Morgunblaðið - 23.09.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.09.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1979 Þungatakmarkanir á Fáskrúðsf jarðarbryggju: Alvarlegt ástand í atvinnumálum stað- arins gæti skapast Vörubifreiðar hafa tvívegis i sumar farið niður úr gólfi bryggjanna á Fáskrúðsfirði, og sýnir myndin annað atvikið. Fáskrúösfirði 22. september. MJÖG alvarlegt ástand hefur skapast hér á Fáskrúðsfirði gagnvart atvinnulífi staðarins vegna þess að öxulþungi bifreiða hefur verið takmarkaður við þrjú tonn á báðum hafskipa- bryggjunum í eigu hafnarsjóðs Búðahrepps. Með tilkomu þessara merk- inga er ábyrgðin færð yfir á fyrirtækin sem bryggjurnar þurfa að nota og aðra þá sem um bryggjurnar þurfa að fara á bifreiðum sinum ef öxulþungi er meiri en 3 tonn. Ástæðan fyrir þessum takmörkunum er að tví- vegis í sumar hafa bílar farið niður úr bryggjunum og er hafnarsjóður Búðahrepps skaða- bótaskyldur fyrir slíku tjóni. Svo segir í 4ra ára áætlun um hafn- argerðir frá Hafnamálastofnun ríkisins, útgefinni í febr. 1977: Fá8krúð8Íjörftur. Búðakauptún við Fáskrúðsfjörð er eingöngu útgerðarbær. Frá Fáskrf. eru gerðar út 14 trillur, tveir bátar, 100 til 250 tn. og tveir bátar 250—500 tn. og einn skuttogari. Von á öðrum skuttogara." Nú hafa orðið þær breytingar að trillum hefur lítillega fækkað, en skuttogararnir eru orðnir tveir, og í smíðum er 1000 lesta nótaveiðiskip. Síðar í sömu áætlun segir: „Komið hefur í ljós að Bæjar- bryggjan er mjög illa farin enda er hún hönnuð fyrir miklu minni öxulþunga en nú tíðkast. Sama máli gegnir um Fiskeyrar- bryggjuna (bryggju við Hraðfr.h. Fáskrúðsfjarðar h.f.). Er brýn þörf á að úr þessu verði bætt annars er tekin áhætta um að atvinnulífi sé stefnt í voða. Ákveðið hefur verið að bygging vörukamps verði næsta verkefni og verði hann staðsettur innan Bæjarbryggju". Á árinu 1977 er hafist handa við byggingu 60 metra stálþils- kamps sem þá var rekinn niður, og uppfylling gerð og unnið fyrir u.þ.b. 30 milljónir króna. í áætl- un síðan 1978 er gert ráð fyrir 15 milljón króna fjárveitingu sem hækkuð var vegna verðbólgu að einhverju leyti. Það ár var dýpk- að við kantinn og reist á honum ljósamastur. í áætlun fyrir ‘79 og ‘80 skal unnið fyrir 85 millj. og er þá lögð þung áhersla af hálfu ráðamanna Búðahrepps á fundi með þingmönnum kjör- dæmisins að verki þessu verði lokið á árinu ‘79 og ákvörðun tekin um frestun á smábátahöfn, meðal annars til þess að strax á árunum ‘79 til ‘80 yrði hafist handa með byggingu varanlegr- ar bryggju fyrir framan Hrað- frystihúsið til löndunar úr tog- urum. Er fjárveitingar ríkisins litu dagsins ljós hafði niðurskurðar- hnífurinn heldur betur bitnað á okkur og skyldi nú aðeins unnið fyrir 7 milljónir króna í hafnar- framkvæmdum hér á árinu ‘79. Fyrir þessa upphæð er verið að steypa kant á stálþilið en engir peningar eru til að steypa þekju á bryggjuna, sem brýna nauðsyn ber til. Talið er að þekjan muni kosta á núverandi verði um 15 milljónir króna og talið er fram- kvæmanlegt að ljúka því verki í haust, en fé vantar. í sumar sá undirritaður að fjárveitingaséní okkar, þ.e.a.s. í fjárveitinga- nefnd, var að láta hæla sér í Austurlandi, málgagni Abl., að hingað hefði verið veitt 10 millj- ónum króna í byggingu Heilsu- gæslustöðvar. Þakka skyldi að ekki tókst honum að skera þá framkvæmd af nú. Á fundi með undirrituðum og sveitarstjóra Búðahrepps og nokkrum þing- mönnum Austurlands í vor þar sem lýst var þungum áhyggjum yfir þessum litlu fjárveitingum til hafnarinnar lýsti fjármála- ráðherra skoðun sinni á þann veg að undirritaður skildi: „Haf- ið engar áhyggjur af þessu drengir, þetta skuluð þið allt fá, og miklu meira.“ Þess má að lokum geta, að Fáskrúðsfjörður er síðastur staða í Austurlandskjördæmi til að fá varanlega bryggju. — Albert Kemp. Skilti hefur nú verift komift upp á bryggjunni i Fáskrúftsfirði er sýnir öxultakmarkanir sem miðast vift þrjú tonn. Ljtem: Albert Kemp. STÓRLÆKKAÐ VERÐÁ OUTSPAN APPELSÍNUM! VEGNA HAGSTÆDRA INNKAUPA VERÐ KR.J?80.- 528 PR. KG. í REYKJAVÍK. BIÐJIÐ UM APPELSÍNURNAR Á LÁGA VERÐINU í NÆSTU BÚÐ. Eggert Kristjánsson hf. Sundagörðum 4, sími 85300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.