Morgunblaðið - 24.01.1980, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980
19
Tyrkland:
í Izmir logaði allt
í átökum stúdenta
og lögreglu í gær
Leiðtogar afganskra ættbálka á fundi þar sem rædd var baráttan gegn valdhöfum.
Þetta gerðist 24. jan.
Ankara, 23. jan. AP.
LÖGREGLA og námsmenn
lentu í hörðum átökum í tyrkn-
Kviknaði
í vasa
ráðherrans
London, 23. jan. AP.
UMRÆÐUR eru oft heitar í
Neðri málstofu brezka þingsins
en sjaldan hefur þó gengið svo
langt að ur hafi orðið eldur. Það
gerðist í dag þegar félagsmála-
ráðherrann Reg Prentice var að
tala fyrir nýju frumvarpi um
félagslegar ráðstafanir, að reyk
tók að leggja upp úr jakkavasa
hans, og innan fárra sekúndna
stóð upp úr vasanum strókur
mikill. Þingmaðurinn brá við
skjótt og vatt sér úr jakkanum og
starfsbræður hans þustu að til að
slökkva eldinn. Prentice brennd-
ist nokkuð á fingri en ekki var
það alvarlegt. Hann sagði að
væntanlega hefði honum orðið á
að slökkva ekki nægilega vel á
eldspýtu áður en hann stakk
henni aftur í stokkinn.
esku borginni Izmir við Eyja-
haf í dag og slösuðust að
minnsta kosti sautján manns,
sumir alvarlega. í fregnum um
þessi átök segir að þau hafi
byrjað er námsmenn ákváðu að
efna til mótmælafundar í óleyfi
til að láta í ljós gremju yfir
óeirðum sem urðu milli verka-
manna og lögreglu í Izmir
daginn áður.
Þegar lögreglan ætlaði að
dreifa hópnum hófu stúdentarn-
ir skothríð á lögreglumennina
og einnig sagði að stúdentar
hefðu hellt bensíni á þjóðveginn
sem tengir Izmir við Ankara og
kveikt í og var drjúgur spotti
þjóðvegarins lokaður allri um-
ferð í dag.
Síðar hurfu stúdentar til
garða sinna og héldu sumir
áfram skothríð á lögreglu og
öryggisverði. Sagt er að um
hundrað stúdentar hafi verið
teknir höndum, en daginn áður
höfðu 83 verkamenn verið hand-
teknir eftir áðurnefnd átök við
lögreglu.
1979 — 26 gamalmenni fórust í
eldsvoða í Virrat í Finnlandi.
1966 — Flugvél indverska flug-
félagsins ferst á Mont Blanc og
með henni 117 manns.
1943 — Ráðstefnunni í Casa-
blanca lýkur.
1915 — Sjóorrustan á Dogger-
banka, brezki flotinn sökkvir
þýzka beitiskipinu Blucher.
1908 — Baden Powell stofnar
fyrsta skátafélagið í Bretlandi.
1848 — Gull finnst í Kaliforníu.
1798 — Uppreisn á írlandi undir
forystu Emmet og Wolf Tone.
1634 — Fairfax lávarður sigrar
íra í orrustunni um Natnvich.
1634 — Ferdinand keisari II rek-
ur Wallenstein.
1616 — William Schouten siglir
fyrir Hornhöfða fyrstur manna
24. jan.—31. jan.
1568 — Hertoginn af Alba lýsir
Vilhjálm þögla af Oraniu
landráðamann.
1547 — Jarlinn af Surrey tekinn
af lífi á Englandi fyrir landráð.
Afmæli: Friðrik mikli Prússakon-
ungur 1712—1786, Pierre de
Beaumarchais, franskur leikrita-
höfundur 1732—1799, Gústaf III
Svíakóngur 1746—1792, Charles
James Fox enskur stjórnmálaleið-
togi 1749-1806.
Andlát: Sir Winstön Churchill,
1965; Edward Munch 1944.
Innlent: Brennur Skálholtskirkja
1309; Gestaréttur stofnaður 1738;
d. Brynjólfur kaupmaður í Flatey
Benedictsen 1870; Eiríkur Magn-
ússon, bókavörður í Cambridge;
fjórar konur kjörnar í bæjarstjórn
Reykjavíkur 1908; Sigurjón á Ála-
fossi kynnir meðal gegn sauðfjár-
pest 1945; f. Kirsten Thorberg Sa
Machado, fyrrv. utanríkisráð-
herrafrú Portúgals 1931.
Orð dagsins: Siðmenning okkar er
enn á miðju þroskastigi, hún
stjórnast ekki lengur að öllu leyti
af eðlishvöt, en hún stjórnast enn
ekki að öllu leyti af skynsemi.
Theodore Dreiser, bandarískur
höfundur 1871—1945.
