Morgunblaðið - 11.11.1979, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1979
79
* I * Umsjón:Séra Jón Dalbú Hróbjarttsson Séra Kurl Siyurbjörnsson Siffurbur Pdlsson
Á. DRÖTTINSDEGI
Kristniboðssambandið 50 ára
Á þessu ári eru 50 ár liðin frá stofnun
Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Ekki hef-
ur farið mikið fyrir þessum timamótum í
fjölmiðlum, enda hefur hreyfingin einkennst af
kyrrlátu en þróttmiklu starfi fremur en lúðra-
blœstri.
Um aldamótin siðustu bárust hingað til lands
trúarlegir straumar frá kristnilífi á Norðurlönd-
um, einkum frá starfi heimatrúboðsins danska.
Var það einkum fyrir störf þeirra sr. Lárusar
Halldórssonar frikirkjuprests og sr. Sigurbjörns
Á. Gislasonar. Meðal þeirra sem beint eða óbeint
urðu fyrir áhrifum frá þessum vakningastraum-
um tók nú að vakna áhugi á kristniboðsstarfi
meðal heiðinna þjóða. Má óefað rekja til þeirra
áhrifa stofnun Kristniboðsfélags kvenna i
Reykjavik 1904. Þegar ólafur ólafsson kristni-
boði fær köllun til kristniboðsstarfa, hófu
konurnar stuðning við hann. Kristniboðsfélag
karla í Reykjavík er svo stofnað 1920. Sameigin-
lega studdu þessi tvö félög Ólaf, þegar hann hóf
störf í Kína 1921, á vegum Kinatrúboðsins
norska. Heimsókn ólafs og fjölskyldu hans i
hvíldarleyfi árið 1928, verður að telja lokaþátt-
inn í aðdraganda þess að Kristniboðssambandið
var stofnað. Ólafur ferðaðist þá mikið um landið,
predikaði og kynnti kristniboðið og varð sú
kynning til þess að stofnuð voru kristniboðsfélög
á Akureyri, Hafnarfirði og Vatnsleysuströnd.
Sigurbjörn Á. Gislason, sem var fyrsti formað-
ur Kristniboðsfélags karla í Reykjavík taldi nú
timabært að hefjast handa um stofnun Sambands
islenskra kristniboðsfélaga og var það formlega
stofnað í Reykjavík þann 27. sept. 1929. Séra
Sigurbjörn var formaður þess fyrstu 10 árin, en
þá tók við Bjarni Eyjólfsson er var formaður i 33
ár, eða þar til hann lést 1972. Núverandi
formaður er Gísli Arnkelsson kristniboði.
Fyrstu 25 árin studdi sambandið starf þeirra
Ólafs Ólafssonar og sr. Jóhanns Hannessonar er
báðir störfuðu i Kína. Fyrir 25 árum hófst síðan
starf í Konsóhéraði í Eþiópíu, eftir að Kina hafði
lokast, og nú er verið að hef ja starf í Kenýu. Auk
starfs erlendis hefur sambandið um árabil haft á
sinum vegum predikara sem hafa ferðast hér
innanlands og kynnt kristniboðið auk predikun-
arstarfs sins.
Konsó:
Þróttmikið starf
— Þrátt fyrir erfiðar aðstæður
Tuttugu og fimm ár eru nú
liðin siðan fyrstu íslensku
kristniboðarnir fóru til Konsó i
Eþiópiu, en það voru þau hjónin
Kristín og Felix ólafsson.
Margt hefur breyst í Eþiópíu
á þessum árum. Herstjórnin
sem nú situr að völdum í
landinu rekur mikinn áróður
gegn öllum trúarbrögðum. Hún
hefur þó ekki bannað trúmála-
starfsemi. Hins vegar leggur
hún margvislegar kvaðir á
menn í þágu „fólksins og bylt-
ingarinnar". Verður það í
reynd til þess að trufla mjög
samkomuhöld og kirkjusókn.
Sums staðar hefur kirkjum
verið lokað og kristnir menn
fangelsaðir og pyndaðir. Fram-
kvæmdastjóra Lúthersku kirkj-
unnar í Eþíópíu, Gúdína
Túmsa, var rænt á götu í Addis
Abeba i sumar, og veit enginn
hvar hann er niður kominn.
Þrátt fyrir þetta benda
kristniboðar á, að víða séu mikl-
ir möguleikar til starfa og fólk
þyrsti eftir Guðs orði. Forystu-
menn kirkjunnar í Eþíópíu
leggja fast að kristniboðsfélög-
unum að þau dragi ekki saman
seglin, meðan vært er í landinu.
Starfsfriður
í Kongó
Góður starfsfriður er nú í
Konsó, og þar hefur engum
kirkjum verið lokað. Kristnum
Konsómönnum fjölgar stöðugt.
Tæplega 500 manns bættust
söfnuðinum á síðasta ári. Á
miðju þessu ári voru safnaðar-
menn hartnær 7400.
Yfirstjórn kristniboðsstarfs-
ins er nú í höndum Eþíópíu-
manna sjálfra. Stöðvarstjóri í
Konsó er presturinn Barrisja
Hunde, sem heimsótti ísland
fyrir nokkrum árum. Hann hef-
ur nokkra presta og predikara
sér við hlið í starfinu í söfnuðin-
um. Reynt er að efla sjálfboða-
starf sem mest. Árlega eru
haldin fræðslunámskeið, bæði
fyrir almenning og leiðtoga í
söfnuðunum.
Á þriðja hundrað nemendur
stunduðu nám í barnaskólanum
Kristniboðsdagurinn
22. sunnud. eftir trinitatis
Pistillinn
Fil. 1,3-11: Þar eð ég
íulltreysti einmitt því, að
hann, sem byrjaði í yður
góða verkið, muni fuli-
komna það allt til dags
Jesú Krists.
