Morgunblaðið - 18.01.1980, Side 14

Morgunblaðið - 18.01.1980, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980 Svavar vill fá svör á laugardag Frá fyrsta fundi viðræðunefndanna í Þórshamri í gærmorgun. Frá vinstri: Magnús H. Magnússon, Sighvatur Björgvinsson, Vilmundur Gylfason, Svavar Gestsson, Ragnar Arnalds, Ólafur Ragnar Grimsson, Steingrímur Hermannsson, Tómas Árnason og Jón Helgason. Ljósm. Mbl.: Ól.K.M. Tillögur Alþýðubandalagsins: Með framleiðniaukningu má komast hjá allt að 10% gengislækkun 1980 „Við lögðum fram okkar tillögur og þær voru rædd- ar nokkuð. Formaður Framsóknarflokksins ósk- aði eftir því að þær yrðu sendar til athugunar hjá Þjóðhagsstofnun og ég féllst á þá ósk,“ sagði Svavar Gestsson alþingis- maður, er Mbl. ræddi við hann eftir fyrsta fund við- ræðunefnda vinstri flokk- anna í gær. „Næsti fundur verður á laugardag klukk- an 14 og ég óskaði eftir því, að flokkarnir gæfu þá nokkuð skýr svör um það, hvort þeir teldu þessar tillögur heppilegan grundvöll til áframhald- andi viðræðna um myndun vinstri stjórnar,“ sagði Svavar. „Þessi fundur var út af fyrir sig ágætur,“ sagði Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknar- flokksins. „Þeir alþýðu- bandalagsmenn lögðu fram sínar tillögur, skýrðu þær og svöruðu spurningum okkar hinna. Ég óskaði eftir því að fengið yrði mat Þjóð- hagsstofnunar sem hlut- lausrar stofnunar til að hafa til hliðsjónar. Ég tek fram, að ég er ósammála þeirri gagnrýni, sem sett hefur verið fram í garð Þjóðhagsstofnunar vegna þeirra upplýsinga, sem stjórnarmyndunaraðilum hafa frá henni borizt. Ég tel að menn þar vinni sín störf samvizkusamlega. Einnig óskaði ég eftir því að frá verðlagsstjóra yrðu fengnar upplýsingar um það, hvort þessi niður- færsla Alþýðubandalagsins fær staðizt. Við vorum með fund í okkar efnahagsnefnd nú síðdegis og menn munu fara ofan í tillögurnar og hittast aftur á laugar- dagsmorgun, þannig að við gerum okkar bezta til þess að geta gefið málefnaleg svör á laugardaginn, eins og Svavar óskaði eftir.“ Mbl. spurði Steingrím um hans álit á tillögum Alþýðubandalagsins, en hann kvaðst að svo stöddu ekki vilja leggja slíkt mat á þær opinberlega. „Þetta var prýðilegur fundur," sagði Sighvatur Björgvinsson fjármálaráð- herra, er Mbl. spurði hann í gær um vinstri viðræðu- fundinn í gærmorgun. „Við fengum í hendur yfir- gripsmiklar tillögur í mörgum liðum frá Alþýðu- bandalaginu. Þær fjalla annars vegar um fyrstu aðgerðir og hins vegar er gróf stefnumörkun til lengri tíma. Við munum kanna þessar tillögur ná- kvæmlega." Mbl. spurði Sighvats álits á tillögum Alþýðu- bandalagsins. Hann sagði að við fyrstu sýn virtist sér ýmislegt í tillögunum „gamlir kunningjar“ en svo væri „nýjabrum“ með. „I heild virðist mér mega segja, að efni tillagnanna komi ekki beinlínis á óvart, en það er margt sett mun skipulegar fram en oft áð- ur,“ sagði Sighvatur. ANNAR kafli tillagna Alþýðu- bandalagsins fjallar um þriggja ára áætlun um hjöðnun verð- bólgu, eflingu atvinnuvega og jöfnun lífskjara, 1980-1982. Þar segir, að „markviss efling