Morgunblaðið - 11.11.1979, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.11.1979, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1979 Úr Vatnsfjaröarannál elzta Var góður vetur að mestu fram til jóla. Spilltist með kyndilmessu. Komu útsynn- ingssnjóar. Batnaði í góulok. Var einmánuður og harpa harðleg að nokkru leyti. Kom hafís en batnaði 5. sunnudag eftir páska (5. maí)... Mörg vandamál um landið, sem lífláti sættu. I. Maður af stjúpdóttur sinni borinn barneign fyrir Jökli, hann höggvinn á alþingi, en henni drekkt. 2. Höggvin og stegldur á alþingi maður,' sem skorið hafði konu sína á háls. 3. Item drekkt í Ögri konu þeirri, sem hélt með stjúpföður sínum, Páli Tóasyni, en hann braut af sér járnin og komst í burtu en náðist í Norðurárdal og var aftekinn í Ögri 22, octobris, fékk góða iðran ... Flengdir 14 skólapiltar í Skálholti fyrir galdur og þeim vísað úr skóla... Hafið kirkjusmíði í Skálholti. Dómkirkjan í Skálholti, sem relst var á árunum 1650—51. Yfirsmiður var Guðmundur snikkari Guðmundsson, sem var einn r.esti hagleiksmaður hér á landi og rómaður bildhöggvari. Talið er, að kirkjusmiðin haíi kostað um 500 kýrverð. KREDDUR Losni karlmanni skóþvengur er hann kominn að giftingu. Enginn draugur er svo magnaöur, aö hann ráöizt framan aö allsberum karlmanni; því er þaö bezta ráð aö fara úr öllum fötum þegar maöur á draugs von. Ekki skal segja óvini sínum hvar fjörfiskur spriklar í manni, því ekki þarf annað en berja á fjörfiskinn, þá er maðurinn dauður. Þegar maður sker neglur sínar eöa klippir skal ævinlega skera hverja nögl, klippa eöa bíta í þrennt, því annars eykur fjandinn saman úr þeim heilt umfar í náskipið. Eitt sinn bar svo viö undir Jökli, aö skipshöfn ein gekk til sjávar nokkru seinna en aörar og aö skipi því, er hún ætlaði aö væri sitt því þaö stóö á sama staö. Skipverjar hrundu fram skipinu í ákafa því þeir þóttust hafa helzt til lengi sofiö. En þegar þeir voru komnir skammt frá landi sökk skipiö undir þeim og týndust allir er á því voru. En þaö sögöu þeir, er fyrr reru þennan morgun úr sömu vör, aö þeim heföi virzt skip þetta samsett af eintómum mannsnöglum og þó furöu fagurt. Viðureign við Skrælinga á Vínlandi Þar er gripið niður í Eiríks sögu rauða þar sem segir frá viðureign Þorfinns karlsefnis við Skrælinga (Indíána) á Vínlandi en með Karlsefni á Vínlandi voru kona hans, Guðrún Þorbjarnardóttir, Snorri Þorbrandsson, Freydís, dóttir Eiríks rauða, og fleira manna. „Þeir voru svartir menn og illilegir og höfðu illt hár á höfði. Þeir voru mjög eygðir og breiðir í kinnum.“ Þannig komu Indíánar eða Skrælingjar íslendingum fyrir sjónir þegar fundum þeirra bar fyrst saman á Vínlandi. En er vora tók, sáu þeir einn morgun snemma, að fjöldi húð- keipa reri sunnan fyrir nesið, svo margt sem kolum væri sáð fyrir hópið. Var þá og veifað af hverju skipi trjánum. Þeir Karlsefni brugðu þá skjöldum upp, og er þeir fundust, tóku þeir kaupstefnu sín á milli, og vildi það fólk helzt hafa rautt skrúð. Þeir höfðu móti að gefa skinna- vöru og algrá skinn. Þeir vildu og kaupa sverð og spjót, en það bönnuðu þeir Karlsefni og Snorri. ... Það bar til, að griðungur hljóp úr skógi, er þeir Karlsefni áttu, og gellur hátt. Þetta fælast Skrælingar og hlaupa út á keip- ana og reru síðan suður fyrir landið. Verður þá ekki vart við þá þrjár vikur í samt. En er sú stund var liðin, sjá þeir fara sunnan mikinn fjölda Skræl- ingaskipa, svo sem straumur stæði. Var þá trjánum öllum veifað andsælis og ýla upp allir mjög hátt. Þá tóku þeir Karls- efni rauðan skjöld og báru að móti. Skrælingar hlupu af skip- um og síðan gengu þeir saman og börðust. Varð þar skothríð hörð, því að Skrælingar höfðu val- slöngur. Þá sáu þeir Karlsefni, að Skrælingar færðu upp á stöng knött stundar mikinn, því nær til að jafna sem sauðarvömb og helzt bláan að lit, og fleygðu af stönginni upp á landið yfir lið þeirra Karlsefnis, og lét illilega við, þar sem niður kom. Við þetta sló ótta miklum á Karls- efni og allt lið hans, svo að þá fýsti einskis annars en flýja og halda undan upp með ánni, því að þeim þótti lið Skrælinga drífa að sér öllum