Morgunblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979
ví£t>
MORÖ-JNc
iíafp/nu
V '
Því gastu nú ekki haft þetta í lagi áður en við lögðum af stað?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Hversu oft heyrist sagt á spila-
stundum: Ef þú gerir þetta
makker þá ræð ég við hann. Eða
á hinn veginn, ef ég geri annað
makker þá sjáum við um hann.
Eins og við vitum eru svona
bollaleggingar ótrúlega algengar
enda möguleikar bridgespilsins
jafn margbreytilegir og mennirn-
ír.
Norður gaf, norður-suður á
hættu.
Norður
S. ÁG72
H. 5
T. K95
L. KG1065
Vestur
S. 853
H. K10632
T. G86
L. Á3
Austur
S. D104
H. Á94
T. 7432
L. 974
Suður
S. K96
H. DG87
T. ÁDIO
L. D82
í þessu spili varð lokasögnin
þrjú grönd, spiluð í suður. Vestur
spilaði út hjartaþristi og ef til vill
hefur þú gaman af að velta fyrir
þér möguleikunum, sem í spilinu
leynast.
Þegar spilið kom fyrir tók
austur fyrsta slaginn með ás og
spilaði níunni til baka. Suður lét
þá gosann og hvað var skást fyrir
vestur að gera? Hann gat tekið
slaginn en með því gæfi hann
sagnhafa tvo stöðvara í litnum og
vinningur yrði auðveldur eins og
við sjáum.
í reynd valdi vestur hinn kost-
inn. Hann gaf sagnhafa slaginn á
gosann í von um, að austur
kæmist að nægilega snemma til að
spila hjartanu aftur. En suður
spilaði þá laufunum, vestur fékk á
ásinn en hann gat ekki náð valdi á
spilinu og suður fékk tíu slagi
þegar yfir lauk.
Nokkrar athugasemdir? Já,
vestur gat sagt við makker sinn:
Ef þú lætur níuna í fyrsta slag,
makker, þá ráðum við spilinu. Og
lesendur ættu sjálfir að sannreyna
þessa fullyrðingu.
Ekki ekki! Berð’ann í gólfið
og hringdu á Iögregluna,
væna mín!
Hvert er besta svarið?
Þann 4. júlí s.l. var okkur
hjónunum boðið til góðra ná-
granna. „Skál fyrir 203 ára full-
veldi Bandaríkjanna og skál fyrir
33 ára afmæli fullveldis Filipps-
eyja“, sagði gestgjafinn, kona frá
Filippseyjum. Ég sneri mér að
sessunaut mínum, myndarlegum
skreðara frá Utah, og sagði: „0, já,
ég man, þegar ég var í ameríska
sendiráðinu á íslandi 4. júlí 1946,
að það var serstaklega skálað við
óbeinan heiðursgest þa.r, eina
Filippseyjamanninn á Islandi þá,
sem var kokkur á Keflavíkurflug-
velli.“
„Það var nú önnur saga, þegar
ég kom á skipi til íslands, það
skálaði enginn við mig. Ég var
„mate“ (undirforingi) í sjóhernum
og skipstjórinn hvatti mig til að
fara ekki í land, því að aðeins
menn með náhvítt hörund væru
vinsælir þar. Svo ég fór ekki í
land. Er það satt, sem skipstjórinn
sagði?"
Mér vafðist tunga um tönn, en
sagði svo: „Jú, þetta er satt, þó að
sjálfir vilji þeir verða sem dekkst-
ir af sólinni og í mína tíð var sagt
„svartur og sjarmerandi". En Is-
lendingar eru svo fáir og þeir eru
fullir af ættjarðarást. Þeir eru
hræddir um að tapa ættarein-
kennum sínum. T.d. berjast þeir á
móti öllum erlendum áhrifum á
móðurmálið og það er sérstaklega
erfitt fyrir útlendinga að gerast
íslenzkir borgarar. Og umfram
allt vilja þeir halda sínu kyni
Lausnargjald í Persíu
62
Eftir Evelyn Anthony
Jóhanna Kristjónsdóttir
sneri á íslenzku
og inn í setustofuna. James
sneri sér að manninum.
