Morgunblaðið - 23.09.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.09.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1979 25 3em aðstoðarlæknir borgarlæknis í Reykjavík allt til ársins 1965 að hann hóf starf sem yfirlæknir á Heilsuhæli Náttúrulækningafé- lags íslands í Hveragerði og starf- aði þar óslitið síðan. Þar hélt hann uppi merki Jónasar Kristjánsson- ar læknis og eftir fráfall hans hefur hann verið einn aðalhug- myndafræðingur Náttúrulækn- ingastefnunnar á íslandi. Björn var starfsamur og afkast- aði miklu. Hver sjúklingur var skoðaður við komu á hælið og aftur við brottför en jafnframt var tekið á móti sjúklingum hælis- ins í viðtalstíma eftir óskum. Þetta vann Björn með mikilli vandvirkni eins og sjúkraskrár hans bera með sér. Auk þessa vann hann að félagsstarfsemi innan hælisins með reglubundn- um kvöldvökum, birti greinar í blöðum, þýddi bækur og flutti erindi í hljóðvarp. Hann var rit- stjóri Heilsuverndar sem undir hans stjórn kom út reglulega sex sinnum á ári. Bók hans, íslenskar lækninga- og drykkjarjurtir, kom út árið 1973 sem 13. rit N.L.F.Í. Stjórn Heilsuhælisins ein- kenndist af reglusemi og góðu skipulagi. Landsþekkt er hin kjarnmikla jurtafæða hælisins en jafnframt er þar rekin fjölþætt endurhæfingarmeðferð sjúkra. Þar hafa dvalið þúsundir lands- manna til lækninga, hvíldar og hressingar og þrátt fyrir hinar auku ferðir Islendinga til sólar- landa og á erlend heilsuhæli, virðist ekkert lát á aðsókn til Heilsuhælis N.L.F.Í. í Hveragerði. Björn var mikill hugsjónamaður og ásamt hinum almennu lækn- ingum leit hann á það sem hlut- verk sitt að vinna af fremsta megni gegn sjúkdómum með því að uppfræða almenning um holla lífshætti og neyzluvenjur. Um hann hefur staðið styr eins og jafnan er um þá, sem ekki fara troðnar slóðir. Skapfesta hans, skýr hugsun og sannfæring voru honum slíkur styrkur að andófið gegn honum varð honum ekki til trafala og kom hann jafnan meiri maður út eftir hverja viðureign. En fræðslustarf hans hefur borið árangur og á sinn mikla þátt í breyttum og hollari neyzluvenjum hjá fjölda landsmanna. Björn var farsæll í einkalífi sínu. Þann 5. október 1935 kvænt- ist hann eftirlifandi konu sinni, Halldóru Guðmundsdóttur. Eiga þau tvö börn og sex barnabörn. Megi fagrar minningar um góðan dreng verða þeim styrkur í harmi. Ársæll Jónsson, læknir. Þó að ævistarf Björns L. Jóns- sonar hafi aðallega verið tvíþætt, v'ar það ofið ýmsum öðrum þátt- um. Sá var einn, sem tengdi hann náið félagsskap Frakklands vina á íslandi, Alliance Francaise í Reykjavík. Eftir lærdóm í menntaskóla valdi Björn sér að háskólanámi veðurfræði. Var þá næst að velja námsland. Það mun hafa verið að ráðum Guðmundar Björnssonar landlæknis, móðurbróður Björns, að hann valdi Frakkland. Nú blasti við Birni vandamál, þar sem var hin vandmeðfarna franska tunga. Ég hygg, að Björn hafi þarna brugðizt við á sama hátt og fyrr og síðar á ævinni, er vanda bar að höndum, aðferðin hafi verið: forsjálni, föst tök og ein- beitni. Björn lærði frönskuna rækilega, svo að hann gat skrifað hana skilmerkilega og talað hana hiklaust, enda ekki verið honum að skapi að vera einhver tafsari á málvelli. Þegar Björn kom heim til íslands 1930, var hann því ekki aðeins vel lærður í veðurfræði, heldur hafði hann einnig traust tök á frönsku máli. Má geta þess, að hann var mörg ár prófdómari í frönsku við Menntaskólann í Reykjavík, fyrst hjá Páli Sveins- syni og síðan hjá undirrituðum. Það fór mjög að líkindum, að Björn gerðist félagi í Alliance Francaise. Var hann brátt kjörinn í stjórn félagsins fyrst sem féhirð- ir, síðan varaforseti. Átti hann sæti í stjórninni jafnan síðan þar til hann fluttist til Hveragerðis. Um skeið starfaði hann við hlið Thoru Friðriksson, sem var forseti félagsins nokkur ár. Heyrði ég þá öldnu heiðurskonu oft hafa orð á því, hve vel Björn væri til forystu fallinn. Síðan var hann fjölda- mörg ár í stjórninni, þar sem Pétur Þ.J. Gunnarsson var forseti. Má