreldrum — og síðustu árin með móður okkar. Ég á sjálfsagt eftir að læra mikla lexíu. Mink Chau kvaðst þó hafa mestar áhyggjur af bróður sín- um. Hann væri alltaf veikur. Læknirinn á spítalanum hefði bara gefið honum pillur, en ekk- ert rannsakað hann þegar þau komu í búðirnar. Drengurinn var fjarska veiklulegur og niðurdreg- inn, læknirinn vafalaust séð að magaveikin stafaði af taugaálag- inu, eins og hjá svo mörgu flótta- fólkinu. — Getur þú sagt mér við hvern ég get talað? spurði hún. Þú er fyrsta almennilega manneskjan, sem talar við mig, bætti hún við afsakandi. Við þurfum að leysa svo mörg vandamál. Ég skrifaði Ky frænda í Ameríku í gær, og bað hann um að senda okkur peninga ef hann gæti. En ég ve't ekki hvort þeir senda bréfið mitt áfram. Hann er okkar eina von. Ég sagði henni að ég gæti ekki annað gert en að lofa að skrifa Ky frá Islandi og segja honum af þeim. Öryggislögregla Malasíu hafði harðbannað mér að taka bréf af flóttafólkinu, þegar ég fékk leyfi tii að fara út í eyjuna, og ég lofað því. En það er dapur- legt að geta ekki svo mikið sem tekið bréf af þeim mörgu, sem reyndu að koma á mig bréfi. — Heldurðu að við verðum að vera hér lengi? spurði Nguyen Cao Mink Chau og horfði á mig stórum döprum augum. Fáir eru þar skemur en 5 mánuði. En það sagði ég henni ekki. - E.Pá. váljarbarometer september 1979 S+VPK 48,1% FP + C+ M 48,4% Skoöanakönnun gerö í sept. ’79. Vinstri flokkarnir (S + VPK) hafa minnihluta, 48,1% á móti 48,4% borgaralegu flokkanna. yrðu fleiri kjarnorkuver sett í gang fyrr en viðunandi lausn væri fundin á geymslu úrgangsefnanna, sem myndast í kjarnorkuverunum. Aö þeirra dómi var sú lausn ekki fyrir hendi þegar til stóö aö setja í gang ný fullbyggö kjarnorkuver. Afleiö- ingin varö sú aö Fálidin sagöi af sér. Þetta ár, sem eftir var af kjörtímabilinu, hefur Folkpartiet . 'v • -ít ' 'fn* in og Bohman þrátta um verlö í minnihlutastjórn og formaö- ur þess flokks, Ola Ullsten, forsæt- isráöherra. Aöalmál síöustu kosninga var eins og áöur er getiö orkuvanda- máliö, en hitt stórmáliö var tillaga sósíaldemókrata um launþega- sjóöina (löntagarfonderna). Þeir vilja skylda atvinnurekendur til aö leggja hluta af veltunni í sjóö, sem síöan gerir launþegum kleift aö kaupa sig inn í fyrirtækin, og á þann hátt veröa hluthafar. Tillagan er nú til umræöu í þingskipaöri nefnd. Á þetta, sem var aöal hitamál sósíaldemókrata fyrir síö- ustu kosningar, heyrist vart minnst í dag. í þessari kosningabaráttu er orkuvandinn einnig ofarlega á baugi. Eftir slysiö í vetur í kjarn- orkuverinu í Harrisburg í Banda- ríkjunum hefur fjöldi þeirra í Sví- þjóö, sem eru mótfallnir kjarnorku, aukist til muna. Flokkunum tókst ekki aö marka stefnu varöandi áframhaldandi rekstur og bygg- ingu kjarnorkuveranna og sam- þykktu því í vetur sem leiö aö hafa þjóöaratkvæði um máiiö snemma á næsta ári. SKATT ADEILUR Skattarnir eru eitt af stóru mál- um kosninganna. Móderataflokk- urinn er sá sem viröist hafa unniö hvaö mest á. Formaöur