Morgunblaðið - 24.01.1980, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 24.01.1980, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980 39 VniHHffHHmHIHffffMi Allt í óvissu með ólympíuleikana Ólympíuleikarnir sem íram eiga að fara í Moskvu í júlí á sumri komanda, eru í stórhættu, meiri hættu en nokkru sinni fyrr. Þó að fólk segi, að pólitík eigi ekki að koma iþróttum við, væri fásinna að halda því fram, að þetta tvennt héldist ekki í hend- ur. Nú stefnir allt í það, að Ólympíuleikarnir fari út um þúf- ur, ekki svo að skilja að þeir fari ekki fram, heldur að nokkrar stærstu þjóðirnar verði þar ekki meðal þátttakenda. Það þarf varla að taka fram, að styrinn stendur allur um innrás Sovétmenna í Afganistan og handtöku Sakharovs. Jimmy Carter Bandaríkjafor- seti hvatti fyrir skömmu banda- ríska íþróttamenn til þess að láta leikana í Moskvu lönd og leið og eins og staðan er í dag, bendir ýmislegt til þess að Bandaríkin verði ekki meðal þátttökuþjóða að þessu sinni og er þar stórt skarð fyrir skildi. Þá þykir ýmislegt benda til þess, að Bretar hugsi sér að hætta við. Nýlega sagði Richard Palmer, formaður Ólympíunefndar Breta, að þeir væru nýbúnir að fá formlegt boð um að taka þatt í leikunum. „Við munum ekki einu sinni hugleiða heimboð Sovét- manna að sinni. Við ætlum okkur að halda áfram undirbúningi fyrir leikana, en eins og staðan er í dag þori ég ekki að lofa því að við verðum með,“ sagði Palmer. Alþjóðlega Ólympíunefndin hef- ur eðlilega miklar áhyggjur af gangi mála, en getur varla annað gert en að óska eftir því við viðkomandi lönd, að stjórnmálin fái ekki að ráða ferðinni. Killianin lávarður, forseti alþjóða Ólympíu- nefndarinnar, sagðist harma það moldrok, sem Carter hefði rótað upp. „Þetta er ekkert annað en vanhugsuð fljótfærni hjá forset- anum, en ég er mjög ánægður með þau viðbrögð margra íþrótta- manna í Bandaríkjunum, sem vilja ekki blanda saman stjórn- málum og íþróttum og hafa fullan hug á að keppa á leikunum eftir sem áður,“ sagði Killianin nýlega ► ★ við opinbert tækifæri. Killianin bætti því við, að það væri bæði tæknilega og lagalega útilokað að flytja leikana og það myndi skaða Ólympíunefndina meira en sov- ésku stjórnina ef lönd í vestri hættu við þátttöku, auk þess sem það myndi líklega ganga af leikun- um dauðum fyrir fullt og allt. Hvað gerist er ekki gott að ímynda sér, en ljóst er þó, að það er ekki víst að ríkisstjórnir við- komandi ríkja og íþróttahreyf- ingar verði sammála um aðgerðir. Kannski verður því ekkert úr því að lönd eins og Bandaríkin og Bretland hætti við þátttöku, enda eru það enn sem komið er fyrst og fremst stjórnvöld en ekki íþrótta- hreyfingarnar sjálfar sem hafa látið mest í sér heyra. Hvað sem verður ofan á, er ljóst, að Ólymp- íuleikarnir fara fram í skugga ískyggilegs ástands í heimsmálum og líklega verður ekki ýkja mikill vinarhugur eða íþróttaandi keppnisþjóða á milli. Til að bæta síðan gráu ofan á svart, horfir einnig ískyggilega með vetrarólympíuleikana sem fram eiga að fara New York í næsta mánuði, nánar tiltekið við Lake