með sanni segja, að hann hafi ætíð verið stoð og stytta Péturs, sem mat hann ákaflega mikils og var honum mjög þakklátur alla tíð. Björn var gerður heiðursfélagi í Alliance Francaise og hann fékk opinbera viðurkenningu frá frönsku stjórninni, sem sæmdi hann orðu, er hann tók við úr hendi sendiherra Frakka á íslandi. Við samvistir á háskólaárunum og áralangt samstarf í Alliance Francaise tókust með okkur Birni náin kynni og vinátta, sem hélzt æ síðan. Nutum við hjónin margvís- legrar fyrirgreiðslu hans og að- stoðar, auk þess sem við fengum að kynnast hinu rausnarlega heimili hans. Svo merkur maður sem Björn var, átti hann eigin- konu, sem honum var samboðin, þar sem var Halldóra Guðmunds- dóttir. Hún stóð jafnan ótrauð við hlið eiginmanns síns og hélt trúan vörð um heimili þeirra. Að leiðarlokum hugsum við nú til Björns með þakklátum huga og virðingu. Til Halldóru hugsum við einnig með þakklæti og virðingu og samhryggð á þessum miklu tímamótum á ævi hennar. Magnús G. Jónsson. Deyr lé, deyja Irændr, deyr ajálir hit sama, en orðétirr deyr aldrtgi hveims aér góðan getr. (Hávamál) Björn L. Jónsson er fluttur yfir á annað svið tilverunnar. Gamlan likama sinn hefur hann skilið eftir, rétt eins og þegar við flytjum úr gömlu húsi eða köstum af okkur slitnum fötum. Minning- in um hann er hjá okkur, verk hans vara, og orðstír hans deyr ekki. Hann var að mörgu leyti merkilegur maður og æviferill hans óvenjulegur. Hann er bóndasonur norðan úr Húnavatnssýslu, fæddur og uppal- inn á Torfalæk hjá foreldrum sínum, Jóni Guðmundssyni, hálf- bróður Páls Kolka, og Ingibjörgu Björnsdótlur, alsystur Guðmund- ar Björnssonar landlæknis. Bræð- ur Björns, sem eru á lífi, eru: Guðmundur Jónsson, áður skóla- stjóri á Hvanneyri, Jóhann Frímann, umsjónarmaður, Jónas B. Jónsson, fyrrverandi fræðslu- stjóri í Reykjavík og Torfi, bóndi á Torfalæk. Eftirlifandi kona Björns er Halldóra Guðmunds- dóttir frá Haganesvík í Fljótum. Börn þeirra eru Guðmundur, verk- fræðingur í Keflavík, og Ingibjörg, sem vinnur í Stjórnarráðinu. Björn verður stúdent árið 1925. Næsta ár er hann í Heimspeki- deild Háskóla íslands. Því næst dvelur hann 4 ár í Frakklandi við háskólanám í veðurfræði, kemur heim 1930 og tekur til starfa á Veðurstofu Islands. Seint á 4. áratugnum kynnist hann Jónasi Kristjánssyni lækni á Sauðárkr- óki og hrífst af náttúrulækn- ingastefnunni. Skömmu eftir að Jónas er kominn hingað suður og hefur stofnað náttúrulækningafél- ag hér, gengur Björn í það árið 1941. En þegar Bjöm nálgast fimm- tugsaldurinn drífur hann sig í læknanám. Það var árið 1952. Þetta mun vera einsdæmi hér á landi, að maður hefji nám í læknisfræði kominn á þennan aldur. Hann lýkur læknaprófi 1958. Nokkru síðar dvelur hann eitt ár í Þýzkalandi til að kynna sér náttúrulækningahæli. Þá fer hann einnig til London, og í Danmörku og Noregi hefur hann verið. Árin 1960—’65 er hann aðstoðarlæknir borgarlæknis í Reykjavík. Vorið 1965 er Björn ráðinn yfirlæknir við Náttúru- lækningahæli N.L.F.Í. í Hvera- gerði og er þar í rúm 14 ár, eða þar til hann varð að hætta vegna heilsubrests. Hann hafði áður ákveðið að hætta í septemberlok nú í haust, er annar læknir hafði verið ráðinn til að taka við. Björn var stöðugt að auka þekkingu sína á náttúrulækningum, t.d. dvaldi hann á nl-hæli í Sviss nokkurn tíma fyrir fáum árum. Þegar hann gerðist læknir hælisins í Hvera- gerði tók hann að sér ritstjórn Heilsuverndar, tímarits félagsins, og hélt því til dauðadags. Ég sá Björn fyrst í matstofu félagsins, sem komið var upp í „Næpunni" svo nefndu. Lðngu síðar lágu leiðir okkar saman í stjórn Náttúrulækningafélags Reykjavíkur. Ég var lengi ritari þar og um skeið formaður. Hann var þá alltaf varafor- maður. Mér líkaði vel að vinna með honum. Hann var traustur félagsmaður, alltaf á sínum stað og á réttum tíma, sótti alla fundi og var öruggur formælandi stefn- unnar hvar sem var. Oft var deilt hart á hann, en Björn lét hvergi bilbug á sér finna og svaraði fullum hálsi. Hann var mikill starfsmaður. Meðal annars hefur hann snúið á íslenzku flestum þeim bókum, sem N.L.F.