Morgunblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.01.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI wujrWnPK'aa'u ir þessari mikilhæfu og ógleyman- legu konu er mótaði með lífi sínu og starfi svo margar ungar stúlk- ur, er síðar urðu húsfreyjur og mæður víðs vegar um landið. Uppeldisáhrifa hennar gætir enn. Um Kristjönu Pétursdóttur mætti skrifa langa bók, til þess væri enginn færari en Páll H. Jónsson. Hafi hann heila þökk fyrir útvarpserindi um göfuga konu. Hljóðvarpið á lof skilið fyrir slíkt efni sem erindi Páls. Mætt- um við fá meira að heyra. Þá vil ég þakka fyrir leikritið „Bjössi á Tréstöðum". Þótti mér gaman að, er sögunni kunn frá fyrri tíð , hún var frumsmíð höfundar, sem síðan hefur látið margar bækur frá sér fara. Guð- mundur L. Friðfinnsson bóndi á Egilsá segir skemmtilega frá og minnisstæð er sagan „Hinum megin við heiminn". Guðmundur gaf út ljóð, „Málað á gler,„ 1977. Það er bók sem lætur lítið yfir sér, en í henni er ekkert gróm. Laufey Sigurðardóttir frá Torfufeili. Þessir hringdu . . . Af hverju brosa þeir við ósigur Kjósandi hringdi: Af hverju brosa alltaf stanz- laust blessaðir mennirnir sem puða við að koma saman ríkis- stjórn. Dæmi eru um að menn brosi að unnum sigri, en ekki eftir holskeflur ósigra. Það birtist hver myndin af annarri í blöðunum af stjórnar- myndunarsamkundum mannanna, og þeir skælbrosa á þeim öllum, þótt ekkert gangi hjá þeim. Ég sé fyrir mér öðru vísi mynd af kjósendum þeirra. Ætli mennirnir haldi að við. séum allir fæddir hálfvitar. Og hvað ætla þeir að halda lengi áfram á þessum kaffi- fundum sínum, meðan þjóðin er í hönk, eins og okkur er sagt? Tískusýning f kvöld kl. 21.30 Modelsamtökin sýna. • Barnabækur útilokaðar? Bókmenntamaður hringdi: Það er ánægjulegt til þess að vita að bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs skuli hafa verið veitt konu, það er eins og þær hafi lengi verið útilokaðar við veitingu verð- launanna. En að þessum jafnrétt- issigri áunnum er þó enn eitt sem stingur innilega í augu varðandi úthlutun verðlaunanna, en það er að ein grein bókmenntana skuli vera útilokuð frá þeim. Það eru barnabækurnar, allar aðrar bók- menntagreinar koma til álita við úthlutun verðlaunanna. Mér finnst að eindregið þurfi að breyta þessu, og eðlilegt að það verði tekið til athugunar þar sem barnaár er fyrir skömmu liðið. Þó við tölum ekki um ísland, þá eru margir frábærir barnabókahöf- undar á Norðurlöndunum. Það er ekki verið að biðja um gott veður fyrir barnabókahöfunda, heldur er hér um jafnréttismál að ræða. Við teljumst vera mikil bók- menntaþjóð, ekki sízt út á við, og skora ég á fulltrúa okkar hjá Norðurlandaráði og í dómnefnd- inni að taka málið til athugunar. Það vekti mikla athygli ekki aðeins á Norðurlöndum, ef barna- bækur yrðu jafnréttháar fyrir verðlaununum og aðrar greinar bókmennta. Og með því að berjast fyrir þessu jafnrétti kæmi fram að íslendingar væru ekki haldnir fordómum á sviði bókmennta. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Decin í Tékkóslóvakíu á síðasta sumri kom þessi staða upp í skák þeirra Meduna, Tékkóslóvakíu, og Os- manovics, Júgóslavíu, sem hafði- svart og átti leik. 25. ... Rxh3!, 26. Kxh3 - Hf6, 27. Dh4 - Hh6, 28. Hgl - Hf8, 29. Hbel og hvítur gafst upp án þess að bíða eftir svari svarts, sem hefði án efa verið hinn skemmti- legi leikur, 29... ,Hf4! HÖGNI HREKKVÍSI Morgunblaðið óskar eftir blaðburöarfólki Uppl. í síma 35408 Úthverfi: Heiðargerði Álfheimar II MANNI OG KONNA HAGTRYGGING HF Notið endurskinsmerki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.