Morgunblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 33
Kjömir vara- menn í húsa- leigunefnd BORGARRÁÐ kaus á fundi sínum 4. september sl. þrjá varamenn í húsaleigunefnd. Kjörnir voru Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson og Hilm- ar Þórarinsson af G-lista og Sig- ríður Ásgeirsdóttir af D-lista. Fyrirlestur um jarðhita í Yellowstone UNDANFARNA viku hefur dr. Donald E. White jarðfræðingur við Jarðfræðistofnun Bandaríkj- anna haldið fyrirlestraröð um jarðhitamálefni, í boði Jarðhita- skóla Háskóla Sameinuðu þjóð- anna. Mánudaginn 17. september mun dr. White flytja fyrirlestur um Jarðhita í Yellowstone þjóft- garðinum og verndun jarðhitans þar. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 16. Áhugamenn um jarðhita og nátt- úruvernd eru velkomnir. Morten Lange Fyrirlestrar um sveppi og háskólapólitík MORTEN Lange fyrrver- andi rektor Hafnarháskóla flytur tvo fyrirlestra í Nor- ræna húsinu dagana 16. og 19. september næstkom- andi. I fyrri fyrirlestrinum fjallar Lange um sveppi og hefst fyrirlesturinn kl. 16.00 á sunnudag. Miðviku- daginn 19. september kl. 20.30 fjallar Lange svo um háskólapólitík vorra tíma. Morten Lange fæddist í Óðvins- véum 1919. Hann tók stúdentspróf í heimabæ sínum, en árið 1945 varð hann cand. mag. og 1952 dr. phil. frá Hafnarháskóla. Hann varð prófessor í grasafræði við sama skóla 1958 og síðar rektor fram til 1979. Lange er virtur og þekktur sveppafræðingur og hefur gefið út fjölda rita á því sviði, bæði vísindaleg og fyrir almenn- ing. Auk starfa síns við háskólann hefur Lange tekið virkan þátt í dönsku stjórnmálalífi og stóð m.a. að stofnun Socialistisk Folkeparti. Hann varð þingmaður 1960, en lét af stjórnmálaafskiptum er hann varð rektor háskólans. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 33 Hluti sýningarnefndar Haustsýningar Félags islenskra myndlistarmanna við eitt verkanna á sýningunni. Ljósm. 01. K. M. Haustsýning Félags is- lenskra myndlistarmanna HAUSTSÝNING Félags íslenskra myndlistarmanna hefst á Kjarvalsstöðum á morgun, laugardaginn 15. september, kl. 15 og stendur fram á sunnudagskvöld 23. september. Á sýningunni eru 133 myndverk eftir 45 höfunda, þar af er 81 myndverk eftir félaga í FÍM en 18 menn utan félagsins sýna 54 myndverk. Á Haustsýningunni, sem hef- ur verið árlegur listviðburður í Reykjavík í 20—30 ár, gefur að líta málverk, höggmyndir, skúlp- túr, leirmyndir, steingler og vefnað. Verkin eru öll ný og hafa flest þeirra ekki áður verið á sýningu. Örn Þorsteinsson for- maður sýningarnefndarinnar sagði, að því miður væri þessi sýning ekki gott úrtak verka félaga í FÍM og gæfi heldur ekki glögga mynd af því sem væri að gerast utan félagsins. Kvað hann helst um að kenna, að nýlega hefðu myndhöggvarar haldið sýningu á Kjarvaldsstöðum og grafíklistamenn héldu nú sýn- ingu í Norræna húsinu auk þess sem mikið hefði verið um einka- sýningar að undanförnu. Kvað hann þetta hafa gert það að verkum að myndir sem sýning- arnefnd bárust hefðu verið færri en undanfarin ár. Alls bárust sýningarnefnd 258 verk eftir 54 höfunda en 133 verk eru á sýn- ingunni eins og áður er um getið. Um 90 félagar eru í FÍM. Á blaðamannafundi sem hald- inn var fyrir sýninguna kynnti Félag íslenskra myndlistar- manna þá ákvörðun sína að bjóða áhugamönnum um mynd- list að gerast styrktarfélagar í FÍM. Nöfn stryktarfélaga munu framvegis birtast í sýningarskrá Haustsýningar og fá þeir ókeyp- is aðgang að samsýningum fé- lagsins og kaupi þeir .myndverk gegn staðgreiðslu fá þeir 10% afslátt frá félaginu. Ennfremur er ætlunin að efna til árlegs happdrættis fyrir styrktarfélaga en árgjald þeirra er 30.000 krón- ur. Örn sagði, að tilgangurinn með þessari ákvörðun væri að reyna að styrkja fjárhagslega