Morgunblaðið - 24.02.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980
15
Blóösýni tekin vegna gruns um ölvun viö akstur
Áriö 1979:
ísland: 11,6 sýni/1000 íbúa( 2.612)
Danmörk: 5,2 sýni/1000 íbúa (26.015)
Noregur: 2,5 sýni/1000 íbúa (10.281)
uppálagt að sitja ekki fyrir
mönnum við næsta horn við
skemmtistaði, heldur vera annað
• hvort á staðnum eða langt frá.
Enda reynast fleiri ökumenn tekn-
ir, er þeir koma úr veislum í
heimahúsum þar sem vín var haft
um hönd, en af veitingastöðum.
Það óhugnanlega er að tala
þeirra, sem reynast drukknir und-
ir stýri fer hækkandi ár frá ári, ef
litið er á fjölda og útkomu blóð-
sýna. Sýnatakan fer vaxandi og
óþörfu sýnin haldast hlutfallslega
jafn lág sé litið á undanfarin 7 ár.
T.d. hefur sýnum fjölgað úr 11,1 af
hverjum 1000 íbúum 1978 í 11,6 af
hverjum 1000 árið 1979. Gildir það
um nær allt land miðað við
fólksfjölda á stöðunum.
Árstíminn virðist skipta máli,
þegar skoðaðar eru skýrslur, og
sýnafjöldi vegna ölvunar við akst-
ur er mismikill eftir mánuðum. Ef
litið ex á landið allt ber ágústmán-
uð þar hæst, og gæti þar verzlun-
armannahelgar. í Reykjavík fer
ágústmanuður þó ekki upp fyrir
aðra sumarmánuði. En með sum-
arakstri fjölgar sýnilega mikið
ölvuðum við akstur. Hvítasunnu-
akstur setur strik í reikninginn,
en áramót virðast ekki hafa áhrif.
Ekki síðan 1972, þegar mikil
blóðsýnahrota kom um áramótin.
Annað atriði má nefna. Það er
ekki sama hvernig og við hvaða
aðstæður er drukkið. T.d. hvort
drukkið er á fastandi maga eða
borðað með eða á eftir. Viðmæl-
endur mínir í Rannsóknastofu í
lyfjafræði tóku tvö dæmi og sýndu
með línuriti, sem birtist hér á
síðunni, hvernig áfengismagn í
blóði tveggja manna, sem drukku
á sama tíma, mældist misjafnlega
mikið, þar sem annar hafði borðað
en hinn skellt í sig án þess.
Mælingin fór fram eftir 15. mín.
og síðan með jöfnu millibili upp í
150 mínútur. Eftir klukkutíma
mældist t.d. 0,8%r alkóhól í blóði
þess sem borðað hafði en l,10%n í
blóði hins svanga. Og hálftíma
seinna var sá svangi kominn upp
undir l,30%o alkóhóls í blóði
meðan sá saddi var kominn niður í
0,7%o en ofan við mörkin samt.
Fjöldi alkóhólssýna úr öku-
mönnum er, sem fyrr er sagt, hér
á landi langt fyrir ofan það sem er
í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Fyrir utan hættuþáttinn og hinar
hræðilegu afleiðingar bifreiða-
slysa, sem ölvaðir valda og skilja
fjölda manns eftir örkumla mætti
velta fyrir sér óþægindum og
fjárhagslegu tjóni ökumanna
sjálfra, sem teknir eru ölvaðir við
akstur. Koma þar bæði til sekt-
argreiðslur og kostnaður, svo sem
leigubílakosnaður þeirra sem
sviptir eru ökuleyfi í 3 mánuði,
eins og þeirra sem sleppa best, eða
allt upp í ár, þeirra sem eru í efstu
mörkum. En ekki verður farið
lengra út í þá sálma.
