Morgunblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980 2 9
frá borgarstjórn frá borgarstjórn frá borgarstjórn
Umræður um lóðir undir atvinnuhúsnæði:
Ekki von á nýjum
lóðum næstu 3 árm
Markús Örn
Guömundur Þ,
Sigurjón
Björgvín
segir Birgir Isl.
Gunnarsson
Á borgarstjórnaríundi,
sem haldinn var í fyrri
viku, bar Birgir ísl. Gunn-
arsson borgarfulltrúi (S)
fram þrjár fyrirspurnir.
Þær eru svohljóðandi:
1) Hvað er óúthlutað af
lóðum undir atvinnu-
húsnæði á skipulögðum
svæðum?
2) Hvar er fyrirhugað að
skipuleggja og gera
byggingarhæf næstu
svæði fyrir iðnaðar- og
atvinnustarfsemi?
3) Hvenær er ráðgert að
þær lóðir verði tilbúnar
til úthlutunar?
Borgarstjóri, Egill Skúli Ingi-
bergsson, tók fyrstur til máls og
svaraöi fyrirspurnum borgarfull-
trúans. I upphafi máls síns gat
borgarstjóri þess, að á árinu 1976
auglýsti Reykjavíkurborg eftir
byggingarlóðum, sem ætlaðar
væru undir atvinnuhúsnæði. Síðan
nefndi borgarstjóri nokkur svæði
þar sem lóðum hefði þegar verið
úthlutað, en byggingaraðilar væru
misjafnlega langt komnir með
byggingarnar. I Borgarmýrinni,
sagði borgarstjóri að væru lóðir af
ýmsum stærðum en hins vegar
hefðu allmargir aðilar fallið frá
byggingarrétti sínum. Svæðið
hefði ekki verið fullskipað fyrr en
síðla árs 1979, en nokkrir hefðu nú
hafið framkvæmdir. Þá hefðu
framkvæmdir borgarinnar á svæð-
inu ekki verið með þeim hætti sem
ætlað var og hefðu sumir lóðahaf-
ar beðið með að hefja framkvæmd-
ir allt frá árinu 1976, vegna þess að
lóðir þeirra hefðu ekki verið bygg-
ingarhæfar. Síðan nefndi borgar-
stjóri Skútuvog. Þar væri ekki um
margar lóðir að ræða, en ióðirnar
væru hins vegar stórar. Grunn-
framkvæmdir á þessum stað stæðu
nú fyrir dyrum og myndi svæðið
líklega verða byggingarhæft á
sumri komanda. Þá gat borgar-
stjóri þess, að enn væru nokkrir
þeirra, sem hefðu fengið úthlutað
lóðum, tvístígandi. Síðan sagði
borgarstjóri að Vatnagarðarnir
hefðu orðið byggingarhæfir á ár-
unum 1977—1978, og væru sumir
byggingaraðilar u.þ.b. að ljúka
byggingu. Á Ártúnshöfða hefði
lóðum verið úthlutað til ýmissa
aðila og væri höfðinn nú fullsetinn.
Hins vegar væri það svæði ekki
enn fullbyggt, vegna þess að ekki
hefðu allir hafið byggingarfram-
kvæmdir enn. Nú væri verið að
vinna að gerð skipulags fyrir
nyrsta hluta svæðisins. Þá ætti
borgin eftir að úthluta lóðum fyrir
léttan og þrifalegan iðnað í Selja-
og Hólahverfi.
Hvað óúthlutaðar lóðir og bygg-
ingarmöguleika varðaði þá væru
tvö svæði í athugun, Selássvæðið
og Úlfarsfells- og Reynisvatns-
svæðið. Þessi svæði gætu orðið
tilbúin á árunum 1981—1982. Þá
bæri að nefna austasta hluta
Borgarmýrarinnar, en það væri 7
hektara svæði sem ætti að verða
byggingarhæft innan lítils tíma.
Þá bæri að geta svæðisins við
Gufunes en um úthlutanir á því
svæði yröi ekki að ræða fyrr en á
árinu 1981.
Komdu bara eitir
þrjú ár góði
Er borgarstjóri hafði lokið máli
sínu, tók til máls Birgir ísl.
Gunnarsson (S). í upphafi máls
síns þakkaði hann borgarstjóra
svörin. Þá lét Birgir í ljós áhyggjur
yfir því hvert stefndi og benti á, að
þegar þessum lóðum sleppti væri
ekkert framundan varðandi lóðir
undir iðnaðar- og atvinnuhúsnæði.
