Morgunblaðið - 29.11.1979, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979
Erna
Ragnars-
dóttir:
Eitt megineinkenni þjóðfélags
sem býr við frumstæða atvinnu-
hætti og erfið lífskjör er að
umræða um listir og menningu
og flest það sem varðar inntak
lífsins og tilgang á erfitt upp-
dráttar.
Öll athygli beinist að grund-
vallarþáttum eins og þeim
hvernig koma megi hjólum at-
hafnalífsins til þess að snúast,
hvernig grynnka megi á skuldum
og tilvera alls þorra fólks er
þrotlaus barátta fyrir lífsnauð-
synjum.
Þær kosningar sem nú fara í
hönd munu snúast um það fyrst
stefnir að fullkomnun óháður
því hvað aðrir hafast að. Hann
er þó undir áhrifum frá öllu
umhverfi sínu, einnig öðrum
listamönnum en sjálf listsköp-
unin og þróun hennar er honum
fyrir öllu, sala vörunnar og
dreifing er flestum listamönnum
minna atriði.
Fyrirtækin lúta beint iögmál-
um þjóðfélagsins. Listamaður-
inn fer sínar eigin leiðir að
sannleikanum. Fyrirtækin
standa undir sér fjárhagslega
eða verða gjaldþrota en fáir
listamenn lifa af list sinni né
eiga þess kost. Flestir íslenskir
listamenn vinna aðra vinnu
samhliða listsköpun sinni og
tefja eða hefta þannig einatt
þróun listar sinnar.
Samviska stjórn-
málamannanna
Listamenn og vísindamenn
eru ötulustu baráttumenn hverr-
ar þjóðar fyrir frelsi hennar og
framförum, fyrir rækt hennar
við þjóðlegan arf og mannlegri
reisn og þeir eru endanlega
traustustu útverðir hennar gegn
spillingu og hvers konar villutrú.
Hvaða form sem listamaður-
inn velur sér verður hann að tjá
okkur brot af sannleika á nýjan
hátt og er þá iðulega óvæginn í
dómum sínum um menn og
málefni. Þannig fá listamenn oft
á sig orð fyrir að vera niðurrifs-
afl og þess þá ekki gætt að þeir
eru hluti af sinni samtíð og
endurspegla alltaf það lífsvið-
horf sem er ríkjandi, trú, tækni-
kunnáttu, verðmætamat. Stjórn-
málamenn ímynda sér oft að
listamenn séu þeim andsnúnir,
og oft er það svo, en þeir verða
einfaldlega að sætta sig við það
að geta ekki eignað sér frjálsa
listamenn, þá listamenn sem
SÓKN Í MENNINGARMÁLUM
og fremst hverjum sé best
treystandi til þess að stuðla að
því að hér þrífist athafnalíf og
menning sem samrímist þörfum
okkar og sjálfsvirðingu.
Listamenn og
athafnamenn
íslensk menning tengist öllum
þáttum þjóðlífsins en rís hæst í
verkum íslenskra listamanna.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
skilning á því að listamönnum er
höfuðnauðsyn að hafa frelsi til
athafna, að vera sem allra mest
óháðir. Að því leyti eru þeir
náskyldir athafnamönnum þjóð-
félagsins sem byggja upp fyrir-
tæki og skapa verðmæti, en þeir
eru einnig að mörgu leyti ólíkir
þeim. Fyrirtækin einbeita sér að
framleiðslu vöru sinnar og lúta
ef vel á að vera markaðslögmál-
um um framboð og eftirspurn,
sem krefst samkeppni í vöru-
gæðum um hylli neytenda. Lista-
maðurinn vinnur að list sinni og
mestu máli skipta í hverju þjóð-
félagi. Skynsamir stjórnmála-
menn líta á listamenn sem
samvisku sína. Sagan lýsir
mörgum stjórnmálamönnum
sem hafa borið gæfu til að hafa
listamenn með sér og hafa fyrir
það náð meiri áhrifum en aðrir.
Menningarleg
stéttaskipting
Afþreyingariðnaður í margs
konar mynd ryður sér æ meira
til rúms, að stórum hluta fram-
leiddur beinlínis til þess að
seljast, sem er andstætt mark-
miði alvarlegra listamanna. Þó
ber þess að gæta að t.d. popp-
tónlist og auglýsingaiðnaður
hefur víða náð miklum listræn-
um gæðum. Umhverfið sem við
höfum verið að móta á síðustu
áratugum ber þess vott að hafa
orðið til á stuttum tíma við
mikla þenslu. Það gafst ekki
ráðrúm til þess að vanda hlutina
nægilega vel né að miða forsend-
ur við okkar sérstöku aðstæður.
