Morgunblaðið - 15.09.1979, Side 38

Morgunblaðið - 15.09.1979, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 Minning: Guðrún Sigurðar- dóttir frá Stokkseyri Frú Guðrún Sigurðardóttir, Grundarstíg 2, er látin. Útför hennar fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 10. sept. Hún fæddist 26. okt. 1895, dóttir hjónanna Kristbjargar Jónsdóttur og Sigurðar Einarssonar. Bjuggu þau góðu búi í Grímsnesinu. Við þá sveit tók Guðrún miklu ást- fóstri til æviloka, enda þaðan margs að minnast. Byggðu þau hjónin Guðrún og Ólafur þar myndarlegt sumarhús, í fögrum skógargrunni í landi hennar. Undu þau þar vel hag sínum, í þessum fagra reit, sér til hvíldar og ánægju, er tími gafst til frá öðrum störfum. Ung að árum flyst hún til Stokkseyrar með foreldrum sín- um, og urðu þau næstu nágrannar foreldra minna. Frá þessum árum er sjálfsagt margs að minnast, en eitt ber þó hæst í mínum huga, það er tryggðin, kærleikurinn og traust- ið, sem þetta fólk sýndi ávallt hvert öðru, á herju sem gekk. Þegar hún vex upp gerist hún þar símstöðvarstjóri, og gegnir því embætti í mörg ár, við góðan orðstír. Hún tekur mikinn þátt í félags- málum, gneistar af áhuga í ung- mennafélaginu, kvenfélaginu, sem stóðu með miklum blóma á þeim tíma, og öðrum áhugamálum sem sóttu að í huga hennar hverju sinni. Þar kynnist hún hinum ágæta manni sínum Ólafi Jóhannessyni, sem þá var orðinn kaupmaður á Stokkseyri. Þau flytjast til Reykjavíkur skömmu eftir brúðkaup sitt, sem þau héldu 22. nóv. 1929. Nokkrum árum seinna kaupa þ u húseignina Grundarstíg 2, sem var samastaður þeirra upp frá því. Alltaf stóð heimili þessarar glæsilegu hjóna opið öllum Stokkseyringum og öðrum vinum þeirra. Var þá ekkert til sparað, og sást þá best samstarf þeirra, einhugur, höfðingsskapur og reisn, sem einkenndi líf þeirra alla tíð. Þegar Stokkseyringafélagið í Reykjavík var stofnað, varð Guðrún strax í forustuliði félags- ins, og formaður þess um langt skeið. Liggur eftir hana þar ómetanlegt starf í málefnum sem félagið beitti sér fyrir, Stokkseyringum öllum til heilla. Á sjötugs afmæli Guðrúnar skrifaði Jarðþrúður Einarsdóttir um hana grein, sem ég mun nú leyfa mér að birta kafla úr, því hún lýsir svo vel mannkostum Guðrúnar og hæfileikum, enda líka sagt af langri kynningu og þekkingu. Hún skrifar: „Þegar ég segi að Guðrún sé óvenjuleg kona, á ég ekki við það að hún hafi verið undrabarn í venjulegri merkingu þessa orðs. Hún er að vísu prýði- legum gáfum gædd, og naut í æsku ágætrar, bæði bóklegrar og verk- legrar menntunar, í barnaskóla, kvennaskóla, foreldrahúsum, á námskeiðum og á úrvalsheimilum bæði innanlands og utan. Varð hún einkum leikin í hannyrðum og matreiðslu, ritfær vel og unnandi allra fagurra mennta. — En það sem gefur öllu í fari hennar æðra gildi, eru hinar sjaldgæfu gáfur hjartans, sem erfitt er að skil- greina, en eru „í og með og undir" öllum hennar orðum og gjörðum. Hygg ég að fleirum en mér fari þannig, er við hugsum til þess sem Guðrún hefur gott til okkar lagt, að okkur finnist tómlegt að gjalda við því venjulegar þakkir með venjulegum orðum. Og engan hefi ég enn hitt, sem einhver kynni hefur af henni haft, að ekki hafi birt og hlýnað yfir svipnum við að minnast þess.