stöðu félagsins. Sýningarnefnd haustsýning- arinnar skipa tíu menn: Örn Þorsteinsson, Björgvin S. Har- aldsson, Guðbergur Auðunsson, Gunnar Örn Gunnarsson, Gunn- laugur Stefán Gíslason, Hringur Jóhannesson, Jónína Guðnadótt- ir, Magnús Kjartansson, Snorri Sveinn Friðriksson og Valgerður Bergsdóttir. Keppt í Ökuleikni '79 i Keflavík Úrslitakeppni í Ökuleikni ’79 Heimspekifyrirlestrar Geach og Anscombe í Lögbergi um helgina ÚRSLITAKEPPNI í Öku- leikni 79, sem Bindindis- félag ökumanna og Dag- blaðið hafa gengist fyrir víða um land í sumar, verður við Laugarnesskól- ann i Reykjavík i dag, laugardag. Undankeppnir í Ökuleikni ’79 eru alls 14 í ár víða um landið og er þeim nú lokið. En tveimur hlutskörpustu keppendum á aldrinum 18—25 ára frá hverj- um stað gefst kostur á að taka þátt í úrslitakepnninni. Úrslita- keppnin er byggð upp á svipaðan hátt og undankeppnirnar nema þrautaplanið verður stærra og mun erfiðara og munu keppend- ur fara tvær umferðir í gegnum það. Þeir tveir keppendur sem hlutskarpastir verða í úrslita- keppninni fá í verðlaun vikuferð til Englands í nóvember n.k. þar sem þeir keppa fyrir íslands hönd í norrænni ökuleikni ásamt Finnlandi, Noregi og Sví- þjóð. Sú keppni er hvorutveggja einstaklingskeppni og keppni milli landa. í fyrra varð ísland í öðru sæti í Englandi. í Englandi fæst einnig úr því skorið hver mun hljóta titilinn ÖKULEIKN- IR ÍSLANDS ’79. Keppnin á laugardaginn kem- ur verður eins og fyrr er getið haldin við Laugarnesskólann í Reykjavík og hefst seinni um- ferð keppninnar kl. 15.00. Að henni lokinni verður verðlauna- afhending að Hótel Esju. HJÓNIN Peter Geach og Eliza- beth Anscombe, sem bæði eru í hópi kunnustu heimspekinga veraldar um þessar mundir, flytja opinbera fyrirlestra um helgina i boði heimspekideildar Háskóla íslands og Félags áhugamanna um heimspeki. Bæði Anscombe og Geach voru nemendur Ludwigs Wittgensteins, sem margir telja fremsta heim- speking tuttugusta aldarinnar, en Anscombe er eftirmaður Wittgen- steins í prófessorsembætti í Cam- bridge og aðalritstjóri eftirlátinna verka hans. Hún er þó í mestum metum fyrir rit sitt Intention (Ætlun), sem er eitt móðurrit þeirrar viðamiklu sérgreinar sam- tímaheimspekinnar, sem heitir „athafnafræði" („philosophy of action") og haft hefur mikil áhrif á siðfræði, réttarheimspeki og kenningar samtímaheimspekinn- ar um samband sálar og líkama. Peter Geach, sem er prófessor í Leeds, hefur mesta stund lagt á rökfræði, og er ritgerðum hans um þau efni safnað saman í ritsafnið Logic Matters. Hann hefur líka samið víðkunnar bækur og rit- gerðir um trúarheimspeki, en þau hjón eru kaþólskrar trúar. Má þar nefna ritið God and the Soul (Guð og sálin) og þriggja binda ritverk um helztu ráðgátur kristinnar guðfræði. Tvö bindi verksins eru komin út, The Virtues (Dyggðirn- ar) og Providence and Evil (Forsjón og böl), og von er á hinu þriðja um lögmál og frelsi innan skamms. Saman hafa hjónin skrifað bókina Three Philosophers (Þrír heimspeking- ar) um Aristóteles, heilagan Tóm- as Akvínas og Gottlob Frege. Vísindasjóður stendur að miklu leyti straum af íslandsför þeirra Anscombes og Geach, en auk þess að halda fyrirlestrana nú um helgina munu þau eiga rökræður um trúmál við kennara og nem- endur í guðfræðideild. Heimspekifyrirlestrarnir verða fluttir í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlestur Peters Geach, sem hefst kl. 14.30 á laugardag, nefnist „Names and Reference", en fyrir- lestur Elizabeth Anscombe, „Searching for a Definition of Murder", hefst kl. 14.30 á sunnu- dag. Báðir fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku og er öllum heimill aðgangur. líloriumúlútiiíi NÝTT SÍMANÚMER Á AFGREIÐSLU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.