Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 39 Minning: Bogi Jónsson frá Ljárskógum Læknaþing og námskeið um atvinnusjúkdóma Fæddur 15. október 1905 Dáinn 10. september 1979 Vinur minn og nákominn frændi er horfinn yfir móðuna miklu. Við hjónin viljum þakka honum dásamlega samferðadaga og góð kynni á liðnum ævidögum. Hann var eins og þau Ljár- skógasystkin, söngvinn og vel skáldmæltur. Hann var heimavin- ur á Leifsgötu 32, og ljóðin hans, sem hann seint og snemma orti til fjölskyldunnar, geymast í „Gesta- bókum" og á aðra lund. Bogi var gleðimaður á góðri stund, og bar aðeins það bjarta og fagra út í lífið. Við hjónin eigum margar minningar í sambandi við þennan hugljúfa og drenglynda mann og einnig margar myndir af honum þar sem hann heldur á börnum okkar ungum í faðmi sínum. Hann gaf þeim ástríki og unað frá elskulegum huga sínum. En börn okkar hjóna átta að tölu, voru öll í „Ljárskógasveitinni" eins og þau nefndu það, í frænda- og vinaföðmum á æskuárum sín- um, fyrst hjá gömlu foreldrunum og síðar hjá börnum þeirra. Bogi kvæntist ekki, en lifði samt lífsskeið sitt til enda brosmildur til hinstu stundár. Guð blessi minningu þessa kæra vinar. Sólveig og Páll Hallbjörnsson. „Um héraðnbrest ei getur þó hrökkvi sprek í tvennt.*4 Það er sjaldan talið til neinna stórra tíðinda þó fáförull alþýðu- maður falli í valinn, ekki síst þegar um þann er að ræða, sem lengst ævinnar hefur lifað utan alfaraleiðar. Bogi Jónsson frá Ljárskógum er látinn, án efa fullsáttur við þá breytingu sem nú er orðin á högum hans. Eg man þá tíð, að Ljárskógar voru eitt virtasta og glaðasta heimili í Dalasýslu. Þar bjuggu þá hónin Anna Hallgrímsdóttir og Jón Guðmundsson. Sýstkinin átta voru oftast öll heima. Viðmót og gestrisni við vegfarendur var víðkunn, enda almæli að fáir færu þar um veg án þess að líta heim, og fór þá oft svo, að viðdvölin varð lengri en ráð var fyrir gert. Glaðværð og hlýleiki laðaði fólk til samskipta. Einn í hópi Ljárskógasystkina var Bogi Jónsson, hraustur og dugmikill ungur maður, röskur til allra verka, hestamaður góður og snjall að glíma við laxinn, sem leitaði á vorin upp bláa strauma árinnar sem kom hoppandi um flúðir framan úr.heiðinni. Hann sagði ekki margar frægð- arsögur af sínum veiðiferðum, en þeir sem til þekktu vissu að hann hafði oftast erindi sem erfiði. Bogi var mikill söngmaður og mundi rödd hans sennilega hafa orðið víðfræg hefði þannig verið til stofnað. Það mun mörgum minnisstætt er heyrðu þá bræður syngja saman, hann og Jón frá Ljárskógum. Bogi var hagmæltur vel en flíkaði því lítt fremur en öðrum þeim fjölþættu hæfileikum sem hann bjó yfir. Þegar ég kynntist honum fyrst var hann glaður í góðvinahópi og það var ánægjulegt að vera á ferð með honum þegar hann lét hvíta gæðinginn sinn fara á kostunum. — En sumarið í ævi Boga var stutt. Ungur varð hann sjúkur og má segja að sá sjúkleiki yrði þess valdandi að hann sneri baki við lífinu — eða var það kannski lífið sem sneri baki við honum? Hann komst þó aftur til nokkurrar heilsu og gekk að vinnu, en valdi sér oftast starfsvettvang þar sem fáförult var og hafði lítil sam- skipti við aðra en þá sem hann best þekkti. Mér er ljúft að minnast Boga sem hins góða drengs, sem ánægjulegt var að vera með í leik og starfi. Eftir að þáttaskil urðu í lífi hans kom hann oft á heimili okkar systur hans — og þó hinn glaði glampi augnanna væri horf- inn og skapið stundum þungt, hafði tryggðin og vináttan engum breytingum tekið. Menn sjá skammt inn í fram- tíðina. Á fögru vori virðast haust- kyljur og kuldahret langt fjarri, en frostnæturnar koma fyrr en varir og gera ekki boð á undan sér. Hraustur ungur maður á þess síst von að skyndilega syrti í álinn, að heilsa og lífslán hverfi þegar sól ætti að vera í hadegisstað. Þeir sem heilir ganga virðast eiga erfitt með að gera sér fulla grein fyrir þeim umskiptum. „Berið hver annars byrðar“ stendur