Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1980 25 Enn flýr ballettfólk + Fyrir nokkru komu til Bandarikjanna írá Tokyo rússneskir ballettdansarar, sem höfðu þar eystra ákveðið að flýja „sæluríki" kommúnismans í hcimalandi þeirra. — Þetta flóttafólk eru Soulamief Mess- erer ballettkennari (til vinstri) og sonur hennar, Bolshoi- dansarinn Mikhail Messerer. — Þegar þau leituðu á náðir stjórnvalda í Tokyo á flótta sínum, hafði það vakið athygli að starfsmenn sendiráðs Sov- étríkjanna höfðu ekki komið og beðið um að fá að eiga viðtal við mæðginin eða á neinn hátt reynt að stöðva flótta þeirra. Myndin er tekin af mæðginun- um í gegnum bílrúðu er þeim var ekið á brott frá Kennedy- flugvelli, við komu þeirra þang- að, en þau ætla að setjast að í Bandarikjunum. Glaumskvísan kemur víða við + Ilin fráskiida glaumskvisa Soraya Khashoggi (var gift arabíska auðjöfrinum Khash- oggi) hefur verið mjög í fréttum blaðanna undanfariö — beggja vegna Atlantsála. Hún hefur selt brezka æsifréttablaðinu Daily Star frásögn sína af mjög nánu ástarsambandi sinu við brezka þingmanninn Winston Churchill (sonarson brezku stríðshetjunnar og forsætisráð- herrans Winston Churchills). Hefur hún brugðið upp æsi- legum vettvangsiýsingum i frásögn sinni af ástarleikjum þeirra, sem þau hafi brugðið á hvenær sem var og hvar sem var og sjúkrastofur þá ekki undanskildar. — Segist Soraya hafa haft það í hendi sinni að láta Churchill yfirgefa fjöl- skyldu sína. konu og fjögur börn, ef hún hefði bara skipað honum að gera það. — Vestan- hafs hefur hún sagt frá nokkr- um kynnum sinum af Kennedy heitnum forseta og áhuga hans á nánara sambandi við hana. Soraya er 37 ára að aldri, en þingmaðurinn 39 ára. Mál þetta kom í vetur til kasta Margrétar forsætisráðherra Breta, sem taldi ástarsamhand þessa fólks ekki haía teflt öryggi iandsins í hættu. Aðsóps- mikill + ítalska vikublaðið L’Euro- peo hefur kannað hug lesenda sinna til Jóhannesar Páls II. páfa í Róm. Þar kom það fram, að le^endurnir telja hann al- mennt hafa staðið sig vel í stöðunni og sýnt mikinn dugn- að, enda sé hann aðsópsmikill. Ein spurninganna var á þá leið hvern páfanna telja mætti kristilegastan til orðs og æðis. Langsamlega flestir eða yfir 70 prósent þeirra, sem þátt tóku í könnuninni töldu þar skipa efsta sætið Jóhannes páfa XXIII. + Þetta er nánast loftmynd af Ronald Reagan einu forseta- efna republikana í forseta- kosningunum i Bandaríkjun- um á næsta hausti. Hann varð 69 ára gamall nú í byrjun þessa mánaðar. — Framan við hann á borðinu stendur heljarmikil „Hnallþóru- afmælisterta“, skreytt með áletruninni USA. Starfsmaðurinn stal listaverkunum + Fyrir nokkru var tekið til dóms vestur í Chicagoborg mál er tekur til listaverkaþjófnaðar sem þar var framinn á fyrra ári og upp komst um um jólaleytið. — Þá urðu menn þess áskynja í listaverkasafni borgarinnar „Chicago Art Institute“ að mál- verk eftir einn af frönsku meisturunum. Paul Cézanne voru horfin úr listaverka- geymslu safnsins. Hér var um að ræða verk, sem voru metin á 4,5 milljónir dollara (1,8 millj- arða ísl. kr.). í maímánuði siðastliðnum var einn starfsmanna safnsins, 29 ára gamall maður, handtek- inn i sambandi við mál þetta. — Hann hafði stolið þessum lista- verkum og fundust þau óskemmd með öllu í hans vörzlu. — Við rannsókn þessa máls kom í ljós að maðurinn hafði reynt að selja þau — fyrir 250.000 dollara, ekki Pétri og Páli, heldur safnstjórninni í Chicago!! Einsýnt þykir, segir í fréttum, að starfsmaðurinn eigi samkvæmt landslögum yfir höfði sér allt að 25 ára fangels- isdóm. Hann verður þvi kominn nokkuð á sextugsaldur þegar hann fær næst að fara frjáls ferða sinna — nema hann hljóti einhvern tíma náðun á afplán- unartimabilinu. Skemmti- markaourmn Sýningahöllinni Bíldshöföa í dag býöur útsölumarkaöur Karnabæjar 20% afsláttur af útsöluverðinu sem er u.þ.b. 70% afsláttur af búðarverði. J Kl. 1 opnum viö og viö minnum á öll fataefnin sem enn eru fáanleg í fjölbreyttu úrvali. Kl. 3 hefst fyrsta uppboöið og þar geta allir gert ofboðslega góö kaup eins og dæmin sanna. Kl. 3.30 Síldarævintýriö — íslenzk matvæli kynna og leyfa gestum aö smakka frábæra síldarrétti. KI.4 veröur tízkusýning þar sem sýnd veröa fermingarfötin í ár frá Karnabæ — s 1 Karon sýnir. Kl. 4.30 veröur annaö uppboö. KI.5 mætír snillingurinn Baldur Brjánsson galdramaöur og sýnir listir sínar. Kl. 5.30 heldur Þorgeír enn eitt uppboöiö KI.6 lokum viö svæöinu og þá eru aöeins 2 dagar eftir. LUKKUMIÐAHAPPDRÆTTIÐ enn eru ósóttir nokkrir vinningar frá Karnabæ, ísl. Matvælum, Steinum h.f., Tropicana og Glit — Númerin eru 78 — 1985 — 3976 — 1100 — 2773 og 5211. Aðalvinningurinn — Útsýnarferð veröur svo dregin út á föstudag. Á staönum er barnagæzla og veitingar á annarri hæö. Listkynning og grænmetismarkaöur á torginu o.fl. o.fl. Nú fer hver aö verða síðastur að gera góð kaup. Verið ve|komin Karnahær Glit h.f. (allar verzlanir og Saumastofa) |. Pálmason, Steinar h.f. Skóverzlun Þórðar Péturssonar Blómaval Tómstundahúsið Sól/Tropicana Gullkistan íslenzk matvæli Melissa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.