Morgunblaðið - 24.01.1980, Side 14

Morgunblaðið - 24.01.1980, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980 Kúreki á Nafn á frummáli: Buck Rogers in the 25th Century. Framieiðandi: Richard Caffey. Leikstjóri: Daniel Haller. Handrit: Glenn A. Larson og Lesiie Stevens. Myndataka: Frank Beascoechea. Klipping: John J. Dumas. Tónlist: Stu Phillips. Leikmyndir: Richard Reams. Sýningarstaður: Laugarásbíó. Það er spurning hvort skemmtileg vitleysa sé ekki í eðli sínu list og þá leiðinleg list vitleysa. Er ekki margt af því sem síðskeggjaðir menningarvit- ar geispa yfir og dæma síðan list. — Bara húmbúk sem vegna þeirrar áráttu mannskepnunnar að vilja ekki sýnast heimskari næsta manni hefur lyfst á ósnert- anlegan stall. Þetta flaug mér í hug er ég sá Buck Rogers á 25. Kvlkmyndlr eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON öld. Mynd þessi er óttaleg vit- leysa, soðin saman úr Star Wars — þúsund og einnar nætur mynd- um og öðru álíka samstæðu efni. En þessi 90 mínútna vitleysa er bráðskemmtileg. Þú dottar ekki yfir óendanlegu dauðastríði líkt og hjá Bergmann eða bíður í korter eftir því að komast að ákveðnum vegg 10 metra spöl undir leiðsögn Antonioni. Nei, þarna skeður allt með undraverðum hraða. Buck nokkur Rogers hefur losnað á geimfari sínu Ranger III af sporbaug, lendir hann svo af leið að hann kemur ekki aftur í nánd við jörð fyrr en eftir 504 ár. En það gerir ekkert til því Buck féll nefnilega í dá — djúpfrystist svo honum varð ekki meint af volkinu. Nú en á leiðinni heim aftur er Buck karlinn affrystur um borð í risastóru geimskipi. Þar er fyrir undrafögur prinsessa, Ardala, en hún er ein af 30 dætrum Drakós nokkurs sem ræður hvorki meira „25. öld“ né minna en 3/4 alheimsins. Sumir láta sér nú nægja minna. Ardala prinsessu sem líkist helst egypskri magadansmey er mikið í mun að víkka út ríki föður síns því eins og hún segir „... ég á 29 systur sem bíða eftir því að bíta í tærnar á mér.“ Eins og vera ber verður Ardala prinsessa skotin i Buck Rogers og fær því fram- gengt að hann er ekki drepinn á stundinni heldur sendur til jarð- ar að kanna jarðveginn. En Ar- dala hyggur á landvinninga á móður jörð. Buck er alsæll að komast heim til sín eftir svo langan krók. En þar er nú margt öðruvísi en kappinn bjóst við. Allt í rúst eftir kjarnorkústríð. Honum tekst samt að finna leiði föður síns og móður svo til um leið. Þannig er Buck Rogers, þú færð það á tilfinninguna að honum sé ekkert ómögulegt og að hann sé óskap- lega góður maður. Þú ert líka sannfærður um að Kane, vondi maðurinn, sé afskaplega slæmur. Enda tekst Henry Silva að koma illmennskunni til skila með af- skaplega einföldu leikbragði sem hann beitir allan tímann — hann bítur saman tönnum. Einnig færðu það á tilfinninguna að Tígurmaðurinn einkalífvörður hinnar undurfögru Ardala prins- essu — sem af einhverjum undar- legum ástæðum er með sverð sem vopn á miðri 25. öld — sé stórhættulegur, Duke Butler vek- ur þessa tilfinningu með því að lygna stöðugt aftur öðru aug£ Þannig eru leikararnir eins og stór börn klædd í framandi bún- inga. Og áfram þeytist myndin í gegnum dansiball á 25. öld þar sem allir eru klæddir líkt og í „A hverfanda hveli“ og þar sem dansfólkið gæti verið úr islenska þjóðdansafélaginu, af hreyfing- um að dæma — og þaðan inn í einkasvefnherbergi Ardala prins- essu þar sem reykelsi og silki- klútar skapa andrúmsloft líkt því sem ég ímynda mér að hafi ríkt í tjaldi Gengis Kahn. Og að lokum á 89. mínútu springur geimskipið með vondu mönnunum — en fáum sekúndum áður hafði Buck Rogers bjargast með yndislega stúlku í fanginu, Wilmu Derring ofursta,' sem hann kynntist á móður jörð. En þá ske mistökin, Kane sleppur, þeir hljóta að hyggja á Buck Rogers II. Eitt fannst mér athyglisvert handan við efnisþráð myndarinn- ar og það er hve mjög er beitt tölvutækni við endurgerð 25. ald- arinnar. Þetta