Morgunblaðið - 24.01.1980, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.01.1980, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980 S' I hrakn- ingum á Fróð- árheiði ölafsvík 22. janúar. UM MIÐNÆTTI síðast- liðna nótt var leitarflokkUr Slysavarnadeildarinnar í Ólafsvík kallaður út til leitar að manni, sem hafði þurft að yfirgefa bíl sinn á Fróðárheiði í vonskuveðri. Nokkru síðar var björgun- arsveitin á Hellissandi einnig kvödd út. Maðurinn var einn á ferð og hafði farið frá Akranesi um klukkan 14.30 áleiðis til Ólafsvíkur. Þegar hann var ekki kominn vestur klukk- an 21 var farið á heiðina til móts við hann því vitað var um vonda færð þar. Fannst þá bíllinn yfirgefinn rétt sunnan við háheiðina. Þegar spurzt hafði verið fyrir á bæjum næst Fróðárheiði án árangurs var lögreglan í Ólafsvík látin vita og leitarmenn kallaðir út. Um klukk- an 2 í nótt voru 20—30 manns komnir í sæluhúsið og voru að skipa sér niður til leitar þegar boð komu frá leitarflokki úr Staðar- sveit og Breiðuvík um að maður- inn væri kominn fram á Kálfár- völlum í Staðarsveit. Hafði hann gengið þangað án þess að lenda í teljandi hrakning- um, en mjög hvasst var og skaf- hrið, einkum á hæsta hluta Fróð- árheiðar. Gizka má á, að maður- inn hafi gengið 8—10 kílómetra við erfiðar aðstæður. - Helgi 56% vilja meiri hörku New York, 21. janúar. AP. 56% Bandarikjamanna virðast fylgjandi því að vegna innrásar Sovétmanna í Afganistan verði 01- ympiuleikarnir haldnir annars staðar en í Sovétríkjunum í ár, en 49% þeirra sem spurðir voru í skoðanakönnun NBC og AP fyrir helgi töldu að Bandaríkjamenn ættu að hætta við þátttöku ef leikarnir yrðu samt sem áður haldnir i Sovétríkjunum. 56% þeirra, sem spurðir voru, telja að Carter forseti hafi ekki verið nægilega harður í horn að taka gegn Sovétríkjunum vegna innrásarinnar en af þeim styðja 49% þó aðgerðir forsetans í sambandi við málið. Könnunin fór fram áður en forsetinn beindi því til bandarísku Olympíu- nefndarinnar að hún sendi ekki þátttakendur til leikanna í Sovét. THE OBSERVER eftir Antony Hyman Blaðamaðurinn Antony Hyman gerði víðreist í Afganistan á siðastliðnu ári og er nú að reka smiðshöggið á bók um landið og sögu þess. AFGANISTAN hefur gegnt lyk- ilhlutverki í hernaðarhugleið- ingum heimsvelda frá því á fyrra hluta nítjándu aldar. Hin víðáttumiklu svæði í Mið-Asíu, sem Rússar unnu eftir ósigur sinn í Krímstríðinu, færðu landamæri þeirra nálægt breska heimsveldinu í Indlandi. Hið hrjóstruga, fjöllótta Afganistan var hið eina, er skildi heims- veldin að. Hin langvarandi samkeppni Rússa og Breta um yfirráð í Asíu skapaði spennu í Afganistan og orsakaði tvær kostnaðarsamar innrásir bresk-indversku herj- anna í Afganistan, sem báðar reyndust misheppnaðar tilraun- ir til að koma skjólstæðingi í sæti amirs, afganska þjóðhöfð- ingjans. Upp úr 1890 kynntist breskur almenningur reglum „Leiksins mikla" í verkum Rudyards Kipl- ing, en það nafn var haft um samkeppni Breta og Rússa í Asíu. Hann laðaði fram hinar skáldrænu hliðar baráttunnar um völd og áhrif í Mið-Asíu. í sögum eins og Maðurinn^ sem var og Kim skrifaði Kipling um njósnir og afreksverk í hinum afskekktu landamæra- héruðum Afganistan og Tíbets, þar sem samsæri Rússa um að hnekkja yfirráðum Breta í Ind!- landi voru hindruð á síðustu stundu af breskum og indversk7 um leyniþjónustumönnum. Enda þótt Bretar litu á „Leik’i inn mikla" sem varnargarð var hann í augum Afgana átylla til íhlutunar og árása á land þeirra, Þeir voru sannfærðir um, aty markmið valdastreitunnar væri Afganistan sjálft, þrátt fyrir að margir Evrópubúar væru á einu máli og ferðalangur einn, sem áleit landið ekki auðugt af neinu nema grjóti. Afganir reiddust landatapi til Rússa í norðri jafn mikið og innlimun landamærasvæð i í suðri í hið breska Indland og á örlagastundum á þessi öld hafa valdhafar í Afghaniastan reynt að ná aftur þessu glataða landi. Þegar rússensk yfirrráð leyst- ust upp að lokinni byltingu bolsévikka, hóf afganski herinn aðgerðir um alla Mið-Asíu til að reyna að vinna aftur og jafnvel efla yfirráð Afgana á þessum slóðum. Á sama hátt varð Pak- istan, það ríki sem stofnað var, þegar Indland fékk sjálfstæði árið 1947, þegar í stað að verjast sameiningarásókn Afgana, sem reyndu að sneiða norðvestur- svæðin og Balukistan af hinu nýstofnaða ríki og ná loks að- gangi að Indlandshafi. Nauðsyn Breta á að gera Afganistan að varnarbelti kom illa heim við sjálfsvirðingu valdhafanna og stöðu Afganist- an sem sjálfstæðs ríkis. En Bretum var þetta í lófa