Morgunblaðið - 15.09.1979, Page 27

Morgunblaðið - 15.09.1979, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 27 Góð atvinna Stykkishólmi, 13. sept. Gatnagerðarframkvæmdir hafa verið miklar í sumar og hefir verið unnið við undirbygg- ingu og lagnir í götur nýs hverfis í Nesi og á Ási, en þar eru 40 lóðir og hefir þeim flestum verið úthlutað. Unnið hefir verið við lokafrágang á aðveituæð vatns- veitunnar og einnig endurbætur á dreifikerfinu. Mikið hefir verið unnið við íþróttavöllinn í sumar og var hann stækkaður og byggð áhorfenda- stúka. Samfara gatnagerðarfram- kvæmdum í gamla bænum hefir orðið mikið rask við lóðir og hefir verið unnið við frágang lóða með gangstéttum. í byggingarframkvæmdum er það helst að mikilli viðbyggingu er nú lokið við sláturhúsið og er það nú kor>:ð í löglegt og ágætt horf. Aðilar á Snæfellsnesi eru um þetta hús enda eina sláturhúsið á Nesinu. Þá er Rækjunes með viðbygg- ingu við skelfiskvinnslu sína og hraðfrystihús Sig. Ágústssonar h.f. er með miklar lagfæringar á sínum húsum og byggingum. Gamla verslunarhúsið þar sem skrifstofur fyrirtækisins eru hafa verið lagfærðar og málaðar og innréttaðar í stíl við það sem áður var og er það mikil bæjarprýði. Þá verður ál sett á frystihúsið og við það tekur það miklum stakka- skiptum og prýðir bæinn. Fréttaritari. Minnisvarði um Hermann Jónas- son afhjúpaður Á SUNNUDAG, 16. september, kl. 14.00, verður afhjúpaður í svonefndri Skeljavík við Hólma- vik minnisvarði um Hermann heitinn Jónasson, fyrrum ráð- herra og þingmann Stranda- manna. Minnisvarðinn er reistur af Strandamönnum, en forsaga hans er sú, að á aðalfundi sýslunefndar Strandasýslu á árinu 1976 var Nafnabrengl NAFNABRENGL urðu í texta myndar sem fylgdi frétt um 50 ára afmæli Kvæðamannafélagsins Ið- unnar í blaðinu í gær. Myndin var af stjórn félagsins og er röð nafnanna rétt þannig: Efri röð frá vinstri: Magnús Jóhannsson vara- gjaldkeri, Ulrich Richter formað- ur og Guðmundur Ágústsson rit- ari. Neðri röð frá vinstri: Ragn- heiður Magnúsdóttir gjaldkeri og Magnea Halldórsdóttir vararitari. Þess má einnig geta að það er í dag, laugardaginn 15. september, sem Kvæðamannafélagið Iðunn er 50 ára. samþykkt að kanna á hvern hátt Hermanns heitins yrði bezt minnst af Strandamönnum, en hann var þingmaður þeirra sam- fellt frá 1934—1959 og síðan þing- maður Vestfirðinga eftir kjör- dæmabreytinguna allt til ársins 1967, er hann lét af þingmennsku. Til þessa verkefnis kaus sýslu- nefndin 3ja manna nefnd. Nefndin varð fljótlega sammála um það, að Hermanns heitins yrði bezt og veglegast minnst með því móti að reisa honum minnisvarða í sýsl- unni. Leitaði hún til Sigurjóns Ólafssonar, myndhöggvara, sem tók að sér að gera uppdrátt að varðanum, sem unninn er í grá- stein í Steinsmiðju Sigurðar Helgasonar í Reýkjavík, en vanga- mynd Sigurjóns af Hermanni heitnum, sem steypt er í brons, er greypt á varðann. — Mjög margir Strandamenn heima og heiman hafa stutt málið með fjárframlög- um og á ýmsan annan hátt og er þess vænst, að sem flestir Strandamenn sjái sér fært að taka þátt í athöfninni á sunnudaginn