Morgunblaðið - 24.01.1980, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 24.01.1980, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980 Jóhanna Sigurðar- dóttir Minningarorð HAPPDRÆTTISLÁN RlKISSJÓÐS SKULDABRÉF 6 5. DRATTUR 18. JANÚAR 1980 SKRÁ UM VINNINGA í vinningaskránni, sem birtist í blaðinu í gær, féll því miður nidur síðasti hluti 10 þús. kr. vinninganna. Fer hann hér á eftir: 12669C 12669A 1268 1C 127416 127719 127988 128139 128219 128374 128515 128677 129054 12915C 129196 129279 12955C 129873 130044 130226 130232 130310 130831 131081 131526 131774 131795 132141 1326C6 132778 133GC4 133293 133376 134138 134381 134486 134772 134908 134912 134928 134949 135247 135323 135340 135555 135675 135684 135908 136070 136079 136244 136411 136442 136456 136468 136536 136542 136624 136642 136988 137028 137157 137198 137326 137609 137718 137830 137938 138111 138203 138338 138574 138583 138717 138819 138827 138916 138980 139352 139418 139640 139883 139904 140116 140178 140194 140643 141071 141087 141379 141687 141848 142585 142990 143046 143111 143137 143238 143292 143363 143553 143694 143733 143917 144328 144473 144689 144815 145069 145308 145550 145737 145739 145886 145908 146227 146602 146671 146961 146988 147315 147326 147394 147420 147732 147955 147966 148254 148267 148404 148516 148823 149082 149383 149711 149831 149966 Tónleikar Reger- tríósins í tilefni afmælis Germaniu Fædd 27. apríl 1910. Dáin 11. janúar 1980. Þegar við nú kveðjum Jóhönnu Sigurðardóttur er margs að minn- ast frá því að við fyrst kynntumst henni, þegar hún fluttist í Kópa- vog fyrir rúmum 30 árum. Sumar okkar kynntust henni þá strax en aðrar, þegar þær fluttust hingað seinna, en allar urðum við aðnjót- andi hjálpsemi hennar og gest- risni þeirra hjóna, en hún var gift Asgeiri Jónssyni járnsmið og áttu þau 3 syni: Björn, Jón Snorra og Sigurð og auk þess ólu þau upp Jón Ingólf, son Björns. Asgeir lést árið 1975 og þar sem allir synirnir voru farnir að heiman, fékk Jó- hanna sér minni og þægilegri íbúð í Reykjavík, en aldrei kunni hún reglulega vel við sig þar og kom í heimsókn á fornar slóðir í Kópa- vog til að dást að útsýninu þaðan yfir sjóinn og fjallahringinn á meðan heilsan leyfði og jafnvel undir það síðasta, þá hálf lasin, var hún að koma hingað, svo mjög þráði hún þennan stað. Oft var gaman að heyra Jóhönnu rifja upp ýmsa hlægilega atburði, sem gerst höfðu hjá börnum okkar, þegar þau voru lítil að leika sér saman og hún kunni að segja skemmti- lega frá. Eins hafði hún gaman af ljóðum, enda orti Ásgeir maður hennar nokkur skemmtileg ljóð og Björn sonur þeirra gat líka sett fram vísur og smá kvæði við ýmis tækifæri. Sjálf átti hún líka til með að koma okkur á óvart með smá kveðskap, en lét mjög lítið yfir sér í þeim efnum. Símaskrá þurfti Jóhanna ekki, því hún mundi öll þau símanúmer, sem hún notaði, utanað. Þeegar þetta minni hennar fór að gefa sig skömmu fyrir andlát hennar, grunaði okkur að hverju stefndi. Við sendum fjölskyldu Jóhönnu okkar innilegustu samúðarkveðjur og hefðum óskað að fá að njóta hennar lengur. Nágrannakonur í Kópavogi. Jóhanna Ingibjörg Sigurðar- dóttir fæddist að Sóleyjarvöllum í Skeggjastaðahreppi þ. 27. apríl árið 1910. Foreldrar hennar, Sig- ríður