“ + Maðurinn minn PÉTUR ÓLAFSSON frá Hænuvík, Kleppsvegi 134, lést í Borgarspítalanum 12. september. Anna Ólafsdóttir. Móöir mín og tengdamóöir, ÓLÍNA PÉTURSDÓTTIR, fré Svefneyjum, lést að Hátúni 10B, þann 13. þ.m. Fyrfr hönd aöstandenda. Ólöf Ólafsdóttir, Snorri Ólafsson, Sólheimum 23, Reykjavík. t GUDMUNDUR J. SIGURDSSON, skipasmióur, frá Hælavík, lést fimmtudaginn 13. september. AAstandendur. + Eiginkona mín, MARGRÉT EINÞÓRSDÓTTIR, Grettisgötu 48, veröur jarösungin frá Hallgrímskirkju, mánudaginn 17. september kl. 3. Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Hallgrímskirkju. Kristján Einarsson. Aðalheiður Erla Gunn- arsdóttir - Kveðja Þetta eru fögur orð og sönn sem hér eru sögð um mikilhæfa konu, sem hefur kvatt jarðlífið, og leitar nú enn meiri þroska og þekkingar á æðri og hærri stöðum tilverunn- ar. Það er mikilsvert að hafa átt slíkan vin í lífinu, sem Guðrún var, sem ég tel mig hafa átt, og hafa átt samleið með henni, að leysa og hrinda í framkvæmd ýmsum sameiginlegum áhuga- málum, eins og t.d. í Stokkseyringafélaginu, öllum til nokkurs gagns. Fyrir þessi störf þakka ég að sjálfsögðu, og fleiri sem borið hefur að hondum á lífsleiðnni, og síðan, en ekki síst, fyrir trygga og tausta vináttu til mín og míns fólks alla tíma. Guð blessi hana og varðveiti. Aðstandendum öllum sendi ég mínar bestu samúðarkveðjur. Ilaraldur Bjarnason. Minning: Barn strandarinnar við söng öldunnar, andvörp djúpsins, ómæli hafsins. Dóttir sjóhetjunnar, sem hafði oft lagt líf sitt að veði fyrir aðra í baráttu við ofurefli höfuðskepn- anna á lítilli skel í almætti handar og huga. Dóttir húsfreyjunnar, sem átti svo mikla gjafmildi og höfðings- lund til að bæta úr fyrir þeim, sem töldust minni máttar á samleið um veraldarveg. Hún Guðlaug var falleg, björt yfirlitum, bjarteyg og brosfögur, með bylgjandi lokka yfir háu enni og heiðríkum brám. Hún var húkrunarkona, sem allir fengu traust til í starfi. Hún átti að erfðum hetjuhug föðurins, göfuglyndi móðurinnar og dul hafsins og strandarinnar. En hún var í engu smá. Stór- brotin og stælt að eðli öllu, laut hún ekki neinu né neinum, nema samvizku sinni, Guði í eigin armi og barmi. Hún var einfari alla tíð og virtist una því vel. Hafdjúpin ein vissu hennar drauma. Víðsýnið hafði það veitt henni í vöggugjöf. Hugsun heiðríkjunnar. Ast til uppsprettulinda söngs og tóna og morgundýrðar austurfjalla. Hún var eins og drottning, þótt hún væri ein í hópi sjúklinganna í „hvíta húsinu" þar sem „hvíti dauðinn" átti öndvegi. Hún laut honum samt aldrei, leit ekki í áttina til hans, hvað þá meira. Hún trúði á lífið, elskaði ljós og líf, laut þar öllu og gat þar öllu fórnað. Gaf öðrum á sömu leið þennan kraft þessa lífstrú og ljósþrá, sem hvorki eldur, ís, stormar né myrkur geta bugað. Vinaátta hennar var gimsteinn, Fædd 4. febrúar 1967. Dáin 26. ágúst 1979. Hún var dóttir hjónanna Stef- aníu Þórunnar Sæmundsdóttur og Gunnars Gunnarssonar, bónda að Syðra Vallholti, Skagafirði. Þau stóðu hér í holinu hjá mér foreldr- ar hennar er mér varð litið upp úr handavinnu er ég var með. Eg sá strax að eitthvað var að og staulaðist því fram 'til þeirra og sjrnrði: Hvað hefur komið fyrir? Eg spurði aftur, hvað hefur komið fyrir? Hún Heiða litla er dáin, svaraði móðirin, hún dó fyrir stuttri stundu. Ég trúi þessu ekki, ég trúi þessu ekki, varð mér að orði. Jú, þannig var þetta, hún var dáin hún Heiða mín litla sem var hér hjá mér á fimmtudaginn en lá nú liðið lík um miðjan sunnudag, litla fiðrildið mitt og litla trippið mitt eins og ég kallaði hana stundum þessa hugljúfu, táp- miklu, brosmildu dugnaðarstúlku, sem hafði ekki alls fyrir löngu sagst ætla að verða dugandi bóndakona og átti allt lífið fram- undan að ég hélt. En maður veit ekkert sem betur fer. Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir, stend- ur einhvers staðar, við verðum bara að trúa því að svo sé. Kannski er það rétt sem hann sonur minn sagði er hann missti annan dreng af slysförum á tæp- um þremur árum. Ég sagði að mér fyndist að ekki hefði þurft að slá þennan litla blett svona strax aftur. Jú, jú, mamma mín, svaraði hann. Guð er bara svona vandlát- ur. Kannski er það rétt, guð er bara svona vandlátur og velur unga fólkið öðrum fremur. Við skulum trúa því, en sárt er það nú óbrotgjarn demant, perla með óteljandi blikfleti frá brosum til tára. Hún varpaði um sig birtu án orða, aðeins með nærveru sinni á okkar leið. Tiginleg, hjartahrein, hreinskilin og fögur. Gat verið hvassorð og hispurslaus gagnvart því, sem hún taldi lágkúru og loddaraskap. „Það verða víst allir einhvern tíma að lúta valdinu mikla", voru síðustu orð hennar, sem ég man. Og hún bætti við: „Nú eru allir farnir." Ég sé tvær vinkonur ganga upp frá strönd eilífðardjúpsins. Þær horfa brosandi í átt til Austur- fjalla Ljósavangs, inn í skínandi morgunsól, og leggja af stað út í þögnina, við undirleik bárunnar við sandinn, um leið og þær veifa til mín og kveðja! — Hjartans þökk fyrir vináttu þína. Árelíus Níelsson. ei að síður að sjá á bak ungu efnilegu fólki um aldur fram. Það ríkir mikil sorg í Syðra- Vallholti hjá þeim hjónum Stef- aníu og Gunnari, einnig hjá syst- urinni sem eftir lifir, ömmu og afa og öllum ættingjum. Þau hafa misst mikið foreldrarnir og systir- in, Gunnar þó sýnu mest þar sem Heiða var hans einkabarn og honum mjög kær og afar hænd að honum. Hann var þó nýlega búinn að ættleiða eldri dóttur Stefaníu sem nú saknar vinar í stað. Það hlaut þó svo að vera að Heiða mín væri að hjálpa til við heimilisstörfin þegar kallið kom. Hún vildi alltaf hjálpa til við búskapinn, námfús var hún og músikölsk. Hún gat stundum verið harðskeytt í svari en ævinlega brá glettnislegu brosi um varirnar um leið og setningin var sögð. Hjartað var hlýtt og stúlkan öll vel af guði gerð. Elsku Stebba, Gunni og Ninna. Égá engin orð sem geta huggað og deyft þá sorg sem nú ríkir í hjörtum ykkar, orð eru svo van- máttug í sjálfu sér. Ég bið því aðeins algóðan Guð að styðja ykkur og styrkja og vaka yfir ykkar litlu fjölskyldu. Sæma, Ninnu og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð og bið ykkur Guðs blessunar. Heiðu mína kveð ég svo með sárum söknuði og bið henni velfarnaðar á ferð sinni til æðri staðar. Guð geymi hana, hjartans þökk fyrir samveruna. Bára frænka. Myndir víxludust ÞAU mistök urðu í gær, er minn- ingagreinar birtust á sömu blað- siðu í blaðinu um þær Guðlaugu Jónsdóttur hjúkrunarkonu og Guðbjörgu Jónsdóttur í Miðdal, að myndir af þeim víxluðust. Þessi leiðu mistök harmar rit- stjórn Mbl. og biður alla hlutað- eigandi afsökunar. í BLAÐINU í gær birtist minn- ingargrein eftir Aðalstein Eiríks- son um Salvar ólafsson i Reykja- firði. Þessi mynd af Salvari varð viðskila við greinina. Biður blað- ið velvirðingar á mistökunum um leið og við birtum myndina. Guðlaug Jónsdóttir hjúkrunarkona

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.