Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 29
Dr. George E. Davie:
„Frumstaðreynd
Adams Smiths
yar sérhæfingin,,
Sunnudaginn 26. ágúst flutti dr. George E. Davie, prófessor
í heimspeki við Edinborgarháskóla, fyrirlestur í Lögbergi í
boði Heimspekideildar Háskóla íslands og Félags áhuga-
manna um heimspeki. Fyrirlesturinn var um hinar
heimspekilegu forsendur hagfræðikenninga Adams Smiths
(The Phiiosophical Foundations of Adam Smith‘s
Economics). Adam Smith er einn fremsti frjálshyggju-
hugsuður allra alda. Um hagfræðikenningar hans hefur
mjög verið rætt á Vesturlöndum síðustu árin, bæði vegna
tveggja alda afmælis höfuðrits hans, Auðlegðar þjóðanna
(The Wealth of Nations) 1776, og vegna síaukinna
ríkisafskipta, en gegn þeim færði hann sterk rök. Þess má
geta, að Margrét Thatcher, forsætisráðherra Breta, er
mikill aðdáandi Smiths.
Ekki hefur síður verið rætt
um hagfræðikenningar Adams
Smiths á íslandi en öðrum
Vesturlöndum. Ólafur Björnsson
prófessor vitnaði til hans í grein
í Mbl. 10. júni 1978. Hann sagði
m.a. um einstaklingshyggju
hans: „Smith átti hér einungis
við það, að sjálfsbjargarhvötin
væri slíkur aflgjafi framleiðsl-
unnar, að án hennar myndu
afköst minnka svo, að allir yrðu
fátækari. Hitt var fjarri Smith
að lofa eigingirni og sérhyggju
eins og skýrt kemur fram í ritum
hans um siðfræði.„ Jónas H.
Haralz hagfræðingur vitnaði til
hans í grein í Mbl. 3. maí 1979.
Hann sagði m.a.: „Adam Smith
gerði sér engar grillur um mann-
legt eðli. Hann var mikill mann-
þekkjari, sem hafði haft náin
kynni af iðnrekendum og kaup-
sýslumönnum síns tíma. Hann
treysti því ekki, að góðvild þess-
ara manna eða víðsýni þeirra
myndu leiða til þess að störf
þeirra yrðu til almanna heilla.
Hann treysti á það eitt, að við
frjálsar markaðsaðstæður, þar
sem samkeppni ríkti, yrðu þeir
að breyta'a þann veg, sem bæði
þeim sjálfum og öðrum væri
fyrir bestu. Þess vegna vildi
hann ryðja burt öllum viðskipta-
tálmunum."
Dr. Davie sagði í fyrirlestri
sínum, að minna yrði á rit
Adams Smiths um þekkingu og
siðferði, því að skoða yrði rit
hans í heild, þau væru hvert
tengt öðru. Frumstaðreynd
Smiths væri verkaskiptingin eða
sérhæfingin, sem hefði komið til
Adam Smith
K N
I N CL U I R Y
DTTO THE
Nature and Caufes
£)>' TtlÉ
WEALTH of NATIONS
By ADAM SMITH, LL. J>. md F. R. S,
fvtmtiiý PtefeKn <x Mawi l*W>»fcj|hy Ok t’níwrtiiK «t tíiAXJíW,
IK TVTO VOtOMES.
V O L. I.
LONDONi
f«iST»U> »OK W, »TKA)1AH1 AKO T.CÁOÍÍt, IH TtlE 4 1 F.ANO
NÍ>CCfcXXV*„
Titilsíða fyrstu útgáfu Auð-
legðar þjóðannna eftir
Adam Smith.
sögunnar með iðnbyltingunni,
hann reyndi að greina afleiðing-
ar hennar.
Einn vandinn, sem Smith
glímdi við, væri, hvernig ríkið
gæti 'bezt auðveldað vöxt
atvinnulífsins. Ríkið gæti það
bezt að hans dómi með því að
láta atvinnulífið vera, enda
hefðu hinar miklu framfarir í
atvinnumálum fremur orðið
fyrir öll ríkisafskipti en vegna
þeirra. Framfarirnar hefðu um-
fram allt orðið vegna vinnu
óteljandi einstaklinga að þvi að
bæta kjör sín, vegna verkaskipt-
ingarinnar og viðskiptafrelsis-
ins. Ríkið ætti því ekki að reyna
að stjórna atvinnulífinu, heldur
aðeins gæta almenns réttlætis,
tryggja einstaklingsfrelsið.
Ríkið ætti að dómi Smiths að
reyna að tryggja almenna
menntun, enda yrði verkaskipt-
ingin eða sérhæfingin, sem væri
árangursrík frá haffræðilegu
sjónarmiði, til þess að þrengja
sjóndeildarhring verkalýðsins.
