Morgunblaðið - 29.11.1979, Síða 41

Morgunblaðið - 29.11.1979, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979 41 fclk í fréttum Methafinn með magasár + TEXASBÚAR þykja æði drjúgir með sig. Um daginn gerði 29 ára gamall Texasbúi, Ronnie Farmer að nafni, til- raun til þess að setja nýtt met í piparáti — jalapeno-pipar ku hann heita þessi pipar. Hann hafði áður gert tilraun til þess að hnekkja piparáts-metinu, en mistókst það i það skipti. Nú tókst Farmer að setja nýtt met. Á 14 mín. og 19 sek. tókst honum að borða 100 jalapeno- pipara. Viðstaddir voru 75 áhorfendur. Hann sagði blaða- mönnum, að á eftir átið hefði hálsinn á sér verið sár sem hann væri að kyngja sand- pappír. Þegar ég var búinn að borða piparinn var ég orðinn alveg lystarlaus, sagði Farm- er, sem gengur með magasár. Allir börðu hana! + Kvikmyndaleikkonan Zsa Zsa Gabor var um daginn i sjónvarpsupptöku í þætti sem sjónvarpsstirnið Mike Doug- las annast. Þar á hún að hafa sagt honum í spjalli um lifið og tilveruna, að ailir eigin- menn sínir — en hún hefur verið gift sjö sinnum — hafi lagt á sig hendur. — Mér líkar það í sjálfu sér vel. Og mér þykir það plús fyrir mig, að ég skuli geta gert mann svo reiðan að hann berji mig. — Að vísu, hafði hún bætt við, voru þeir mjög misjafnlega harðhentir við mig, sumir dálítið mikið, en aðrir minna! Hann fann loks föður sinn + Á ÞESSARI mynd eru am- erískir feðgar, sem hér hittast eftir áralangan aðskilnað. Bak við þessa mynd er allnokkur saga. Ungi maðurinn á mynd- inni (sonurinn með gleraugun) heitir Walter Kulla. Hann var sendur i Víetnamstríðið fyrir 14 árum en dag nokkurn höfðu þau fengið tilkynningu um að sonur- inn hefði fallið á vígstöðvunum. Foreldrar Walters skildu. Sá skilnaður íór ekki fram með friðsamlegum hætti, þvert á móti. Svo er sem fullur fjand- skapur hafi verið með þeim hjónunum. Móður Walters barst nefnilega tilkynning um það siðar, að Walter hefði ekki fallið á vígstöðvunum og væri sprell- lifandi. Sú gamla lét karl föður hans ekkert um þetta vita. Þeg- ar svo Walter kom heim úr stríðinu hóf hann að leita föður síns. Sú leit bar svo loks árangur nú fyrir skömmu. Þá fann hann föður sinn í bænum Robbinsville í New Jersey-fylki. Urðu þar miklir fagnaðarfundir sem skilj- anlegt er. Faðir Walters, sem heitir Robert, var einnig her- maður og tók þátt í heimsstyrj- öldinni síðustu. Á vígstöðvunum særðist hann svo á báðum aug- um að hann missti sjónina og hefur verið blindur maður síðan. Smokey 150 ára + KÖTTURINN Smokey, sem á heima einhvers staðar í Banda- ríkjunum (heimilisfangið fylgir ekki textanum) varð 24 ára fyrir skömmu. Konan, sem heldur á kisa sínum, bjó til eina hnallþóru- tertu i tilefni dagsins. En 24 ár í mannsævinni jafngilda um 150 árum í kattarárum! Er eigandi Smokey, Vi Coe, var spurð að því hver væri skýringin á hinum mjög háa aldri hans, sagði hún það hvorki vera músa- eða fuglaáti að þakka. Uppistaðan í matar- æði gamlingjans væri kaninu- kjöt, fiskur, nautalundir og ostur. OPIÐ HÚS hjá Rauöa kross íslands aö Nóatúni 21 næsta laugardag frá 13—17. Starfsemi félagsins veröur kynnt, t.a.m. 1. Stutt tilsögn í skyndihjálp, þ.á m. lífgun úr dauöadái, meö blástursaö- ferö. 2. Kynning á þætti félagsins innan almannavarna. 3. Stuttar kvikmyndir sýndar um starf Rauöa krossins, o.fl. Jafnframt verður móttaka á greiöslum og seðlum í kosninga- getraun félagsins. Lftiö viö hjá okkur á laugardaginn og kynnist starfinu. + RAUÐI KROSS ÍSLANDS NÓATÚNI 21 REYKJAVÍK SiMI: 26722 1 iMfil Er loftnetid i lagi? Ef ekki, þá höfum við allt loftnetsefni. Látið fagmenn aðstoða við val á réttu loftneti. ' I3ÚÐIN Skipboft ísland—svo heimurinn Á morgun, 30. nóvember er alþjóölegur útgáfíi- dagur „The WalP hins nýja meistaraverks Pink Fioyd. r HLJOMDEILD ” (KARNABÆR Laugavegi 66 — Glæsibæ — Austurstræti 22 ^ Heildsöludreifing I dag, 29. nóvember getur þú labbaö inn rhábstu hljómplötuverzlun Karnabæjar og keypt þér eintak. „The Wall“ er tvöföld plata, en engu aö síöur verö þelrra aöeins kr. 11.750.- Við > kynnum simar 85742 y

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.