Morgunblaðið - 29.11.1979, Side 17

Morgunblaðið - 29.11.1979, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979 17 Hreggviður Jónsson: Fjórða manneskjan í laugardagsblaði Þjóðviljans er rætt við fjórðu manneskjuna á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík, Guðrúnu Helgadótt- ur, en eins og allir vita hefur jafnrétti kynjanna náð fram að ganga á þeim lista með þeim hætti, að þar eru hvorki karlar né konur, heldur bara manneskj- ur. Ekki er nema eðlilegt, að manneskja þessi sé skáldleg í svörum, enda hóflega farið með það sem rétt heitir hjá venjulegu fólki. Blaðamanneskjan sem spyr (e.k.h.) er væntanlega sú sama, sem í Morgunpóstinum nú í dag taldi vænlegast að dulbúast fyrir þá hjá Alþýðubandalaginu í gervi jólasveina til að afla þeim atkvæða. Ekki væri von á að fólk kysi þá í réttu gervi og svo gætu þeir tekið skeggið ofan, þegar búið væri að kjósa og væntan- lega sýnt sín réttu andlit, eins og eftir síðustu kosningar. Blaðamanneskjan spyr fjórðu manneskjuna, sennilega, þegar hún er að hella upp á könnuna á „Eg berst á fáki fráum... — bók eftir Sigur- geir Magnússon „ÉG berst á íáki fráum“ neínist ný bók eftir Sigurgeir Magnús- son. „Sigurgeir Magnússon er kunn- ur hestamaður og hefur margan galinn folann gert að gersemi", segir m.a. í fréttatilkynningu frá útgefanda. „Hann skrifaði í nokk- ur ár fasta þætti um hesta í blöð, og hefur látið sig hrossarækt og meðferð hrossa miklu skipta. Sig- urgeir var fyrsti eigandi Fannars og segir hann ýmislegt frá þeirri afburðaskepnu og örlögum henn- ar, en þess utan fjallar bók Sigurgeirs um fjöldann allan af fjörmiklum hestum og mönnum frá fyrri og seinni tíð. Hann segir frá fjörhestum, eins og þeir voru, en þeir virðast ekki leyfilegir um þessar mundir." Bókin er 174 bls. að stærð. Útgefandi er Bókaútgáfan Örn og Örlygur. kosningaskrifstofu Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík, auð- sjáanlega er verið að sanna fyrir háftvirtum kjósendum að í eld- húsinu geti hún líka tekið til hendinni: „Nú hefur þú setið í borgarstjórn í eitt og hálft ár. Hvernig hefur þér líkað sú vinna?" Svar: „Bæði vel og illa. Sumt af því sem ég lofaði í fyrra hefur mér og mínum félögum tekist. Fyrst af öllu settum við samningana í gildi eins og við lofuðum. Starfsmenn Reykja- víkurborgar fengu sína samn- inga í gildi, og þar sem einn þeirra vildi ekki fallast á það og höfðaði mál á hendur Reykja- víkurborg, höfum við nú dóms- úrskurð fyrir því, að við höfum efnt það meginkosningaloforð? Og það eiga stjórnmálamenn að gera.“ Voðalegur óviti er nú fjórða manneskjan að halda, að nokkur einasti maður taki mark á svona bulli, enda segir hún síðar í viðtalinu: „Það er nefnilega betra að halda einhverri vitleysu fram en alls engu.“ Héraðsdóm- urinn staðfesti aðeins það, að vinstri meirihlutinn þurfti ekki að standa við kosningaloforðið um samningana í gildi. Hann tók einfaldlega ekkert mark á samþykkt borgarstjórnar um að greiða fullar verðbætur á öll laun, frekar en þar væru eintóm- ir „Óvitar". Það væri ekki úr vegi að stofnaður væri kosninga- svikadómstóll, eins og kom fram í „Hundadagar í hnotskurn" í Morgunblaðinu sunnudaginn 18. nóvember s.l. Blaðamanneskjan spyr um ýmislegt fleira í þessu viðtali við fjórðu manneskjuna, sem hefur lagt sitt af mörkum til barna- bókmennta samtíðarinnar, að því er upplýst er. Er þar imprað á því, að hún hafi hægar um sig í þessari kosningabaráttu en í borgarstjórnarkosningunum. Og hún svarar: „Já, það hef ég gert af ýmsum ástæðum. í fyrsta lagi held ég að Reykvíkingar þekki betur til mín nú en i fyrra,..." „í öðru lagi eru þessar kosningar fullkomið ábyrgðarleysi gagn- vart fólki. Þjóðin svaraði því í fyrra hvernig ríkisstjórn hún vildi,...