— Bíðið hér. Ég segi hr.
Field frá þessu. Hann kemur
eftir andartak.
Hann benti Logan að koma.
Hann sá að Khorvan fylgdist
með og stakk sér f hans stað f
hópinn.
— Ráðherra, ég hef varla
gefið mér tfma til nema rétt
kasta á yður kveðju. Ég vona að
yður skorti ekkert.
— Allt er í sómanum, þökk
fyrir, sagði Khorvan. Hann
skemmti sér alveg ljómandi.
Maturinn var afbragðs gómsæt-
ur og hann dáðist að
smekklegri umgjörð veizlunn-
ar. Honum geðjaðist alls ekki
að Logan Field, en hann var
óneitanlegan örvandi og
skemmtilegur. Og þó að hann
liti á hann sem andstæðing
hafði hann gaman af þvf að
vera í návist hans.
— AHt er í lagi endurtók
hann og beindi máli sfnu til
James. — Nema að ég sakna
húsfreyjunnar. Ég er mjög von-
svikinn yfir því að hún skuli
ekki vera hér.
James vonaði að Janet heyrði
hvað hann sagði. Og svipbrigði
á andliti hennar vottuðu að svo
hafði verið.
— Hr. Field sagði að dóttir
þeirra værí lasin og hún kæmist
ekki frá Englandi um sinn, mér
þótti leitt að heyra það.
Khorvan var auðvitað ekki
aivara og James vissi það og
Khorvan vissi að hann vissi
það. Hins vegar gaf fjarvera
Eileen honum kærkomna átyllu
til að hafa f frammi dálftið
argaþras við gestgjafann.
— Við söknum hennar allir,
sagði James hátt og snjallt og
vonaði að þetta bærist einnig að
eyrum Janet Armstrong.
Ung og giæsilega klædd
frönsk kona gaf sig nú að
honum. Hann kannaðist við
Sann hennar, hann var einn af
um persneskum aðalsmönn-
um sem tóku þátt í opinberu
lííi. Sjálf var hún erfingi mik-
illa námuauðæfa. Hún talaði
frönsku og þýzku reiprennandi
ekki síður en ensku. Hún ar
orðin leið á manninum sfnum
og hafði iðulega gefið James í
skyn, að henni fyndist hann
þekkilegur. Ef Eileen hefði ekki
skipað jafn stóran sess f huga
hans og raunin var, hefði hann
kannski látið tii leiðast. Meðan
hann hélt uppi léttu skrafi við
hana braut hann heilann um
hvað færí á milli Logans og
Saiid Homsi inni f húsinu.
6. kafli
Ég kom með nokkur hand-
klæði handa yður. Og sápu.
Peters lagði það á rúmið. Eileen
sat í stólnum, hún hafði kveikt
á lampanum á náttborðinu. Úti
fyrir var orðið aldimmt. Hitinn
í herberginu var kæfandi.
— Þökk fyrir, sagði hún.
— Ég get þá að minnsta kosti
þvegið mér.
Hann tók eitthvað upp úr
vasa sínum og lét það falla ofan
á handklæðin. Það var karl-
mannsgreiða.
— Þér getið fengið þetta
Iíka, sagði hann.
— Mér er svo hræðilega
heitt, sggði Eileen seinlega.
Hún stóð upp og hreyfði sig
eins og svefnengiil. Peters vissi
ekki hvers vegna hann hlustaði
á orð hennar, hann hafði ekki
ætlað að tala við hana.
— Er ekki hægt að leysa
þetta vandamál með gluggann
svo að ég geti fengið frískt loft
inn. Ég sé ekki betur en hæðin
sé nógu mikil til þess að þið
gætuð nokkurn veginn treyst
því að ég reyndi ekki að
stökkva. Mér finnst ég vera að
kafna.
— Við settum rimlana fyrir
gluggana barnsins vegna, sagði
Peters — svo að engin hætta
væri á að hún dytti út um
giuggann.
— Hefðuð þið raunverulega
læst hana hér inni?
— Nei. Hann tók fram
sfgarettu og kveikti í.
— Hún hefði sofið hér, en