Morgunblaðið - 23.09.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1979 40 starfa við pílagríma- flug frá Alsír UNDIRRITAÐIR hafa verið samningar um pílagrímaflug Flugleiða frá Aisir til Jedda, en fluttir verða hátt i 7 þúsund farþegar i 26 ferðum á milli staðanna. Flugleiðir önnuðust sams konar flutninga fyrir tveimur árum og þá eins og nú annaðist flugvél af gerðinni DC-8 þessa flutninga. Flutningarnir hefjast 3. október næstkomandi og fyrri önninni á að vera lokið 25. október. Síðari önnin byrjar væntanlega 7. nóvember og stendur trúlega út mánuðinn. Við þetta verkefni munu starfa um 40 manns af hálfu Flugleiða. Viðræðumar við Norðmenn verða 22.og23.okt. ÁKVEÐIÐ hefur verið að framhaldsviðræður íslend- inga og Norðmanna varð- andi Jan mayen fari fram dagana 22. og 23. október n.k. í Reykjavík. Upphaf- lega áttu þessar viðræður að fara fram síðustu daga ágústmánaðar, en var þá frestað að beiðni Norð- manna. Ástæðurnar, sem Norðmenn gáfu fyrir frest- unarbeiðni sinni á sínum tíma, voru þær, að þeir vildu ekki að viðræðurnar blönduðust inn í kosn- ingabaráttuna í Noregi. Sömuleiðis sögðust stjórn- völd vilja kynna nefndum norska Stórþingsins þessi mál betur. Ingi R. Helgason formadur banka- ráðs Seðlabankans Bankamálaráðherra, Svavar Gestsson, hefur skipað Inga R. Helgason formann bankaráðs Seðlabankans í stað Jóns Skafta- sonar, sem lét af formennskunni, er hann tók við embætti yfirborg- arfógeta. Sverrir Júlíusson er áfram varaformaður bankaráðs- ins. í stað Jóns kemur Geir Magnús- son í bankaráðið, sem auk framan- taldra er skipað Halldóri Ásgrímssyni og Pétri Sæmundsen. • Alan Simonsen skorar mark í landsleik með danska landsliðinu og hann ætlar sér að bæta við markatölu sína er hann leikur hérlendis með Barcelona gegn Akranesi á miðvikudaginn. Afköst aukast í loðnuvinnslunni Heimsfrægir málarar á sýningu hérlendis LISTA- og menningarsjóður Kópavogs mun í samvinnu við Sonju Henie / Niels Onstad-lista- safnið í Ósló standa fyrir sýningu á úrvali málverka úr safninu í Norræna húsinu í april nk. Á sýningunni verða sýndar 40 myndir, þ.á m. verk eftir Picasso, Matisse, Miro, Munch, Klee, Gris, Bonnard, Villon, Ernst og Buffet. Verk flestra þessara meistara hafa ekki áður sést hér á landi og verður sýningin opin allan apríl- mánuð, þannig að sem flestir fái tækifæri til þess að sjá þessa einstæðu sýningu. Verði einhver hagnaður af sýningunni mun hann renna til byggingar listasafnsins í Kópavogi. Frank Ponzi listfræð- ingur, sem haft hefur allan veg og vanda af því að þessi sýning kemur til landsins, mun sjá um uppsetningu hennar. Or fréttatUkynnlngu frá Lista- og menning- arajóAi Kópavogs) Siglufirði 22. september. SÍÐUSTU daga hefur mik- il breyting orðið til batn- aðar á því hráefni, sem loðnubátarnir koma með að landi. Um leið hafa afköst aukist til muna í bræðslu SR og munu nú vera 11 — 1200 tonn á sól- arhring, en fór allt niður í 700 tonn þegar verst lét. í öðru lagi er bent á þá stór- felldu lækkun útflutningsverð- mætis sjávarafurða, sem slíkar takmarkanir hefðu haft í för með sér og talið að þær hefðu numið 12—15 milljörðum króna. Fr h6 tekið tillit til þess, að veiðar nefoi Hins vegar hafa Siglfirð- ingar enn ekki orðið varir við þann háa skorstein, sem kominn á að vera á bræðsluna. Hér liggja nú 11 loðnuskip, með allt upp í 1000 tonn. Ýmist bíða þessir bátar löndunar eða þess að mega fara út aftur að Iokinni löndun. Pláss fyrir 7 þúsund tonn losnaði nokkuð óvænt hér í Siglu- firði og þau skip, sem hingað mátt auka af öðrum fisktegun- dum. í þriðja lagi segir, að sam- dráttur í afla hefði haft minni atvinnu í för með sér og jafnvel leitt til atvinnuleysis, sem hefði komið harðast niður á hinum smáu sjávarþorpum um land allt. komu, verða að bíða nokkurn tíma eftir losun. Er það gert til að samræmis sé gætt varðandi þann tíma, sem tekur að fá löndun, en skip, sem fengu afla áður, voru látin sigla á fjarlægari hafnir, þar sem ekki var reiknað með þessu rými. Arnarflug hefur tekið upp áætl- unarflug hingað, en Siglfirðingum finnst fyrirtækið fara sér hægt og mætti að ósekju nota fleiri flug- vélar í starfsemina. - mj. INNLENT Nýbók um dag- vistarheimili Bókaútgáfan IÐUNN hefur sent frá sér bókina DAGVISTAR- HEIMILI - Geymsla eða uppeldisstaður eftir sænska barnasálfræðinginn Gunillu Lad- berg. Guðrún Jónsdóttir félags- ráðgjafi þýddi. Bók þessi er reist á rannsókn sem höfundur gerði á tveimur dagheimilum í Svíþjóð. Hún kom fyrst út 1974 og hefur verið endurútgefin margsinnis, auk þess sem hún hefur verið þýdd á norsku og dönsku. „Ekki sýnt að líffræði- lega nauðsyn beri til slíkra takmarkana” FISKIFÉLAG íslands hefur nýlega sent frá sér mikið rit í tveimur bindum um útveg 1978 og er þetta í þriðja skipti, sem Fiskifélagiö sendir frá sér slíka yfirlitsskýrslu um gang mála í sjávarútvegi. í inngangsorðum er m.a. fjallað um tillögu Hafrannsóknastofnunar um 250 þúsund tonna hámarks þorskafla á síðasta ári og segir í skýrslunni að af ýmsum ástæðum hafi ekki verið unnt að fylgja þessari tillögu. „I fyrsta lagi er ekki sýnt fram á, að líffræðilega nauðsyn beri til slikra takmarkana,“ segir í skýrslunni. Sonja Henie og Niels Onstad-listasafnið í Ósló.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.