Morgunblaðið - 23.09.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.09.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1979 Asgeir Auðunsson á Minni-Völlum, fjallkóngur Landmanna l \ #"r'| 1* P * \k Bp m /'"//í m '4,; '&b. W*" I 4 wlíf\ Smalað var á Land- mannaafrétti í síðustu viku. Leitarmenn komu til byggða með safnið á fimmtudag sl., en það var um 4000 fjár. Blm. Mbl. lagði leið sína austur og fór til móts við leitarmenn er þeir komu með safnið í byggð. Fyrst hittu Morgun- bíaðsmenn að máli Sigurð Sigurðsson á Skammbeins- stöðum, fjallkóng þeirra Holtamanna. „Við fórum með hestana upp í Landmannalaugar á fimmtudag- inn,“ sagði Sigurður. „Siðan fór mannskapurinn að Galtalæk á föstudaginn og þaðan til Land- mannalauga. Þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur ef frá er talinn laugardagurinn, en þá var ofsaveður og snjókoma. Veðrið var svo hart að meira að segja traktor fauk um koll niðri í byggð. Ein- mitt þennan dag komu bílar neðan úr sveitinni með fólk sem ætlaði að taka þátt í leitinni og lentu bílarnir í talsverðum erfiðleikum vegna snjóa. Hins vegar fór vel um okkur hin, en við vorum í Landmannalaugum meðan veðrið gekk yfir. Ef þessi dagur er und- anskilinn þá gengu leitirnar vel sem sést af því, að við höfum haldið áætlun þrátt fyrir að við misstum einn dag úr. Þá var féð spakara en venjulega og er það líklega vegna veðursins. Mér virð- ist féð vera sæmilega vænt, svona eins og í meðalári, sagði Sigurður. „Þess má geta að við tókum upp á því fyrir nokkrum árum að hafa matseld uppi á fjaili. Það er með okkur eldhúsbíll og tvær ráðskon- ur og það er geysilegur munur að fá heitan mat í leitunum. Það er eitthvað annað en skrínukostur- inn. Ráðskonurnar okkar hafa staðið sig með eindæmum vel, en þær eru systurnar Inga og Stella Jónsdætur frá Lunansholti í Landsveit.“ — Hvað hefur þú verið fjall- kóngur lengi? „Eg varð fjallkóngur fyrir 10—20 árum. Mér er ómögulegt að muna það nákvæmlega. Hins veg- ar hef ég verið í leitum síðastliðin 50 ár og alltaf á þessum afrétti. Ferðin hefur gengið vel eins og ég sagði áður og það eru fleiri um það að finnast göngur eins og sumar- frí. Þetta eru góðir félagar og það er einhver sjarmi yfir þessu sem þeir skilja sem reynt hafa. Það er dásamlegt að ljúka þessari ferð í svona góðu veðri, sólskini og hita. Ég held að ég mæli fyrir munn margra um leið og ég tek undir með skáldinu og segi: „Eins mig fýsir alltaf þó, aftur að fara í göngur.“ Að þessum orðum töluðum sló Sigurður undir nára á hestinum, þeysti á eftir safninu og stjórnaði rekstrinum af röggsemi. Afrétturinn nokkuð snjóþungur Þessu næst hitti Mbl. að máli Ólaf Andrésson frá Húsagerði í Landsveit og innti hann eftir því hvemig leitirnar hefðu gengið. „Þær hafa gengið skínandi vel,“ sagði ólafur. „Á laugardaginn var að vísu vont veður, en við vorum aldrei týndir, eins og einhvers staðar kom fram. Við höfum feng- ið gott veður allt síðan á laugar- dag, en þá snjóaði nokkuð. Afrétt- urinn er nokkuð snjóþungur en það kom ekki verulega að sök. Landmannaafréttur er að vísu nokkuð erfiður yfirferðar, mjög fjöllóttur og því er mikið gengið. Annars held ég að gott hljóð sé í mönnum, féð er ágætt og svo spillir þetta góða veður heldur ekki fyrir," sagði Ólafur. í þennan mund bar þar að Ásgeir Auðunsson frá Minni-Völl- um, fjallkóng þeirra Landmanna og tókum við hann tali. „Leitirnar hafa gengið ágæt- Iega, nema á laugardag, en síðan hefur Jietta gengið mjög vel,“ sagði Ásgeir. „Þetta var bylur á laugardaginn en við sluppum klakklaust frá honum og eru allir við bestu heilsu. Það er ekkert að þegar menn og skepnur eru við heilsu," sagði Asgeir. „Mér virðist féð vera í meðallagi vænt og giska ég á, að hér séu allt að 4000 fjár. Afrétturinn er svolítið erfiður yfirferðar, nokkuð fjöllóttur og því þarf mikið að ganga, en mann- skapurinn lætur það ekki á sig fá.“ Sá elsti 77 ára — Hve margir taka þátt í þess- um göngum? „Það eru 22 alls. Sá yngsti er 14 ára en sá elsti er 77 ára og stálsleginn. Það er Haraldur Runólfsson frá Hólum á Rangár-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.