kemur, að því er segir í frétt frá sýslunefndinni. Ríkissjóður hefur keypt 2. hæð þessa húss, Borgartúns 22, og er ætlunin að þar verði embætti rikissáttascmjara og kjararannsóknanefnd til húsa. Ljósm.: Emilía. RÍKISSJÓÐUR hefur fest kaup á 2. hæð hússins Borgartúns 22 í Reykjavík og er ætlunin að embætti ríkissáttasemjara og kjararannsóknanefnd verði þar til húsa auk þess, sem til greina kemur að fleiri opinberir aðilar fái þarna inni. Húsnæðið er keypt tilbúið undir tréverk og er kaupverð þess alls 77 milljónir króna. Önnur hæðin er 496,44 fermetrar á stærð og auk þess hefur ríkissjóður keypt 72 fermetra geymsluhúsnæði í kjallara hússins. Seljandi er Efnissalan h.f. Sáttasemjari og kjararannsókna- nefnd brátt í nýtt húsnæði Stykkishólmur: Miklar gatnagerðarframkvæmdir Stykkishólmi, 13. sept. 1979. ATVINNA í Stykkishólmi hefir verið góð og sérstaklega hefir verið annríkt hjá iðnaðarmönn- um. Skipavik h.f. hefir verið að auglýsa eftir meira starfsliði. Á vegum sveitarféle.gsins eru framkvæmdir á þessu ári með mesta móti. Helstu verkefni eru að nú er unnið að byggingu nýs skólahúss sem er 730 ferm. bygg- ing á tveimur og hálfri hæð. Þessi bygging er fyrsti áfangi áætlunar um byggingu skóla og íþrótta- mannvirkja. Við gamla barnaskólahúsið hef- ur verið reist kennsluhús eða svokallaðar lausar kennslustofur 130 fermetrar og leysir það hús- næðisvanda skólans sem hefir verið mikill. Eftir sem áður er kennt í húsnæði hótelsins en þar eru 3 efstu bekkir grunnskólans, iðnskólinn og framhaldsdeildin. Með hækkun olíuverðs hefir kostnaður við kyndingu skóla auk- ist mikið. Því er nú unnið að breytingum á kyndibúnaði skóla- hússins og á að samkynda Dvalar- heimilið og skólann með svartolíu. — Fréttaritari Fjárdauði vegna snjóa í Miklaholtshreppi Stykkishólmi, 13. september. ÞAÐ sem af er september hefir tiðarfarið verið óstillt, fáir dagar góðir til kvölds, skipst á með Þjódleikhúsid: Ellefu ný leikrit á verkefnaskrá vetrarins FIMM islensk leikrit verða tek- in til sýninga í Þjóðieikhúsinu á þessu starfsári. Á biaðamanna- fundi sem Sveinn Einarsson leikhússtjóri hélt voru verkin kynnt og kom þar einnig fram að Þjóðieikhúsið verður 30 ára í apríl og mun þess verða minnst með frumsýningum á tveimur islenskum leikritum, „í öruggri borg“ eftir Jökul Jakobsson og „Smáastúlkunni“ eftir Sigurð málara Guðmundsson i leikgerð Þorgeirs Þorgeirssonar. Á stóra sviðinu verða sjö ný verk tekin til sýninga. „Leigu- hjallur", nýjasta verk banda- ríska skáldsins Tennessee Williams, verður frumsýnt 27. september n.k. Þýðandi verksins er Indriði G. Þorsteinsson en leikstjóri er Benedikt Árnason. Barnaleikritið „Óvitar" eftir Guðrúnu Helgadóttur verður frumsýnt í nóvember og er Brynja Benediktsdóttir leik- stjóri. í byrjun október verður „Gamaldags kómedía" eftir rúss- neska höfundinn Alexei Arbú- zov, frumsýnt í Reykjavík en Þjóðleikhúsið frumsýndi þetta verk á Norðfirði í vor og var það síðar sýnt á nokkrum stöðum um landið. Á annan í jólum verður frum- sýnd óperan Orfeus og Evridís eftir Gluck. Óperu þessa átti að sýna á síðasta ári en hætt var við