Morgunblaðið - 29.11.1979, Síða 21

Morgunblaðið - 29.11.1979, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979 21 'Vegleysur ogr viiistri stjórn UM svipað leyti og far- menn gengu af skipum sínum í harðvítugri kjarabaráttu, er þeir háðu fyrir bættum kjör- um, lýsti Guðmundur J. Guðmundsson, formaður V er kaman nasam bands íslands því yfir, að ríkis- stjórnin hafi brugðizt gjörsamlega. Þetta gerð- ist er 10 dagar voru liðnir af maímanuði. Guðmundur J. Guð- mundsson sagði: „Verkamannasamband- inu er helgast af öllu rétt- indi sinna félagsmanna, sem eru á lágum launatöxt- um, og ef hópar manna með hærri laun fá hvers konar réttindi og fríðindi, þá glatar ríkisstjórnin því trausti, sem verkafólk hef- ur haft á henni og mér sýnist það mikil ógæfuleið, sem þeir eru komnir út á.“ „Við teljum," sagði Guð- mundur, „að í stað þess að vernda lægri laun og minnka launamisrétti í Guðmundur og ríkis- stjórnin, sem brást landinu, þá hafi bilið auk- izt að undanförnu. Flug- menn sprengdu þetta gjör- samlega, en einnig er um taumlausar verðhækkanir að ræða. Ríkisstjórnin hef- ur brugðizt gjörsamlega í tveimur mikilvægustu at- riðunum, að berjast gegn verðbólgu og að auka launajafnrétti. Haldi svo áfram sem horfir á þessari braut hjá ríkisstjórninni, þá glatar hún trausti verkamanna, en það er einmitt Verka- mannasambandið, sem mest hefur stutt ríkis- stjórnina í ýmsum málum og bundið við hana mestar vonir. Nú teljum við að hún fari villur vegar og er mál að linni." Menn skyldu halda, að fokið væri í flest skjól fyrir vinstri stjórninni, er annar guðfaðir hennar dæmdi hans svo hart. Svo var þó ekki, ríkisstjórnin sat áfram og kannski er Guð- mundur nú að uppskera þakklætið fyrir stuðning við ríkisstjórn, sem „brugð- izt hafði gjörsamlega." Rafmagn til húsahitunar: Hlutfallslega meiri hækk- un á síðasta ári en áður „ÞAÐ ERU ákvæði í gjaldskrá Rafmagnsveitna ríkisins sem kveða svo á, að rafmagn til húsahitunar skuli hækka sam- fara hækkuðu gasolíuverði,“ sagði Páll Flygenring ráðuneyt- isstjóri í iðnaðarráðuneytinu i samtali við Mbl. í gær. „Reyndin hefur þó ekki verið sú að rafmagnið hafi hækkað til jafns við gasólíuna nema að hluta til. Ríkisstjórnin hefur þó farið æ meira inn á það síðastliðið eitt ár að hækka rafmagn til húsahitunar til að ekki verði jafn mikil röskun á því jafnvægi sem verið hefur í þessum málum undanfarin ár. í dag er rafmagn til húsahitun- ar snöggtum ódýrara heldur en gasolían, enda hefur olían hækkað mikið að undanförnu. Reyndin er sú í gegnum árin að Rafmagnsveitunum hefur ekki verið heimilað að hækka raf- magnsverð á miðju tímabili þótt gasólían hafi hækkað," sagði Páll Flygenring ennfremur. Grimur Sæmundsen: Hann ma ekki verma varamanna- bekkinn íslenzk íþróttahreyfing telur um 70.000 manns. Þrátt fyrir að vera stærsta félagshreyfing á íslandi hefur hún haft lítil áhrif á framgang hagsmunamála sinna á Alþingi og hvað eftir annað þurft að beygja sig fyrir skilningsleysi stjórnvalda á gildi íþrótta fyrir andlega og líkamlega heilsu al- mennings. Ætlun mín með þessum pistli er að benda íþróttafólki á, að íþróttahreyfingunni er lífsnauð- syn að eiga fulltrúa á Alþingi, sem skilur og þekkir málefni hennar af eigin raun og hefur áhuga á að vinna að framgangi þeirra. Þessi fulltrúi er Ellert B. Schram. Hann hefur þegar sýnt það og sannað að ötulli talsmann á Alþingi getur íþróttahreyfingin vart kosið og mættu fleiri fylla hóp með honum. Ellert er formaður stærsta sér- sambands innan Í.S.Í og er þannig í nánum tengslum við hið al- menna starf íþróttafélaganna. Hann hefur m.a. fengið samþykkt lög um slysatryggingu íþrótta- manna, þ.e. verði íþróttamaður fyrir meiðslum á æfingu eða í leik veita þau rétt til slysabóta frá Tryggingastofnun ríkisins eins og um atvinnuslys sé að ræða. Meðal þeirra mála sem Ellert hefur barist fyrir að undanförnu á Alþingi er að tekjur ríkisins af aðflutningsgjaldi á íþróttavörum verði felldar niður en tekjur ríkissjóðs af þessum gjöldum eru án sölusk. á þessu ári yfir 200 Grimur Sæmundsen milljónir króna. Sem fulltrúi í fjárveitinganefnd hefur Ellert fengið framlög til íþróttastarf- semi hækkuð verulega og síðast en ekki síst barðist hann fyrir breytingu á lögum íþróttasjóðs sem olli grundvallarbreytingu á framkvæmdum íþróttafélaga. íþróttafólk — Ellert sýndi djörfung íþróttamannsins með því að taka baráttusæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Ellert mun berjast fyrir íþróttahreyfinguna af sama krafti í sölum Alþingis, og má því ekki verma varamanna- bekkinn á næsta kjörtímabili. Jolatæki ársins PcsOj/CiOi Verö aöeins: kr. 155.765. Stereo 29800 Sendum um allt land. Skipholti19 BUÐIN —----

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.