Morgunblaðið - 23.09.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.09.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1979 Björn L. lœknir— Fæddur 4. febrúar 1904. Dáinn 15. september 1979. Björn L. Jónsson, yfirlæknir á Heilsuhæli NLFÍ Hveragerði and- aðist að morgni laugardagsins 15. september í Landsspítalanum í Reykjavík. Hann var fæddur að Torfalæk í Húnaþingi 4. febrúar 1904 sonur merkishjónanna Ingibjargar Björnsdóttur og Jóns Guðmunds- sonar sem þar bjuggu langa æfi miklu rausnarbúi. Eignuðust þau sex syni sem þau studdu til mennta og þroska eftir getu og þörfum, enda eru margir þeirra þjóðkunnir framfara- og forystu- menn. Einnig ólu þau Torfa- lækjarhjón upp þrjár fósturdætur. Björn hóf ungur langskólanám, lauk stúdentsprófi 21 árs; sama ár hóf hann nám í heimspekideild Háskóla íslands, lauk námi sem cand.phil. 1. júní 1926 með fyrstu ágætis einkunn. Hann hvarf það sumar að námi í náttúruvísindum við Sorbonne-háskólann í París og lauk því 1930. Sama ár kom hann heim eftir fjögurra ára dvöl er- Jónsson Minning lendis, í Frakklandi og víðar og hafði þá, auk námsins, tileinkað sér frönsku það vel, að ætíð var til þess tekið af þeim sem skynbærir voru um slíkt. Þegar heim kom réðst Björn til starfa á Veðurstofu íslands sem veðurfræðingur og vann þar óslitið í 30 ár. Haustið 1952 hóf hann háskólanám að nýju og lauk námi í læknisfræði 30. janúar 1958 með fyrstu einkunn. Allan námstímann vann hann fullan vinnudag á Veðurstofunni. Menntabraut Björns er því ein- stakt afrek sem lengi mun minnst, enda lýsir það vel þeirri manngerð sem ætið einkenndi hann, frábær- ir hæfileikar og námshæfni, kjarkur og úthald. Engin furða var þótt Björn hefði tilhneigingu til að verða læknir, hann átti til þeirra að telja. Guðmundur Björnsson landlæknir var móður- bróðir hans og Páll V.G. Kolka föðurbróðir. Það sem mest mun hafa þrýst á Björn að hefja læknisnám var hinn eldlegi áhugi hans fyrir náttúrulækningastefnunni. Um 1940 kynntist hann Jónasi Kristjánssyni lækni persónulega, en áður hafði hann fylgst af athygli með því sem Jónas ræddi og ritaði um náttúrulækningar. Frá öndverðu skipaði Björn sér við hlið þessa mikla mannvinar og hugsjónamanns í öllu sem að málum náttúrulækninga snéri. Björn þýddi allar þær erlendar bækur sem NLFÍ gaf út, sá um að nokkru eða öllu útgáfu innlendu bókanna sem út voru gefnar, var í ritstjórn og síðar ritstjóri tíma- ritsins „Heilsuvernd“ frá upphafi, var framkvæmdastjóri og varafor- seti samtakanna. Ef haldið er áfram að rifja upp öll þau mörgu störf sem Björn hefur innt af hendi í þágu náttúrulækninganna hér á landi er óhætt að fullyrða að enginn hefir enn komist til jafns við hann, að Jónasi Kristjánssyni lækni undanskildum, þess manns sem flutti hugsjónina inn í landið og leiddi forystuna svo lengi sem honum entist aldur til og á bana- beði fól Birni að taka upp merkið er hans ekki nyti lengur við. Hinn 1. júní 1965 tók Björn að sér yfirlæknisstarfið í Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði eftir að hafa kynnt sér rekstur hliðstæðra stofnana í Þýskalandi og víðar. Fyrstu árin vann með honum gigtlækningasérfræðingur, Karl Jónsson, en eftir að hann hætti störfum sá Björn einn um alla læknisþjónustu í hælinu, þrátt fyrir mikla fjölgun sjúklinga, þar til fyrir tveimur árum að hann réði Þórhall ólafsson, héraðs- lækni í Hveragerði sér til aðstoð- ar. Á heilsuhælinu vann Björn læknir mörg og margvísleg störf, enda vinnuþrek hans og áhugi með eindæmum. Einu kvöldi i viku hverri varði Björn til fræðslu og kynningar og þessi kvöld nefndi hann „Bað- stofukvöld„. Þá komu sjúklingar og starfsfólk saman í samkomusal hælisins (kapellunni) og þar flutti hann fræðandi erindi um holla lifnaðarhætti o.fl. Að loknu