það vegna fjárskorts. í þessu verki koma m.a. fram 40 manna kór, 10 dansarar og 40 manna hljómsveit. Þýðandi textans er Þorsteinn Valdimarsson, leik- stjóri er Kenneth Tillson og leikmynd eftir Alistair Powell. Eftir áramótin verða frum- sýndir tveir farsar eftir Dario Fo og George Feydeau og um mánaðamótin febrúar og mars verður leikritið „Sumargestir" eftir Maxim Gorki frumsýnt í þýðingu Árna Bergmanns. Leik- stjóri verður Stefán Baldursson. Á þrjátíu ára afmæli leikhúss- ins í apríl verður Smalastúlkan eftir Sigurð málara Guðmunds- son sýnd. Þorgeir Þorgeirsson hefur annast leikgerðina og nefnist leikritið í búningi Þor- geirs „Smalastúlkan og útlag- arnir". Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Á litla sviðinu verður fyrsta frumsýningin 10. október. Verð- ur þá frumsýnt nýtt leikrit eftir Nínu Björk Árnadóttur, „Hvað sögðu englarnir", undir leik- stjórn Stefáns Baldurssonar. Þá verða sýndir tveir japanskir einþáttungar í þýðingu Helga Hálfdanarsonar undir leikstjórn Hauks J. Gunnarssonar, og Snjór eftir Kjartan Ragnarsson undir leikstjórn Sveins Einars- sonar. Síðasta frumsýningin á litla sviðinu verður á 30 ára afmæli Þjóðleikhússins er sýnt verður síðasta leikrit Jökuls Jakobssonar „í öruggri borg“. Sýningar á Stundarfriði eftir Guðmund Steinsson verða tekn- ar upp aftur í vetur svo og sýningar á Fröken Margréti en það er þriðja leikárið sem hún er sýnd. Sýningum á Flugleik, sem sýndur var á Vörusýningunni í Laugardalshöll mun verða hald- ið áfram á Kjarvaisstöðum síðar í haust. Hinn 19. júní á næsta ári verða liðin 100 ár frá fæðingu Jóhanns Sigurjónssonar og mun Þjóðleikhúsið minnast þess með sérstakri dagskrá um Jóhann og verk hans. Þá kom það einnig fram á fundinum að ráðgert er að ballettinn hafi sýningar í Þjóðleikhúsinu í nóvember og verður skólum trúlega boðið rigningum og hvassviðri og hiti i lægra lagi. Heyskapur hefur gengið sæmilega en grasvöxtur miklu minni en áður og hafa vorkuldarnir haft sitt að segja í þeim efnum. Sláttur hófst þvi seinna en áður. Það sem af er hafa hey náðst þurr inn og er það mikil bót. Berjaspretta er nálega engin og þeir vísar sem sjást ná tæpast þroska nema tíð verði mild i septembcr sem ekki litur þó út fyrir. Snemma snjóaði í fjöll hér og í nálægum sveitum varð það mikill snjór að fé fennti og hafa menn verið að leita en snjórinn sums- staðar það þykkur að erfitt er um alla leit. I Miklaholtshreppi hafa menn þegar fundið 4 kindur fennt- ar og dauðar í snjónum en þykir líklegt að fleiri hafi fennt en það er samt ekki fullkannað enn. Fréttaritari. Handritasýn- ingu að ljúka HANDRITASÝNING hefur að venju verið opin í Árnagarði í sumar, og hefur aðsókn verið með meira móti. Þar sem aðsókn fer mjög minnkandi með haustinu er ætlunin að hafa sýninguna opna almenn- ingi í síðasta sinn laugardag- inn 15. september kl. 2—4 síðdegis. Þó verða sýningar settar upp fyrir skólanemend- ur og ferðamannahópa, eins og undanfarin ár, ef þess er óskað með nægilegum fyrirvara, að því er segir í frétt frá Stofnun Árna Magnússonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.