í trúarbók kristinna manna. Skyldi sá boðskapur finna Fæddur 12. ágúst 1935. Dáinn 30. ágúst 1979. Það leita margar gamlar, góðar og hugljúfar minningar á mann, þegar sú frétt berst skyndilega, að vinur og gamall félagi hafi verið burt kallaður langt fyrir aldur fram. Ég man það alltaf, hvernig við kynntumst fyrst. Við vorum báðir á ferðalagi í fríum okkar fyrir norðan. Baldur við nám í vélvirkjun og ég í trésmíði. Þarna fyrir norðan tókust þau kynni og sú vinátta, sem varað hafa í nærfellt 27 ár. Frá þeim árum öllum hefi ég og síðan fjölskylda mín margs góðs að minnast. Baldur var einn af þeim góðu drengjum, sem öllum vildi hjálpa í smáu sem stóru. Mér er það minnisstætt, að þegar ökutækið, er ég átti á þeim árum og við ferðuðumst þó nokkuð á, bilaði, þá var hann oft viljugri að koma því í lag en ég sjálfur — og þannig var það í æði mörgu. Kynni mín af foreldrum og bræðrum Baldurs voru einnig þannig, að á betra varð ekki kosið. Þær voru margar stundirnar, sem við eyddum í spila bobb í kjallaranum í Skipasund- inu, þegar þau áttu heima þar — og faðir Baldurs var enginn eftir- bátur annarra í þeim leik. Ég var tekinn sem einn af fjölskyldunni af þeiin öllum. Og þegar við gengum út í lífið og lífsbaráttan hófst fyrir alvöru, tókust vináttubönd einnig á milli fjöl- skyldna okkar. Það þurfti ekki að gera boð á undan sér, þegar fara átti í heimsókn til Baldurs og Stínu. Þar var alltaf opið hús fyrir vini og kunningja, enda mikill myndarbragur á því heimili. — Handtökin voru ófá sem Baldur átti við byggingu hússins og sama hvaða iðngrein átti í hlut. Segja raunsannan hljómgrunn hjá þeim sem léttfleygir lifa? — Hrímkalt haust hefur nú boðað komu sína í ríki náttúrunn- ar. Bogi frá Ljárskógum lifði langt haust, og nú þegar heiðin, þar sem hann gekk sín æskuspor við ána, faldar hvítu, er lífsstríðinu lokið. Hans bíður nú bjart sólskin í nýjum heimi — ellegar vær svefn hins eilífa friðar. Kveðja okkar feðganna fylgir honum yfir hafið. Þorst. Matthíasson. má, að hann hafi byggt sitt hús að mestu leyti sjálfur — enda var honum margt til lista lagt. Heimilið var söngelskt og tónlist þar mikið iðkuð. Baldur tók þátt í sönglífi í Keflavík og veit ég, að félagar hans þar hafa margs að minnast frá kynnum sínum af honum. Það er ekki lengra síðan en síðastliðið vor, að þau hjónin fóru utan — til að læra enskuna betur, eins og Baldur sagði, því lengi má betur gera. Þannig var hans hugs- un — að gera betur. Ég er ekki ættfróður maður og ætla því ekki að rekja ætt hans og uppruna. En ég vil að lokum þakka honum og fjölskyldu hans góð og ánægjuleg kynni og vináttubönd. Örlögin spyrja aldrei að leiðarlok- um og svo er nú. Kristínu og börnunum vottum við hjónin okkar innilegustu samúð og vináttuhug og biðjum þeim öllum forsjár Guðs. Magnús G. Jensson. FRÆÐSLUNEFND Læknafélags tslands og Læknafélags Reykja- víkur mun gangast fyrir Lækna- þingi i Domus Medica dagana 24. og 25. sept. n.k. Áður hafa verið haldin hér Læknaþing annað hvert ár, en þetta er í fyrsta skipti, sem öllum íslenzkum læknum heima og er- lendis hefur verið boðið að senda efni til þingsins. Munu 19 íslenzkir læknar flytja 25 stutt erindi á þinginu, auk þess sem þar verða pallborðsumræður um ýmis lækn- isfræðileg efni. í framhaldi af Læknaþingi verð- ur haldið námskeið um atvinnu- sjúkdóma dagana 26. og 27. sept. Slík fræðslunámskeið hafa verið árlegur þáttur í fræðslustarfsemi læknafélaganna. Þessari fræðsluviku lýkur með tsafirði. 