erind- inu bauð hann áheyrendunum að gera fyrirspurnir sem hann svo leysti úr í stuttu og skýru máli og að lokum settist hann við hljóð- færið og spilaði, en fólkið tók undir eftir bestu getu, sameinaðist í söngnum þakklátt og glatt og munu margir eiga góðar endur- minningar frá þessum kvöldum. Björn læknir var mikill unnandi góðrar tónlistar og lék sjálfur vel á hljóðfæri. Hann annaðist organ- istastörf við guðsþjónustur í kap- ellu hælisins þegar þess þurfti með og við önnur hátíðleg tæki- færi. Margt var það sem við Björn þurftum sameiginlega að taka ákvarðanir um á þeim árum sem við fengum að vinna þar saman og aldrei man ég eftir að ágreiningur yrði okkur til vandræða; ef á milli bar þá ræddum við málin nánar, hugsuðum þau, kannski nokkra daga, ræddum þau svo á ný uns þar kom að báðir urðu ánægðir með þá lausn sem fannst. Milli yfirlæknisins og starfs- fólksins ríkti gagnkvæmt traust og vinátta. Þeir sem við vandamál áttu að etja snéru sér jafnan til hans, því þaðan vissi það að góðra ráða var að vænta, enda naut hann fulls trúnaðar þess alls. Hans er því sárt saknað af starfs- fólkinu sem vinar og velgerðar- manns. Svipað má segja um sam- skipti Björns við sjúklingana, þeir treystu honum, ekki aðeins sem lækni heldur einnig sem vini og ráðgjafa. Björn læknir var að vísu skap- ríkur og þungur fyrir, og erfiður andstæðingur ef honum þótti ódrengilega að málum staðið, en hann var manna fúsastur að fyrir- gefa yfirsjónir ef þær voru viður- kenndar og leitað eftir sáttum á drengilegan hátt. Slík var mín reynsla af þessum trausta og góða samstarfsmanni sem mér var gef- ið að eiga að vini og hafa náin samskipti við í 21 ár. Björn kvæntist eftirlifandi konu sinni Halldóru Guðmundsdóttur frá Neðra Haganesi í Fljótum hinn 5. október 1935. Þau eignuð- ust þrjú börn, tvö þeirra komust til fullorðinsára: Ingibjörg, búsett í Reykjavík, deildarstjóri í Fjár- málaráðuneytinu, gift Magnúsi Ingimarssyni og á þrjú börn; Guðmundur verkfræðingur, bú- settur í Keflavík kvæntur Vil- borgu Georgsdóttur og á þrjú börn. Þriðja barn þeirra læknis- hjónanna lést nýfætt. Sambúð þeirra hjóna hefur verið farsæl, Björn mat konu sína mikils. Þau hafa átt fallegt og friðsælt heimili og frú Halldóra veitti manni sínum elskulega alúð, styrk og hlýju til hinstu stundar. Náttúrulækningastefnan og við öll höfum misst mikið þegar Björn L. Jónsson yfirlæknir er horfinn af sjónarsviðinu. En ekki skal kvarta „Eitt sinn skal hver deyja“. Guði sé lof fyrir öll hans störf. Frú Halldóru, börnum þeirra og venslafólki sendum við hjónin innilegar samúðarkveðjur. Árni Ásbjarnarson Þann 15. þessa mánaðar andað- ist Björn L. Jónsson, yfirlæknir, á sjúkrahúsi hér í Reykjavík. Með honum er genginn mikilhæfur, sérstæður persónuleiki úr lækna- stétt. Björn var fæddur 4. febrúar 1904 að Torfalæk í Húnavatns- sýslu. Hann var sonur hjónanna Jóns Guðmundssonar og Ingi- bjargar Björnsdóttur. Hneigð til líknar- og læknisstarfa gat Björn erft úr báðum ættum, en föður- bróðir hans var Páll Kolka læknir og móðurbróðir Guðmundur Björnsson landlæknir. Á menntaskólaárum dvaldi Björn hjá móðurbróður sínum og mun hugur hans hafa hneigst að læknanámi. En frændi hans benti honum á erfiðar atvinnuhorfur lækna vegna offjölgunar í stétt- inni en á þessum tíma var efna- hagsleg afkoma sumra lækna erfið og samkeppni hörð. Að ráði Guð- mundar landlæknis, valdi hann sér náttúruvísindi og stundaði nám í 4 ár við hinn virta Sor- bonne-háskóla í París. Sóttist honum námið vel og lauk hann prófi (licencieé és sciences) vorið 1930. Björn var mikill málamaður og náði góðu valdi á franskri tungu. Efnahagurinn var þröngur á Parísarárunum og leiddi til þess að hann nærðist nær eingöngu á grænmeti þann tíma. Þessi réynsla hans