Morgunblaðið - 23.09.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.09.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1979 3 Þórarinn Ragnarsson ræðir við knattspyrnusnillinginn Alan Simonsen í Barcelona í SKJÓLI gifurlegs fjármagns hefur spœnska knattspyrnuveld- ið Barcelona keypt afburðamenn eins og Johan Cruy og Johan Neeskens. Þeir leika nú báðir í Bandarikjunum, en maður kem- ur i manns stað. Arftakar þeirra hjá Barcelona eru miklir og færir knattspyrnumenn, þeir heita Jo- han Krankl og Alan Simonsen. Það er skammt stórra högga á milli í islenska knattspyrnuheim- inum. Fyrir fáum dögum var hér á ferðinni hið geysisterka þýska lið HSV með Kevin Keegan i broddi fylkingar og á morgun er Barcelona væntanlegt til lands- ins með fyrrgreinda snillinga fremsta i flokki og leika þeir á miðvikudaginn gegn Akurnes- ingum i Evrópukeppni bikar- hafa. Viðtöl í guðshúsi Undirritaður hafði mælt sér mót við þá Simonsen og Krankl á leikvelli Barcelona, Nou Camp, í gærmorgun og var ætlunin að taka við þá stutt viðtöl. Ég beið þeirra í lítilli kapellu á vallarsvæðinu, kap- ellu skreyttri félagsfánum víðs veg- ar að úr heiminum og einnig líkneski af Maríu mey. Þarna biðj- ast hinir heittrúuðu leikmenn Barc- elona fyrir, ekki síst fyrir mikil- væga leiki. Áður en langt um leið birtist Simonsen í dyrunum og heilsaði mér vinalega. Hræddir við islenska veðrið Áður en ég gat sagt eitt einasta orð, spurði Simonsen mig hvernig veðrið heima á Fróni væri þessa dagana. Þégar ég sagði honum að morguninn sem ég fór hefði verið snjór á jörðu, hristi hann höf' ðið og leist greinilega ekki á 1 l.Kuna. „Það er það sem leikmcnn liðsins óttast mest, að leika i kulda, en því eru þeir ekki vanir. Annars er mér hlýtt til Islands. Þar lék ég minn fyrsta landsleik fyrir Danmörk, árið 1972, og skoraði ég þá tvö mörk. Má segja að sá leikur hafi verið stökkpallur fyrir feril minn sem knattspyrnumann. Erfitt að leika í Spánarhitanum Aðspurður um hvernig væri að leika knattspyrnu á Spáni annars vegar og í Vestur-Þýskalandi hins vegar svaraði Simonsen því til, að verst væri að venjast hitanum. „Þá geta áhorfendurnir verið erfiðir. Þeir eru svo kræfir, að ekkert minna en það allra besta nægir til að hafa þá góða. Mér gekk svo vel í fyrstu leikjum mínum með Barce- lona, að ég hef aldrei orðið fyrir barðinu á fólkinu, en ekkert má út af bera til að leikmaður verði ekki | rækilega klemmdur undir smásjá áhorfenda. Þá er furðu erfitt að venjast því að leika fyrir þann ofsalega áhorfendafjölda sem tíðkast hérl- endis, en á heimaleiki Barcelona horfa aldrei færri en 90.000 manns, alveg sama við hvaða lið er leikið. Ef ég ber saman knattspyrnuna í Vestur-Þýskalandi og Spáni, má segja, að leikmenn hér eru „tekn- iskari", en þýska deildin er samt sem áður miklu sterkari. Það er einkum vegna þess að þar eru svo mörg lið af svipuðum gæðaflokki." Alltaf erfitt að leika á íslandi Ég spurði Simonsen hvernig hon- um litist á leik Barcelona og ÍA. Hann svaraði: „Það er alltaf erfitt að leika og sigra íslensk lið. Þau eru alltaf baráttuglöð og við slík lið er alltaf erfitt að etja kappi og gildir þá einu hvort um er að ræða atvinnumannalið eða áhugamannalið eins og ÍA. Ég hef komið félögum mínum í skilning um að þeir verða að berjast fyrir sigri á Islandi og þeir hafa meðtek- ið þann boðskap sem betur fer. Eitt er víst, að ekki vanmet ég í A, en ég vonast eindregið eftir því að geta skorað mark eða mörk á Laugar- dalsvellinum, til þessa hef ég ekki skorað minna en tvö í leikjum mínum á þeim velli." Erfitt að verja titilinn Ég spurði nú Simonsen hvort hann teldi að velgengni Barcelona héldi áfram, en liðið er nú spænsk- ur meistari og Evrópubikarmeistari bikarhafa. Simonsen taldi öruggt að erfiðara hlyti að vera að verja titla en að koma á óvart með sigri. „Þegar lið er meistari, kosta öll hin liðin kapps um að leggja meistara- liðið að velli. Samt er ég vongóður um að við vinnum þá spænsku titla sem völ er á, og að sjálfsögðu sleppum við ekki Evrópubikarnum átakalaust." Spilar tennis í fristundum Mér lék forvitni á að vita, hvað kappinn gerði í frístundum sínum og til að svala forvitninni, spurði ég hann. „Ég hef mjög gaman af því að leika tennis, geri mikið af því. Góða tónlist hlusta ég og mikið á, auk þess sem bílar hafa ávallt heillað mig. Annars gefst jafnan lítill tími til tómstunda, atvinnuknattspyrna þýðir tvær æfingar á dag, einn eða fleiri leikir í viku meðan á keppn- istímabilinu stendur og endalaus keppnisferðalög þar fyrir utan. Það er því kannski rangt að tala um tómstundir, þær eru varla til.