Morgunblaðið - 23.09.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.09.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1979 31 EIMSKIP SIMI 27100 V____________________________/ A Aflió ykkur nánari upplýsinga hjá okkur í síma 27100 eóa hjá umboósmönnum okkar úti á landi. Kristín Björk Gunnarsdóttir ferlið, rannsóknir sem gerðar hafa verið á lestrarörðugleikum og ýmis sjónarmið sem þar koma til álita, hugsanlegar ástæður lestr- arörðugleika, sálrænar og félags- legar. Þá er fjallað um lestrar- kennslu, að sjálfsögðu einkum kennslu lestregra barna, grein- ingu lestrarörðugleika og fleira. — Höfundur segir í inngangi meðal annars: „Nú á dögum er álit margra að áríðandi sé að hver sá, sem við kennslu fæst, kunni nokkur skil á örðugleikum þeim sem fram geta komið við lestur og skrift. Það hefur komið í ljós að kennari, sem hefur kynnt sér þessi mál og er fær um að greina einkennin, getur gert meira til hjálpar en marga kann að gruna. Það var því von mín frá upphafi þegar ljóst var hvert stefndi í vali prófverkefnis, að af því mætti læra mikið og efnið væri þess eðlis að það gæti komið að verulegu gagni í kom- andi kennslustarfi fyrir verðandi kennara". Bókin Um Iestrar- og skriftarörðugleika er rúmar 100 bls., prentuð í Odda. REYKJAVÍK ÍSAFJÖRÐUR SIGLUFJÖRÐUR AKUREYRI HÚSAVÍK BERGEN GAUTABORG MOSS KRISTIANSAND Povl V ad flytur fyrirlestra í Norræna húsinu DANSKI rithöfundurinn og list- fræðingurinn Povl Vad, sem gist- ir Norræna húsið um þessar mundir, heldur þar tvo fyrir- lestra, annan um eigin ritverk og hinn um listir. Þriðjudaginn 25. september kl. 20.30 mun Povl Vad ræða um ritverk sin, og laugardaginn 29. september kl. 16:00 segir hann frá því, hvernig hægt er að byggja upp blómlegt menning- arlif í venjulegum smábæ. Povl Vad fæddist í Silkiborg á Jótlandi árið 1927 og ólst þar upp. Rithöfundarferil sinn hóf Vad árið 1960 er út kom fyrsta bók hans Um lestrar- og skriftar- örðugleika IÐUNN hefur gefið út bókina Um lestrar- og skriftarörðugleika eftir Kristínu Björk Gunnarsdótt- ur. Hér er um að ræða lokaritgerð til kennaraprófs 1978. Þetta er fimmta bókin í flokki smárita Kennaraháskóla íslands og Iðunn- ar. Ritgerð þessi er kennslufræðileg athugun á tálmunum sem fram koma í lestrar- og skriftarnámi barna. Hún skiptist í allmarga kafla. Er þar fjallað um lestrar- „Hinir lítilþægu" (De nöjsomme) sem út kom í íslenskri þýðingu árið 1977. Vad hlaut bókmennta- verðlaun dönsku akademíunnar í maí 1979 fyrir bókina „Kattens anatomi" sem út kom árið 1978. Povl Vad er listfræðingur að mennt og hefur skrifað margar bækur um danska nútimamálara- list. Hann er listráðunautur Holstebro-bæjar á Jótlandi. Járniðnaðarmenn mótmæla hækkunum FUNDUR stjórnar Félags járn- iðnaðarmanna 21. september gerði eftirfarandi samþykkt: „Stjórn Félags járniðnaðar- manna mótmælir harðlega hækk- un söluskatts, vörugjalds og land- búnaðarvöruverðs. Hækkun sölu- skatts, vörugjalds og verðs land- búnaðarvara, sem launafólk þarf að bera óbætt í tæpa 3 mánuði og fær síðan ekki að fullu bætt, veldur verulegri kjaraskerðingu og eykur enn frekar á þann verðbólguvanda, sem við er að fást. Eðlilegra hefði verið að gera ráðstafanir til að tryggja full- nægjandi skil söluskatts til ríkissjóðs og bæta þannig fjár- hagsstöðu hans. Stjórn Félags járniðnaðar- manna mótmælir jafnframt breytingum á útreikningsgrund- velli launaliðs bænda í búvöru- verði og sérstaklega þeirri ný- lundu að reikna greiðslur fyrir ferða- og fæðiskostnað járniðnað- armanna inn í launalið búvöru- verðs.“ Al'CI.V'SIMiASIMINN KR: 22480 enn bætum vid þjónustuna Meó nýrri áætlunarleió milli Noregs, Svíþjóóar og 5 staóa á íslandi stuólar Eimskip markvisst aó betri tengingu vió Noróurlöndin um leió og vióskiptavinirnir njótaenn fullkomnari flutningaþjónustu. Siglingaleióin Borgarbíó í auglýsingu Borgarbíós i Kópavogi í blaðinu í dag, féll niður að bióið hefur barna- sýningu í dag á myndinni Robertson Cruse kl. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.