Í. hefur gefið út eftir erlenda höfunda. Eftir að Jónas Kristjánsson dó, tel ég að Björn L. Jónsson hafi verið einn af helztu burðarásum náttúrulækningastefnunnar og fé- lagsskaparins. Okkur, sem unnum stefnunni, ber að þakka störf slíkra manna. Orðstír þeirra deyr ekki. Frú Halldóru og nánustu ætt- ingjum sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Útförin verður gerð á morgun, mánudag 24. sept. Marinó L. Stefánsson. Þ. 15. september lést í Landspít- alanum Björn L. Jónsson, yfir- læknir á Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði eftir þunga legu í einn og hálfan mánuð. Undir lokin var enginn vafi á að hverju stefndi, en fyrir einu ári hefði fáum komið til hugar, að ævilok hans myndu verða með svo skjótum hætti. Að vísu hafði hann þá ákveðið að láta af störfum sínum sem yfirlæknir um haustið 1979, enda var þá ljóst, að þá myndi eftirmaður hans verða tilbúinn til starfa. En okkur, sem umgengumst hann í dagleg- um störfum, kom ekki til hugar, að þessi starfsami maður myndi þá setjast í helgan stein og hafast ekkert að. Til þess áttu hugðarefni hans á sviði heilsuverndar of rík ítök í honum. Ég fyrir mitt leyti var þess fullviss, að hann myndi halda áfram að vinna að fram- gangi náttúrulækningastefnunnar í ræðu og riti á meðan kraftar leyfði. Björn læknir var öðrum fremur arftaki frumherja náttúrulækn- ingastefnunnar hér á landi, Jónas- ar Kristjánssonar læknis. Þegar alvarleg tilraun verður gerð til að meta störf þessara manna, hygg ég, og að þann sess hljóti þeir meir fyrir það að hafa framfylgt stefnu sinni í verki með þeim árangri, sem nú er öllum auðsær, en sökum einstakra kennisetninga. Enda þótt þýðing heilsuverndar sé sýknt og heilagt undirstrikuð í orði, fer lítið fyrir aðgerðum á borði. Framtak náttúrulækningamanna er ekki aðeins lofsvert í sjálfu sér, heldur er það ekki síður hvatning til annarra um að hefjast handa i þágu sama málefnis, þ.e. heilsu- verndar. í þau 3 ár, sem ég starfaði með Birni lækni, fékk ég staðfestingu á því, sem ég áður hugði, að hann væri maður hreinskiptinn og ná- kvæmur í orðum sínum og gerð- um. Sem samstarfsmaður var hann umburðarlyndur, tillitssam- ur og jafnlyndur, og kom það sér vel fyrir mig, sem oft hef varla séð dagsins ljós í þeirri firna ringul- reið, sem kallast nú heilsugæsla utan sjúkrahúsa. En kannske mun ég minnast hans lengst fyrir tvennt: létta og græskulausa gam- ansemi, sem var laus við þessa venjulegu íslensku hótfyndni, og fyrir skapfestu hans, sem gerði honum ætíð kleyft, að því er virtist áreynslulaust, að taka strax skýra og afdráttarlausa afstöðu til sérhvers vandamáls. Það er ekki laust við, að ég hafi stundum öfundað hann af þessum eiginleika. Þá fer það ekki á milli mála, að sá maður, sem ræðst á miðjum aldri út í erfitt háskóla- nám — að nýju og á allt öðru sviði en því, sem hann lagði fyrir sig á unga aldri og starfaði að á bestu árum sínum, — hefur ekki verið neinn meðalmaður. Og nú þegar þessi virðingar- verði starfsbróðir er allur, — án efa fyrir aldur fram — vil ég ljúka þessum fáu orðum minum með samúðarkveðju til konu hans og barna. Þórhallur B. Ólafsson. Ný verslun Bankastiæti 10 Rúmgóð og björt húsakynni Nú höfum við flutt verslun okkar frá Laugavegi 26 niður í Bankastræti 10 (á horni Bankastrœtis og Ingólfsstrœtis). Par gefst okkur mun betra tœkifæri til að sinna viðskiptavinum og kynna söluvöru okkar. Sem fyrr höfum við á boðstólum fjölbreytt úrval listmuna og gjafavara. Við bjóðum kjörgripi úr kristal, postulíni og steinleir unna af heimsfrægum hönnuðum hjá Kosta, Boda, Royal Krona, Gustavsberg og Elbogen í Svíþjóð, Kaiser í Pýskalandi, Dahl Jensen í Danmörku, auk hins danska borðbúnaðar frá Bauer. Verið velkomin í nýju búðina okkar í Bankastræti. KOSTA BODA Bankastræti 10, sími 13122

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.