er athyglisvert vegna þess að slík tækni er þegar fyrir hendi í nýjustu bandarísku tölvuleikföngunum. Sú hugsun flaug manni í hug við að sjá myndina að tæknilega værum við ef til vill farnir að nálgast 25. öldina, en sem menn hefðum við breyst sáralítið, því hver er munurinn á Búck Rogers sem þeytist um himingeiminn á geim- skutlum að bjarga saklausum stúlkum úr höndum vondra geim- vera og Roy Rogers á gamla Trigger á fullri ferð á eftir blóðþyrstum indjánum? Ragnar Arnalds form. þingflokks Alþýðubandalagsins: Margþættar tillögur sem skila árangri Enn ein tilraun til stjórnar- myndunar er farin í vaskinn, og fólkið í landinu spyr að vonum hvort þetta dæmalausa viðræðu- þóf eigi sér engan endi. í þessum seinustu viðræðum lögðum við Alþýðubandalags- menn fram margþættar og mjög ítarlegar tillögur um aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum. Við lögðum fram 24 tillögupunkta um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum á næstu vikum og mánuðum, og jafnframt um 40 tillögur um frekari aðgerðir til lengri tíma, byggðar upp sem þriggja ára áætlun um hjöðnun verðbólgu, eflingu atvinnuvega og jöfnun lífskjara. Til lengri tíma litið var megináherslan lögð á aukna framleiðni, breytta efnahags- stjórn og víðtækan sparnað í hagkerfinu. Tillögurnar um fyrstu aðgerðir beindust hins vegar fyrst og fremst að þeim mikla verðbólgu- vanda sem að steðjar, og í umsögn sinni um þessar tillögur er það niurstaða Þjóðhagsstofn- unar, að yrðu þær framkvæmdar myndi verðbólga vera komin niður í 27—33% í árslok, kaup- máttur launa myndi haldast nokkurn veginn óbreyttur og greiðsluafkoma ríkissjóðs yrði hagstæð sem næmi 10.8 milljörð- um kr. á því ári sem er að líða. Undarleg viðbrögð Þetta eru einu tillögurnar, sem lagðar hafa verið fram í stjórnarmyndunarviðræðum seinustu vikna, sem bæði tryggja verulegan árangur í baráttunni við verðbólguna og óskertan kaupmátt almennra launa. Því hefði mátt ætla, að þessar tillög- ur hefðu getað orðið grundvöllur að myndun nýrrar stjórnar og a.m.k. áttum við von á, að tillög- urnar yrðu skoðaðar með já- kvæðu hugarfari. En því var ekki að heilsa. Fulltrúar Framsóknar- flokksins tóku heldur dauflega undir þessar tillögur og vildu aðeins fallast á fáar þeirra, en fulltrúar Alþýðuflokksins tóku af skarið og vildu ekki fallast á neinar af þessum tillögum. Ráðherrar Alþýðuflokksins lýstu því yfir fyrir kosningar, að þeir væru reiðubúnir að sprengja hverja þá stjórn, sem ekki fylgdi í aðalatriðum stefnu Alþýðu- flokksins. Nú eru þeir í stjórn, þar sem málflutningur annarra flokka heyrist ekki, og flest bendir til, að þar vilji þeir sitja, svo lengi sem þeir geta. Það hefur vakið talsverða at- hygli, að í áróðri sínum gegn tillögum Alþýðubandalagsins hafa þeir Alþýðuflokksmenn og Framsóknarmenn litlar sem eng- ar tilraunir gert til að andmæla þessum tillögum með rökum. Hins vegar hafa þeir afgreitt þær með yfírborðslegum glósum um, að tillögurnar séu „óskalistar", sem engu máli skipti. Svo mikill er ótti þessara manna við Al- þýðubandalagið, að þeir mega ekki til þess hugsa, að ríkisstjórn sé mynduð á grundvelli tillagna Alþýðubandalagsins, jafnvel þótt tillögurnar skili þeim árangri, sem eftir er leitað. Ég er satt að — og haf a ekki verið gagn- rýndar með rökum segja sannfærður um, að ekkert í þessum tillögum Alþýðubanda- lagsins stríðir beinlínis gegn stefnu Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks, og flestir stuðn- ingsmenn þessara flokka væru vafalaust reiðubúnir að reyna þessa leið, sem Alþýðubandalagið bendir á, ef þeir fengju því ráðið. Eða lítum nánar á þessar tillögur Alþýðubandalagsins: Tillögurnar um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum má í örstuttu máli draga saman í fimm þætti: 1. Stöðugra gengi krónunnar Með stórfelldu og vel skipu- lögðu átaki til hagræðingar og framleiðniaukningár í