Viðbrögð við handtöku Sakharovs:
.. handtaka Sakharovs
sýnir hve árangursrík
barátta hans hefur verið“
VIÐBROGÐ við handtöku Nóbelsverðlaunahafans Andrei Sakharovs
hafa verið mjög hörð um allan heim. Hvarvetna hefur handtakan verið
fordæmd — kommúnistaflokkar Evrópu hafa einn af öðrum lýst
hneykslan sinni á handtöku Sakharovs. Georges Marchais, formaður
franska kommúnistaflokksins, sem lýsti velþóknun sinni á innrás
Sovétmanna í Afganistan, lýsti vanþóknun sinni á handtöku Sakh-
arovs.
Chaban-Delmas, forseti franska
þjóðþingsins, flaug í dag heim frá
Moskvu. Hann kom á mánudag í 10
daga opinbera heimsókn til Sov-
étríkjanna og á þriðjudag átti
hann fund með Leonid Brezhnev,
forseta Sovétríkjanna. Síðar um
daginn fréttist af handtöku Sakh-
arovs. í morgun, miðvikudag, gaf
Chaban-Delmas út yfirlýsingu þar
sem hann sagðist halda til Frakk-
lands. „Samvisku minnar vegna
held ég heim. Sem gestur sovéskra
stjórnvalda get ég ekki skipt mér
af Sakharov-málinu án þess að
skipta mér um leið af innanríkis-
málum Sovétríkjanna. Ég get þó
ekki orða bundist. Því tel ég það
skyldu mína að halda til Frakk-
lands." Hann flaug frá Moskvu
síðdegis í dag og var honum fylgt
út á flugvöll af sömu mönnum og
tóku á móti honum. Þegar hann
steig upp í þotuna voru honum
afhent blóm. Hans hafði mjög
verið getið í sovéskum fjölmiðlum.
Viðbrögð alls staðar — utan
fylgiríkja Sovétríkjanna — voru
mjög á sama veg. Hér á eftir fara
helstu viðbrögð í dag, miðvikudag:
Frakkland
París, 23. janúar. AP.
Franski kommúnistaleiðtoginn
Georges Marchais gagnrýndi
handtöku Sakharovs í yfirlýsingu í
L’Humanité, málgagni franska
kommúnistaflokksins. Marchais
studdi innrás Sovétríkjanna í Afg-
anistan. I yfirlýsingu hans sagði:
„Við reynum ekki að kenna einum
eða neinum. En við leggjum
áherzlu á, að frelsi og lýðræði eru
markmið sósíalisma. í ljósi þessa
gagnrýnum við aðgerðirnar gegn
Sakharov."
I tilkynningu frönsku stjórnar-
innar sagði, að handtaka Sakh-
arovs bryti í bága við Helsinkisátt-
málann, og lýsti stjórnin
áhyggjum af handtöku Sakharovs
jafnframt því sem hún var gagn-
rýnd. Hins vegar sagði í tilkynn-
ingu stjórnarinnar, að frönsk
stjórnvöld myndu ekki skipta sér
af ákvörðun frönsku Ólympíu-
nefndarinnar um þátttöku í Ól-
ympíuleikunum í Moskvu. í gær
tók Ólympíunefndin vel í boð
Sovétmanna um þátttöku í leikun-
um.
Ítalía
Róm, 23. janúar. AP.
Málgagn ítalska kommúnista-
flokksins gagnrýndi í dag harðlega
handtöku Andrei Sakharovs á for-
síðu blaðsins. Þar var farið hörð-
um orðum um óbilgirni sovéskra
stjórnvalda, sem virtu í engu
helgustu mannréttindi. Öll and-
staða væri barin niður. „Handtaka
Sakharovs er enn á ný staðfesting
á þessari óbilgirni."
Sandro Pertini, forseti Ítalíu,
sendi Leonid Brezhnev skeyti þar
sem hann mótmælti harðlega
handtöku Sakharovs. Hann kallaði
handtöku hans augljóst brot á
mannréttindum og brot á Hels-
inkisáttmálanum, sem Sovétríkin
hefðu skrifað undir.
Holland
Haag, 23. janúar. AP.
„Ástandið var slæmt en með
handtöku Sakharovs hefur það
versnað enn,“ sagði talsmaður
þingnefndar hollenska þingsins við
fréttamenn eftir að nefndarmenn,
sem eru úr öllum helstu flokkum
landsins, lýstu því yfir að Holland
ætti ekki að taka þátt í Ólympíu-
leikunum vegna aðgerða sovéskra
stjórnvalda gegn baráttumönnum
mannréttinda í landinu. Hollenska
stjórnin hafði lýst því yfir að hún
hygðist ekki skipta sér af ákvörðun
Ólympíunefndar landsins. Stjórnin
heldur hins vegar fund í dag um
málið, hvort hún mæli með þátt-
töku í Ólympíuleikunum eða ekki.
Vatikanið
23. janúar. AP.