Fíknicfnin fara
síst vaxandi
Hér í upphafi var vikið að því að
fjöldi efnasýna, sem réttarefna-
fræðideildinni berst til úrskurðar
frá lögreglu og réttarlæknum, gefi
ekki vísbendingu um að ávana- og
fíkniefnavandamálið slagi svo
neinu nemi upp í áfengisvanda-
malið, svo hrikalegt sem það er,
eins og að ofan getur.
Vegna umræðna um ört vaxandi
notkun ávana- og fíkniefna, skul-
um við líta á skýrslu yfir efni sem
send hafa verið til rannsóknar sl.
10 ár, sem Jakob Kristinsson er
nýlega búinn að gera upp, og
jafnframt tölu þeirra sýna, sem
reyndust jákvæð. Ekki er þar
hægt að merkja að þetta sé rétt.
Sýnum fór fjölgandi eftir 1969 og
voru flest árin 1972—1973, komust
þá hæst í 64. Síðastliðin 3 ár hafa
þau verið um 20 alls. Öll þau sýni,
sem borist hafa á sl. 10 árum, ná
ekki einu ári af fjölda blóðsýna
vegna áfengisneyslu undir stýri.
Þarna eru talin öll þau sýni, sem
lögreglan hefur séð ástæðu til að
senda til rannsóknastofunnar á 10
árum.
Svo má spyrja hve mikið af
slíkum sýnum koma fram? Og
hvar þeir séu, sem komu við sögu,
þegar mest var 1972 og 1973 og
talað var um? Vegna frétta frá
Norðurlöndum af íslendingum,
sem þar eru gripnir og fá dóm, má
kannski láta sér detta í hug að
þangað hafi fíkniefnafólk farið,
þar sem jarðvegur er betri. Kynni
það að koma í ljós nú, þegar
nágrannaþjóðir okkar virðast
farnar að taka upp á að senda af
höndum ser og til heimalandsins
þá sem lenda í kasti við lögin
vegna eiturlyfja og fíkniefnanotk-
unar.
Fjöldi sýna og réttarkrufningar
virðast semsagt ekki benda til
þess að ávana og fíkniefnin séu
eins stórt vandmál hér og oft
heyrist. Ef litið er á skýrslur um
blóðsýni og þvagsýni, sem send
voru til rannsóknar á árunum
1969 til 1979 kemur í ljós, að þau
eru aðeins 32 vegna barbitúrsýru-
sambanda og reyndust 18 jákvæð,
56 vegna diazepams og þar af 38
jákvæð, 41 vegna desmetyldiazep-
ams, þar af 32 jákvæð. Og jákvæð
reyndust ýmis önnur lyf í 11
tilfellum. Sýnin eru alls 12 á árinu
1979, jafnmörg á árinu 1977, en
voru 24 á árinu 1978.
Efnissýnin, sem bárust, voru
alls 348 talsins á þessu 10 ára
tímabili. Þar af amfetamín o.fl.
þess háttar í 21 sýni, morfín í 5
sýnum, petidín í 4, metadon í einu,
fencyklidin í 2 og kokain í 4
sýnum, barbitúrsýrusambönd í 12
sýnum. Á árinu 1979 reyndust
jákvæð 9 kannabissýni, 1 lysegiðs-
ýni, 1 eledrin 2 barbitúrsýrusam-
bönd og 2 önnur efnissýni.
Jakob Kristinsson lyfjafræðing-
ur segir okkur, að á rannsóknar-
stofuna berist allar reítarkrufn-
ingar, sem réttarlæknum hafi þótt
ástæða til að senda til rannsókn-
ar. Dauðsföll af völdum fíkniefna
og eiturlyfja virðist ekki sam-
kvæmt því koma fyrir hér á landi,
en á Norðulöndum er mjög al-
gengt hjá kollegum hans að úr-
skurða dauðsföll af völdum heró-
ins, morfíns og skyldra efna. Það
móti mjög þeirra starf. Hér hefur
það ekki enn orðið, að því er best
verður séð.