lagið, þar eð Afghanistan var fátækt og landlukt ríki, sem var svo til algjörlega háð leiðinni til Ind- landsskaga hvað varðaði verslun og samskipti við umheiminn. Undir lok síðustu aldar hafði Bretum tekist að gera afganska amirinn að indverskum prins í sérstökum æðri flokki — með því að takast á hendur stjórn afganska utanríkismála, veita landinu ríflega fjárhagsaðstoð á ári hverju og sjá því fyrir vopnum — enda þótt Bretar hefðu engin bein völd í landinu. Að Afganistan skyldi takast að varðveita sjálfstæði sitt var ekki að þakka styrk eða kænsku þjóðhöfðingjanna, heldur frem- ur því, hversu landið var erfitt yfirferðar og bardagahæfni Pushtoon-þjóðflokksins. Af bit- urri reynslu í styrjöldum Breta og Afgana sannfærðust breskir embættismenn um, að vitur- legast væri að láta þjóðflokk þennan afskiptalausan, eins og amirarnir voru reyndar nauð- beygðir til að gera, þar eð þá skorti afl til að beita þá beinni stjórn. Skömmu fyrir heimsstyrjöld- ina fyrri komust Bretar og Rússar að samkomulagi um ágreiningsmál sín í Asíu og bresk áhrifasvæði þar voru við- urkennd. En í stríðinu blandað- ist þriðja Evrópuveldið í málefni Afganistans, er Þjóðverjar sendu þangað herlið, en það var þáttur í áformum þeirra um að egna til óeirða í Indlandi. Enda þótt ráðagerðir Þjóð- verja færu að mestu út um þúfur, juku þeir áhrif sín til muna að stríðinu loknu. Reglur „Leiksins mikla" breyttust óneit- anlega, þegar Þjóðverjar rudd- ust inn í griðlönd rússneska keisaradæmisins og breska heimsveldisins og þegar sovéska stjórnin náði aftur fótfestu í Mið-Asíu á þriðja áratugnum. Bretar misstu tök sín á utan- ríkismálum Afgana að loknu þriðja bresk-afganska stríðinu árið 1919 um leið og umbótakon- ungurinn Amanuallah (1919— 1929) lét af einangrunarstefnu fyrri þjóðhöfðingja í Afganistan, en hann flutti inn í landið þýskt fjármagn og sérþekkingu. Hann kaus heldur að setja traust sitt á fjarlægan þriðja valdaaðila en hina tvo voldugu nágranna. Þýsk og frönsk menningar- áhrif efldust einnig, þegar stofn- aðir voru þýskir og franskir menntaskólar í Kabul. Endalok heimsstyrjaldarinnar síðari og kalda stríðið ger- breyttu stöðunni því að þá komu GAMALT SKOTVOPN í STRÍÐSHRJAÐU LANDI — Kaupmaður í Kabul sýnir eina af gömlu byssunum sem hann hefur á boðstólum í verslun sinni. Verðið á þessum gömlu skotvopnum er frá fimm dölum og allt upp í 2.000 dali fyrir þau fágætustu. Afganistan: Leiksoppur stórveldanna Bðkmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Leifur Jóelsson: Einstigi í mannhafinu. Kápumynd: Guðrún Svava Svav- arsdóttir. Letur 1979. Einstigi í mannhafinu eftir Leif Jóelsson er ein þeirra ljóðabóka sem í senn vitna um skáldlega hæfileika og nokkurn skort á smekkvísi og ögun sem þrátt fyrir allt skiptir töluverðu máli í ljóð- list. Það er til dæmis ástæðulaust fyrir höfund sem greinilega hefur metnað til að bera að birta dæmigerðan æskukveðskap eins og fyrsta ljóð bókarinnar Spádóm- ur vitnar um: „Fyrst þegar visnar fjóla í heiði / og fölna sumarins blómin ungu / andvarinn hvíslar að öldnum meiði / aftur kviknar þú ljóð á tungu.“ Meira þykir mér um vert að lesa stefnuyfirlýsinguna sem birtist í síðasta ljóðinu: Héðan verðurðu að ganga þrátt fyrir óvissu þrátt fyrir leiða þrátt fyrir kjarkleysi Ég held að Leifur Jóelsson geti orðið gott skáld (einkum er mér í huga eftirtektarverð Parísarljóð birt í Lystræningjanum fyrir skömmu) ef hann ræktar betur hinn opna Ijóðstíl sem víða birtist í Einstigi í mannhafinu. Langt ljóð eins og í straumkastinu lýsir tilfinningu og reynslu sem ekki er algeng í ljóðabókum ungra höf- Leifur Jóelsson unda, leið „inn í gráan borgar- veruleikann" þar sem skáldið leit- ar uppi „fimmtu herdeildina". Þótt þetta eigi líklega að vera pólitísk afstaða finnst mér hún einhvern veginn ekki vera það. Ef til vill táknar hún ferð skáldsins til „uppsprettulinda tímans" sem lýst er í Sannfæringu. Leifur Jóelsson nær oft skemmtilegum árangri í smáljóð- um (Umhverfisvernd, Andstæður, í minningu doktorsritgerðar Marx, Einn), en í lengri ljóðunum virðist hann samkvæmari sjálfum sér. Ástarljóðið Til Birnu er dæmi um meitlaða hugsun. Til Einars Ólafssonar er ljóðrænn rabbstíll um þá sem elska blóm og stjörnur þrátt fyrir bræði sársauka og einmanaleik, enda tilgangurinn fyrst og fremst nýtt frelsi „náttúr- unnar í manninum". Þannig má bollaleggja um þessa ljóðabók, kosti hennar og galla þangað til sú næsta kemur, en hana boðar höfundur. I>rátt fyrir óvissu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.