Morgunblaðið - 24.02.1980, Side 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980
17
fBotfgíll Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aóalstræti 6, sími 22480. Afgreiósla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230
kr. eintakiö.
Breytingarnar í örygg-
ismálum á norðurhveli
jarðar endurspeglast í þeim
umræðum, sem nú fara fram
um eflingu varna Noregs og
Danmerkur. Aukinn viðbún-
aður þessara landa kemur
fram í áætlunum um endur-
bætur á flugvöllum í löndun-
um og þar verði fyrir komið
hergögnum til afnota fyrir
aðfluttan liðsauka á hættu-
tímum. Við aðildina að Atl-
antshafsbandalaginu 1949
mótuðu norsk og dönsk
stjórnvöld þá stefnu að leyfa
ekki erlendar herstöðvar í
löndum sínum. Þessari
stefnu hefur verið fylgt
síðan og engin áform eru
uppi um að hvika frá henni.
Friður hefur haldist í Evr-
ópu síðan Atlantshafsbanda-
lagið var stofnað, en mikil
breyting hefur orðið á hern-
aðarstöðunni. Ekki síst verð-
ur þessarar breytingar vart,
þegar litið er til svonefndra
jaðarsvæða Atlantshafs-
bandalagsins í suðri og
norðri. Við landamæri Nor-
egs á Kola-Skaga hafa Sov-
étmenn byggt upp eitt mesta
víghreiður veraldar og þaðan
sækja kafbátar, herskip og
flugvélar út á Atlantshaf og
suður fyrir ísland eins og
dæmin sanna.
Norðmönnum er ljóst, að
sú hætta er fyrir hendi, að á
úrslitastundu geti Sovét-
menn lokað aðflutningsleið-
um á sjó fyrir nauðsynleg
þungavopn til Noregs. Til
þess að vera við öllu búnir
hafa Norðmenn því mælst til
þess við samaðila sína að
Atlantshafsbandalaginu, og
þó einkum Bandaríkjamenn,
að þeir flytji á friðartímum
þau hergögn til Noregs, sem
liðsauki á hættustundu
þyrfti að nota.
Það er misskilningur að
halda, að þessi afstaða
norskra stjórnvalda sé til
orðin vegna þrýstings frá
Bandaríkjamönnum eða í
kjölfar atburðanna í Afg-
anistan. Umræður um þetta
hafa lengi farið fram, en
málið er blásið út núna ekki
síst vegna þess, að sovéska
áróðursvélin hefur farið
rösklega af stað. Þeir, sem
kynna sér afstöðu Norð-
manna, sjá, að hjá þeim
koma fremur fram áhyggjur
yfir því, að Bandaríkjamenn
og aðrir skilji ekki, hve
alvarlegar afleiðingar út-
þenslustefna Sovétríkjanna
hefur haft fyrir Noreg, held-
ur en Norðmenn telji sig
beitta óeðlilegum bandarísk-
um þrýstingi. Ef til vill má
segja, að innrásin í Afganist-
an hafi aukið skilning
Bandaríkjamanna á þessu
norska sjónarmiði.
Aukin umsvif sovéska flot-
ans á Eystrasalti valda Dön-
um og fleiri þjóðum á því
svæði áhyggjum. Sovésk
herskip sigla jafnt um Eyr-
arsund, Litlabelti sem Stóra-
belti og fyrir fáeinum árum
sendu Sovétmenn sex kaf-
báta búna kjarnorkueld-
flaugum inn á Eystrasalt og
hafa þeir verið þar síðan.
Hefur þessi þróun hvatt
Dani sérstaklega til aukins
viðbúnaðar. Minna má á, að
nýlega var þess getið í
bresku blaði, að á Eystra-
salti hefðu Sovétmenn efnt
til landgönguæfinga, sem
vestrænir sérfræðingar
mátu á þann veg, að þar
hefðu þeir æft landgöngu á
ísland eða Hjaltlandseyjar.
Danir og Normenn telja
sér ekki nauðsynlegt að hafa
erlendar herstöðvar í lönd-
um sínum, enda telur danski
herinn tæplega 35 þúsund
menn og sá norski 39 þús-
und. Er það mat dönsku og
norsku ríkisstjórnanna, að
þessi liðsafli dugi til að
halda í horfinu, þar til liðs-
auki berst og nauðsynlegar
undirbúningsráðstafanir séu
gerðar. Þá er ljóst, að
breyttu ríkin um stefnu
gagnvart erlendum her-
stöðvum kynni það að gefa
Sovétmönnum átyllu til enn
meiri hernaðarumsvifa og
gæti til dæmis leitt til þess,
að þeir heimtuðu herstöðvar
í Finnlandi.