31. ágúst. LANDSÞING Landssambands hjálparsveita skáta er haldið á ísafirði um helgina. Þingið sækja um 80 fulltrúar frá 9 af 11 hjálparsveitum sambandsins. Tryggvi Páll Friðriksson formað- ur sambandsins setti þingið kl. 20.30 i kvöld i sal menntaskólans á Torfnesi. Snorri Hermannsson ísafirði var kosinn þingforseti og þingritarar Guðmundur Kjart- ansson og Þórhallur ólafsson. Formaðurinn Tryggvi Páll flutti itarlega skýrslu um starfsemina á liðnu starfsári. Þar kom m.a. fram að erfiðlega gengur að fá niðurfellingu aðflutningsgjalda af búnaði sveitanna. Verður það að teljast furðuleg afstaða stjórn- valda, með tilliti til þess, að það mun næsta fágætt, ef ekki eins- dæmi i veröldinni, að svo til allt starf á sviði björgunar og slysa- hjálpar á vegum almannavarna, er unnið i sjálfboðavinnu og fjármagnað af meðlimum sveit- anna. En hjálparsveitirnar ásamt Slysavarnafélagi íslands og Flugbjörgunarsveitinni eru einu skipulögðu björgunarsveitirnar i landinu að Landhelgisgæslunni frátalinni. Heildargreiðslur rík- isins á árinu 1979 til 11 hjálpar- sveita skáta nema 3 milljónum króna, og er helmingurinn enn ógreiddur. í undirbúningi er nú endurnýj- un á fjarskiptabúnaði allra björg- unarsveita í landinu vegna al- þjóðareglna um fjarskipti og af öryggisástæðum. Hjálparsveitir skáta bjóðast til að leggja fram fjármagn til kaupa á búnaði fyrir sig erlendis, en nauðsynlegasti búnaður kostar nú kr. 12,6 milljónir, en sjá sér ekki fært að greiða jafn háa upphæð til ríkis- ins í tolla og gjöld. Þá kom fram í skýrslunni að hjálparsveitirnar hafa gert samstarfssamning við Almannavarnir ríkisins vegna lík- legra jarðskjálfa á Suðurlandi. Er ekki síður áríðandi með tilliti til þeirrar hættu, sem þar vofir yfir, að ríkisvaldið geri sér grein fyrir stöðu sinni og ábyrgð í því máli. Til marks um alvöru þess máls, hefur stjórn L.H.S. látið gera áætlun um aðgerðir, sem nær til allra hjálparsveita á landinu. Þá hefur verið ákveðið, að senda menn á staði erlendis, þar sem jarðskjálfti hefur valdið tjóni, til að kynna sér framkvæmdir slíkra ráðstefnu um atvinnuheilbrigðis- mál, sem haldin verður í sam- vinnu við aðila vinnumarkaðarins þann 28. sept. n.k. Ráðstefna sem þessi hefur ekki áður verið haldin hér á landi, og er vonast til að sem flestir, sem áhuga hafa á atvinnu- heilbrigðismálum sæki hana, en hún er opin öllum, sem þessi mál snerta. Til þessara fundahalda hefur verið boðið 5 erlendum fyrirlesur- um frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Svíþjóð og Danmörku. Fræðslunefnd læknafélaganna væntir þess, að sem allra flestir læknar sæki þingið, námskeiðið og ráðstefnuna, en takist vel til um Læknaþing, mun fyrirhugað að halda slík þing annað hvert ár í framtíðinni, að því er segir í frétt frá félögunum. björgunarstarfa. Er gert ráð fyrir að farið verði með fulltrúum frá Almannavörnum. Nú er í undirbúningi þjálfun sveita til björgunar úr snjóflóðum og hafa þegar verið keyptar stang- ir frá Noregi til leitar að fólki sem grafist hefur í snjó. Þá er í athugun að fá þjálfaða hunda til leitar að týndu fólki í snjó eða skriðum. í landinu eru nú starfandi 11 hjálparsveitir skáta með um 600 meðlimi. Unnið er að stofnun nýrra sveita víðsvegar um landið og hefur í því sambandi komið til tals að slíta hjálparsveitina úr tengslum við skátahreyfinguna, til þess að auðvelda stofnun sveita þar sem skátafélög eru ekki starf- andi. Er gert ráð fyrir að þær hugmyndir verði mikið hitamál á þinginu. Sveitirnar eru flestar vel búnar tækjum og eru t.d. einu aðilarnir í landinu, sem ráða yfir þjálfuðum sporhundi og búnaði til að koma upp neyðarsjúkrahúsi. Helsti tekjustofn sveitanna er flugelda- sala um áramót, en landssam- bandið sér um öll innkaup fyrir sveitirnar. Að loknum umræðum um skýrslu stjórna voru lagðir fram reikningar og þeir sam- þykktir athugasemdalaust. Á morgun, laugardag, fara fram almennar umræður og stjórnar- kjör. I eftirmiðdaginn fara þingfull- trúar í skoðunarferð um bæinn undir leiðsögn Jóns Páls Halldórs- sonar framkvæmdastjóra, en hann er einn af stofnendum Hjálparsveitar skáta á ísafirði. Þinginu lýkur svo síðdegis með kvöldverði í matsal menntaskól- ans. Úlíar. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Baldur Waage —Minningarorð Skátar þinga á Isafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.