Morgunblaðið - 23.09.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.09.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1979 19 Margrét Einþórsdóttir —Minningarorð Fædd 16. október 1913. Dáin 7. september 1979. Kom, vornótt, og yng þltt barn i blund! Bve blitt þitt vögguljóð og hlý þin mund — ég þrái þig, breið þú húmsins mjúku verndarvængi, væra nótt, yfir mig. Draumljúfa nótt, fær mér þinn frið, firr þú mig dagsins hireysti og klið, ó, kom þú fljótt! Elfur timans ifram rennur, ennþi hjartasirið brennur, — skapanorn, ó gef mér stundargrið! Kom, Ijúfa nótt, sigra sorg og harm, svæf mig við þinn barm, — svæf giaumsins klið og gef mér frið, góða nótt. Jón fri Ljirskógum. Elsku amma er dáin. Algóður guð kallaði hana til sín alltof fljótt. Við höfðum vonast til að fá að njóta samveru hennar lengur, en kannski vissi guð, að amma var lasin og þreytt. Nú vitum við, að henni líður vel, þar sem hún dvelur og þangað leitar hugurinn í þakklæti fyrir allt það sem hún var okkur barnabörnunum. Við biðjum góðan guð að hugga og styrkja afa okkar. Við þökkum elsku ömmu fórnfýsi hennar og kærleika sem umvafði okkur öll. Guð blessi hana. Barnabörnin. Doktorsritgerð í jarðf ræði um Suðausturland HINN 7. maí síðastliðinn varði Helgi Torfason doktorsritgerð sína um jarðfræði við háskólann í Liverpool. Ritgerðin nefnist „Investigations into the struct- ure of south-eastern Iceland" og fjallar hún um jarðfræðilega byggingu suð-austurlands, með sérstöku tilliti til innskotavirkni og halla jarðlaga á svæðinu frá Lónsöræfum suður að Breiða- merkurjökli. Megineldstöðin á Lónsöræfum var einnig kortlögð í grófum dráttum í sambandi við þetta verkefni. Á suð-austur- landi er jarðskorpan á íslandi einna dýpst rofin og er þar óvenju mikill fjöldi innskota, sem eru bæði tengd megineld- stöðvum og umbrotum í eldgosa- beltum landsins. Þessum rann- sóknum verður haldið áfram. Gagnrýnendur við doktors- vörnina voru dr. J. Watterson (The University of Liverpool), dr. B.G.J. Upton (The University of Edinburgh) og dr. J.D.A. Piper (The University of Liverpool). Hefur Helgi nú fengið vottorð háskólans í Liverpool um að honum hafi verið veitt doktors- gráða 12. júlí 1979. Helgi er fæddur í Reykjavík 13. ágúst 1949, sonur Torfa Ól- afssonar og Jóhönnu Gunnars. Hann lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskóla Reykjavíkur 1970, hóf nám við Háskóla íslands þá um haustið og auk þaðan B.S.-prófi í jarð- fræði vorið 1974. Sama ár um haustið hóf hann nám við háskól- ann í Liverpool og lauk því með vörn doktorsritgerðar sinnar s.l. vor eins og fyrr getur. Helgi er kvæntur Ellu B. Bjarnason sjúkraþjálfara og eiga þau eina dóttur barna. Hann starfar nú hjá Jarðhitadeild Orkustofnun- INNLENTV t síðasta þætti var varpað fram þessum fyrri hluta: Verkföll boða víst að sinni, vilja bæta kjörin þó, Og Móri botnar: trúa þvi, ef enginn ynni, allir fengju loksins nóg. Af bréfum barst lítið, líkast því sem verkfall grafískra hafi haft þar einhver áhrif á. Vona ég, að fljótt sæki í hið fyrra horfið, því að einum mér ásamt Móra er naumast ætlandi að halda þvílíkum leik uppi sem þessum, svo að vel sé. Harðindin núna eru einstök, svo að enginn má muna annað eins, þótt gamall sé. í Árbók Þingeyinga 1975 er sagt frá því, að á köldu hausti hafi nokkrir menn verið samankomnir