Viðbrögð Sovétmanna við
auknum varúðarráðstöfun-
um Dana og Norðmanna
einkennast af slagorðum og
rangfærslum. Ekki síst bitn-
ar þetta harkalega á Norð-
mönnum. Og einkennilegt er,
hve víða menn virðast ginn-
keyptir fyrir þessum áróðri,
til dæmis sjást þess merki
hér á landi í umfjöllun um
þessi mál.
íslendingar ættu að huga
að því, hvernig okkar eigin
staða yrði og breyttist, ef
Norðmenn og Danir hyrfu
frá einarðlegri varnarstefnu
sinni og létu undir höfuð
leggjast að bregðast við
breyttum aðstæðum með
viðeigandi hætti. Slík upp-
gjöf gæti auðveldlega fært
járntjaldið nær okkur og
undanlátssemi gagnvart
áróðri Sovétmanna verður
aðeins til þess, að þeir færast
í aukana.
í umræðum um öryggis-
mál er sú tilhneiging manna
hættulegust að neita að
horfast í augu við staðreynd-
ir og láta óskhyggjuna ráða.
Norðmenn og Danir eru með
mildasta hætti að bregðast
við auknum hernaðarumsvif-
um Sovétmanna á norður-
hveli jarðar. í því efni leita
þeir að sjálfsögðu styrks
innan þess varnarbandalags,
sem þeir eru aðilar að, og þar
eru Bandaríkin öflugust.
Áróðursvél Kremlverja þyrl-
ar síðan upp sínu venjulega
blekkingarmoldviðri. Þeir
sem telja unnt að brúa bilið
milli þeirra sovésku ósann-
inda og hins sem raunveru-
lega er að gerast lenda í
miklum ógöngum.
Danir og Norðmenn
ef la varnir sínar
Birgir ísl. Gunnarsson:
Maður
og list
Um síðustu helgi var haldið
hér í Reykjavík listaþing undir
nafninu „Maður og list“. Þing
þetta var haldið á vegum sam-
takanna „Líf og land“, en þau
samtök eru ung að árum. Þó
hafa þau þegar látið margt gott
af sér leiða í borgarlífinu.
Þetta er þriðja ráðstefna sam-
takanna, en í febrúar 1979 var
efnt til ráðstefnu, sem hét
„Maður og umhverfi", og var þar
fjallað um hina ýmsu þætti
umhverfismála. I júní sl. var
haldin ráðstefnan „Maður og
borg“, en þar voru teknir fyrir
ýmsir þættir borgarskipulags.
íslenzk list
viðfangsefnið
í þetta sinn var fjallað um
íslenzka list og teknir fyrir
ýmsir þættir, sem snerta lista-
starfsemi, stöðu íslenzkra lista,
fjármögnun og aðstöðu listafólks
og loks listfræðsla. Inn á milli
erinda og umræðna var skotið
ýmsum listflutningi ágætra
listamanna.
Ráðstefnur Líf og lands hafa
verið með nokkuð sérstöku sniði.
Ráðstefnan um helgina stóð í tvo
daga. Flutt voru 32 erindi, sem
standa skyldu í 10 mínútur hvert
og voru öll erindin fyrirfram
gefin út í bók sem ráðstefnugest-
ir gátu haft í höndum. Allt gerði
þetta ráðstefnuna mjög skipu-
lega og fasta í sniðum og tryggði,
að þátttakendur fengju eins
mikið út úr fundunum og mögu-
legt var. Ráðstefnan endaði
síðan með pallborðsumræðum
formanna listgreinafélaga.
Avarpsorð
formanns
I ávarpsorðum sínum sagði
formaður samtakanna, Jón Ótt-
ar Ragnarsson m.a.: „Oft vill það
gleymast að UMHVERFIÐ er
fleira en áþreifanlegir hlutir.
Hið huglæga umhverfi — trúin,
venjurnar og menningin — er
ekki síður mikilvægt. Mótun
þess og „fegrun“ hefur ekki síður
verið viðfangefni listamanna,
líklega höfuðvettvangur þeirra."