Dýrtíð, langur vinnutími
fólks, sú mikla eftirsókn eftir
efnislegum gæðum sem tak-
marki í sjálfu sér, sem því miður
er of mikið hamrað á af vinstri
flokkum og forystumönnum
verkalýðshreyfinga, skynsemis-
og raunsæistrúin sem hefur ein-
kennt umhverfið og alla umræðu
undanfarna áratugi, að miklu
leyti án tilfinninga, trúar, feg-
urðar og hugmyndaauðgi, — allt
hefur þetta án efa stuðlað að því
að einangra listina frá daglegu
lífi. Verði ekki brugðist við
þessari þróun er hættan m.a. sú
að hér skapist menningarleg
stéttaskipting milli þeirra sem
hafa kynnst þeim ævintýraheimi
sem listirnar hafa að geyma og
hinna sem ekki hafa átt þess
kost. Hér er um að ræða fyrir-
bæri sem er algengt hjá öðrum
þjóðum en hefur ekki tíðkast á
Islandi fram til þessa.
Listin ekki
féþúfa rikisins
Ábyrgð þess fólks sem er í
forsvari þjóðarinnar hverju
sinni er mikil, — að þeir meti
þýðingu íslenskrar listar fyrir
okkur öll og skilji nauðsyn þess
að allar Iistgreinar verða að fá
að lifa og þróast. Þeir verða
einnig að hafa þekkingu og
skoðun á því hvaða listgreinar
þarf að styðja vel við, hvenær og
hvernig.
Stefna Sjálfstæðisflokksins í
menningarmálum kveður á um
að gerð verði heildarathugun á
stöðu listanna í landinu, því
fjármagni sem varið er til lista
og hins vegar þeim beinu tekjum
sem ríkissjóður hefur af þeirri
starfsemi, með það fyrir augum
að nýta betur það fjármagn sem
þegar er veitt til menningarmála
og koma jafnframt í veg fyrir að
ríkið hafi listastarfsemi að fé-
þúfu.
Rétturinn að lifa
menningarlifi
í stefnu flokksins er, meðal
annarra mikilvægra atriða, lögð
mikil áhersla á nauðsyn þess að
listfræðsla og skapandi listiðkun
sé aukin í almennum skólum
landsins. Börn og unglingar
þurfa jafnframt að fá að kynn-
ast skáldum, tónlistar- og
myndlistarmönnum, arkitektum
og kvikmyndagerðarmönnum og
verkum þeirra á óþvingaðan
máta.
Sjálfstæðisflokkurinn telur
brýnt að almenningi sé auðveld-
uð þátttaka í listrænu starfi,
m.a. með lækkun eða niðurfell-
ingu tolla af vörum til listsköp-
unar. Hér er um undirstöðu-
atriði að ræða í þeirri stefnu að
listin verði eðlilegur þáttur dag-
legs lífs og að allir hafi mögu-
leika á að lifa menningarlífi hér
á landi.
29277
EIGNAVAL
r
Furugrund 2ja herb.
Ný íbúð á 3. hæö, ekki fullgerö
en íbúöarhæf næstu daga. Búiö
aö ganga frá hreinlætistækjum
en eldhúsinnrétting er í smíöum
og fylgir með óuppsett. Verö 20
millj. Beöið eftir húsnæöismála-
láni 5.4 millj. Laus strax. Teikn-
ingar og nánari uppl. á skrif-
stofunni.
EIGNAVAL •/(
Miðbæjarmarkaðurinn
Aðalatræti 9
sími: 29277 (3 línur)
Grétar Haraldaaon hrl.
Slgurjón Arl Slgur)ónaaon a. 71551
Bjarnl Jónaaon a. 20134.
43466
Dvergabakki — 2 herb.
Verulega vönduð og falleg íbúð á 3. hæö. Suður og
noröur svalir. Verð tilboð.
Langabrekka — einbýli
130 fm. á einni hæö. 3 svegnherb, 2 stofur. Húsið er
ekki alveg fullfrá gengið. 30 fm. bílskúr.
Fasteignasalan
EIGNABORG sf
Hamraborg 1 200 Kópavogur Sánar 43466 & 43805
Sðlusfj. Hjðrfur Gunnarss. Sölum. Vilhj. Einarsson, lögfr. Pétur Einarsson.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Fasteignasala — Bankastræti
SÍMAR 29680 — 29455
— 3LÍNUR
Sérhæö austurbær — bítskúr
Ca. 150 ferm íbúð á 1. hæö í fjórbýlishúsi sem er stofa, boröstofa,
4 herb., nýtt eldhús meö eikarinnréttingum. Flísalagt baö. Tvennar
svalir. Góö eign. Bein sala.
Lindarbraut — 4ra herb. Seltj.
Ca. 100 ferm íbúð á 1. hæð í tvíbýlishúsi sem er stofa, borðstofa,
tvö herb., eldhús og flísalagt baö. Bílskúr. Nýlegt tvöfalt gler. Góö
eign. Bein sala.
Jónas Þorvaldsson sölustjóri. Heimasími 38072.
Friðrik Stefánsson viöskiptafræöingur. Heimasími 38932.
\