Guðspjallið.
Matt. 18, 21-35: (Pétur
spurði): Hversu oft á ég að
fyrirgefa bróður mínum ef
hann hefur syndgað á móti
mér? Allt að sjö sinnum?
Jesús segir við hann: Ekki
segi ég þér allt að sjö
sinnum, heldur allt að
sjötiu sinnum sjö. (-enda-
laust).
Fyrsti sunnudagur í nóv.
er Kristniboðsdagurinn.
Kross í hring táknar köll-
un kirkjunnar að gera
„allar þjóðirnar að læri-
sveinum.“ Hið sama er
einnig oft táknað með
krossi, sem stendur á
hring (hnettinum).
á stöðinni á liðnum vetri og voru
heimavistarrými fullskipuð.
Til sjúkraskýlisins leituðu um
40 þúsund sjúklingar á árinu
sem leið. Þar er flutt kristin
hugvekja daglega. Tvær norskar
hjúkrunarkonur starfa þar
ásamt innlendu starfsliði. Á
sjúkraskýlinu eru um 20 sjúkra-
rúm. Læknir kemur öðru hverju
frá Gidóle, nálægri kristni-
boðsstöð.
Norskir búfræðingar hafa
dvalist í Konsó í nokkur ár og
unnið að því að bæta atvinnu-
hætti. Þeir höfðu um áramót
gróðursett um 200.000 trjáplönt-
ur umhverfis Konsó og Gídole,
enda eyðast skógar víða í land-
inu, og vantar þá bæði bygg-
ingarefni og eldivið. Gróðrar-
stöðvar hafa verið reistar, vegir
lagðir og unnið að áveitufram-
kvæmdum. Mikil baðmullarrækt
er í Konsó og hefur þeim verið
kennt að smíða rokka og garn-
vindur.
Ein gleðilegasta fréttin frá
Konsó á þessu ári er sú, að sjö
ungir Konsómenn eru farnir að
vinna að boðun trúarinnar í
miklum dal fyrir suð-austan
Konsó, Voito. Þar býr fólk af
öðrum ættbálki. Konsómenn eru
því sjálfir orðnir kristniboðar.
Hjónin Ingibjörg Ingvarsdótt-
ir og Jónas Þórisson starfa nú í
Konsó á vegum Sambands
islenskra kristniboðsfélaga.
íslendingar
í Arba Minch
Um 90 km frá Konsó er Arba
Minch, höfuðstaður fylkisins
Gamu Gofa. Þar er norsk
kristniboðsstöð, og starfa þar
m.a. íslensku læknishjónin Ás-
laug Johnsen og Jóhannes Ól-
afsson. Þarna er annað af tveim-
ur sjúkrahúsum í víðáttumiklu
og fjölmennu fylki og er Jóhann-
es jafnan önnum kafinn. í Arba
Minch er unnið að kristniboði, en
það hefur þó mjög verið hindrað
í seinni tíð vegna afskipta og
harðneskju yfirvalda á staðnum.
Biblíufélagið í Addis Abeba
hafur lagt sig fram um að efla
sölu á Biblíum. Sumir kaupa sér
tvær og grafa aðra í jörðu ef hin
skyldi verða tekin af þeim. Á
árinu 1978 seldi Biblíufélagið í
Addis Abeba tæpar tvær millj-
ónir af Biblíum, Nýjatestament-
um og biblíuhlutum.
Starf hafið
í Kenýu
Þegar óvissan var sem mest
eftir byltinguna í Eþíópíu var
tekin sú ákvörðun að senda
hjónin Kjellrúnu og Skúla Svav-
arsson til Kenýu, til að hefjast
handa um kristniboðsstarf þar.
Þau höfðu áður starfað í Eþí-
ópíu. Skúli er nú að reisa kristni-
boðsstöð í Vestur-Kenýu, meðal
svonefndra Pókotmanna. Heitir
staðurinn Cheparería. Stöðvar-
lóðin er um 21 þús. fermetrar og
um þrjá km frá samnefndum bæ.
Fólk á þessum slóðum hefur
tekið Skúla mjög vel. Hefur
hann byrjað nokkurt starf meðal
barna og fullorðinna, en tíminn
hefur þó enn að mestu farið í
málanám og byggingarfram-
kvæmdir.
40 milljónir
Kirkjan í Konsó
Eins og að líkum lætur kostar
kristniboðsstarfið mikið fé.
Kristniboðssambandið áætlar að
það þurfi á þessu ári um 40
milljónir króna til að geta staðið
við allar skuldbindingar sínar
gagnvart hinum fátæku söfnuð-
um í Konsó og til uppbyggingar í
Kenýu. Nú þegar hafa kristni-
boðsvinir lagt drjúgt af mörkum,
en þó vantar mikið á að markinu
sé náð. Gjafir má senda til
Biskupsstofu í Reykjavík eða
Sambandi íslenskra kristniboðs-
félaga, Amtmannsstíg 2B, póst-
hólf 651, 121 Reykjavík, gíró
65100-1.
Biblíulestur
vikuna 11.—17, nóv.
Sunnudagur 11. nóv.
Mánudagur 12. nóv.
Lúk. 14:15-24
Þriðjudagur 13. nóv.
Lúk 14: 25-33
Miðvikudagur 14. nóv.
Lúk. 15: 1-10
Fimmtudagur 15. nóv.
Lúk. 15:11-24
Föstudagur 16. nóv.
Lúk. 15: 25-32
laugardagur 17. nóv.
Lúk. 17:11-19