Morgunblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979
Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarflugs:
Ætlum að halda
íippi samkeppni”
Arnarflug fór í fyrsta áætlunarflugið í gær á leiguflugvél
ARNARFLUG hóí í gær áætlun-
arflug til þeirra staða, sem
Vængir flugu áður til. Fyrst í
stað heldur fyrirtækið þessari
áætlun uppi með 9 sæta flugvél
frá Flugfélagi Austurlands, en
hefur einnig möguleika á að fá
vélar leigðar hjá Flugstöðinni og
Sverri Þóroddssyni.
Ætlun Arn-
arflugs er að kaupa tvær 19 sæta
flugvélar af Twin Otter-gerð til
Ný bók frá Mm:
Samfélagið: Fjölskyld-
an, vinnan, ríkið
MÁL og menning hefur gefið út
nýja kennslubók, ætlaða byrjend-
um i samfélagsfræðanámi við
fjölbrauta- og menntaskóla. Bók
þessi nefnist Samfélagið: Fjöl-
skyidan, vinnan, ríkið og höfund-
ur er prófessor Joachim Israel.
Israel er vel þekktur fræðimaður á
sínu sviði og hefur gefið út
fjölmörg rit um stjórnmál og
önnur þjóðfélagsleg viðfangsefni.
Hann hefur undanfarin ár kennt
félagsfræði við háskólana í Kaup-
mannahöfn og Lundi.
Eins og heiti bókarinnar ber
með sér skiptist hún í þrjá aðal-
kafla þar sem farið er ítarlega í
þrjá meginþætti samfélagsins.
Hver þessara aðalkafla greinist í
þrjá smærri kafla, og eru heiti
þeirra þessi. 1. Er samhengi milli
fjölskyldugerðar og samfélags-
gerðar? 2. Barneignir. 3. Uppeldi
og menntun. 4. Hlutverk vinnunn-
ar í samfélaginu. 5. Hagkerfi
okkar. 6. Neyslan og tekjurnar. 7.
Ríki og stjórnmál. 8. Verkefni
ríkisins. 9. Ríkið og valdið.
Við þýðingu bókarinnar hefur
verið lögð mikil áhersla á að
Um 70 þúsund
á vörusýninguna
ALÞJÓÐLEGU Vörusýninguna
'79 sem haldin var i Laugardals-
höll dagana 24. ágúst til 9.
september sóttu nærri 70 þúsund
manns. Á sýningunni sýndu 150
fyrirtæki vörur frá fjölmörgum
þjóðlöndum á um það bil 6000
fermetra sýningarsvæði.
Á sýningunni voru haldnar 40
tískusýningar og 16 skemmti-
dagskrár og lætur nærri að 55
þúsund manns hafi sótt þessi
sýningaratriði.
Tveggja hæða strætisvagninn
frá London, sem var tákn sýn-
ingarinnar, fór í útsýnisferðir á
klukkutima fresti meðan sýning
var opin — og flutti alls um 9.000
farþega.
staðfæra allar þær upplýsingar
sem fram koma í bókinni, og því er
í henni að finna ýmislegt efni um
islenskt samfélag sem aldrei hefur
áður komið fyrir almennings sjón-
ir. Þýðingu og staðfæringu bókar-
innar annaðist Auður Styrkárs-
dóttir þjóðfélagsfræðingur, teikn-
ingar og útlit Guðmundur Ólafs-
son. Bókin er 200 blaðsíður,
Prentstofa G. Benediktssonar
prentaði. Þetta er pappírskilja,
bókbandsvinnu annaðist Bókfell
hf.
að annast þennan þátt í starfsemi
fyrirtækisins.
Morgunblaðið ræddi í gær við
Magnús Gunnarsson framkvæmd-
arstjóra Arnarflugs og var hann
spurður hvort innanlandsflugið
væri nú allt komið á hendur
Flugleiða eða hvort um samkeppni
yrði áfram að ræða á innanlands-
leiðum.
— Það er augljóst mál að um
samkeppni verður áfram að ræða,
sagði Magnús. — Leyfisveitingin
til okkar er skilyrt að því leyti að
við höldum uppi samkeppni og við
ætlum okkur svo sannarlega að
gera það. í fyrsta lagi ætlum við
að efla þetta flug og koma góðri
reglu þar a' en því hefur verið
ábótavant á köflum. Jafnframt
ætlum við okkur almennt leigu-
flug og nýtingu á vélunum eins og
henta þykir á hverjum tíma. Ég
held að það megi segjast, að það sé
nokkuð vel af sér vikið hjá okkur
að fá leyfið á þriðjudagskvöldi, en
vera byrjaðir á fullri áætlun á
föstudegi. Vonandi er það bara
forsmekkurinn að því hvernig við
vinnum að þessu flugi, sagði
Magnús Gunnarsson.
