Morgunblaðið - 24.01.1980, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÖAGUR 24. JANÚAR 1980
11
Bandaríkin til skjalanna með
umfangsmikla þróunaraðstoð.
En upp úr 1950 varð sambúðin
við Sovétríkin smátt og smátt
nánari og samkeppni risaveld-
anna um áhrif í landinu upp-
hófst.
Hlutur Bandaríkjamanna í
hinum stórtæku og erfiðu
áveituframkvæmdum í Hel-
manddalnum varð stolt þeirra,
en bæði Bandaríkin og Sovétrík-
in áttu hlutdeild í fjölmörgum
þróunarframkvæmdum til hags-
bóta fyrir Afganistan.
Hernaðarsérfræðingar Banda-
ríkjanna töldu ekki, að Afganist-
an, er stóð utan hernaðarbanda-
laga, væri bandarískum hags-
munum mikilvægt á þessum
slóðum, en kusu heldur að beina
kröftum sínum að nágrannaríkj-
um, sem hlynnt voru vesturveld-
unum og urðu aðilar að
Baghdad-samningum 1954 og
síðar Cento:bandalaginu, þ.e.a.s.
Pakistan, íran og Tyrklandi.
Brátt kom að því að aðstoð og
lán frá Sovétríkjunum færu
fram úr Bandaríkjunum og
Rússar komu í stað Breta sem
aðalvopnasalar.
Utanríkisverslun varð líka
mun háðari Sovétmönnum eftir
að annarri flutningaleið var
komið á laggirnar til norðurs
vegna langvinnnra deilna við
Pakistan. Að lokinni lagningu
vegakerfis frá norðri til suðurs á
sjöunda áratugnum breyttust
utanríkisviðskipti Afgana gagn-
gert. Hinar hefðbundnu útflutn-
ingsvörur til Vesturlanda, hnet-
ur, rúsínur og karakulloðskinn,
voru leystar af hólmi af baðmull,
ávöxtum, jarðgasi og olíu er
Sovétmenn hagnýttu, og selt var
til Austur-Evrópu.
Þegar ferðaútvörp fóru að
berast til landsins, byrjuðu
margir Afghanir að hlusta á
Rashkent-útvarpið og aðrar sov-
éskar stöðvar og hafa þá vafa-
lítið gert sér ljósa breytta lifnað-
arhætti samfara velmegun í
Mið-Asíu undir stjórn Sov-
étríkjanna.
Enda þótt hlutleysi væri yfir-
lýst stefna stjórnarinnar í Kab-
úl, var hún þegar á sjötta
áratugnum í tengslum við þá
fylkingu ríkja, er undir forystu
bandamanna Sovétríkjanna
kváðust vilja hamla gegn heims-
valdastefnu. En jafnframt tókst
henni að halda fyrirtaksgóðu
sambandi við bæði Kína og
Indland.
„Leikurinn mikli“ hefur þann-
ig á síðustu árum tekið á sig
nýja og hversdagslegri mynd,
þar sem hinn ofurvoldugi ná-
granni hefur lævíslega þrengt
sér inn á fátækt og vanþróað ríki
án teljandi samkeppni frá öðrum
stórveldum.
Staða skrif-
stofustjóra
Trygginga-
stofnunarinn-
ar laus til
umsóknar
AUGLÝST hefur verið laus til
umsóknar staða skrifstofustjóra
Tryggingastofnunar ríkisins,
sem jafnframt gegni starfi að-
stoðarforstjóra stofnunarinnar.
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk í heilbrigðis-
og tryggingaráðuneytinu í gær,
lætur Eyjólfur Jónsson nú af
þessu starfi, sem hann hefur gegnt
í um það bil 25 ár. Mun Eyjólfur
nú taka við starfi framkvæmda-
stjóra Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs, sem ekki hefur haft sérstak-
an starfsmann fyrr.
Páil V. Daníelsson:
Ölið og löggæzlan
Ég vil þakka Davíð Scheving
fyrir þá röggsemi að láta reyna á
það, hvort hann kæmist með
áfengan bjór í gegnum tollinn eða
ekki. Ég hefi verið þátttakandi í
því að benda ráðamönnum á, að
lög landsins væru brotin með því
að leyfa undir nokkrum kringum-
stæðum að farið sé með áfengan
bjór inn í landið en ávallt talað
fyrir daufum eyrum og fullkomnu
aðgerðaleysi þeirra, sem eiga að
framfylgja því, að eftir lögum sé
farið og þar með standa að
mismunun og margs konar spill-
ingu í landinu.
Hins vegar tel ég það nokkuð á
hreinu að Davíð fái sekt fyrir að
kaupa bjórinn og það er ekki rétt
sem fram hefur komið að hann
hafi ekkert ólöglegt aðhafst. Sá
sem bjórinn seldi, Fríhöfnin, brýt-
ur lög með því að selja áfengan
bjór, skiptir þar engu máli hvort
selt er farþega eða áhafnarmanni.
Hins vegar eru þessi mál þannig
vaxin að þeir sem að þeim standa
og bera höfuðábyrgðina eru
stjórnvöld og er því hætt við að
dómar verði ekki harðir, jafnvel
að þeir opinberu starfsmenn, sem
komið hafa að málum þessum, fái
ekki áminningu fyrir brot í starfi.
í því efni velta stundum smærri
þúfur hlassi. En þegar spillingin
hefur haldið innreið sína vill
jafnan fara svo að þá verði ekki
allir jafnir fyrir lögunum. Hins
vegar er það ljóst hverjum þeim
sem hugsar og leitar orsaka fyrir
hlutunum að höfuðspillingavald-
urinn í þessu þjóðfélagi er áfengið
og meðferð þess. Öll verstu málin í
þjóðfélaginu eru nærð af þeirri
uppsprettu.
Ég vona að nú verði ekki komist
hjá því að fara að lögum og stöðva
bæði innflutning á áfengum bjór
og tollfríu áfengi áhafna og far-
þega. Það er ljóst lögum sam-
kvæmt, að bjórinn má ekki flytja
inn, hvorki ríkið né einstaklingar
og það er ekkert í áfengislögum,
sem leyfir það, að fólk megi flvtja
með sér annað áfengi inn í landið.
Ég vona einnig að löggæslan
taki rögg á sig og komi í veg fyrir
að önnur fyrirmæli áfengislag-
anna séu brotin eins og brugg-
ákvæðin og bann við auglýsingum,
sem m.a. koma fram beint og
óbeint í útvarpi og sjónvarpi.
Fjármagnið lætur ekki að sér
hæða og fáir auðhringar eru
iðnari við það að hafa bein og
óbein áhrif á þá, sem ráðamenn
teljast, að þeir haldi sem flestum
smugum opnum svo að áfengið fái
sem stærstan markað hver svo
sem afleiðingin verður fyrir hinn
almenna mann. Öll linkind í sam-
bandi við áfengismál á rætur í
fjármunum áfengisauðvaldsins sé
vel að gáð.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENTJ
HORENS
ER TRAUSTSINS
VERÐUR
Leiöandi fyrirtæki
á sviói sjónvarps
útvarps og hljómtækja
NESCO
VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10.SÍMI: 27788 (4 LÍNUR).