Morgunblaðið - 15.09.1979, Side 32

Morgunblaðið - 15.09.1979, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 Keyrt á fullu Greinarhöfundur hefur reynt ým- is störf bæöi til sjós og lands en aldrei fundiö ánægju í starfi fyrr en hann geröist sjálfstæöur blaöa- maöur. Nú vaknar hann ósjálfrátt klukkan átta á morgnana og situr yfir ritvélinni til fimm á daginn, samt á hann ekki alltaf fyrir húsaleigunni. En honum er sama .þó kaupiö sé lítiö því ritstörfin veita honum gleöi. Allir eru aö keppast viö aö fá vinnu þar sem kaupiö er sem mest. En eru allir ánægöir í starfi? Sum störf eru talin merkilegri en önnur. Einhver „sjarmi“ er þó við öll störf. Eitt sinn var saltfiskverkun talin göfug atvinnugrein, ekki eru allir á eitt sáttir um þaö í dag. Veröur þessi ævaforna atvinnu- grein rifjuö upp í þessu greinar- korni í þeirri von aö þeir sem ekki finna sig í starfi geti áttaö sig, ef þeirra innsta ósk væri nú sú aö vinna viö saltfiskvinnsiu. Söguk'gt ágrip Söltun er æ/aforn aöferö til aö auka geymsluþol matvæla sem þekkt var bæöi hjá Fornegyptum og Kínverjum löngu fyrir Kristburö. Norömenn þekktu til saltgeröar áöur en ísland byggöist svo líklegt veröur aö telja aö landnámsmenn hafi flutt þekkingu þess efnis hing- að. Á tímum einokunari' ar mun þaö hafa verið erfiöleikt bundiö aö fá salt til fisksöitunar. Skúli Magnússon landfógeti átti upptök- in aö saltsuöu meö hverahita á íslandi. En saltiö varö ónothæft og var saltsuðan lögð niöur 1792. Allt frá fjórtándu öld var skreiö aöal- útflutningsvara landsmanna. Bæöi Englendingar og Þjóðverjar fóru að selja íslendingum salt en ek’ stóöu landsmenn í fisksöltun s. j nokkru næmi. Þá fór saltfiskverkun fram í verstöðvum sem útlendingar stjórnuöu og nokkuö var um aö kaupmenn keyptu nýjan fisk og iétu salta. Þáttaskil uröu í saltfiskverkun er til sögunnar kom þurrsöltunaraö- ferö. Meö konungsúrskuröi fimmta febrúar 1760 var ákveöiö aö í hverri höfn á íslandi yröi einn maöur sem gæti kennt landsmönn- um aö salta fisk. Aö þessu varö gagn og saltfiskverkun hófst á Islandi. Eftir aö verzlunin var gefin frjáls 1855 og meö aukinni þilskipaút- gerö eftir 1880 fór saltfiskfram- leiöslan vaxandi. En jókst stórlega meö tilkomu togaranna um síöustu aldamót. Togarinn „Jón forseti" kom til landsins 1907 og eftir þaö óx togaraeign landsmanna og þá um leiö saltfiskframleiöslan, og varö hlutdeildin í útflutningsverzl- uninni mest 1920, um 70% aö verömæti. Verzlun meö saltfisk var upp- haflega í höndum dönsku verzlan- anna en á fyrsta áratug 19. aldar fóru íslendingar aö eiga hlutdeild. Ólafur Thorlacius á Bíldudal reiö á vaöiö og hóf siglingar og sölu á saltfiski til Spánar. Þetta var meira en nafniö tómt því sum árin haföi hann þrjú skip í förum íslenskur saltfiskur hefur ætíö veriö þekktur aö gæöum. Eftirsótt- astur var stórþorskur sem var talin sérstök gæöavara. Ræöismaöur Norömanna í Barcelona skrifaöi í Romsdalsposten áriö 1912 og kvartaöi undan því aö íslenski saltfiskurinn væri þeim norska fremri og benti á aö Norðmenn yröu aö koma á opínberu fiskmati ti! aö standast samkeppnina. Saltfiskur var helsta útflutn- ingsvara íslendinga allt fram aö síöustu heimsstyrjöld en þá tók freöfiskurinn viö, saltfiskurinn er nú þriöjungur af verömæti frysta fisksins. Vinnsla Aö aflokinni slægingu og hausun er fiskurinn flattur, fer þaö fram í vélum nú oröið. Getur ein flatn- ingsvél afkastaö á viö tólf menn. Hryggurinn er skorinn úr aö got- rauf. Síöan er fiskurinn þveginn; blóö hreinsaö úr hnakkanum og hryggjarstúfnum og þess vel gætt aö hvergi séu leifar af innyflum. Þetta gera vélar nú, en í gamla daga var þetta handskrúbbaö og sagöi Mattías verkstjóri í Bæjarút- geröinni aö þetta væri uppáhalds- verkfæri fólksins því þvotturinn var mikiö