hans, Gösta Bohman, heidur því fram aö sósíaldemókratar standi fyrir alltof mikilli miöstýringu og skeröi þann- ig athafnafrelsi einstaklingsins. Margir Svíar eru þreyttir á háum sköttum, en skattaskalinn fer upp í 87%. Þannig aö af eitt hundraö krónum heldur launþeginn aöeins þrettán krónum. Telja þaö sýnt og sannað aö svo háir skattar dragi úr vilja fólks til aö vinna. Bohman gengur svo langt að segja, aö háir skattar sem þessir ógni fjármögn- un áframhaldandi velferöar. Borgaralegu flokkarnir eru sam- mála um aö lækka veröi skattana. Móderatar vilja ganga þaö langt aö skattar geti ekki oröiö hærri en 50% og halda því fram aö tekjur ríkisins yröu ekki lægri, þar eö fólk myndi vinna meira og þar meö þéna meira. Samkvæmt hinni ný- birtu Sifo-skoðanakönnun trúir annar hver Svíi (48%) því, að lækkun skatta hvetji fólk til meiri vinnu og ríkiskassinn muni þannig halda sínu. ÚTSPIL PALME Fyrsta sunnudaginn í september kynnti Olof Palme tillögur sósíal- demókrata, sem þeir myndu vinna aö á fyrstu 100 dögunum, ef þeir kæmust í stjórn. Þar var aö finna m.a. lækkun útsvars og hækkun barnastyrks (í Svíþjóö er enginn skattafrádráttur fyrir börn en árs- fjóröungslega greiddur út barna- styrkur). Sósíaldemókratar vilja lækkun skatta á fyrirtækjum, auka eignaskatt og hinn svokallaöa „proms" eöa viröisaukaskatt. Hinir flokkarnir berjast allir hart gegn „promsinum" sem þeir telja aö leiða muni til hærra vöruverðs og aukins atvinnuleysis. Aöspuröur um hundraö daga prógramm sósíaldemókrata Ifkti forsætisráöherra, Ola Ullsten, því viö Napóleonstertu meö mörgum rúsfnum. SVAR BORGARALEGU FLOKKANNA Ekki liöu nema tveir dagar þar til Folkepartiet og Centrern birtu sinn sameiginlega boöskap til sænsku þjóðarinnar. Þeir boöuöu m.a. skattalækkun á miölungstekjur, hækkun barnastyrks sem aftur yröi fjármögnuö meö hærri skött- um á bensíni og olíu, rafmagni, víni og tóbaki. Komiö hefur fram aö allir flokkarnir eru reiöubúnir aö hækka skatta á bensíni og olíu til þess aö draga úr orkuneyslu. Einnig eru þeir sammála um aö hækka skatta á víni og tóbaki. SKÓLAMÁL í kosningabaráttunni nú hefur meira verið rætt um vandamál skólans en oft áöur. Þau orö sem mest ber á í þeim umræöum eru: þekking, regla, uppeldi. Sjaldnar heyrist talaö um: vinnuaöferðir, félagsþroska og jafnrétti, sem hingað til hafa einkennt þau mál- efni. Sýnt þykir aö stefna sú sem sósíaldemókratar hafa mótaö í skólamálum hefur ekki tekist sem skyldi, og aö veita enn meira fé til skólamála sé ekki lausn á vanda- málum þeirra nú, heldur þurfi róttækari breytinga viö. LOKAORÐ Til stóö aö þeir Olof Palme og Torbjörn Fálldin, formenn stærstu flokkanna, myndu þreyta kapp- ræöu í sjónvarpi. Flestum til mikilla vonbrigöa verður ekki af því, þar eö sósíaldemókratar hafa afþakk- aö boöið fyrir hönd Palme. Ljóst er aö úrslitin eru mjög tvísýn og aö kosningabaráttan á eftir að haröna þessa síöustu daga fram til kosn- inganna þann 16. september.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.