“ „í þriðja lagi er kosn- ingabaráttan orðin slíkur skrípaleikur, að varla er sæm- andi fólki með sjálfsvirðingu að taka þátt í henni,“ „Fjórða ástæðan er þá sú, að um þessar KOSNINGAGETRAUN RAUÐA KROSSINS mm Bjarnl Bragi Jóns- son hagfroðingur ÉG SPÁI: Fjöldi þingmanna '78-79 Spá Alþýðubandalag 14 // Alþýöuflokkur 14 1'0 Framsóknarflokkur 12 Siálf'-’ sflokkur 20 4S Mórir flokkar og utanflokka 0 2/ Samtals 60 60 Svona einfalt er aö vera með. Klippið þessa spá út og berið saman við aðrar sem birtast. ALLIR MEÐ! + RAUÐI KROSS ÍSLANDS HJÁLPARSJÓDUR Hreggviður Jónsson mundir erum við að setja saman fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1980, og því fylgir mikið starf." „í fimmta lagi treysti ég mætavel þeim þingmönnum tveimur, sem nú eru í fríi... Ég vona bara að þeir fari ekki að klifra upp í skurð- gröfu eða dansa diskódansa." Já, Reykvíkingar þekkja hana betur en í fyrra og vara sig á kosningaloforðum hennar. Ann- ars undrar mig hvort hér er um alvöruframboð að ræða eða er þetta ekki skrípaleikurinn, sem hún á við? Fjórða manneskjan segir: „Greiðslustaða borgarinn- ar er betri nú um áramót en áður,...“ Þetta er vegna þess að ekki eru greidd laun samkvæmt samþykkt meiri hluta borgar- stjórnar um að greiða „fullar verðbætur á öll laun“. Og ef marka má útreikninga BSRB •vantar töluvert á að samning- arnir séu í gildi. Það er skemmtilegt að sjá hve fjórða manneskjan er „himinlif- andi“, þegar hún segir í viðtal- inu: „En ég mun vissulega sakna þess starfs," eftir að hafa verið spurð um, hvað verði nú um starf hennar í Tryggingastofn- uninni, en sumir munu hrfa áhyggjur af því. „Það hefur verið stórkostlegt að vinna þar þrátt fyrir mikla erfiðleika í fyrstu. Og ég mun sakna nokkurra kollega minna þar. Og ég ætla ekki að vera á alþingi allt lífið.“ Þá vitum við það, sennilega hópast þeir kjósendur í kringum hana, sem hafa fengið fullar verðbætur á laun sín eða ætli þeir blóti á laun eitthvert annað stjórnmálaafl? Og verst er þó, að þótt hún sé hálaunamanneskja, að eigin sögn og taki laun samkvæmt 23. lfl. BSRB, er hún þó ekki full- södd af þeim, en til allrar hamingju hefur hún alveg gleymt að telja nokkrar auka- sporslur, svo sem örfáar nefndir á launum, borgarfulltrúalaun, að ógleymdum ritlaunum sínum. Enda segir hún í þessu afspyrnu- góða viðtali: „En við stjórnmála- mennirnir eigum að gera þegn- um þessa þjóðfélags lífið eins gott og fallegt og unnt er með því að stjórna landinu vel. (Þar hitti hún naglann á höfuðið.) Þegar við skiptum arðinum af vinnu okkar jafnt, getum við farið að lifa og njóta þess að vera til. Hugsið ykkur hvað þeir, sem nú hirða allan þennan arð af fávisku sinni, verða hamingju- samir í sambýlinu við okkur.“ (Vantar einhvern prest?) Ég bíð þess, að fjórða manneskjan sendi mér arð til jöfnunar á launum, sem fyrst. Annars er verst með tímahrakið hjá henni, en hún segir: „Ég öfunda hana Svövu svolítið fyrir að nú hefur hún tíma til að skrifa, sem mér þykir líka gaman, en með um- hyggju fyrir bókmenntunum í huga er betra að Svava hafi tíma til bess en ég.“ > An þess að ég beri umhyggju fyrir bókmenntagildi einstakra verka hennar, þá vona ég bara að „Óvitinn" hafi verið saminn af umhyggju fyrir þakklátum börn- um, en ekki sem framlag í leikaraskap stjórnmálabarn- anna í Alþýðubandalaginu. For- sjónin forði mér frá því, að fjórða manneskjan verði smá- skotin í mér, eins og Vilmundi. Reykjavík 26.11.79. í þessari bók er hann á ferö með Agnari Kofoed-Hansen um grónar ævislóöir hans, þar sem skuggi gestsins meö Ijáinn er aldrei langt undan. Gerö eru skil ættmennum Agnars báðum megin Atlantsála og birtu brugöið á bernsku hans undir súö á Hverfisgötunni, þar sem hann í langvinnum veikindum dreymlr um aö íljúga. Rakiö er stórfuröulegt framtak hans og þrautseigja í danska flughernum og flugferill hans í þjónustu erlendra flugfélaga, þegar stundum kvaö svo rammt aö í náttmyrkri og þoku, aö lóða varö á jörö með blýlóði. Heimkominn hefur hann forgöngu um stofnun flugfélags — og hefst þá brautryðjandaflug hans, upphaf samfellds flugs á íslandi, oft á tíöum svo tvísýnt flug aö nánast var flogið á faðirvorinu. En Jóhannesi Helga nægir ekki aö rekja þessa sögu. Hann lýsir af Á brattann; minningar og til inn í hugarheim Agnars, Agnars Kofoed-Hansen utan v’® t,ma sögunnar, og er saga um undraverða 9efur henni Þann,9 óvænta þrautseigju og þrek- v,cld’ raunir meö léttu og bráöfyndnu ívafi. Höfundurinn er Jó- hannes Helgi, einn af sniilingum okkar í ævi- sagnaritun meö meiru. Svo er hugkvæmni hans fyrir aö þakka aö tækni hans er alltaf ný meö hverri bók. Almenna bókafélagið Austurstræti 18 sími 19707 Skemmuvegi 36 sími 73055

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.