Placid. En ástæðurnar eru allt aðrar en að framan greinir. Það rignir nefnilega hvern daginn af öðrum við Lake Placid, rignir í stað þess að snjóa. Víkingar leita þjálfara VÍKINGAR leita nú fyrir sér um þjálfara fyrir 1. deildar lið fé- lagsins. Eins og fram hefur komið í fréttum, fékk Youri Ilitschev, hinn sovéski þjálfari Víkinga, ekki heimild til að þjálfa hjá félaginu í sumar. í Vísi í gær var viðtal við Jón Aðalstein Jónasson, formann félagsins. Hann gagnrýndi harðlega hina sovésku sendiráðsmenn og kall- aði þá dóna. Morgunblaðið sneri sér til Þórs Síinonar Ragnarssonar, stjórn- armanns hjá Víkingi. Hann hefur staðið í eldlínunni í samningum við sovéska sendiráðið. „Við urð- um fyrir miklum vonbrigðum með að fá ekki Youri Ilitschev til starfa hjá félaginu. Við höfðum bundið vonir við að hann fengi að ljúka því starfi, sem hann hafði hafið hjá félaginu. Sovéskir þjálf- arar verða hins vegar að hlíta reglum, sem stjórnvöld þeirra setja þeim og þeim getum við ekki breytt. Urslit samninganna eru enda löngu kunn. Hvort öllum siðareglum í bréfaskiptum okkar við sendiráðið háfi verið fylgt út í yztu æsar finnst mér aukaatriði. Við bíðum nú svars frá sendiráð- inu með upplýsingum um þjálfara, sem þeir hafa boðið. Við höfum mætt kurteisi og vilja hjá starfs- mönnum sendiráðsins. Orð Jóns Aðalsteins finnast mér bæði óþörf og óviðeigandi,“ sagði Þór Símon Ragnarsson. Þess má geta, að Víkingar hafa nú aflað ,sér upplýsinga um þjálf- ara frá V-Þýzkalandi, Hollandi og Belgíu og er verið að athuga þá þjálfara sem í boði eru, auk þess sem kunnur knattspyrnufrömuður í V-Þýzkalandi leitar nú fyrir félagið að hæfum mönnum. Bogd- an Kosalczyk, hinn pólski þjálfari handknattleiksdeildarinnar, hefur hafið þrekæfingar með meistara- flokki Víkings. HHalls. Driemaal scheepsrecht voor ingekomen Amor Gndjohnsen I I Sp. Lokeren - S.V. Waregem: 2-1 ■Gudjohnsen kopt onzekerheid I weg tien minuten voor slot j • Yngsti atvinnumaður ísiendinga í knattspyrnu, Arnór Guðjohnsen, sem leikur með belgíska félaginu Lokeren, sem er nú í efsta sætinu í 1. deildinni í Belgíu, hefur ekki verið fastur leikmaður með liðinu í vetur. Arnór hefur hins vegar ávallt komið inn á í síðari hálfleik og þá átt góðan leik. Þrívegis i vetur hefur hann skorað sigurmark liðs síns. Síðast á móti Waregem en þá sigraði Lokeren 2—1. Þótti Arnór sýna svo góðan leik að mikið var fjallað um hann i belgiskum blöðum með flennistórum fyrirsögnum eins og sjá má hér að ofan. Myndin er af Arnóri þar sem hann skorar sigurmarkið með skalla. Nú hefur Arnór unnið sér fast sæti í byrjunarliðinu og lék með allan síðasta leik. í þeim leik meiddist pólski leikmaðurinn Lubanski mjög illa, brákaðist á fæti og verður frá í fjórar vikur. — þr. „Tveir hafa skrifað undir — mál annara þriggja óljós“ MIKIL blaðaskrif (ekki þó í Mbl.) hafa að undanförnu orðið um svokallaðan „flótta“ knatt- spyrnumanna frá Keflavík. Hafa svo mörg nöfn verið í nefnd í þessu sambandi að undanförnu að menn eru orðnir ruglaðir á öllu saman. Hefði helst mátt ætla, að ÍBK væri að missa allt