Morgunblaðið - 15.09.1979, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979
Vel dúnaöur og nálgast þaö aö verða geröur, en þá er hann laus
viö allan dúninn og oröinn dökkbrúnn.
Súlan, drottning Atlantshafsins,
er einn glæsilegasti fugl íslenskra
sjávarfugla og ber hún drottningar-
titilinn með rentu þegar hún flýgur
renniflugslotur yfir haffletinum í
ýmsum hæöartilbrigöum. Súlan
verpir í stórum byggöum og er
stærsta byggðin í Eldey, um 20 þús.
pör, en næst stærstu súlubyggöirn-
ar eru í Vestmannaeyjum í Súlna-
skeri, Geldungi, í Hellisey og fleiri
eyjum þar. Súlur fljúga oft í odda-
leiö þótt hún mæti einhverjum en
sama er aö segja um búskapinn í
björgunum þar sem hún hrekur
aöra fugla frá heföbundnum varp-
stöövum ef farið er aö þrengja að
henni. Súlan hefur glögg landamæri
í kring um hrauk sinn og er vissara
fyrir gesti og gangandi aö viröa þá
landhelgi. Frægust er súlan fyrir
súlukastiö, enda er stórbrotið að
sjá hana stinga sér úr um 30 metra
hæð og kljúfa svo hafflötinn aö
varla kemur gusa eftir stunguna.
Súlan heldur sig nærri landi áriö
um kring, en oft sést hún langt til
hafs. Hún verpir í sæbröttum úteyj-
um eöa á bjargsyllum og byrjar aö
verpa strax í marzmánuði, en þær
síöustu geta verpt í maí. Unginn
veröur því geröur á akaflega mism-
unandi tíma, en þar sem hann er
nytjaður er farið í súlu um mánaö-
amótin ágúst-september. Þegar
fariö er um súlubyggðirnar upphefst
mikill kórsöngur drottningarinnar
sem byggist aöallega á skerandi
urrandi „arrah“.
Súla á hrauk sínum.