Árnadóttir og Sigurður Tómasson, bjuggu þá á Sóleyjar- völlum en tæpu ári síðar lést Sigurður og gekk þá Sigríður með annað barn þeirra hjóna, Sigurð. Sigríður fluttist með börnin til foreldra sinna að Saurbæ í sömu sveit og þar ólust þau systkin upp. Um tvítugsaldur flutti Jóhanna til Reykjavíkur þar sem hún kynntist og gekk að eiga Ásgeir Jónsson, járnsmið. Fyrstu búskap- arárin bjuggu þau í Reykjavík en síðan í Hveragerði, eða til ársins 1941 að þau fluttu aftur til Reykjavíkur. Þá höfðu þau eignast tvo drengi, Björn og Jón, og þriðji sonurinn, Sigurður, fæddist nokkrum árum síðar. Þau Ásgeir og Jóhanna urðu síðan meðal frumbýlinga í Kópa- vogi, byrjuðu að byggja við Kópa- vogsbrautina árið 1949 og áttu þar heimili sitt allan sinn búskap þar til Ásgeir lést árið 1975. Jóhönnu kynntist ég þegar hún var um fimmtugt og þau Ásgeir bjuggu á Kópavogsbrautinni með yngsta syni sínum og sonarsyni, Jóni Ingólfi Björnssyni, sem ólst upp hjá afa sínum og ömmu, og móður Jóhönnu. Þessi tuttugu ár sem við áttum nokkra samleið var hún aldrei svo heilsuhraust að ekki hefði mátt segja að hún ætti nóg með sig og sitt heimili. Samt hafði hún alltaf þrek og tíma til að veita hjálp og greiða öllum sem vildu þiggja og var venjulega búin að bjóða lið- sinni sitt áður en hun var beðin. Umhyggja hennar fyrir barna- börnunum var slík að engu var líkara en hún teldi sig eiga meiri skyldur við þau en jafnvel foreldr- ar þeirra, enda hafði hún mestar áhyggjur af því, þegar heilsan fór verulega að bila, að kraftarnir dygðu ekki til að sinna börnunum eins og hún hefði viljað, prjóna handa þeim, leyfa þeim að vera hjá sér og gera þeim gott. Ýmsir vilja trúa því að þeir menn sem ástunda góðmennsku og forðast að níðast á því sem þeim er til trúað í þessu lífi eignist því stærri sjóði hinum megin sem þeir eru venjulega smáir hérna megin hjá slíku fólki. Ef svo er þá á Jóhanna tengda- móðir mín innstæður í ósviknum gjaldmiðli. Þuríður Magnúsdóttir. REGER tríóið leikur í Norræna húsinu á vegum Germaníu og Þýzka bókasafnsins, föstudaginn 1. febrúar kl. 20.30. Félagið Germanía er sextíu ára á þessu ári og eru hljómleikar þessir þáttur í afmælishátíð fé- lagsins. Reger-tríóið ætlar að leika verk eftir Schubert, Reger og Beethov- en. Tríóið hefur leikið kammer- músík í Þýzkalandi, Bandaríkjun- HINN 29. þ.m. eru liðin 120 ár frá fæðingu rússneska rithöfundarins og leikskálds- ins Antons Tsékhov. í tilefni afmælisins verða sýndar kvikmyndir, ljósmyndir og bækur í MlR-salnum, Lauga- vegi 178, um og eftir næstu helgi. Kvikmyndir verða sýndar sem hér segir: Laugardaginn um og einnig í Mið- og Suður: Ameríku í meira en 9 ár. í Þýzkalandi hefur tríóið tekið þátt í hljómleikum ungra. listamanna, til þess kjörinna sérstaklega af hálfu samþandslýðveldisins. Listamennirnir koma hingað frá Osló og dvelja hér aðeins í tvo daga. I tilefni af afmæli Germaníu er aðgangur að hljómleikum REG- ER-tríósins öllum heimill (ókeyp- is) á meðan húsrúm leyfir. 