meist- araflokksliðið til Svíþjóðar. Til að fá einhvern botn í þetta mál, hafði Mbl. samband við Hafstein Guðmundsson i Keflavík. „Það eru nú ekki nema tveir sem hafa skrifað undir samninga við sænsk félög, Þorsteinn Ólafs- son við Gautaborg og Sigurður Björgvinsson við Örgryte. Hins vegar eru þrír með samning í höndunum. Ragnar Margeirsson hefur nú verið í Gautaborg á aðra viku og kæmi svo sem ekki á óvart þó að hann' gengi til liðs við liðið. Hins vegar komu þeir Rúnar Georgsson og Einar Ásbjörn Ól- afsson heim fyrir skömmu með samning í höndunum frá sænsku 2. deildarliði. Þeir voru hins vegar ekkert of ánægðir með tilboðið og það mál er því í biðstöðu eins og er“, sagði Hafsteinn. „Fleiri hafa verið nefndir, t.d. Sigurbjörn Gústafsson og Þórir Sigfússon, auk nokkurra sem voru alls ekki í liðinu hjá okkur í fyrra, heldur niðri í Njarðvíkum, Gísli Grétarsson og Hilmar Hjálmars- son. Hvað verður ofan á hjá þessum strákum er mjög á reiki en mér sýnist að við missum kannski 3—4 menn. En við vonumst til þess að fá nýja menn í staðinn, t.d. fáum við Gísla Torfason í fullu fjöri á hýjan leik og við gerum okkur vonir um að endurheimta Þorstein Bjarnason frá Belgíu. Ástandið er því kannski ekki eins ískyggilegt og blaðaskrifin hafa gefið í skyn,“ sagði Hafsteinn að lokum. Þetta þýðir þó engan veginn, að ástandið sé ekki slæmt. Má t.d. benda á íslandsmeistara ÍBV, sem misstu fyrir skömmu tvo lykil- menn sína til sænskra liða, Örn Óskarsson til Örgryte og Ársæl Sveinsson til Jönköping. Og hafi Eyjamenn gert sér vonir um að endurheimta Karl Sveinsson, þá urðu þær vonir að engu er hann gerði samning við Jönköping ásamt bróður sínum. Annars hef- ur ekki átt af IBV áð ganga á síðustu misserum. Fyrir síðasta keppnistímabil mættu þeir til leiks án reyndra manna eins og Ólafs Sigurvinssonar, Einars Friðþjófssonar, Karls Sveinssonar og Sigurláss Þorleifssonar. Engu að síður varð liðið íslandsmeist- ari. Nú hefur liðið ekki aðeins misst þá Ársæl og Örn, heldur hefur framherjinn sterki, Tómas Pálsson, lýst því yfir, að hann sé hættur þessu öllu saman. Ætli ÍBV vinni þá ekki tvöfalt á næsta keppnistímabili? Það er óvenjulega mikil umferð íslenskra leikmanna til Svíþjóðar um þessar mundir. Frá því hefur verið skýrt í Mbl., að Sveinbjörn Hákonarson af Akranesi hafi fyrir skömmu farið til viðræðna við Sundsvall og Hörður Hilmarsson, landsliðsmaður úr Val, mun á næstunni eiga viðræður við 2. deildarliðið AIK. Fleira mætti nefna. Hér er greinilega um slæma þróun að ræða, þar sem hérlendis er ekki um svo ýkja auðugan garð að gresja. Það kemur því vægast sagt mjög á óvart, að mál þetta skuli ekki hafa borið á góma á nýafstöðnu árs- þingi KSÍ, hefði mátt ætla að einhverjir vildu leggja orð í belg um eitthvað, sem hægt væri að gera til að stöðva þessa þróun. En svo var ekki. — Sg- Ungmennasamband Austur-Húnavatnssýslu óskar eftir aö ráöa knattspyrnuþjálfara n.k. keppnis- tímabil. Upplýsingar gefur Guömundur Guömundsson í síma 95-4123 milli kl. 8 og 23 og 13—18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.