inn- lendra atvinnuvega er að mati Alþýðubandalagsins undirstöðu- atriði i íslenzkum efnahagsmál- um og veigamikill þáttur i sókn gegn verðbólgu nú og á næstu árum“. Þar segir að á þetta hafi Alþýðubandalagið lagt áherzlu í ríkisstjórn 1978-79. í tillögunum segir: „Með um- talsverðri framleiðniaukningu í helztu útflutningsgreinum og samkeppnisiðnaði á heimamark- aði geta atvinnuvegirnir tekið á sig aukinn tilkostnað án þess að þörf verði fyrir gengisbreytingar, sem magna fyrr en varir verð- bólgu innanlands." Síðan segir að brýnt sé að þegar verði hafizt handa um að auka framleiðni atvinnuveganna og bæta skipulag þeirra með sérstöku átaki og tryggja fjármagn í því skyni. Lagt er til, að unnið verði að því að tryggja a.m.k. 7% framleiðslu- aukningu í fiskveiðum og fisk- vinnslu á yfirstandandi ári og á hinu næsta verði á sama hátt stefnt í 5-10% framleiðniaukningu í sjávarútvegi. í almennum iðnaði verði gert sérstakt þróunarátak til að, auka verulega framleiðni og að stefnt verði að allt að 10% fram- leiðniaukningu að meðaltali á ári næstu þrjú ár. Fjármagns til framleiðniauk- andi aðgerða á að afla með auknu lánsfé til Fiskveiðasjóðs og Iðn- lánasjóðs, með sérstöku lánsfé til hagræðingar í undirstöðuatvinnu- vegunum, 3 þúsund milljónir króna, með tekjum af tímabundnu aðlögunargjaldi, sem varið verði til iðnþróunaraðgerða. Síðan seg- ir: „Yrði því marki um framleiðni- aukningu náð, sem gerð er grein fyrir hér á undan, má ætla að komist verði hjá allt að 10% gengislækkun á árinu 1980.“ Að lokum segir: „Því er lögð á það áherzla, að það átak, sem hér um ræðir verði gert í náinni samvinnu við þá, sem í fyrirtækjunum starfa og tengist hagsbótum þeim til handa. Komi til fækkunar starfs- manna verður að tryggja þeim er víkja sambærileg störf á öðrum vettvangi." Tillögur Alþýðubandalagsins: Nýtt efnahags- málaráðuneyti o g áætlunarráð Tillögur Alþýðubandalagsins: Lyfjasala verði þjóðnýtt, ríkið reki f asteignasölu — forstöðumenn ríkisstofnana og ráðuneyta ráðnir til 5 ára SPARNAðARNEFNDIR í ríkis- fyrirtækjum og stofnunum, fimm ára ráðningartími forstöðu- manna opinberra stofnana og ráðuneyta, fækkun ríkisbank- anna i tvo, endurskipulagning olíuverzlunarinnar, fækkun tryggingafélaga, tölvumiðstöð verzlunarinnar, aukin umsvif Innkaupastofnunar ríkisins, stofnun fasteignasölu rikisins, þjóðnýting lyfjasölu og stað- greiðslukerfi skatta frá áramót- um 1980/81 eru meðal tillagna Alþýðubandalagsins að 3ja ára áætluninni. í tillögunum er sagt að með endurbótum í verzlunarrekstri og þá sérstaklega aukinni hag- kvæmni í innflutningsverzlun skuli stefnt að því að verzlunar- kostnaður minnki um 10% á næstu 3 árum. Til að draga úr innflutningi eiga opinberir aðilar að jafnaði að taka innlendum tilboðum frekar en erlendum, ef þau eru ekki óhagkvæmari en sem nemur 10— 15% af innkaupsverði. Útgáfa verzlunarleyfa verði háð strangari skilyrðum en nú er og rækileg athugun fari fram á vöruflutningum til landsins. Stofnuð verði fasteignasala ríkisins og eftirlit með fasteigna- sölu hert, auk þess sem sveitarfé- lögum