á fundi og einhver þeirra þá kom- ist svo að orði: Eftir sumar stutt og stirt". Þessi hending var gripin á lofti og á orði haft, að menn skyldu prjóna við hana í hjáverkum meðan á fundinum stæði, en afköstin yrðu síðan könnuð í lokin. Allmargar vísur komu í leitirnar og þar á meðal þessar: Eftir sumar stutt og stirt stunda gumar haustsins önn. Vá hefur hrumum vetur birt. Vorið brumar undir fönn. Svo orti séra Friðrik A. Frið- riksson á Húsavík. Eftir sumar stutt og stirt stælist þjóðarkraftur. Það hefur fyrr og svartar syrt, samt hefur birt upp aftur. Svo orti Steingrímur Bald- vinsson í Nesi. Eftir sumar stutt og stirt stopul tíðargæði, haust og vetur á oss yrt illa hafa bæði. Guðmundur Böðvarsson Þóroddur Guðmundsson Svo orti Úlfur Indriðason á Fjalli. í Vísnakveri Páls lögmans Vídalíns eru tvær „meðhaldsvís- ur með Norðlendingum" ortar af því tilefni, að Gísli Magnússon í Skálholti spurði eitt sinn, „hverninn viðra mundi hjá Norðlingum vorum": Hjá Norðlenzkum úði er enn oft má þetta sanna; guð náði þá góðu menn, þeir gjalda Sunnlinganna. Og enn aftur í annað sinn: Einatt heyri eg eitthvað nýtt, ýmist gerir að viðra; núna kemur á norðan hlýtt, njóti þeir þess hér syðra. Hinn 18. ágúst sl. var Þór- oddur Guðmundsson rithöfund- ur frá Sandi 75 ára og orti þá Hjörtur Kristmundsson þessi sléttubönd af munni fram: Meðan þjóðin funafjör finnur ljóði sínu, héðan glóðin ástaör ylji blóði þínu. Jón Böðvarsson í Grafardal, glöggur maður og smekkvís á skáldskap, kenndi mér þessa vísu eftir Guðmund bróður sinn skáld á Kirkjubóli: Ekki get ég að þvi gert að mig dreymir stundum heitt og mjúkt og hvitt og bert hold á ungum sprundum. Þegar þing ungra sjálfstæðis- manna var sett á Húsavík næst- liðinn föstudag var veður óvenju fagurt. Hreiðar Aðalsteinsson kvað: Himinn blánar, hlýnar mér hér við norðurpólinn. Þar sem ihaldsfólkið fer fylgir blessuð sólin. Þorsteinn L. Jónsson, Hafnar- firði, hefur sent mér botn við fyrri hluta, sem birtist 30. ágúst, sem ég þakka fyrir og verður vísan þá þannig: Stjórnin lifði árið af, þótt yrði henni kvillasamt. Á loforðunum sínum svaf, svo til loka verður skammt. Á þessum tíma fara menn á fjall fyrir sunnan en í göngur nyrðra og lífið í sveitinni snýst mestan part um sauðkindina. I venjulegu árferði myndi margur geta byrjað stöku þannig: Eftir göngur getum við glaðzt á réttardaginn. Ekki verður meira kveðið að sinni. Halldór Blöndal Skipakóngurinn, ný mynd í Laugarásbíó Laugarásbió hefur hafið sýn- ingar á bandarísku kvikmynd- inni Skipakóngurinn (The Greek Tycoon). Framleiðendur myndar- innar eru Ailen Klein og Eiy Landau en leikstjóri er Lee Thompson. Handritið er eftir Mort Finer samið eftir sögu Nio Mastorakis, Win Weels og Mort Fine. Tónlistin við myndina er eftir Stanley Myers og Mike Moran. Með aðalhlutverkin fara Anthony Quinn, Jacqueline Biss- et, Raf Vailone og Edward Al- bert. Camilla Sparv, Anthony Quinn. Jacqueline Bisset og James Franciscus í hlutverkum Theo Thomasis skipakóngs og konu hans, Simi og James Cassidy öldungardeildarþingmanns. siðar forseta Bandarikjanna, og konu hans Liz. LEGSTEINAR >v- S. HELGASON H/F, STEINSMIÐJA, SKEMMUVEGI 48, KÓPAVOGI, SÍMI 76677. Verð frá kr. 3.990.000.- P. STEFÁNSSON HF. SÍÐUMÚLA 33 — SÍMI 83104 - 83105

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.