Morgunblaðið - 23.09.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.09.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1979 21 Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON allra grafískra aðferða. Yfirgang- urinn milli hinna svart-hvítu flata er hér harðastur og engar sýrur geta hér komið til, mildað og mettað heildina. Hér afhjúpast syndir gegn teikningunni og hrynjandi línunnar miskunar- laust. Mótvægi við bagalega vönt- un á tréristu er aftur á móti að nokkru leyti, að í fyrsta skipti sést mezzotinta á íslenzkri grafíksýn- ingu svo ég best veit. Er hér um að ræða þrjár myndir er Sigrún Eldjárn hefur gert og þá senni- lega í Póllandi en þar hefur sú tegund málmgrafíkur aftur rutt sér rúms hin síðari ár. Kemst Sigrún allvel frá þeirri eldraun sem sú tækni býður upp á. Vinsælasta grafíska aðferðin á sýningunni er tvímælalaust æting og akvatinta og kennir maður hér áhrifa frá kennslu Einars Hákon- arsonar. Hér eru tæknilega slyng- astar þær stöllur Björg borsteins- dóttir og Ragnheiður Jónsdóttir. Báðar eiga þær eldri og nýrri verk í bland og eru hin nýrri einkum áhugaverð svo sem kuðungar Bjargar (5-7-8) og brúðumynd Ragnheiðar (66). Framlag Lísu K. Guðjónsdóttur er einkar áhuga- vert, hún sýnir miklar framfarir tæknilega auk þess sem hún virð- ist hafa frjótt hugmyndaflug. Ingunn Eydal færist full mikið í fang hvað stærð mynda snertir en þetta sýnir óvænt hugrekki frá hennar hálfu og verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu, einna best þykir mér hún komast frá mynd nr. 20 í myndum Jennýar Erlu Guðmundsdóttur sér maður mikla hæfileika og hún ætti ekki að vera hrædd við að virkja sitt mikla hugmyndaflug því að þegar það fær að leika frjálst nær hún mestum árangri, t.d. í myndinni þar sem fram kemur dúkka. Sigrid Valtingojer hefur á skömmum tíma rutt sér braut í fremstu röð íslenskra grafík-lista- manna og þeim framslætti til áréttingar bendi ég á myndir svo sem nr. 78 „Hús“ og 76 „Stóll". Edda Jónsdóttir hefur haft mikið gott af dvöl sinni í Hollandi, hún virðist hreint út sagt hafa blómstrað í list sinni og bætt við sig drjúgri alin tæknilega séð, — hún mætti þó rækta með sér opinskárri og umbúðalausari vinnubrögð. í litógrafíunni er það Richard Valtingojer — Jóhannsson sem sýnir mestu tilfinninguna fyrir sérstöðu tækninnar og kemur það einkum fram í myndröðinni „Leik- ir í einrúmi 1-111“ (70-73). Nýliðar á þessu sviði eru þeir Kjartan Guðjónsson og Vignir Jóhanns- son og komast þeir báðir vel frá sínu. Kjartan virðist ganga út frá því að fjölfalda teikningar sínar en hin litógrafíska krít gefur þeim einmitt þá mýkt sem margur kann að sakna í teikningum hans. Vign- ir er að þreifa fyrir sér í tækninni og hefur hér þegar öðlast furðu- góða tilfinningu fyrir möguleikum hennar. Jóhanna Bogadóttir er söm við sig í kraftmiklum offset- litógrafíum og hún sannar áþreif- anlega tilverurétt sinn í hinum grafíska hópi. Tæknilega séð ber Þórður Hall ægishjálm yfir aðra iðkendur sáldþrykkstækninnar hérlendis, hann byggir myndir sínar upp af mikilli „konstrúkt- ívri“ nákvæmni og hér þykir mér hann ná hrifmestum árangri er hann er mýkstur og manneskju- -•w Ffestur til að endumýja skotvopna- leyfiaðrennaút Nú um næstu mánaðamót renn- ur út frestur til að endurnýja leyfi fyrir skotvopnum. Með lögum nr. 46 13. maí 1977 um skotvopn, sprengiefni og skotelda voru settar ítarlegri reglur en áður giltu um skráningu skot- vopna og veitingu leyfa fyrir skotvopnum. Er skotvopnaleyfi nú aðeins veitt fyrir ákveðnu skot- vopni auðkenndu með númeri. Með lögunum voru sett ákvæði um endurnýjun áður útgefinna skot-. vopnaleyfa. Er athygli skotvopna- eigenda vakin á því að leita skotvopnaleyfis fyrir 1. október nk., en að þeim tíma liðnum ber að skila öllum óskráðum skotvopnum til lögreglu. Umsókn um endurnýjun skot- vopnaleyfis ásamt sakavottorði ber að senda lögreglustjóra í því umdæmi þar sem umsækjandi hefur lögheimili. Þann 1. október rennur einnig út frestur til að endurnýja leyfi til verslunar með skotvopn og skot- færi. Umsókn um endurnýjun ber að senda dómsmálaráðuneytinu. Kjartan Guðjónsson „Útmánuður“ Litografía. legastur svo sem í myndum nr. 110-112. Jónina Lára Einarsdótt- ir kemur skemmtilega á óvart með sérkennilegum vinnubrögðum í sáldþrykk, einkum eru litlu mynd- irnar heilsteyptar í útfærslu. í dúkskurðinum sýnir Jón Reykdal mestu tilþrifin, einkum eru það hinar stóru myndir í lit sem hrífa, svo sem nr. 40 — 41 — 42, og mun þetta sennilegasta framlag Jóns. Það er mjög áhugavert að sjá hvernig hann samræmir sáld- þrykk og dúkristu. Það er mikill kraftur í dúkskurðarmyndum Valgerðar Bergsdóttur. Hún vinnur myndir sínar mjög vel en getur þó gert enn betur, að þessu sinni er hún helst til köld. Ingiberg Magnússon rekur svo lestina í þessari upptalningu en hann á þrjár dúkristur á sýning- unni og er hér um að ræða sterkasta framlag hans til þessa að mínu mati. í heild er þetta mjög falleg sýning og er grafík-félaginu til mikils sóma einkum kvað tækni- legu hliðina snertir, — en með tæknilegum leik fæst ekki allt og tæknin er þannig ekki eftirsókn- arverð í sjálfu sér. Hér skortir að mínum dómi umbúðalausan kraft og slagsmál við viðfangsefnin því að í mörgum tilvikum er þetta of slétt og fellt, — þá mætti einnig reyna að rækta hugmyndaflugið betur, það virðist einmitt vilja kafna í hinni tæknilegu viðleitni og er það gömul saga, sem þó er alltaf að endurtaka sig. En þetta er nú hið sama er gerir margar sýningar á nútímagrafík svo leið- inlegar og er ekki til fyrirmyndar né eftirbreytni þótt á erlendum vettvangi sé gert. Picasso, Matisse og Braque meistruðu tæknina til hlítar en hún var þeim ekkert takmark í sjálfu sér, — þeir hagnýttu hana einfaldlega eftir geðþótta og það er heilbrigðasta viðhorfið. Grafík-félaginu þakka ég fal- lega sýningu svo og velfarnaðar í framtíðinni, — framförin á síð- asta áratug var hreint ótrúleg en vonandi verður framförin næsta áratug ennþá ótrúlegri. Bragi Ásgeirsson iústurstræti.2! . toí>. Sfmi 8j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.