Síðar sagði Jón: „Þar sem
listin er óumdeilanlega kjarni
menningar — sumir myndu
segja menningin sjálf — hljóta
málefni listarinnar ávallt að
þurfa að sitja í fyrirrúmi. Fjár-
framiög til lista og menningar-
mála ættu að vera með því allra
fyrsta sem tekin væri ákvörðun
„Listaþingið að Kjarvalsstöðum
itarlega fjaliað um þátt rikisins
á þeirra þátt í þessari grein.“
um við stefnumótun í fjármálum
ríkisins".
Framlög ríkisins
til menningarmála
Þessi orð leiða hugann að
umræðum, um framlög ríkisins
til menningarmála. Á ráðstefn-
unni um helgina var m.a. bent á
það, að 0,46% af útgjöldum
ríkisins í heild væri ætlað til
lista og listtúlkunar miðað við
fjárlagafrumvarp fyrir 1980.
Hafa ýmsir bent á, að framlög
þessi séu mjög skorin við nögl og
að þau þyrftu að aukast og að
ríkið þyrfti að hafa ákveðnari
stefnu í menningarmálum.
Þáttur sveitar-
félaga
Á ráðstefnunni var ekki fjallað
um þátt sveitarfélaga í lista- og
menningarmálum, en hann hef-
ur verið æði mikill. Reykjavíkur-
var merkilegt innlegg í umræðu um lista- og menningarmál. Þar var
í þessum efnum, en lítið um þátt sveitarfélaganna. Nokkuð er drepið
borg leggur t.d. á ári hverju
verulegt fjármagn til lista- og
menningarmála, a.m.k. ef borið’
er saman við fjárlög ríkisins.
Stærstu liðirnir eru rekstrar-
styrkur til Leikfélags Reykja-
víkur, Sinfóníuhljómsveitar og
rekstur Kjarvalsstaða. Rekstur
Borgarbókasafns og annarra
safna verður að flokkast undir
menningarmál. Byggingarkostn-
aður Borgarleikhúss, styrkir til
ýmissa hópa, sem stunda listir
og listaverkakaup eru og greinar
á þessum sama meiði, svo og
styrkir til myndlista- og tón-
listaskóla.
Árið 1978 var á fjárhagsáætl-
un Reykjavíkurborgar ætlaðar
635.8 millj. kr. til lista- og
menningarstarfsemi, en það var
4,3% af heildarútgjöldum borg-
arsjóðs. Árið 1979 var sambæri-
leg tala 908,8 millj kr. eða 3,8%
af heildarútgjöldum borgar-
sjóðs. Það segir nokkfa sögu í
þessum efnum, að hlutfallið
minnkaði verulega, þegar vinstri
flokkarnir tóku völdin.
Stefna Reykja-
víkurborgar
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn
hafði meirhluta í Reykjavík var
það stefna flokksins, að hafa
jafnan í gangi eitt stórt verkefni
á menningarsviðinu. Þannig
voru Kjarvalsstaðir byggðir og
strax í kjölfar þeirra hafin
bygging Borgarleikhúss, en sú
framkvæmd hefur nú verið
stöðvuð.
Hér hafa verið rifjaðir upp
nokkrir þættir í lista- og menn-
ingarstarfsemi Reykjavíkur-
borgar sem einskonar framhald
þeirrar umræðu, sem var á
Kjarvalsstöðum um síðustu
helgi. Önnur sveitarfélög leggja
og mikið af mörkum til menn-
ingarmála og væri reyndar fróð-
legt að gera einskonar úttekt á
því, en það framlag er oft ekki
síður mikilvægt en starfsemi
ríkisins á þessum sviðum.
Ráðstefna Líf og Lands var
gott framtak og er vonandi að
samtökin haldi áfram á þessari
braut.
j Reykj avíkurbréf
Laugardagur 23. febrúar
Morgunblaðið
og launamálin
Þorsteinn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bands Islands skrifaði grein hér í
blaðið sl. miðvikudag, þar sem
hann gerði athugasemdir við efni
síðasta Reykjavíkurbréfs. Kjarn-
inn í grein Þorsteins Pálssonar
eru eftirfarandi ásakanir á hend-
ur Morgunblaðinu:
I fyrsta lagi stundi Morgunblað-
ið „kersknipólitík" í launamálum
með því að erta pólitíska andstæð-
inga með ummælum þeirra um
launamál eftir því, hvort þeir eru í
stjórn eða stjórnarandstöðu.
í öðru lagi sé Morgunblaðið við
sama heygarðshorn og ASÍ á þann
veg, að það vilji ekki taka mið af
efnahagslegum forsendum við
gerð nýrra kjarasamninga.
í þriðja lagi sé ekkert bitastætt
að finna í skrifum Morgunblaðsins
um afstöðu þess sjálfs til kjara-
mála.
Þessum þungu ásökunum á
hendur Morgunblaðinu fylgir
framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambands íslands svo eftir
með þessari spurningu: „Telur
Morgunblaðið, að nú séu þær
aðstæður fyrir hendi að auka megi
kaupmátt? Er það ósammála af-
stöðu fjármálaráðherrans, hvað
sem líður fyrri skoðunum hans og
þeirri afstöðu sem VSÍ hefur
tekið?"
Það sem Þorsteinn Pálsson er
raunverulega að gera er einfald-
lega það, að hann er að taka undir
þann áróður vinstri manna í
áratugi, að þegar Morgunblaðið sé
í andstöðu við þá ríkisstjórn, sem
situr í landinu hvetji það launþega
til að setja fram kröfur um háar
kauphækkanir og fylgja þeim eftir
með verkföllum en þegar Morgun-
blaðið styðji ríkisstjórn sjái það
enga möguleika á kjarabótum
launþegum til handa. Þetta hefði
framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambands íslands átt að
segja umbúðalaust í stað þess að
vefja skrif sín inn í umbúðir eins
konar „kersknipólitíkur" í garð
Morgunblaðsins en eins og hann
sjálfur segir þá er þessi „gamal-
dags kersknipólitík ekkert fram-
lag til þeirrar nýsköpunar", sem
við þurfum á að halda og eiga þau
ummæli bezt við um „þrætubóka-
list“ hans sjálfs.
Fyrsta ásökun
Þorsteins
Vinstri flokkarnir hafa allir
rekið þá pólitík árum saman að
hvetja launþegasamtökin til
stífrar kröfugerðar í launamálum,
þegar þeir hafa verið utan stjórn-
ar. Þeir hafa beinlínis beitt áhrif-
um sínum í launþegasamtökunum
til þess að bola frá völdum ríkis-
stjórnum, sem þeim hafa ekki
verið þóknanlegar. Versta dæmið
um þetta er að sjálfsögðu sú
barátta, sem hafin var veturinn
1978 gegn febrúarlögum ríkis-
stjórnar Geirs Hallgrímssonar. Þá
misnotuðu Alþýðubandalag og Al-
þýðuflokkur launþegasamtökin í
þágu stjórnarandstöðunnar á
ósvífnari hátt en dæmi eru um í
íslenzkri stjórnmálabaráttu
síðustu 25 ár a.m.k. Fjármunum
félaganna og starfskröftum var
beitt í því skyni að hefja stórfellt
stríð á hendur þeirri ríkisstjórn.
Þessi misnotkun bar árangur.
Þáverandi stjórnarflokkar töpuðu
miklu fylgi. Ný vinstri stjórn tók
við völdum. Þá brá svo við, að
Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur
sneru við blaðinu. Þeir gengu til
kosninga undir kjörorðinu: samn-
ingana í gildi. En um leið og þeir
voru komnir í ríkisstjórn sviku
þeir þetta loforð við kjósendur og
hófu að skerða vísitöluna með
nákvæmlega sama hætti og ríkis-
stjórn Geir Hallgrímssonar hafði
gert.
Það er eitt mikilvægasta verk-
efnið í stjórnmálabaráttunni hér
að leiða þennan tvískinnung í ljós,
að koma því til skila til fólksins í
landinu, að talsmenn þessara
flokka segja eitt fyrir kosningar
og annað eftir kosningar, að þeir
fylgja sömu stefnu í ríkisstjórn og
þeir berjast á móti, ef þeir eru
utan ríkisstjórnar. Ástæðan fyrir
því, að þetta er svo mikilvægt er
einfaldlega sú, að um leið og
almenningur gerir sér rækilega
grein fyrir þessum tvískinnungi
má búast við því, að í stað þess að
verðlauna þá stjórnmálaflokka,
sem reka ábyrgðarlausa pólitík af
þessu tagi eins og kjósendur gerðu
sumarið 1978, muni þéir refsa
þeim. Og þá er kominn grundvöll-
ur til þess að hér verði rekin ábyrg
stefna í efnahagsmálum. Markviss
viðleitni Morgunblaðsins í þessum
efnum er því engin „kersknipóli-
tík“, hún er engin „þrætubókar-
list“, hún er þvert á móti mikils-
vert framlag til þeirrar nýsköpun-
ar í efnahagsmálum sem hér þarf
að verða. Og það er aldeilis
furðulegt, að framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambandsins skuli
ekki gera sér grein fyrir því,
hversu þýðingarmikið það er í
öllum umræðum um efnahagsmál
að leiða þennan tvískinnung fram
og að hann, í stað þess að fagna
þessu framtaki Morgunblaðsins,
skuli ganga í lið með andstæðing-
um blaðsins til þess að koma því
inn hjá fólki, að Morgunblaðið
sjálft sé sekt um þann tvískinn-
ung, sem það er að vekja athygli á
hjá öðrum. Með því leggur Þor-
steinn Pálsson ekki fram skerf til
þess að stuðla að nýsköpun í
þjóðmálaumræðum, heldur þvert
á móti stuðlar hann að því að þær
haldi áfram í þeim farvegi, sem
þær hafa verið.
• •
Onnur ásökun
Þorsteins
í grein sinni segir fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bandsins: „Það hefur ekki tíðkast,
að launþegasamtök styddu kröfur
sínar efnahagslegum rökum. í
raun réttri ætti þó ekki að taka
kröfur þeirra til alvarlegrar um-
fjöllunar, nema þær væru studdar
slíkum rökum. Samningaráð VSÍ
hefur á hverjum fundi með samn-
inganefnd ASÍ sett fram ósk um,
að báðir aðilar settu niður sameig-
inlega sérfræðinganefnd til þess
að meta þær efnahagslegu for-
sendur, sem endurnýjun kjara-
samninga ætti að taka mið af.
Þessari ósk hefur alfarið verið
hafnað af ASÍ. Vinnuveitenda-
sambandið telur þar á móti, að
það skipti verulegu máli, hver
greiðslugeta atvinnuveganna er,
hvað kaupkröfurnar kosta í heild,
hvort þær geti skilað kaupmáttar-
aukningu, eða séu aðeins vatn á
mylluhjól verðbólgunnar, hvaða
áhrif þær hafa á samkeppnis-
hæfni • atvinnuveganna, gengi
krónunnar og viðskiptajöfnuð.
ASI vill ekki horfast í augu við
þessar spurningar. Og Morgun-
blaðið sýnist vera við sama hey-
garðshornið, þó að þar liggi e.t.v.
aðrar ástæður að baki.“
Þetta er dæmalaus staðhæfing,
sleggjudómur, sem er fram-
kvæmdastjóra Vinnuveitendasam-
bands íslands ekki samboðin.
Enginn fjölmiðill á íslandi hefur
varið jafn miklum tíma og rúmi,
starfskröftum og fjármunum til
þess að upplýsa lesendur sína um
þær efnahagslegu staðreyndir,
sem kjarasamningar hverju sinni
taka mið af og þjóðarbúið stendur
frammi fyrir. Þetta er áreiðanlega
í fyrsta sinn, sem sú ásökun er
borin fram á hendur Morgunblað-
inu, að það taki ekki nægilegt tillit
til efnahagslegra staðreynda í
skrifum sínum, þvert á móti hefur
blaðið hingað til verið ásakað um
það, að „jórtra" alltaf á þeirri
sömu „tuggu", að enginn grund-
völlur væri til kjarabóta.
Ef skýringin á þessari dæma-
lausu staðhæfingu er sú, að Þor-
steinn Pálsson eigi einungis við
þetta tiltekna Reykjavíkurbréf er
svarið það, að höfundur Reykja-
víkurbréfs fjallar hverju sinni um
kjaramál og önnur mál út frá því
sjónarhorni sem honum sýnist og
tekur ekki við neinum fyrirmæl-
um um það, hvernig það er gert
frá höfuðstöðvum vinnuveitenda í
landinu. Þannig segir Þorsteinn
Pálsson í grein sinni: „í nefndu
Reykjavíkurbréfi er ekki gerð
minnsta tilraun til þess að meta
þær efnahagslegu aðstæður sem
setja þjóðinni mörk við útgjalda-
ákvarðanir. Því síður er tekin
afstaða til markmiða og leiða í
þeim efnum."
Svarið er: það stóð ekki til. í
nefndu Reykjavíkurbréfi var fjall-
að um allt aðra þætti þessara
mála, þ.e. tvískinnunginn í mál-
flutningi hinna nýju valdhafa og
spurt var hvernig landbúnaðar-
pólitíkin gæti samræmst launa-
stefnunni.
Þriðja ásökun
Þorsteins
Morgunblaðið þarf ekki að
skammast sín fyrir skrif blaðsins
um kjaramál á undanförnum ár-
um. I þeim efnum hefur blaðið
verið sjálfu sér samkvæmt í einu
og öllu. Síðustu stóru kjarasamn-
ingar voru gerðir í júní 1977.
I byrjun júnímánaðar 1977, þeg-
ar samningaviðræður stóðu enn
yfir varaði blaðið við því, sem að
stefndi. I forystugrein Morgun-
blaðsins 2. júní það ár sagði m.a.:
„Á þessu stigi verður að sjálfsögðu
engu spáð um það, hvers konar
kjarasamningar verða gerðir að
lokum. Einungis er hægt að vekja
athygli á því á grundvelli þeirra
hugmynda, sem fyrir liggja, að
samningaviðræður þessar eru þeg-
ar komnar á hættumörk. Hætta er
á enn einum verðbólgusamningn-
um með þeim áhrifum og afleið-
ingum, sem það hefur fyrir þjóð-
arbúskap okkar og lífskjör al-
mennings í landinu. Það er
óhrekjanleg staðreynd, að bezta
kjarabótin, sem hægt er að
tryggja láglaunafólki er sú að
draga úr verðbólgunni. Óðaverð-
bólga undanfarinna ára hefur leitt
til þess, að kjör þeirra, sem við
lægri laun búa og lífeyrisþega
hafa versnað mun meira en hinna.
sem efnameiri eru.“
í raun má segja, að þessi
ummæli í forystugrein Morgun-
blaðsins fyrir þremur árum lýsi
stefnu blaðsins í kjaramálum í
dag. Þegar kjarasamningar höfðu
verið undirritaðir birti Morgun-
blaðið forystugrein, þar sem fjall-
að var um þá hinn 24. júní 1977.
Þar sagði: „Kjarasamningar þeir,
sem undirritaðir voru á Loftleiða-
hótelinu í fyrradag eru verðbólgu-
samningar, líklega einhverjir
mestu verðbólgusamningar, sem
hér hafa verið gerðir."
í samræmi við þessa afstöðu
Morgunblaðsins beitti blaðið sér
gegn verkfallsbaráttu opinberra
starfsmanna haustið 1977. Morg-
unblaðið studdi einnig eindregið
viðleitni Geirs Hallgrímssonar og
ríkisstjórnar hans í febrúar 1978
til þess að ná tökum á verðbólg-
unni með skerðingu vísitölubóta á
laun annarra en lægst launaða
fólksins.
En hvað gerðist svo? Sam-
kvæmt kenningum Þorsteins
Pálssonar ætti Morgunblaðið að
hafa tekið upp „kersknipólitík" í
launamálum haustið 1978, þegar
ný vinstri stjórn hafði tekið við
völdum. Fyrst reyndi verulega á
stefnu hennar í launamálum í
desember 1978, þegar vinstri
stjórnin skerti vísitölubætur á
laun. Hver voru viðbrögð Morg-
unbiaðsins þá? Hafi fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bandsins rétt fyrir sér ætti Morg-
unblaðið þá að hafa ráðist á
vinstri stjórnina fyrir að skerða
vísitöluna. Því fór fjarri. í for-
ystugrein Morgunblaðsins 28. nóv-
ember 1978 sagði svo um þá stefnu
vinstri stjórnar: „Hins vegar vill
Morgunblaðið nú, þegar þetta
frumvarp er komið fram, ítreka
ánægju sína með það, að forystu-
menn þessara tveggja stjórnmála-
flokka og þessi hópur verkalýðs-
foringja gera sér nú raunsærri
grein fyrir því, hvað nauðsynlegt
er að gera til þess að ráða við
verðbólguna ... ekki verður dregið
úr núverandi verðbólgustigi með
því vísitölukerfi, sem hér er við
lýði.“ Og í forystugrein 30. nóv-
ember segir blaðið: „Öllum er
ljóst, að visitöluskerðing nú var
jafn óhjákvæmileg og hún var í
febrúar sl.“ Morgunblaðið var
sjálfu sér samkvæmt, hvort sem
það studdi ríkisstjórn eða var í
stjórnarandstöðu.
Eigi Þorsteinn Pálsson hins
vegar við það, að í skrifum blaðs-
ins nú undanfarnar vikur hafi
ekkert „bitastætt" verið um af-
stöðu blaðsins sjálfs til kjaramál-
anna er svarið það, að þau hafa
ekki verið á dagskrá að nokkru
ráði. Morgunblaðið hefur haft
öðru að sinna undanfarnar vikur,
eins og Þorsteinn Pálsson veit vel
og fram til þessa hafa kjaramálin
ekki verið á því stigi að ástæða
væri til að fjalla um þau sérstak-
lega. Framkvæmdastjóri Vinnu-
veitendasambandsins ætti því að
hafa til að bera þá þolinmæði að
bíða eftir umfjöllun Morgunblaðs-
ins um kjaramál áður en hann
hefur áróður gegn blaðinu um
ábyrgðarlausa pólitík.
Er hægt að
auka kaup-
máttinn?
Þá er komið að þeirri spurningu,
sem Þorsteinn Pálsson beinir til
Morgunblaðsins í grein sinni þ.e.
hvort hægt sé að auka kaupmátt
launa, að mati blaðsins. Þetta er
óþörf spurning. Framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambandsins
veit mæta vel, hver afstaða Morg-
unblaðsins er. Hún hefur ekkert
breyzt frá því í júní 1977. Nú eru
ekki betri aðstæður en þá til þess
að bæta kjör fóiksins í landinu.
Þvert á móti hafa aðstæður versn-
að. Olíuverðið hefur farið upp úr
öllu valdi, verðlag lækkar heldur á
Bandaríkjamarkaði o.s.frv.
En það stendur, sem sagði í
forystugrein Morgunblaðsins 2.
júní 1977, að kjör láglaunafólks og
lífeyrisþega hafa versnað að mun í
óðaverðbólgunni. Efnamunurinn í
landinu hefur aukizt á þessum
síðustu 10 árum óðaverðbólgu.
Hinir ríku hafa orðið ríkari og
hinir fátæku fátækari. Fari svo
fram sem horfir endar það með
allsherjar sprengingu. Samvizka
okkar krefst þess að við beinum
athygli okkar að þeim þjóðfélags-
þegnum, sem við skarðastan hlut
búa. Að því marki eiga bæði
vinnuveitendur, launþegasamtök
og ríkisstjórn að vinna.
í þessu felst hins vegar ekki, að
Morgunblaðið styðji fjármála-
ráðherra og núverandi ríkisstjórn
í launapólitík þeirra. Ástæðan er
einfaldlega sú, að eins og málefna-
samningur ríkisstjórnarinnar er
settur upp er augljóst, að hún mun
reka ábyrgðarlausa efnahagspóli-
tík. Fjármálaráðherra segir, að
ekki sé grundvöllur til grunn-
kaupshækkana en hann virðist
vera tilbúinn til þess að leggja
fram mikið fé til að aðstoða
bændastéttina, sem vissulega þarf
á aðstoð að halda. Því hefur verið
haldið fram, að útgjöld ríkissjóðs
muni aukast um 25—30 milljarða
á þessu ári. Það er auðvitað
augljóst, að ríkisfjármálin stefna í
botnlaust fen. Það er ekkert vit í
því að segja í öðru orðinu, að ekki
séu forsendur fyrir grunnkaups-
hækkunum en stefna svo ríkis-
fjármálum út í tóma vitleysu.
Framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambandsins ætti fremur að
fjalla um þennan dæmalausa
tvískinnung í efnahagsstefnu
ríkisstjórnarinnar en veitast að
Morgunblaðinu. Við sköpum ekki
svigrúm til umtalsverðra kjara-
bóta á ný nema með því að leysa
framtak einstaklingsins úr læð-
ingi, gefa fólkinu frelsi til þess að
Þorsteinn
Pálsson:
Stjórnmálaumræður bera þess
stundum merki að þeir sem að þeim
standa gera lakmarkaðar kröfur til
sjálfra sin um röksemdafcrslu og
skýra afstoðu Hofundur Reykja-
víkurbréfs Morgunblaðsins síðast-
innudag sýnir af sér þetta
Kersknipólitík í launamálum
andstæðinga af þvi að þeir snúast
eins og vindhanar með launahækkun-
um eða á móti eftir þvi, hvort þeir eru
í stjórn eða stjórnarandatoðu. og
draga óskylda aðila eins og VSt inn I
þó þrætubókarlist. Auðvitar er það
hlutverk blaða að vekja athyglí á
taka megi á. En þessi skrif verða ekki
skilin Oðru vísi en þannig, að Morgun-
blaðið er að setja Vinnuveitendasam-
bandið I það Ijós að það sé verkfæri I
höndum rfkisstjórna til þess að
brjóta á bak aftur sanngjarnar kröf-
ur um launahækkanir. En þar sem
Morgunblaðið horfir framhiá ollum
muni lækka á þessu ári. Birtar hafa
verið tölur, er aýna að viðskiptakjör
hafa versnað um 19%. Þessi tala
sýnir rýrnun kaupmáttar útflutn-
ingstekna þjóðarbúsins Deilan, sem
nú atendur snýat um það, hvort unnt
er að auka kaupmátt launa um 25%
eða meira þegar kaupmáttur útflutn-
verði ekki um frekari rýrnun við-
skiptakjara að ræða. Yrði á hinn
bóginn gengiö að kröfum ASt stæðum
við frammi fyrir 80—90% verðbólgu í
lok ársins. Tillögur VSÍ gætu á hinn
bóginn fært verðbólguatigið niður I
rúmlega 40% á þessu ári. fumræóum
um endurnýjun kjarasamninga geta
eða séu aðeins vatn á mylluhjól
verðbólgunnar, hvaða áhrif þær hafi
á samkeppnishæfni atvinnuveganna,
gengi krónunnar og viðskiptajöfnuð.
ASÍ vill ekki horfast i augu við þessar
spurningar. Og Morgunblaðið sýnist
vera við sama heygarðahornið, þó að
þar liggi e.t.v. aðrar áatæður að baki.
bæta lífskjörin með eigin sköpun-
arkrafti í stað þess að reyra
athafnavilja og dug þjóðarinnar í
fjötra vaxandi ríkisafskipta. Um
þetta eru Morgunblaðið og Þor-
steinn Pálsson áreiðanlega sam-
mála.
Eins og hér hefur verið sýnt
fram á er Morgunblaðið sjálfu sér
samkvæmt í skrifum sínum um
kjaramál, hvort sem það styður
ríkisstjórn eða er í stjórnarand-
stöðu.
En hvað um Vinnuveitenda-
sambandið sjálft? Hvert er sam-
ræmið í orðum þess og gerðum?
Hingað til hefur einn aðalvandi
efnahagsmálanna verið sá, að
vinnuveitendur hafa lýst því yfir
við upphaf kjarasamninga að ekki
væru forsendur fyrir kauphækk-
unum. Nokkrum vikum síðar hafa
þeir gefist upp og skrifað undir
stórfellda verðbólgusamninga.
Þeir hafa ekki verið sá hemill á
kauphækkanir, sem þeir eiga að
vera. Það hefur ekkert samræmi
verið í orðum þeirra og gerðum.
Þorsteinn Pálsson ber ekki
ábyrgð á því. En nú er hann
ábyrgur fyrir orðum Vinnuveit-
endasambands og gerðum. Og nú
eru miklar kröfur gerðar til hans
um samræmi milli orða og gerða.
Það færi vel á því, að hann stæði
við þær áður en hann gerði kröfifr
til annarra. Þorsteinn Pálsson
hefur sýnt mikla hæfni í starfi
sínu hjá VSÍ og var ábyrgur
ritstjóri Vísis. Morgunblaðið þolir
vel gagnrýni og grein Þorsteins
var raunar kærkomið tækifæri til
að benda á þær staðreyndir, sem
hér hafa verið áréttaðar. Það er
langt frá því, að Morgunblaðið sé
hafið yfir gagnrýni, ritstjórar þess
gera sér öðrum fremur grein fyrir
því. En það merkir ekki það, að
þeir telji, að blaðið eigi að þegja
þunnu hljóði þegar að því er vegið
með gagnrýni, sem það á ekki
skilið. Morgunblaðið fagnar því,
að nú er það öllum ljóst, að hvorki
forystumenn VSÍ eða ASÍ eru
ánægðir með stefnu þess í kaup-
gjaldsmálum. Það er hvorki hand-
bendi eins né neins en heldur við
það, sem það telur réttast.