Ragnar Amalds samgönguráðherra:
Frönsk-bandarísk
mynd í Stjömubíói
STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýn-
ingar á frönsk-bandarísku
myndinni „Madame Claude“.
Leikstjóri er Just Jaeckin sá
sem stjórnaði Emanuelle-
myndunum og Sögunni af O.
Jaeckin er einnig framleiðandi.
Með helstu hlutverkin í mynd-
inni fara Francoise Fabian,
Murray Head, Dayle Haddon,
Maurice Ronet og Vibeke Knud-
sen.
Myndin hefst á því að ung og
fögur stúlka kemur frá París og
er ekið á gljáfægðum bíldreka að
Hvíta húsinu í Washington.
Stúlkan heitir Anne-Marie og er
sérfræðingur í að gefa blíðu sína
gegn hárri greiðslu. Að loknum
vinnudegi snýr hún aftur til
Parísar þar sem David bíður
hennar. Anne-Marie og fleiri
stúlkur er stunda sömu iðju eru
undir verndarvæng hinnar
frægu Madame Claude og vinna
aðeins fyrir háttsetta menn svo
sem forseta, ráðherra og þeirra
líka.
Lockheedhneykslið er á allra
vörum og eru nokkrir viðskipta-
vina Madame Claude flæktir í
það mál. David, vinur Anne-
Marie, er ákveðinn í að koma
Madame Claude á kaldan klaka
og ætlar að notfæra sér þetta
hneykslismál til að koma ár
sinni fyrir borð.
99
Sannfærður um að hægt verður
að tryggja að Arnarflug haldi
uppi eðlilegum flugsamgöngum
99
í MBL. i gær var haft eftir Ólafi Ragnari Grímssyni, formanni
framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins, að hann hygðist taka upp
á Alþingi er það kemur saman að nýju, leyfisveitingu til Arnarflugs á
flugleiðum Vængja innanlands. ólafur sagði að hann teldi það ranga
stefnu hjá samgönguráðherra að láta atburðarásina fara í þennan
farveg og sagðist óttast að Arnarflug yrði háð Flugleiðum í þessum
rekstri.
Morgunblaðið hafði í gær sam-
band við Ragnar Arnalds sam-
gönguráðherra og spurði hann
álits á þessari skoðun flokksbróð-
ur síns.
— Það gera sér allir grein fyrir
því að sá galli er á þessari leyfis-
veitingu, að leyfishafi er að meiri-
hluta til í eigu annars flugfélags,
sagði Ragnar. — Þó að þetta sé
ágalli, og ég býst við að orð Ólafs
Ragnars miði fyrst og fremst að
þessum ágalla, þá þýðir ekki að
einblína bara á þetta atriði og
ekkert annað. Menn verða auðvit-
að að skoða málið í heild sinni. Ég
er sannfærður um að hægt verði
að tryggja að þetta félag haldi
uppi eðlilegum flugsamgöngum,
jafnvel þótt annað flugfélag sé
aðaleigandi þess. Um einokunar-
aðstöðu þarf ekki að verða að
ræða og ef við sjáum einhver
merki þess að Flugleiðir hafi
óeðlileg áhrif á þetta félag og
starfsemi þess þá munum við
grípa í taumana, við höfum alla
möguleika til þess, sagði sam-
gönguráðherra.
Ragnar sagði að ákvarðanir
sínar í þessu máli hefðu fyrst og
fremst verið teknar með það í
huga að það félag sem fengi leyfið
héldi uppi góðum samgöngum og
þjónustu við viðkomandi byggðar-
lög. Hann sagði að Vængir hefðu
glatað trausti meðal fólks á þess-
um stöðum vegna margvíslegra
mistaka og óreglu í rekstrinum,
m.a. hefðu öryggismál félagsins
verið í miklu ólagi.
Hann sagðist hafa fengið skeyti
frá sveitarstjórnum á átta stöðum
og í sex þeirra hefði beinum
orðum verið mælt með því að
Arnarflug fengi leyfið. Hin tvö
hefðu fyllilega samræmst þeirri
ákvörðun að veita Arnarflugi leyf-
in. I engri umsagnanna hefði verið
mælt með því að Iscargó fengi
umrædd leyfi.