megin, og léttu eigi fyrr en þeir koma til hamra nokkurra og veittu þar viðtöku harða. Freydís kom út og sá, að þeir Karlsefni héldu undan og kall- aði: „Hví rennið þið undan þess- Einu sinni voru tveir menn í Fljótsdalshéraði að segja hver öðrum sögur. Annar sagðist hafa einu sinni séð hvalkálf reka upp á sandana, sem hefði verið svo stór, að skolturinn hefði náð austur undir Ósfjöllin, en sporðurinn norður undir Hlíðarfjöllin. „Það þykir mér ekki svo mikið,“ segir hinn, „því ég get sagt þér allt eins merkilega sögu. Einu sinni var ég á ferð og kom þangað, sem tólf menn voru að smíða einn ketil; stóðu allir niðrí honum og voru að slá út á honum bumbuna; en svo var langt á millum þeirra, að þó þeir kölluðu svo hátt sem þeir gátu heyrðu þeir ekki hver til annars." „Til hvurs ætli þessi stóri ketill hafi verið smíðaður?" segir hinn. „0! sjálfsagt til að sjóða í stóra hvalkálfinn." Gæti ég Gæti ég með Ijóðum lýst láni mínu og raunum, fyrir þaö ég fengi víst faömlög þín aö launum. Ef ég legði, ástin mín, ævinlega í stefin alla hjartans ást til þín, eldur hlypi í bréfin. Péll Ólafsson Eins og hverfulir Eins og hverfulir skýja skreyta hlíðarnar ýmsum myndum, einir koma þá aðrir flýja út í bláinn af fjallatindum, — þessi Ijóðmæli, þú munt sanna, þau munu ganga líkan veg, svífa snöggt fyrir sjónir manna, og síöasti skugginn, — það verð ég. Péll Ólafsson Hákarlinn og ketillinn um auvirðismönnum, svo gildir menn sem þið eruð, er mér þætti sem þið mættuð drepa niður svo sem búfé? Og ef ég hefði vopn, þætti mér sem ég skyldi betur berjast en sérhver ykkar." Þeir gáfu engan gaum hennar orðum. Freydís vildi fylgja þeim og varð seinni, því að hún var eigi heil. Gekk hún þó eftir þeim í skóg- inn, en Skrælingar sækja að henni. Hún fann fyrir sér mann dauðan. Þar var Þorbrandur Snorrason og stóð hellusteinn í höfði honum. Sverðið lá bert í hjá honum. Tók hún það upp og býst að verja sig. Þá komu Skrælingar að henni. Hún dró þá út brjóstið undan klæðunum og slettir á beru sverðinu. Við þetta Styttan af Þorfinni karlsefni i Hljómskálagarðinum í Reykjavík. óttast Skrælingar og hlupu und- an á skip sín og reru í brott. Jón tófusprengur segir sögur Sálin i lóninu. Þegar ég var í Gnúpverjahreppi hjá móður minni reri ég eitt sinn suðrí Garði. Einn dag gerði á foraðsveður og sigldum við heim- leiðis. í lendingunni hvolfdi og drukknuðum við allir. Við höfðum seilað út fiskinn. Rak upp líkin og seilarnar. Mig rak þar upp á marlarrif. Þegar ég hafði legið þar nokkra stund leiddist mér sú lega og hljóp á fætur; sá ég þá sálina mína synda þar í einu lóni. Ég óð út í og gleypti hana. Þá sá ég að seilarnar voru reknar og lá ein ár á fjörunni. Ég tók árina og eina seil sem á voru nítján og tuttugu fiskar. Kippaði ég þá seilina upp á árina og lagði á öxl mér. Drífa var á hin mesta. Ég stefndi norðaustur til Henglafjalla, en alltaf dreif í ákafa. Þegar ég kom upp undir Hengilinn var snjórinn orðinn svo djúpur að árin náði ekki upp úr; þó hélt ég áfram, en vissi varla hvert ég stefndi. Þegar ég hafði lengi gengið niðrí snjónum hrapaði ég niður mikið hrap og fann að ég var í húsi. Ég þreifaði fyrir mér og þekkti ég var í eldhúsi móður minnar austurí Hrepp; og þótti mér hafa betur tekizt ferðin en ég vænti. Steinninn á melnum Eitt sinn var ég fyrirvinna hjá ekkju í Borgarfirði. Það var einn vetur að mikill svellgaddur var á jörðu. Þá gerði dimmviðri svo mikið, að engum manni var rat- andi. Hestar voru úti og var hjá þeim eitt trippi, sem ég óttaðist að mundi drepast. Ég réðst út í veðrið og fann hestana. Brá ég bandi um háls trippinu og hélt heimleiðis með það, en vissi ekki hvað ég fór. Eitt sinn kom ég á svellbumbu og ætlaði þar mundi þó vera undir melur. Mér kom til hugar að ef ég næði til melsins mundi ég þekkja hann; lagðist ég þá niður og tók að grafa svellið með hendinni. Ég herti mig og klóraði svellið þangað til ég kom handleggnum niður upp að öxl; þá fann ég þar hnefastein, tók hann upp og þekkti á hvaða mel hann áttlað liggja. Fyrir þetta náði ég heim og varð það mér til lífs og trippinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.