verði gert mögulegt að starfrækja almenna fasteigna- þjónustu. Alþýðubandalagið vill að álagn- ingarreglum verði breytt „og horf- ið frá prósentuálagningu með upp- hleðsluáhrifum". Verðlagsstofn- unin fái aukið fé til kynningar- starfsemi og neytendasamtökin verði efld. Sett verði á laggirnar tölvumiðstöð verzlunarinnar, sem verzlunin greiði kostnað af en tollheimtan, bankarnir, Hagstof- an og Verðlagsstofnunin reki. Þessi stofnun annist verðútreikn- inga á innfluttum vörum. Alþýðubandalagið vill sam- ræma sjúkratryggingagjald tekju- skatti og að húsaleiga verði frá- dráttarbær frá skatti. Athuguð verði álagning virðisaukaskatts. Þá vill Alþýðubandalagið að allt tekjuöflunarkerfi ríkisins verði tekið til endurskoðunar og það einfaldað og innheimta skatta tryggð betur en nú er, innheimta söluskatts verði hert og bætt og skattaeftirlit aukið. ALþÝÐUBANDALAGIÐ leggur til í tillögum sínum. að efnahags- stjórn landins verði breytt, þar sem reynslan sýni, að nauðsyn- legt sé að samhæfa ákvarðanir í efnahagsmálum. Þvi setur flokk- urinn fram tillögur um efna- hagsmálaráðuneyti og að stofn- sett verði sérstakt áætlunarráð. í tillögunum er gert ráð fyrir að undir efnahagsmáiaráðuneyti heyri: hluti verkefna, sem nú eru í fjármálaráðuneyti og viðskipta- ráðuneyti og er þar sérstaklega átt við bankana, starfsemi, sem nú fer fram í Framkvæmdastofnun og Þjóðhagsstofnun, enda verði hún endurskipulögð. Sett verði á stofn sérstakt áætlunarráð, skipað af ríkis- stjórninni. Hlutverk ráðsins verði: að fara yfir og samhæfa tillögur að atvinnuvegaáætlunum, fjár- festingaráætlunum, lánsfjáráætl- unum og þjóðhagsáætlunum, að vinna að tillögugerð og stýringu á heildaráhrifaþáttum peninga- mála. Ráðið verði jafnframt aðal- ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum. Um stjórn fjárfestingarmála segir að áætlunarráð annist sam- ræmingu fjárfestingarstjórnunar, geri heildaráætlanir um fjárfest- ingu á landinu og samræmir þær öðrum efnahagsáætlunum, sem gerðar eru. Efnahagsmálaráðu- neytið stuðli að heildarsamkomu- lagi banka, sparisjóða og fjárfest- ingarlánasjóða um fjármögnun framkvæmda. Ríkisstjórnin taki ákvörðun um heildarfjárfest- ingaráætlun að fenginni tillögu áætlunarráðs. Um stjórn peningamála segir að efnahagsmálaráðuneytið fylgist með þróun peningamagns í um- ferð og gerir tillögur til ríkis- stjórnarinnar um aðgerðir, sem kunna að teljast nauðsynlegar. Skipulega verði unnið gegn árs- tíðasveiflum í peningastreymi meðal annars með setningu reglna um sveigjanlega fjármagnsbind- ingu. Arstíðabundnum vanda ríkissjóðs verði í auknum mæli mætt með sölu ríkisvíxla í við- skiptabönkum. Gengisskráningu verði haldið sem stöðugastri, þó að fyrst um sinn sé óhjákvæmilegt að taka nokkurt tillit til hinnar miklu verðþenslu innanlands. Efnahagsráðuneytið geri tillögur til ríkisstjórnarinnar um stefnuna í vaxta- og verðtryggingarmálum. Upplýsingaöflun frá bankakerfinu verði bætt og samræmd og gerð aðgengilegri meðal annars með því að létta af bankaleynd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.