Varðandi fréttir um að þrír
starfsmenn Flugleiða hefðu setið
fund Flugráðs þar sem ákvörðun
um þetta mál var tekin, sagði
Ragnar að engin ákvörðun hefði
verið tekin í Flugráði. Ákvörðunin
hefði verið tekin í samgönguráðu-
neytinu. Hann sagði að Leifur
Magnússon, varaformaður Flug-
ráðs, hefði ekki tekið afstöðu þar
sem hann var aðili að málinu, en
aðrir Flugráðsmenn, að einum
undanskildum verið því meðmælt-
ir að veita Arnarflugi þessi leyfi.
— Það er óhætt að segja að víðtæk
samstaða er að baki þessari
ákvörðun, sagði Ragnar Arnalds.
Sinfóníuhlj ómsveitin
lék fyrir fullu húsi
Sauóárkróki, 14. september.
SINF ÓNÍUHLJ ÓMSVEIT
íslands. sem nú er í hljómleika-
íerð um landið kom hingað til
Sauðárkróks í gær og hélt
Tómas Árnason fjármálaráðherra:
Mun svara Ólafi á Alþingi
„MÉR þykir rétt að benda á
það, að allir stjórnarflokkarnir
samþykktu stjórnarsamþykkt-
ina um vaxtastefnuna, en ég
játa hins vegar að hún var
miðuð við að verðbólgan hjaðn-
aði en ykist ekki, þannig að
þess vegna má segja að við
séum komnir i nokkra sjálf-
heldu með vaxtamálin,“ sagði
Tómas Árnason fjármálaráð-
herra, er Mbl. leitaði álits hans
á þeirri gagnrýni, sem formað-
ur framkvæmdastjórnar Al-
þýðubandalagsins, Ólafur
Ragnar Grimsson, setti fram á
Tómas sem fjármálaráðherra í
Mbl. i gær.
„Varðandi ummæli Ólafs um
það, að ég hafi algjörlega brugð-
izt varðandi framkvæmd á til-
lögum skattanefndar ríkis-
stjórnarinnar, þá verð ég að
segja það, að ég veit hreint ekki,
hvort Ólafur hefur nokkuð fylgzt
með því, sem unnið hefur verið á
þessu sviði," sagði Tómas. „Það
hefur ýmislegt verið gert, eins og
koma mun í ljós, þegar ég svara
ólafi á Alþingi." En í Mbl. segist
Ólafur munu strax í þingbyrjun
krefja Tómas sagna um það,
hvers vegna hann hafi ekki
framkvæmt stefnumál ríkis-
stjórnarinnar.
„Varðandi afgreiðslu hækkun-
arinnar á landbúnaðarvörum, þá
er það að segja, að ef verja hefði
átt meira fé í niðurgreiðslur, þá
mun ég hafa sagt á ríkisstjórn-
arfundinum, að eitthvað slíkt
gæti komið til greina, en þá
þyrftu menn líka að útvega
ríkissjóði aukið fé til að mæta
þeim útgjöldum. Tillögur þess
efnis lágu hins vegar ekki á
lausu.
Og ég vil taka það fram varð-
andi söluskattshækkunina, að ég
lagði til að hún gengi ekki inn í
vísitöluna, en því var hafnað.
Annars hef ég engan áhuga á
því að vera að karpa við Ölaf
Ragnar Grímsson í dagblöðum.
Ég mun, þegar þing kemur sam-
an, gera grein fyrir gangi mála
og þá svara spurningum Ólafs
sem annarra þingmanna," sagði
Tómas Árnason fjármálaráð-
herra.
tónleika í Félagsheimilinu Bif-
röst í gærkvöldi fyrir fullu húsi
þakklátra áheyrenda. Stjórn-
andi hljómsveitarinnar er Páll
P. Pálsson, einsöngvari Ing-
veldur Hjaltested og einleikari
á trompet Lárus Sveinsson.
Efnisskrá tónleikanna var
mjög fjölbreytt. Þar var að
finna eitthvað fyrir alla enda
féll hún í góðan jarðveg. Ein-
söngvara og einleikara var
sérstaklega vel fagnað enda
hlutur þeirra mikill og góður.
Hljómsveitin varð að leika
nokkur aukalög og í lokin voru
stjórnandi og hljómsveit hyllt
með miklu lófataki. Sigurður
Björnsson, framkvæmdastjóri
Sinfóníuhljómsveitarinnar,
ávarpaði áheyrendur með
nokkrum orðum.
Þetta voru þriðju tónleikar
Sinfóníuhljómsveitarinnar hér
á Sauðárkróki á þessu ári og
ætíð hefur hún leikið fyrir fullu
húsi og geta ekki aðrir státað af
betri aðsókn hér.
Kári.