útflutn- ingsiðnaði, einkum fiskiðnaði, verður að losa útflutningsat- vinnuvegina við það fíknilyf, sem þeir hafa vanist á undanfarin ár, hið látlausa gengissig krónunnar. Vafalaust má auka framleiðnina um 10—20% á næstu tveimur árum, en auðvitað verður að verja til þess nokkru fé og vinna verkið á skipulegan hátt. Vissulega tek- ur það einhvern tíma, að aðgerðir af þessu tagi skili árangri, en fyrstu áhrif þessara aðgerða ættu að geta komið í ljós á síðari hluta þessa árs. Ákvörðun fiskverðs nú í árs- byrjun verður einnig að miðast við þá meginstefnu, að gengi krónunnar sé haldið sem stöðug- ustu. 2. Almenn niður- færsla verðlags Niðurfærsla verðlags um 6% er aðgerð, sem hefur það markmið að brjóta upp vítahring verðbólg- unnar. Byrðarnar eru lagðar á herðar sem flestra aðila og reynt að tryggja að niðurfærsla verð- lagsins nái jafnt til einkaaðila í atvinnurekstri og þjónustustörf- um sem til ríkissjóðs og opin- berra aðila. Allir hafa þessir aðilar mikinn hag af því að dregið sé úr verðbólgu og verða því að taka beinan þátt í niður- færslu verðlagsins t.d. með lækk- un flutningsgjalda, vátrygg- ingarkostnaðar, verslunarálagn- ingar o.s.frv. Jafnframt er fyrir- tækjunum auðveldað að taka þátt í þessari niðurfærslu verðlags með lækkun kostnaðar í atvinnu- rekstri eins og síðar verður vikið að. Niðurgreiðslur matvöruverðs eru jafnframt nokkuð auknar aftur, en niðurgreiðslurnar hafa verulega minnkað seinustu mán- uðina. Samtals á þessi verðlækkun að svara til 6 prósentustiga í fram- færsluvísitölu. Jafnhliða þessari beinu niðurfærslu verðlagsins er tillaga gerð um beina niðurtaln- ingu verðbólgunnar, þannig að ekki megi samþykkja meira en 6% hækkun verðs vöru og þjón- Ragnar Arnalds. ustu fram til aprílloka og þetta hámark verði 5% til nóvember- loka. Þó yrði að gera undantekn- ingu hjá þeim aðilum, sem ekki hafa fengið afgreiðslu á beiðnum sínum um verðbreytingar undan- farna 6 mánuði. 3. Lækkun kostnaðar í atvinnurekstri Ljóst er, að talsverðar byrðar eru lagðar á rekstraraðila í þess- um tillögum, bæði með breyttri gengisstefnu, niðurfærslu verð- lags og veltuskatti. Er því óhjákvæmilegt að létta útgjöld- um af fyrirtækjum og stofnunum til að auðvelda þeim að bera þessar byrðar. í þessu skyni er lagt til að 1.5% launaskattur, sem nú rennur í ríkissjóð falli niður og vextir verði lækkaðir í áföngum á árinu 1980 um 5% frá 1. mars og um 5% frá 1. ágúst. 4. Kjaramál Ljóst er, að nýrri ríkisstjórn er mikill vandi á höndum, þar sem kjarasamningar allra launa- manna eru nú lausir. Sérhver ríkisstjórn verður að telja það skyldu sína að reyna að greiða fyrir væntanlegum kjarasamn- ingum og þess vegna hefur Al- þýðubandalagið lagt til, að 6000 milljónir króna verði ætlaðar til að auðvelda lausn væntanlegra samninga. Sérstök áhersla yrði lögð á framlög til húsnæðismála, til dagvistunarmála og byggingar hjúkrunar- og dvalarheimila fyrir aldraða. I tillögum Alþýðubandalagsins er einnig gert ráð fyrir, að elli- og örorkulífeyrir verði hækkaður um 3000 milljónir króna á þessu ári, BSRB fái aukinn samnings- rétt, eins og um var rætt á sl. vetri, þótt ekki yrði úr, og við það verði miðað í öllum efnahagsað- gerðum, að almenn laun verði verðtryggð. í stjórnarmyndunartillögum Framsóknar-, Alþýðu- og Sjálf- stæðisflokks hefur ekki verið vikið einu orði að vanda landbún- aðarins, en í tillögum Alþýðu- bandalagsins eru settar fram ákveðnar tillögur vegna óverð- tryggðs útflutnings búvara á seinasta verðlagsári og vegna heyflutninga, afurðatjóns og fóð- urkaupa á nýliðnu harðindaári. Er tillaga gerð um lántökur í þessu skyni. Það er einkar athyglisvert, að talsmenn Framsóknarflokksins skuli hafa þagað um þessi stór- felidu vandamái bænda í stjórn- armyndunarviðræðunum fram að þessu og eins hitt, að þeir skuli aðeins að takmörkuðu leyti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.