“ „Er alltaf taugaóstyrkur“ „Ég er alltaf taugaóstyrkur fyrir leiki, hef alltaf verið það, þratt fyrir að segja megi að maður sé orðinn reyndur knattspyrnumaður. Taugaóstyrkleikinn hefur jafnvel vaxið hjá mér eftir að ég fór að leika á Spáni, því að fólkið gerir svo miklar kröfur til manns. Heppnist ekki allt hjá leikmanni kann svo að fara að áhorfendum líki ekki lengur við hann og þegar fjöldi þeirra nálgast 100.000, er slíkt ekkert gamanmál." Simonsen heur fengið fólk til að gleyma Neeskens. Hann var keypt- ur til félagsins sem arftaki holl- enska snillingsins og fólkinu líkaði ekki að Neeskens hyrfi á braut. En vegna einurðar og góðra leikja Simonsens hefur fólkið sætt sig við breytinguna og tekið Simonsen opnum örmum. Þar sem áður var hrópað „Neeskens, Neeskens, Neeskens" hljómar nú í staðinn „Simonsen, Simonsen" o.s.frv. Smeykur við blaðaskrif Simonsen sagðist fylgjast sérlega vel með blaðaskrifum um sjálfan sig og hann tæki það nærri sér ef eitthvað misjafnt væri um sig ritað. „Sé gagnrýnin sanngjörn, er auðvit- að ekkert annað að gera en að kyngja bitanum og reyna að gera betur næst. Ég fylgist mjög vel með skrifum og það er oft skrekkur í mér vegna þeirra." „Hjátrúin mitt einkamár Afar algengt er að íþróttamenn séu hjátrúarfullir á einn eða annan hátt. Þetta lýsir sér á margan hátt, leikmenn hengja t.d. alltaf fötin sín á sama snagann, fara alltaf í vinstri skóinn fyrst, standa á haus inni í sturtu o.fl. Ég spurði Simonsen hvort hann hefði einhverja slíka siði og ef svo væri, hvort hann vildi segja mer hverjir þeir væru. Svar kappans var stutt og laggott og á þá leið, að víst væri hann hjátrúarfull- ur, en hver sérviska hans væri í þeim efnum kæmi engum við. Sim- onsen var ekkert móðgaður yfir spurningunni, þó að svarið virtist hranalegt, þvert á móti hafði hann gaman að því að geta sagt blaða- manni að honum varðaði ekkert um hans mál. Spánverjar elska þá sem skora mörk Svo sem sjá má af pistli þessum, hefur Simonsen komið ár sinni vel fyrir borð í spænsku knattspyrn- unni. Hann er elskaður og virtur af fólkinu sem sækir völlinn, fólkinu sem gerir félaginu kleift að borga honum einhverjar hæstu tekjur sem þekkjast í knattspyrnuheimin- um. Enda elska Spánverjar ávallt þá leikmenn sem skora mörk. Það hefur Simonsen sannarlega gert í hverjum leik fyir Barcelona á þessu keppnistímabili. Og nú vill hann skora líka á Laugardalsvellinum gegn í A. Mikið vill meira! - þr. Spánverjar elska þá sem skora mörkin Má LONDON Hinar sívinsælu Útsýnarferöir nú fáan legar tvisvar íviku á lækkuöum fargjöldum. Síðasta brottför 6. október 5 daga helgarferðir Fimmtudagur til þriöjudags. Verö með gistingu á þekktu hóteli í hjarta borgarinnar, morgunveröur og flugvallarskattur kr. 157.900.-. Vikuferðir 7 nætur á einu eftirsóttasta hóteli Lundúna, Cumberland viö Oxford- stræti. Bezta staösetning meö tilliti til verzlana, veitinga og skemmti- staöa. Verö frá kr. 177.400.-. Þad er ekki sama með hverjum þú feröast. Örugg þjónusta vegna hagstæðra samninga í fjöida ára. Lægsta verð miðað við gæði. Aöal golftímabiliö á Spáni hefst einmitt í október. Meöal þeirra valla sem Útsýnarfarþegar hafa aðgang aö er hinn stórgiæsilegi völlur Torrequebrada, þar sem spænska meistaramótiö fór fram í apríl sl. Meöalhitastig í október er 21 gráöa og fjöldi sólardaga: 27 dagar. Austurstræti 17, II hæö, sími 26611. Feröaskrifstofan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.