26. janúar kl. 3 síðdegis verða sýndar tvær kvikmyndir gerð- ar eftir samnefndum smásög- um Tsékhovs: Óskilabarn og Sænska eldspýtan. Fyrri sag- an er ein af örstuttum, hnit- miðuðum kímnisögum skálds- ins, en hin sakamálasaga í gamansömum tón. Enskir skýringartextar eru með ann- arri myndinni. Sunnudaginn 27. janúar kl. 4 síðdegis verður sýnd kvik- myndin Harmleikur á veið- um, byggð á einni af lengri sögum Tsékhovs. Myndin er sýnd án þýddra skýringar- texta. Þriðjudaginn 29. jan. kl. 20.20 verður Vanja frændi, hið kunna leikrit Tsékhovs, sýnt á rússnesku, án þýddra texta. Á undan myndinni verður sýnd heimildarkvikmynd um skáld- ið, en skýringar með þeirri mynd eru fluttar á norsku. í MÍR-salnum verða settar upp sýningar á ljósmyndum og bókum í tilefni 120 ára afmæl- is Antons Tsékhov. Aðgangur að MÍR-salnum, Laugavegi 178, er ókeypis og öllum heimill. (Frá MÍR). SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Hvað er til ráða, þegar menn hafa syndgað gegn fólki, sem lifir ekki lengur? Ég er fullur iðrunar vegna hins liðna og sakir alls þess, sem ég hefi illt gert, en ég get ekki beðið fyrirgefningar, af því að þeir, sem ég braut á móti, eru látnir. Úr því að þetta fólk er farið veg allrar veraldar, eigið þér nú að leggja allt kapp á, að þér aukið ekki við sekt yðar með því að gera þeim miska, sem nú lifa. Það er góð byrjun að biðja Guð að fyrirgefa misgerðir fortíðarinnar og biðja þess, að þér mættuð nú umgangast fólk með hugarfari Krists. Við erum allir að eðli til þrasgjarnir, hörundssárir, reiðigjarnir og uppstökkir. Þetta eru einkenni hins fallna eðlis okkar og eðlileg viðbrögð í ætt Adams. En Biblían segir, að allir menn hafi dáið í Adam og að allir muni lifna í Jesú Kristi. Lesið í 5. kap. Galatabréfsins um verk holdsins. Þar sjáið þér helztu einkenni venjulegs, eðlilegs manns. En í 22. versinu má lesa um ávöxt andans, þegar menn lifa í samfélagi við Krist. Þar kemur friður í stað reiði, góðvild í stað flokkadrátta og elska í stað haturs. Þetta er það, sem yður varðar mestu, að hjarta yðar verði musteri anda Guðs, svo að ill hegðun víki fyrir dyggðum Krists. Þó að þér neytið allrar orku, fáið þér ekki breytt eðli yðar. Kristur einn getur gert það. Biblían segir: „Ef einhver er í Kristi, er hann ný skepna; hið gamla varð að engu. Sjá, það er orðið nýtt.“ + FRÚ LÁRA ÞORSTEINSDÓTTIR, Karlagötu 16, Reykjavík andaöist í Landsspítalanum 10. þessa mánaöar. Útförin fór fram í kyrrþey samkv. ósk hinnar látnu. Fyrir hönd vina og vandamanna, Þorkell G. Sigurbjörnsson. + Fööurbróöir okkar JÚLÍUS E. SIGVALDASON Þórsgötu 7a veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 25. janúar kl. 13.30. Gunnar Jónsson, Guðmundur Jónsson. t Útför DOKTORS JÓNS GÍSLASONAR fyrrum skólastjóra Verzlunarskólans veröur gerö frá Dómkirkjunni á morgun, föstudaginn 25. janúar, kl. 13,30. Blóm og kransar afþökkuö. Þeir, sem vildu minnast hans eru beönir um aö láta Verzlunarskóla íslands njóta þess. Fyrir hönd vandamanna Lea Eggertsdóttir + Innilegar þakkir til allra er auösýndu okkur samúö sína viö andlát og útför sonar okkar, dóttursonar og sonarsonar ANDRA GARDARS GUÐMUNDSSONAR Karen Garöarsdóttir, Guðmundur Ó. Hafsteinsson, Unnur Kjartansdóttir, Garöar Ingvarsson, Marý Guömundsdóttir, Hafsteinn Sigurösson. + Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur minnar GUÐRÚNAR EYJÓLFSDÓTTUR Sundlaugarvegi 24 Eyjólfur Eyjólfsson. 120 ár frá fæðingu Antons Tsékhovs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.