Fjöldi sýna og réttarkrufninga
bendir ekki til þess að notkun
slíkra efna sé ennþá orðin að
verulegu vandamáli. Aftur á móti
að alkóhólnotkunin sé yfirþyrm-
'andi, eins og fjöldi ölvaðra öku-
manna bendir til. Og það mikið
ölvaðra og stórhættulegra í um-
ferðinni.
E.Pá.
°/o
Hlutíallsleg dreifing sýna eftir alkóhólmagni (pro mil).
Meðaltalstolur árin 1973—1979. Á þessu linuriti sést að innan
við 0,49%c í blóði hafa aðeins um 10% ökumanna. sem er neðan
við mörkin. Helmingur er ó bilinu frá 1 og upp í 2%c, eru
semsagt allvel drukknir, en ríflega fjórðungur yfir því marki
og þá kófdrukknir undir stýri.
Hlutfallsleg dreifing blóðsýna úr ökumönnum eftir mánuðum.
Þar sést að hæst ber ágústmánuð, enda kemur þá verzlunar-
mannahelgi inn i.
Alkóhól
DÍttnJ
Efnissýnl send til rannsóknar árln 1969 - 1979.
TÖlur í svigura merkja, að niðurstöður hafi verið Jákv®ðar.
Flokkar sýna 1969 197o 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979
Kannabissýni (samtals 168) 2(2) 9(2) 18(16) 35(33) 43(42) 15(14) 19(17) 8(8) 4(4) 5(5) 10(9)
Lýsergíðsýni (samtals 26) 0 3(1) 4(3) 9(6) 5(3) 1(1) 1(1) 0 2(2) 0 l(i)
Arafetamfnsýni ** o.fl. (samtals 27) 1(1) 3(1) 0 2(2) ■ 4(3) 0 5(5) 9(8) 1(1) 1(1) 1(1)
Afengissýni (brugg- sýní o. f 1.) ( samtals 64) 0 0 Hi) 3(3) 6(5) 3(3) 3(2) 25(22) 9(7) 9(9) 5(5)
Morfínsýni o.fl. ^ og kókafnsýni (samtals 2o) 0 4(2) 5(5) 0 2(2) Ki) 3(3) Hi) 1(1) 2(2) Ko)
Barbitúrsýrusambond o.fl. (samtals 15) 0 5(3) ’ 3(3) l y' . 0 1(0) 0 0 Ki) 1(1) 2(2) 2(2)
Ýmis Önnur efnissýni (samtals 28) 0 2 4 4 3 5 2 3 2 h" í 2
Samtals 348 3 26 35 53 64 25 33 47 20 20 22
*Arafetamín var í 9 sýnum, amfetamín 4 metamfetamín í 3 og amfetamín -f dexamfetaraín í einu. Metarafetamín
var £ 4 sýtium. Dexamfetamín var £ einu sýni, pemólín í einu og efedrín í 3 sýnum.
2^Morf£n var £ 5 sýnum, petid£n £ 4, metadon £ einu, fencýklídín í 2 og kókafn í 4 sýnum.
3 \ ^
Mebúmal var í 4 sýnum, fenemal x einu, diazepam £ 5, klóral £ einu og mepróbamat £ einu sýni.
Efnissýni vegna ávana- og fikniefna sl. 10 ár benda ekki til þess að notkun þeira sé vaxandi hér
á landi.
i°loa
1,3 o •
1.20 •
1,1 o
1,00
o. 9
O, 8
0,7
O, 6
0.5
0,4
0.3
O, 2
O. 1
Timl 1 5 30 60 90 120 150
Cmín )
Hér sést mismunur á magni alkóhóls í blóði tveggja manna,
sem drukku jafnt á sama tíma. Svarta súlan sýnir þann sem
borðaði með og hin þann sem skellti i sig svangur. Prufurnar
eru teknar eftir 15 mínútur og með jöfnu millibili upp í 150
mínútur.