Málgagn Vatikansins lýsti í dag
áhyggjúm vegna handtöku Andrei
Sakharovs. „Handtaka hans er
hnefahögg gegn öllum þeim, sem
hafa barist friðsamlega fyrir
mannréttindum," sagði í blaðinu.
Bonn
23. janúar. AP.
V-Þýska stjórnin krafðist þess í
dag, að sovésk yfirvöld leyfðu
Andrei Sakharov að snúa á ný
heim til sín í Moskvu. Talsmaður
stjórnarinnar sagði, að handtaka
Sakharovs væri brot á Helsinki-
samkomulaginu.
Willy Brandt, fyrrum kanslari,
sagði að handtaka Sakharovs hefði
orðið sér mikið áfall. „Ég vona
aðeins að þetta sé ekki upphaf að
versnandi ástandi í heiminum,"
sagði Brandt en hann hlaut friðar-
verðlaun Nóbels árið 1971 fyrir
„Östpolitik" sína.
„Við erum hlynntir ólympískum
leikum. En við erum gegn því að
leikarnir fari fram í landi, sem
hefur beygt afgönsku þjóðina und-
ir sig og á sama tíma ræðst gegn
þeim, sem andmæla stefnu stjórn-
valda," sagði Heinar Geissler,
framkvæmdastjóri Kristilega
demókrataflokksins.
Japan
Tokyo, 23. janúar. AP.
Japanska blaðið Ashai gagn:
rýndi í dag handtöku Sakharovs. í
leiðara blaðsins sagði: „Vjð erum í
senn hrygg og reið vegna þeirrar
staðreyndar að frelsi einstaklings-
ins Sakharovs er fórnað í nafni
ríkisins." Þá sagði í leiðara blaðs-
ins, að handtaka Sakharovs gerði
ástand heimsmála enn viðkvæm-
ara. „Stórveldin verða að finna til
þeirrar ábyrgðar, sem hvílir á
herðum þeirra."
Ástralía
Canberra, 23. janúar. AP.
Ástralska stjórnin fordæmdi í
dag handtöku Andrei Sakharovs.
„Þessi nýjasta ofsókn sovéskra
yfirvalda segir meira en orð fá
lýst,“ sagði Ian Viner, starfandi
utanríkisráðherra landsins. Hann
sagði að handtaka Sakharovs væri
augljóst brot á Helsinkisamkomu-
laginu.
ísrael
Jerúsalem, 23. janúar. AP.
Menachem Begin, forsætisráð-
herra Israels, hvatti sovésk stjórn-
völd til að veita Sakharov frelsi á
ný, svo hann „geti haldið áfram
baráttu sinni fyrir mannréttind-
um“. í ísraelskum blöðum gætti
kvíða vegna versnandi sambúðar
risaveldanna og eins að herferð
sovéskra stjórnvalda gegn andófs-
mönnum bitnaði á Gyðingum, sem
vildu snúa til ísraels.
Sviss
Genf. 23. janúar. AP.
Alþjóða lögfræðinefndin for-
dæmdi í dag handtöku Andrei
Sakharovs og löfaði baráttu hans
fyrir mannréttindum í Sovétríkj-
unum. í stuttri yfirlýsingu sam-
.takanna sagði: „Það að sovésk
stjórnvöld kjósa nú að þagga niður
í Sakharov sýnir hve árangursrik
barátta hans hefur verið.“
Belgía
Brússel, 23. janúar. AP.
Talsmaður belgísku stjórnarinn-
ar sagði í dag, að handtaka Sakh-
arovs væri brot á Helsinkisam-
komulaginu. Hann sagði að
belgíska stjórnin hefði ekki ákveðið
hvort íþróttamenn færu á ÓL í
Moskvu í sumar. Hann sagði að
stjórnvöld myndu hafa samráð með
löndum Efnahagsbandalagsins og
Atlantshafsbandalagsins.
Spánn
Madrid, 23. janúar. AP.
Spánski kommúnistaflokkurinn
fordæmdi í dag handtöku Andrei
Sakharovs. í stuttri tilkynningu
flokksins var lýst „hörðum mót-
mælum" og ennfremur að „þessar
aðgerðir eru brot á mannréttind-
um“. Þá var þess krafist, að sovésk
yfirvöld létu Sakharov iausan og
hann fengi fyrri orður og viður-
kenningar aftur.
Harðlínumenn að
ná undirtökunum
Milwaukee, 23. janúar. AP.
„Harðlínumenn í Moskvu virðast
vera að ná undirtökunum — og það
er harmleikur út af fyrir sig,“
sagði Henry Kissinger, fyrrum
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
á fundi með fréttamönnum. „Ég
held að Sakharov sé eitt af stór-
mennum okkar tíma, maður sem
berst fyrir mannréttindum og
mannlegri reisn," sagði Kissinger.
Hann sagði að Sovétmenn hefðu
komist upp með árásargirni —
nefndi kúbanska hermenn í Afr-
íku, a-þýska hermenn í Afríku og
nú síðast Afganistan.