Morgunblaðið - 29.11.1979, Page 46

Morgunblaðið - 29.11.1979, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979 Lið Víkings var heilsteyptara og sigraði Val örugglega ÍSLANDSMEISTARAR Vals urðu að bíta í það súra epli að vera lagðir að velli í annað sinn í fjórum leikjum. er liðið tapaði 15 — 12 fyrir Víkingum í LauKardalshöllinni í Ka*rkvöldi. Lið Víkings sinraði öruggieKa í leiknum, það var allan tímann betra liðið á vellinum ug hafði svo til allan leikinn tveKKja marka forystu. Leikur Vals oií Víkings var mjöK Kóður ok sá bcsti í íslandsmótinu til þessa. Bæði liðið léku Kóðan varnarleik og markvarslan hjá þeim Brynjari Kvaran ok Jens Kvaran ok Jcns Einarssyni var frábær. En lið Víkings var betra, sóknarleikur liðsins var allur annar en hjá Val og liðið er tvímælalaust skipað betri einstaklinKum þegar á heildina er litið. Bogdan. pólski þjálfarinn hjá Víkingum, hefur tekist að skapa sterkt lið þar sem varla er vcikan hlekk að finna í keðjunni. Sterk vörn, góð markvarsla og heittur sóknarlcikur. l»að verður gaman að fylgjast með frammistöðu liðsins í Evrópukeppninni sem nú er framundan. Ljóom. Mbl. Kristján. • Það var oft tekið hressilega á móti andstæðingnum i leiknum í gærkvöldi. Hér stöðvar Stefán Gunnarsson Árna Indriðason. Sterkar varnir Það var greinilegt í byrjun leiksins að stórleikur var í aðsigi. Fjölmargir áhorfendur voru vel með á nótunum og leikmenn virtust taugaspenntir en þó ekki úr hófi fram. Það var því í fyllsta máta eðlilegt að nokkrar mis- heppnaðar sendingar væru í upp- hafi leiksins hjá leikmönnum beggja liða. Fyrsta markið skoraði Erlendur Hermannsson af línu eftir sendingu frá Steinari Birg- issyni. Það var ekki auðvelt að finna smugu í vörn liðanna sem var afar vel leikin allan tímann. Bæði liðin léku flata vörn, svokali- aða 6—0 vörn. En fóru þó mjög vel á móti. Valsmenn freistuðu þess að klippa hornamenn Víkinga út úr spilinu og gekk það nokkuð vel. Víkingar pressuðu hins vegar skyttur Valsmanna langt út á gólfið og var það árangursríkt og gaf góða raun. Það var ekki fyrr en á 7. mínútu að Bjarna tókst að jafna 1—1. Valsmenn áttu möguleika á að ná forystunni í leiknum mínútu síðar, en þá gerði Jens Einarsson sér lítið fyrir og varði vel vítakast frá Stefáni Halldórssyni. Víkingar skoruðu næstu tvö mörk og for- ysta var orðin þeirra og hélst út leikinn. Til marks um það hversu góður varnarleikurinn var hjá liðunum var markatalan 3—2 fyrir Víking þegar 18 mínútur voru liðnar af leiknum. Og það þætti sjálfsagt saga til næsta bæjar að Islands- meisturum Vals tækist aðeins að skora tvö mörk í 20 mínútur á móti íslensku liði, en á þeim tíma hafði liðið ekki fengið færri en 11 sóknir. Staðan í hálfleik var 8—6 Víkingsliðinu í hag. 1 fyrri hálf- leiknum misnotaði Valur eitt vítakast en Víkingur þrjú. Sókn Valsmanna ekki nógu beitt Valsmenn minnka muninn niður í eitt mark, 8—7, í byrjun síðari hálfleiks er Þorbjörn Guð- mundsson skorar úr víti. Og nú hafa sjálfsagt flestir átt von á miklum hasar, en mikil yfirvegun í leik Víkings færði liðinu tveggja marka forystu aftur með marki Páls B. Þá kom góður kafli