mun hafa stuðlað að því að hann varð móttækilegri fyrir kenningum náttúrulækn- ingamanna. Jónas Kristjánsson, læknir, var í vinfengi við foreldra Björns og eitt sinn gistu þau Björn og frú Halldóra hjá honum norður á Sauðárkróki. Sú heimsókn markaði spor í lífi Björns. Áhugi hans á kenningum náttúrulækn- ingamanna var vakinn og gerðist hann fljótlega ötull og afkasta- mikill liðsmaður þeirrar stefnu. Höfuðþættirnir í baráttu nátt- úrulækningamanna á þessum fyrstu árum voru árásir gegn hvítahveiti og sykri í fæðu lands- manna. Spunnust af þessu blaða- skrif og deildu sumir læknar hart á þessa stefnu. Á þeim tíma var það ríkjandi skoðun meðal melt- ingarsérfræðinga í læknastétt að sykur væri fullkomin fæða en grófmeti ertandi fyrir veikluð meltingarfæri. í dag eru skoðanir náttúrulækningamanna í þessu efni óumdeildar. Á árunum 1930—1959 var Björn í fullu starfi á Veðurstofu íslands. Upp úr 1940 fórnaði hann æ meiri tíma fyrir náttúrulækningastefn- una. Vegna þeirra starfa leitaði margt fólk til hans af heilbrigðis- ástæðum og fannst honum hann vera að verða hálfgerður skottu- læknir. Það var andstætt þeim kröfum, sem hann gerði til sjálfs sín, að vera hálfur maður í starfi. Haustið 1952, þá 48 ára að aldri, hóf hann nám í læknadeild Há- skóla íslands og lauk þar námi á aðeins fimm og hálfu ári. Hann lauk kandidatsári og sigldi því næst til Þýzkalands þar sem hann dvaldi við framhaldsnám í nátt- úrulækningum á þýzkum heilsu- hælum. Hann starfaði því næst Maöurlnn mlnn + Charles W. Henritte er látlnn Steinunn Þorstelnsdóttir Henritte Faöir okkar + HREIDAR ÓLAFSSON er látinn. Rsgnhildur HreiAarsdóttir HreiAar Bergur HreiAarsson + Móöir mín og tengdamóölr ANNA 8. ZIMSEN lést aö Hrafnistu 17. sept. sl. Útförln fer fram frá Fossvogskirkju, ménudaglnn 24. sept. kl. 13.30. Þeim, sem vlldu mlnnast hennar er vlnsamlega bent á Bygglngar- sjóö KFUM og K. Jóhanna Zimaen Hilmar B. Þórhallsson. Elglnkona mín ÞORBJÖRG GUÐRÚN KRISTÓFERSDÓTTIR frá Halludal andaölst í Landspítalanum föstudaglnn 21. september. Jaröarförln auglýst sföar. Tómas Tómasson + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts GUÐRÚNAR SIGUROARDÓTTUR Grundarstfg 2 Ástrióur Ólafsdóttlr Jóhannss Ólafsson Slguróur Krlstmundsson Torfi Torfaaon Ragnhslöur Guómundsdóttir Jóhanna Magnúsdóttir + Móölr mfn, tengdamóöir og amma okkar ÍSAFOLD HELGA BJÖRNSDÓTTIR veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, þrlöjudaginn 25. september kl‘ 15' Frantz Pótursson, Sigurbjörg Kristinsdóttir Aöalhsiöur Kristín Frantzdóttir Pstur Ingi Frantzson Jón Þórir Frantzson + Innllegustu þakklr fyrir auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts mannslns mfns, fööur okkar, tengdafööur og afa, HARALDAR GUNNLAUGSSONAR Laufásvsgi 10 Ssssslja Valdimarsdóttir Ingibjörg Haraldsdóttir Jóhann Brism Elrfkur Haraldsson Grsta Haraldsson og barnabörn + Elginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaölr og afi HAUKUR GRÖNDAL framkvnmdastjóri Mslhaga 15 veröur jarösunglnn frá Dómkirkjunnl f Reykjavfk, þriöjudaginn 25. september kl. 13.30. Súsanna Halldórsdóttir Páll Gröndal Guöfinna Gröndal Bsnsdikt Gröndal Gunnar Gröndal Haukur Gröndal yngri Hslgi Victorsson Slgrföur Gfsladóttír Oddný Björgvinsdóttir og barnabörn. + Útför eiginmanns mfns, og fööur okkar, ÓLA G. BALDVINSSONAR frá Siglufiröi, Karfavogi 38, veröur gerö frá Fossvogskirkju mlövikudaginn 26. sept. kl. 13.30 Dómhildur Sveinsdóttir og dastur. + Þökkum Innilega sýnda samúö og vlnarhug viö andlát og jaröarför ERLINGS VALDIMARSSONAR, Hraunbss 42 GuArún Kristín Erlingsdóttir GuArún Valdimarsdóttir Þórdfs Valdimarsdóttir Asgair Valdimarsson Agnar GuAmundsson Kristján Steinsson Jóna Marteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.