Bóndinn hefði miklu betri yfir-
sýn en iðnverkamaðurinn. Sér-
hæfingin hefði þannig bæði góð-
ar og siæmar afleiðingar og
Smith væri því með afskiptum
ríkisins af menntamálum, en á
móti afskiptum þess af atvinnu-
málum. Hann teldi meginand-
stæðu síns tíma vera með þétt-
býli og strjálbýli, enda hefðu
búauðgissinnar (fýsíókratar)
haft mikil áhrif á hann. Þetta
hefði mörgum yfirsézt, bæði
marssinnum og frjálshyggju-
hugsuðinum Friedrich A. Hayek,
sem hefði þó skrifað mjög skarp-
lega um kenningar hans.
Smith glímdi í siðfræðiriti
sínu Therey of Moral
Sentiments, við þann vanda,
hvernig menn skildu hver annan,
fengju samúð hver með öðrum.
Maður liti á aðra menn sem hluti
eða viðföng, en ekki sem hugs-
andi verur eða viðmið. Hvernig
gæti hann skilið þá sem menn?
Hvernig gæti hann lifað samlífi?
Smith notaði líkingu til þess að
skýra það. Hann segði, að maður
liti á aðra menn sem „spegil-
myndir" sjálfs sín.Samhugur
mannanna yrði til, þegar þeir
skoðuðu aðra sem sjálfa sig.
Menn fengju samúð með öðrum,
þegar þeir reyndu að afla sam-
úðar þeirra með sér.
Smith teldi, að einn megin-
munurinn á vaxandi atvinnulífi
síns tíma og stöðnuðu atvinnulífi
fyrri tima væri sá, að menn
spöruðu, söfnuðu fjármagni, sem
notað væri til atvinnuþróunar og
vísindalegra rannsókna. Dýrin
sættu sig við tilveruna, en mað-
urinn reyndi að breyta henni sér
í hag, ávaxta þann arf þekkingar
og fjármagns, sem hann erfði.
Smith horfði með öðrum orðum
á sögu síns tíma undir víðara
sjónarhorni en iðnrekandans eða
kaupsýslumannsins. Enda væri
hann síður en svo málflutnings-
maður þeirra. Sérhæfingin, sem
þrengdi að vísu sjóndeildarhring
verkalýðsins, hvetti áfram snill-
inga og hugvitsmenn. Þjóðlífið
yrði fjölbreyttara frá sjónarmiði
þeirra, þótt það yrði einhæfara
frá sjónarmiði verkalýðsins.
Sköpunarmáttur þjóðlífsins yk-
ist í rauninni. Smith teldi sér-
hæfinguna þannig æskilega, þeg-
ar allt kæmi til alls, þótt sumar
óæskilegar afleiðingar hennar
yllu honum áhyggjum.
Pöntunarþjónusta Félags
frjálshyggjumanna, pósthólfi
1334, 121 Reykjavík, sér um að
útvega frjálshyggjumönnum rit
Smiths, Theory of Moral
Sentiments, The Wisdom of
Adam Smith (úrval úr ritum
hans) og The Wealth of
Nations.og rit annarra frjáls-
hyggjuhugsuða.
Alþýðutónlistar-
menn rísa upp
Morgunblaðinu hefur borist
svohljóðandi yfirlýsing frá Sam-
tökum alþýðutónskálda og tón-
listarmanna:
Miðvikudaginn 5. sept. s.l. hélt
stór hópur ungra tónlistarmanna,
sem lagt hafa stund á alþýðutón-
list (pop-tónlist) fund á hótel Esju
til þess að ræða ástand og horfur í
listgrein sinni.
Niðurstaða fundarins var sú að
stofnuð skyldu samtök alþýðutón-
skálda og tónlistarmanna er
skammstafast S.A.T.T.
Um langt árabil hefur áhugi á
alþýðutónlist verið mjög mikill á
íslandi.
Afstaða alþýðutónlistarmanna
til þess að stunda listgrein sína
hefur hins vegar verið léleg og
þeir settir skör lægra en flestir
aðrir listamenn í landinu. Vegna
þessa telja alþýðutónlistarmenn
nauðsynlegt að stofna með sér
samtök þótt þeir séu nú þegar í
félagi íslenzkra hljómlistarmanna
(F.Í.H.). Á fundinum var kosið í
undirbúningsnefnd sem leggja
mun fram tillögur um lög samtak-
anna, stefnu og markmið á fram-
haldsstofnfundi.
í fundarlok var svohljóðandi
ályktun samþykkt:
„Stærstur hluti tónlistar al-
mennings í dag er alþýðutónlist en
hún hefur um árabil verið flokkuð
sem óæðri tónlist af mörgum þeim
sem ráða og ríkja í tónlistarmál-
um landsmanna. Hefur lengi verið
skoðun alþýðutónlistarmanna að
mál væri að linnti, starf þeirra
væri metið að verðleikum og þeir
fengju setið við sama borð og aðrir
er að tónsköpun og tónlistarflutn-
ingi starfa.