hjá Val og þeir eiga möguleika á að jafna metin. En markmenn Víkings lok- uðu markinu. Fyrst varði Kristján Sigmundsson víti frá Þorbirni G. og síðan Jens tvívegis í röð þrumuskot af línunni. Nú kom frábær kafli hjá Víkingi og þeim tekst að breyta stöðunni í 13—9 og svo gott sem gera út um leikinn því að þá voru aðeins átta mínútur eftir. Leik- menn Vals virtust-vera ragir við að reyna langskot og hvorki gekk né rak hjá þeim í sóknarleiknum. Sigur Víkinga var aldrei í hættu og lokatölur urðu eins og áður sagði 15—12. Ileilsteypt lið Víkinjís Víkingur lék þennan leik mjög vel. Leikmenn léku af skynsemi og festu og gáfu hvergi eftir þuml- ung. Mjög erfitt er að gera upp á milli einstakra leikmanna í liðinu. Jens varði markið af stakri snilld, enda með góða vörn fyrir framan sig. Það er athyglisvert að Vals- menn skora aðeins fjögur mörk úr langskotum allan leikinn. Þá áttu Steinar Birgisson og Erlendur Hermannsson góðan leik. Páll og Árni Indriðason stóðu að venju vel fyrir sínu. Vantar Val skyttur? Lið Vals lék þennan leik vel. Ekki er hægt að segja annað en það dugði bara einfaldlega ekki til, þeir mættu ofjörlum sínum. Vörn Vals og markvarsla var góð. En það sem gerði útslagið var sóknar- leikurinn. Stórskyttur Valsmanna, Þorbjörn Guðmundsson og nafni Víkingur — Valur 15—12 hans Jensson, sáust ekki í leikn- um. Stefán Halldórsson hefur átt við meiðsli að stríða og ekki von að hann kæmi sterkur frá leiknum. Steindór og Bjarni gerðu margt laglegt og fiskuðu fjölda vítakasta en það var ekki nóg. Besti maður Vals var Brynjar Kvaran mark- vörður. Dómgæslan Dómarar í þessum leik voru þeir Karl Jóhannsson og Gunnar Kjartansson. Dæmdu þeir leikinn mjög vel fram í miðjan síðari hálfleik, en þá varð Gunnari það á að flauta fullfljótt á brot. En í heildina komust dómararnir vel frá leiknum. Það er slæmur ávani hjá þjálfara Víkings, Bogdan, að vera í sífellu að kvarta yfir dómnum sem honum mislíkar. Og í sumum tilfellum fór hann langt inn á völlinn. Hann hefur sagt við undirritaðan í viðtali, að það eigi aldrei að mótmæla dómum þó svo að þeir geti verið vitlausir. Dóm- arar geta að sjálfsögðu gert sín mistök eins og aðrir. I stuttu máli: Islandsmótið 1. deild. Laugardalshöll. Víkingur—Valur: 15—12(8—6) Mörk Víkings: Steinar Birgisson 4, Sigurður Gunnarsson 4 (3v), Er- lendur Hermannsson 3, Páll Björgvinsson 2, Ólafur Jónsson 1 og Árni Indriðason 1. Mörk Vals: Brynjar Harðarson 3 v, Þorbjörn Guðmundsson 2 v, Bjarni Guðmundsson 2, Steindór Gunnarsson 2, Stefán Halldórsson 2, Jón H. Karlsson 1. Markvörður Víkings, Jens Ein- arsson, varði 16 skot í leiknum og markvörður Vals, Brynjar Kvaran II skot. Brottvísun af leikvelli: Þorbergur, Árni og Páll, Víkingi, allir í 2 mín. hver. Bjarni, Val, í 2 mín. Varin víti: Jens varði hjá Stefáni Halldórssyni á 8. mínútu og Kristján Sigmundsson varði hjá Þorbirni Guðmundssyni á 36. mín. Misheppnuð vítaköst: Páll Björg- vinsson skaut í þverslá á 14. mín. Sigurður Gunnarsson skaut í stöng á 27. mínútu og Árni Indriðason gerði ógilt víti á 29. mín. Áhorfendur voru 1400. Sagt eftir Þjálfari Vals, Hilmar Björnsson: Vikingar voru betri i þessum leik. Þeir voru allan timann grimmari. Þá varði Jens vel og varnarleikur þeirra var sterkur. Mínir menn voru of staðir, þeir hreyfðu sig alls ekki nóg. Ég hef ekki trú á öðru en að Víkingur eigi eftir að tapa stigum i mótinu og tel þvi okkur eiga enn góða möguleika. FYRRI leikir þriðju umferðar UEFA-bikarkeppninnar í knattspyrnu fóru fram i gær- kvöldi og er ljóst af úrslitum þeirra, að keppnin hefur að þessu sinn breyst í aðra „Búdeslígu“. Fimm vestur-þýsk félög voru enn með i keppninni, engin þeirra drógust saman og öll unnu auð- velda sigra á feiknasterkum and- stæðingum. T.d. vann Eintrakt Frankfurt öruggan stórsigur á Feyenoord, 4—1. Kóreumaðurinn Bum Kun Cha og Bernd Nickel skoruðu fyrir Frankfurt í fyrri hálfleik og i þeim siðari bættu þeir Múller og Lottermann hvor sinu markinu við og Pétur Pét- ursson og félagar áttu ekkert svar. Van Dugen skoraði eina mark Feyenoord sem mun eiga erfitt uppdráttar i heimaleiknum eftir þennan skell. Lítum annars á önnur úrslit i gærkvöldi: Eintr. Frankfurt-Feyenoord 4—1 Diosgyori-Kaiserslautern 0—2 Bor.Mönchlb.—Uni Craiova 2—0 Loko Sofia—Dynamó Kiev 1—0 Standard—Zbrojovka Brno 1—2 Bayern Múnch.n—Rauða Stj. 2—0 Grasshoppers—Stuttgart 0—2 St. Etianne—Aris Saleniki 4—1 Ekki gekk þeim Ásgeiri Sigur- vinssyni og félögum hans hjá Standard betur en Pétri og félög- um. Standard lék heima gegn Keflavíkurbönunum frá Brno í leikinn Páll Björgvinsson, fyrir- liði Víkings: — Sigur okkar í þessum leik var síst of stór eftir gangi hans. Ég átti von á Valsliðinu mun betra en raun varð á. Við höfum undirbúið okkur mjög vel fyrir íslandsmótið og við stefnum á að vinna það með fullu húsi stiga. í UEFA Tékkoslóvakíu og máttu þola jafn stórt tap, 1—2. Voordeckers skor- aði mark Standard, en Svoboda og Dozek skoruðu fyrir Brno. Veldi þýsku liðanna er greini- lega gífurlegt og ýtir undir það álit margra, að knattspyrnan sé í dag hvergi á hærra plani en í Vestur-Þýskalandi. Bayern sigraði Rauðu stjörnuna frá Belgrað ör- ugglega 2—0 með mörkum Karls Heinz Rumenigge í fyrri hálfleik og Helmuts Janzon í þeim síðari, og Borussia Mönchengladbach vann sigur með sömu tölum á heimavelli gegn háskólaliðinu frá Craiova í Rúmeníu. Harald Nickel, sem áður lék með Standard, skor- aði bæði mörk BMG, sitt í hvorum hálfleik. Stuttgart og Kaiserslautern léku hins vegar á útivöllum og unnu engu að síður góða sigra. Kaiserslautern vann ungverska liðið Diosgyori Miscolk örugglega 2—0 með mörkum Benny Wendts og Klaus Bongartz. Stuttgart sótti hins vegar svissneska liðið Grasshopper heim og vann einnig tvö núll. Klotz og Hadwicz skor- uðu mörk Stuttgarts. Loks má geta heimasigurs Loko Sofia frá Búlgaríu gegn Kænu- garði. Mihailov skoraði eina mark þess leiks beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Matisi, Larios, Lop- az og Rovssey skoruðu mörk St. Etiarne gegn Aris frá Grikklandi. - þr. LJAtm. Mhl. Krtatján. • Bjarm Guðmundsson, Val, svífur inn úr horninu. Jens markvörður Víkings er við öllu búinn. - Þr. Standard og Feyenoord fengu skell

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.