I fyrsta lagi mætti búast við
úthlutunum á árunum 1981—1982
og að öllum líkindum engum á
þessu kjörtímabili. Það væri vissu-
lega áhyggjuefni að ekki hafði
verið betur staðið að undirbúningi
lóða fyrir atvinnuhúsnæði. Við þá
sem þyrftu á lóðum að halda væri
aðeins hægt að segja: „komdu bara
eftir þrjú ár góði“. Það væri ekki
við því að búast að aukning yrði á
iðnaði í borginni fyrst svona væri á
málum haldið. Þó væri það að
þrátt fyrir þessi lóðavandræði
hefði skipulagsnefnd tekið kipp.
Reynt hefði verið að keyra í gegn
úthlutanir á þremur svæðum á
síðustu fundum. Umsækjendurnir
væru KRON og Byggingardeild
SÍS sem hefði sótt um að fá að
byggja átta til tíu hæða stórhýsi
neðan við gatnamót Holtavegar og
Elliðavogs. Birgir sagði að þessi
kippur skipulagsnefndar vekti
vissulega athygli.
Ástæðuna fyrir þessari lóðaeklu
taldi Birgir þá að engin gangskör
hefði verið gerð til að koma
aðalskipulaginu frá árinu 1977 til
framkvæmda, hin dauða hönd
vinstrimeirihlutans hefði lagst á
þetta eins og margt annað. Þá
ítrekaði Birgir áhyggjur sínar
vegna þessa og sagði það gagnrýn-
isvert að ekki skyldi vera von á
nýjum lóðum til úthlutunar á
næstu þremur árum.
Þörfin tyrir lóðir
ekki alltaf mikil
Að máli Birgis loknu sté Kiist-
ján Benediktsson (F) í pontu.
Kristján tók undir þau orð Birgis,
að það væri alvarlegt þegar bið
yrði eftir nýjum lóðum. Þá sagði
Kristján, að allir vissu, að þegar
núverandi meirihluti tók við völd-
um fyrir einu og hálfu ári hefði
þáverandi meirihluti Sjálfstæðis-
flokksins verið búinn að úthluta
þeim lóðum sem hægt hefði verið.
Síðan nefndi borgarfuiltrúinn
nokkur dæmi í því sambandi. Þá
nefndi Kristján svæðið vestur á
Granda, sem hugsað hefði verið
sem byggingarsvæði fyrir atvinnu-
húsnæði, en hefði verði breytt í
íbúðarbyggð. Síðan benti Kristján
á, að Iðngörðum hefði verið úthlut-
að stóru svæði í tíð fyrri meiri-
hiuta. Þó hefði engin hreyfing sést
hjá þessum aðilum til að nýta
þetta svæði. Þá beindi borgar-
fulltrúinn þeirri spurningu til
Birgis, hvaða svæði hefðu verið
skilin eftir til að úthluta fyrir
iðnað, þegar hann fór frá völdum.
Það mætti segja að fyrrverandi
meirihluti hefði verið duglegur að
úthluta þeim lóðum sem til voru,
þó að þörfin hefði ekki alltaf virst
mikil.
Hagsmunir Reyk-
víkinga í veði
Er Kristján hafði lokið sinni
ræðu tók til máls Magnús L.
Sveinsson (S). Hann tók undir þau
orð Birgis, að full ástæða væri til
að hafa áhyggjur af lóðaskorti í
borginni. Þá rifjaði Magnús upp öll
stóru loforð núverandi meirihluta
fyrir síðustu kosningar og sagði að
lítið hefði farið fyrir efndum og
loforðum. Magnús sagði, að það
yrði lifað á úthlutun sjálfstæð-
ismanna um nokkurn tíma enn.
Hvað varðaði fyrirspurn Kristjáns
sagði Magnús, að þau svæði sem
skilin hefðu verið eftir mætti sjá á
aðalskipulaginu frá árinu 1977,
sem núverandi meirihluti hefði
lagst á með þessum afleiðingum.
Að máli Magnúsar loknu kom
upp Markús Örn Antonsson (S).
Markús gat þess að borgarstjóri og
Kristján Benediktsson hefðu
minnst á að mörg þeirra fyrir-
tækja sem hefðu fengið úthlutað
lóðum hefðu enn ekki hafið bygg-
ingarframkvæmdir. Þetta væri tal-
andi tákn um aðstöðu sem fyrir-
tækin í þjóðfélaginu byggu við í
dag. Sífellt væri verið að leggja á
gjöld og væri nýbyggingargjald
eitt þeirra. Það væri því ekki
skrýtið að ekki hefði mikið miðað.