erfiöi og var kallaö aö vera í Apavatninu. Strax eftir þvottinn er fiskurinn saltaöur. Hér á landi er fiskurinn saltaöur í stafla. Fiskipum er raöaö hliö viö hliö, roöiö látiö snúa niöur og salti stráö yfir. Síöan er nýtt lag af fiski lagt yíir, koll af kolli þar til staflinn er oröinn rúmlega einn metri og tuttugu sentimetrar á hæö. Láta mun nærri aö tonn af salti fari á móti tonni af fiski. Eftir sex, átta daga er fiskin- um umstaflaö og mega staflarnir þá vera allt upp í tvo metra á hæö. I þessum stöflum er fiskurinn látinn liggja í 7—14 daga. Er hann þá fullstaöinn og má byrja þurrkun eöa pakka sem blautfisk. Áöur var saltfiskurinn þurrkaöur úti á fiskreitum en þaö voru breiöur lagöar grjóti. Roöiö var látiö snúa niöur og undir fiskinum lék loft. Þurrkunin var háö veöri, þurrt veöur og dáiítill kaldi var heppileg- ast. Sterkt sólskin gat soðiö fisk- inn, varö slíkur fiskur laus í sér og þótti tæpiega neyzluhæfur. Aö kveldi var fiskurinn tekinn saman og hlaöiö í stafla og segl breitt yfir, eins ef geröi rigningu. Nú er sjaldgæft aö saltfiskur sé þurrkaö- ur úti, yfirleitt er hann þurrkaöur í þurkklefum; sólþurrkun er of kostnaöarsöm. Verkun Hin rotverjandi áhrif matarsalts- ins byggjast á uppsogsverkunum þess. Salt Sem stráö er á nýjan fisk dregur til sín vatn og í staöinn þokast salt inn. Söltun á fiski gerir meira en aö rotverja hann. Þegar vatniö sogast út hlaupa eggjahvítu- efnin og þá skreppur fiskholdiö saman og veröur þéttara og stíf- ara, hvítnar, hráabragöiö hverfur og í staöinn kemur hiö eftirsótta bragö. Saltfiskverkun hefur þróast eins og handiðn í gegnum aldirnar, þar sem einn hefur lært annars hand- tök án nokkurra fræöilegra skýr- inga. Helstu markaöslöndin eru Spánn, Portúgal, ítalía, Grikkland, Brazilía on Kúba. Linþurrkaöur fiskur seri fer til S-Ameríku er fluttur meö kæliskipum. Sú breyting hefur oröiö á aö áöur var saltfiskurinn fluttur út þurrkaöur en nú er blautfiskurinn í meiri hiuta. Kaupendur hafa því á Spáni og víöa komiö sér upp kæligeymslum og þurrkhúsum þar sem íslenski saltfiskurinn er þurrk- aður. Frá okkar sjónarmiði hlýtur þaö aö vera óæskileg þróun. Viðtal Greinarhöfundur brá sér niður í Bæjarútgerö Reykjavíkur á Meist- aravöllum og átti viötai viö verk- stjórann, Mattías Þ. Guömunds- son. Átti þaö sér staö á skrifstofu verkstjóra þar sem hurðinni var krækt aftur og ekki svaraö þó bankaö væri. En Matti kallaöi ef nauðsyn kraföi fyrirskipanir út um lúgu á veggnum. Síminn hringdi stanslaust en honum var ekki svaraö, á meöan viötalið stóö yfir. Blm: „Hvenær byrjaöir þú aö vinna í saltfiski?“ „Ég byrjaöi átta til níu ára gamall fyrir 1930 og þá vann maöur á reitunum viö aö breiöa fisk.“ Blm: „Var ekki oft glatt á hjalla í þá daga?“ „Þaö var ööruvísi. Þá var vinnu- tíminn lengri og menn þökkuöu fyrir hvert handtak. Nú er meiri vélvæöing, færra starfsfólk og fólk- iö kann ekki alltaf aö meta vinn- una. Þaö sýnir lítilsviröingu gagn- vart vinnustaö sínum meö aö kasta umbúöum af sígarettupökkum á gólfiö.” Blm: „Eru íslendingar eins dug- legir nú og áöur?“ „Fólk leggur sig ekki eins vel fram, meö undantekningum þó. í dag er fólkið alltaf aö gera kröfur til annarra, en minni til sjálfs sín. Stundum kemur fyrir aö ég get ekki náö takmarki mínu vegna þess fólk mætir ekki á réttum tíma, hér veröur oft „aö keyra áfram" til aö koma fiski undan skemmdum. Oft er þaö sama fólkiö sem kemur of seint. Sjálfur er ég mikill mínútumaður. Viö verðum aö vinna höröum höndum til aö komast af í þessu haröbýla landi.“ Blm: „Finnst ungu fólki niöur- lægjandi að vinna í saltfiski?“ „Slík sjónarmiö fyrirfinnast aö- eins í Reykjavík, ef þau eru til. Úti á landsbyggöinni veit fólkiö aö fisk- urinn er okkar lifibrauð. Hæst glymur í þeim sem aldrei hafa snert fisk. Menn eru alltaf aö tala um unglingavandamáliö. Ég dáist aö því hvaö unglingarnir eru duglegir og hafa gott upplag. Þau safnast saman á Hallærisplaniö bara vegna þess aö orkan er svo mikil og þau þurfa aö fá eitthvaö til aö takast á viö. Unglingarnlr þurfa aö læra aö vinna. Foreldrar banna jafnvel börnum sínum aö vinna í fiski því þau halda aö hér sé veriö aö klæmast. þaö er mesti misskiln- ingur. Hér læra unglingarnir aö vinna undir aga.“ Blm: „Er eftirspurn eftir vinnu?“ „Framboð á vinnukrafti er sveiflukennt, eins og gengur og gerist. Aö vinna í saltfiski er aö vissu marki erfiöara en önnur frystihúsavinna því hér er stanslaus kuldi og raki og aöeins höröustu karlarnir og konurnar halda út. Svo þarf samviskan aö vera í lagi svo aö fiskurinn sé ekki lagöur krump- aöur. Ég rek þá sem ekki skila verki, en ég met viljann, því aö fólk sem hefur hann vinnur samvisku- samlega." Blm: „Er vinnukrafturinn misjafn sem þér býöst?“ „Hér er haröduglegt afbragös- fólk, aö öörum kosti væri ekki hægt aö afkasta öllu þessu. Og vil ég þakka dugnaö þess.“ Blm: „Hefur gæöaeftirlit batnaö meö árunum?“ „Kassavæöingin hefur sett margt úr skoröum hér. Nú þarf húsiö aö vera opiö allan daginn, svo aö lyftararnir komist út og inn meö kassana, og þá blæs inn. Oft er frost í húsinu. Þaö er slæmt fyrir fólkiö, en þessir háu herrar hugsa ekki um þaö', þeir hugsa bara um þaö sem er hagkvæmt. Ég hef þó von um aö fá huröir sem gefa eftir þegar lyftararnir snerta þær, hve- nær sem þaö verður. Fyrst heföi átt aö útbúa móttökuna í landi, síöan útbúa skipin, áöur en byrjaö var aö nota kassana. Byrjaö var á öfugum enda. Fiskurinn geymist vel í kössun- um í sjö daga en eftir þaö fer hann dagversnandi. Og eftir tólf daga er hann stórskemmdur og miklu verri en fiskur úr stíu. Allir kassar mættu vera komnir út í hafsauga þess vegna.“ Blm: „Er sólþurrkun úr sög- unni?“ „Hér áöur fyrr var verkaöur þurrfiskur en nú er hann seldur óverkaöur, eins og viö köllum þaö. Sólþurrkun þekkist varla nema þá í smáum stíl úti á landi, í formi heimilisiðnaöar. Fyrir kemur þó aö viö sólþurrkum hér. Þurrkunin er algjörlega háö veöri og þarf aö taka fiskinn saman aö kveldi, stafia honum og breiöa yfir. Fólkinu finnst gott aö komast út í sólina.“ Blm: „Er sólþurrkaöi fiskurinn betri?“ „Já.“ Blm: „Hvaö kostar kílóiö?“ „Viö sögum fiskinn í bita og pökkum í mátulega skammta og seljum ýmist hér eöa sendum í matvöruverzlanir. Nú kostar kflóiö af bituöum og pökkuöum saltfiski 580 kr. Eftir aö sólarlandaferöirnar byrj- uöu fóru ný andlit aö sjást hér. Saltfiskurinn okkar á ótal marga vini.“ Blm: „Hvenær ætlar þú aö hætta þessu helvíti?" „Ef þetta er helvíti, þá þarf enginn aö kvíöa því aö fara þangað,“ sagöi Mattías aö lokum. Vinnugleði Fölur og vannæröur gekk blm. í vinnslusalinn. Á móti honum sló köldum gusti og raka meö salt- bragöi. Hann greip um hálsmáliö og hóstaði. Allsstaöar var bleyta á gólfinu og blm. komst ekki langt án þess aö veröa votur í götóttum strigaskónum. í salnum voru salt- fiskstæöur og saltbingir. Blm. dró upp skrifblokk og hristi penna. Fólk bograöi yfir stæöunum, ýmist aö rífa upp eöa aö leggja niöur, eöa moka salti. Aörir á haröa- spretti meö hjólbörur, ýmist tómar eöa fullar. Þarna var fólk á öllum aldri, allt frá ungum strákum, upp í gamlar kerlingar. Fólkiö var meö hvítar svuntur og gúmmívettlinga, sumir í klofstígvélum, konurnar meö slæöur á höföum. Blm. gaf sig á tal viö fólkiö og reyndi aö veiöa upp úr því, hvernig því líkaöi vinnan. Sumir kvörtuðu undan kulda og raka, aörir undan lágum tekjum, enn aörir undan mínútustríöi. En ein af konunum haföi þó þetta aö segja: „Þetta er besta vinnan sem maður fær, heilnæm, frískandi og al-íslensk.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.