Alþýðutónlistarmenn bera að
mestu uppi tvær greinar tónlistar
hér á landi, þ.e. flutning tónlistar
á skemmtunum og dansleikjum og
svo hljómplötugerð. Lifandi tón-
listarflutningur hefur lengi átt í
vök að verjast: Kemur þar til
mikil skattlagning ríkisins á sjálf-
stætt dansleikja- og tónleikjahald
sem nemur nú tæpum 50% af
miðaverði. Aðrir listamenn njóta
hins vegar ýmissa fríðinda að
þessu leyti. Afleiðing þessa er
meðal annars sú, að danshúsaeig-
endur treysta sér ekki lengur til
að hafa á boðstólum lifandi tónlist
heldur notast við svonefnd diskó-
tek í sívaxandi mæli. Þá þurfa
tónlistarmenn að greiða lúxus-toll
af atvinnutækjum sínum.
Hljómplötugerð er ung starfs-
grein hér á landi og hefur stökk-
breyting orðið í þróun hennar með
tilkomu innlendra hljóðvera. Þessi
nýja starfsgrein hefur starfað við
erfið skilyrði m.a. vegna afstöðu
ríkisvalds og afskiptaleysis rikis-
fjölmiðla: Er nú svo komið að
hrun blasir við verði ekki að gert.
Hlutur alþýðutónskálda er með
eindæmum lakur, þar sem þau
hafa frá upphafi verið svipt
stærstum hluta tekna sinna af
höfunda- og flutningsrétti (svo-
nefndum STEF-gjöldum). Megin-
hluti tekna Stefs er sprottinn af
verkum alþýðutónskálda, sem ekki
nema að smávægilegu leyti njóta
þeirra, enda eru alþýðutónskáld
nánast réttindalaus í Stefi."
Á fundinum var skipað í 4 fimm
manna starfshópa er skyldu taka
þessi mál til gaumgæfilegrar
athugunar og skila álitsgerð á
framhaldsstofnfundi, sem aug-
lýstur verður síðar.
Mikill einhugur var ríkjandi á
þessum fyrsta stofnfundi.
Samtök Alþýðutónskálda-
og tónlistarmanna.
S.A.T.T.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Hjónarúm til sölu
án dýna, borðstofuhúsgögn og
sturtubotn. Uppl. í síma 51803.
Eignist vini
af báöum kynjum
meö hjónaband fyrlr augum.
Veltum ókeypis uppl. og myndir.
Scandinavian Contacts, Box
4026, S—42404 Angered,
SWEEDEN.
Þvotta- og bónaðstoö
Borgartúni 29,
sími 18398
Reykjavík
Almenn guösþjónusta kl. 20 á
sunnudag. Ræöumaöur
Clarence Glad nýkominn frá
Jerúsalem. Fórn tekin fyrir trú-
boöiö. Marc Haney kveöur.
Breski transmiðillinn
Queenie Nixon sýnir andlits-
ummyndunar fyrirbæri (sem
liggur í því, að sá framliöni reynir
aö mynda svip sinn á andliti
miöilsins) á fundi, sem haldinn
veröur í félagsheimili Seltjarnar-
ness, sunnudaginn 16. sept. kl.
20.30. Aögöngumiöar seldir í
skrifstofunni Garöastræti 8 og
viö innganginn. Einnig er hægt
aö panta einkafundi meö miölin-
um.
Sálarrannsóknarfélag íslands.
í
KFUM ~ KFUK
Almenn samkoma verður í húsi
félaganna við Amtmannsstíg
sunnudagskvöld kl. 20.30. Bene-
dikt Arnkelsson talar. Allir eru
hjartanlega velkomnir.
ÚTIVISTARFERÐIR
Laugard. 15/9 kl. 13
Stampahraun — Reykjanes, far-
arstj. Anton Björnss. Verð kr.
2.500,-
Sunnud. 16/9
kl. 9 Hlööufell — Brúarárskörö,
fararstj. Ásmundur Siguröss.
Verö kr. 5.000.-. Kl. 13 Þingvell-
ir, söguskoöunarferö með Sig-
uröi Líndal prófessor. Verö kr.
3.500.- frítt f. börn m. fullorön-
um. Fariö frá B.S.Í. benzfnsölu.
Föstud. 21/9 Haustferð á Kjöl
Föstud. 28/9 Húsafell.
Útivist.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
0LDUG0TU3
SIMAR 11798 og 19533.
Sunnudagur 16. sept.
T. kl. 09.00 Þórisjökull. Farar-
stjóri: Ari Trausti Guömunds-
son Verð kr: 3.500.-
gr.v.bílinn.
2. kl. 13.00 Hveradalir — Hellur
— Eldborgir Fararstjóri:
Tómas Einarsson Verö kr.:
2.000,- gr.v.bilinn.
Farið frá Umferöamiöstööinni aö
austanverðu.
Feröafélag íslands.
Fíladelfía Selfossi
Austurvegi 40 A,
Almenn samkoma ki. 16.30 á
sunnudag. Ræðumaöur Einar J.
Gíslason forstööumaöur.
£ Al'di.VslNOASÍMINN ER:
m' 22480
m
JHerjjttnbUiöib