Það væri full ástæða til að bæta úr
þessu, en fyrirtækin hefðu hrein-
lega ekki haft efni á framkvæmd-
um af þessu tagi. Þá gat Markús
þess, að aðalskipulagið hefði gert
ráð fyrir ýmsum lóðum undir
atvinnuhúsnæði. Það virtist hips
vegar eitthvert trúaratriði hjá
meirihlutanum að opna ekki þá
bók. Þráðurinn hefði verið látinn
falla niður í þessum efnum, og
engin úrræði væru sjáanleg á
næstu þremur árum. Þetta er því
aðeins sjálfsskaparvíti vinstri-
meirihlutans, sagði Markús. Þetta
taldi Markús bjóða upp á stór-
hættuleg vandamál og hvatti hann
meirihlutann til að endurskoða
afstöðu 'sína til aðalskipulagsins,
því hagsmunir Reykvíkinga væru í
veði.
Að máli Markúsar loknu tók til
máls Guðmundur Þ. Jónsson (Abl).
Hann sagðist vonast til þess að
það, sem meirihlutanum tækist
ekki að gera á þessu kjörtímabili,
gerði hann bara á því næsta. Þá
benti hann á, að verslun væri að
ryðja iðnaði út úr sínum hverfum
og nefndi Skeifuna og Ártúnshöfða
sem dæmi. Þar fjölgaði verslunum
á kostnað iðnaðarins. Svæðið á
Eiðsgranda, sem Kristján minntist
á, taldi Guðmundur hafa verið
heppilegt sem iðnaðarsvæði, því að
allar samgöngur. við það svæði
væru góðar. Þá undirstrikaði Guð-
mundur þá skoðun sína að nauð-
synlegt væri fyrir fyrirtæki að
geta stækkað við sig og að þeim
væri ekki of þröngur stakkur
skorinn hvað lóðastærð varðaði.
Áhyggjuefni
Er Guðmundur hafði lokið máli
sínu kom í pontu Sigurjón Péturs-
son (Abl). Hann sagði að á ótrú-
lega mörgum lóðum sem úthlutað
hefði verið hefði ekki enn verið
byggt, en það væri athyglisvert. Þá
sagði Sigurjón að ef skýringar
Markúsar á því að ekki hefði verið
byggt á sumum þeim lóðum, sem
úthlutað hefði verið, væru réttar,
þá hefðu fyrirtæki, sem ekki hefðu
efni á að byggja, ekkert að gera við
lóðir. Sigurjón sagði, að það væri
ástæða til að hafa áhyggjur af því
að ekki skyldi vera hægt að úthluta
þeim fyrirtækjum lóðum, sem
áhuga hefðu á því að festa sig í
sessi í Reykjavík. Einnig væri það
áhyggjuefni ef svo væri sem sýnd-
ist að fyrri úthlutanir hefðu verið
ótímabærar. Þá sagði Sigurjón að
rétt hefði verið að ræða þetta mál í
borgarstjórn og vissulega væri rétt
að hafa af þessu áhyggjur.
Að ræðu Sigurjóns lokinni tók
til máls Björgvin Guðmundsson
(A). Hann tók undir það, að lítið
hefði orðið úr framkvæmdum á
ýmsum þeim lóðum sem úthlutað
hefði verið á síðustu árum. Þá vék
hann að svæði því sem Iðngarðar
hefðu fengið úthlutað í Skeifunni á
sínum tíma, og lýsti áhyggjum
sínum yfir því að ekki hefði enn
verið hafist handa við byggingu.
Hann sagði borginá ekki hafa efni
á því að láta aðila liggja með lóðir
og aðhafast ekkert á þeim. Hann
taldi nauðsynlegt að undirbúningi
nýrra iðnaðarsvæða yrði hraðað,
en sagði jafnframt að skipuiags-
vinna væri seinvirk.
Meirihlutinn taki
skipulagsmálin
fastari tökum
Að máli Björgvins loknu tók
Birgir Isl. Gunnarsson til máls.
Hann sagði að hér væri um brýnt
mál að ræða. Harmaði hann jafn-
framt að sumir þeir, sem fengið
hefðu úthlutað lóðum, hefðu ekki
hafið byggingu á þeim. Hann
sagðist reiðubúinn til þess að fara
yfir þessar úthlutanir með meiri-
hlutanum og setja byggingaraðil-
um tímamörk. Hann sagðist ekki
hafa trú á því að svæðið við
Úlfarsfell yrði tilbúið fyrir 1981,
en þó vonaðist hann til að svo færi.
Hann sagðist telja að meirihlutinn
ætti að taka skipulagsmálin fast-
ari tökum, þó svo að Alþýðubanda-
lagið væri á móti skipulagningu.
Hann sagðist telja að borgin sigldi
inn í algeran lóðaskort, ekki bara á
lóðum undir atvinnuhúsnæði, held-
ur einnig á lóðum undir íbúðar-
húsnæði.
Nýkomið
dömu og herra
tréklossar
Póstsendum.
VERZLUNtN
GEÍSÍIB
plisrrgmti^
í Kaupmannahöf n
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI