Morgunblaðið - 24.02.1980, Page 18

Morgunblaðið - 24.02.1980, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980 Drottinn, ég hef nógan tíma (eftir M. Quoist) AHir kvarta yfir tímaleysi. Það er vegna þess, að þeir Irta lífiö allt of mannlegum augum. Það er alltaf tími til að gera það, sem Guð vill að við gerum, en við verðum að leggja okkur algjörlega í þær stundir, sem hann gefur. „Hafið þvínákvæmtega gát á hvernig þér breytiö, ekki sem fávísir, heldur sem vísir, notið hverja stundina, því að dagarnir eru vondir. Veriö því ekki óskynsamir, heldur reynið að skiija hver sé vilji Drottins. “ (Ef. 5,15—17) Ég gekk út, Drottinn. Menn voru á ferð komu og fóru, gengu og hlupu. Allt var á fullri ferð, bílar, strætisvagnar, gatan, borgin. Allir voru að flýta sér, eltast við tímann, spara tíma. Vertu sæll, fyrirgefðu, ég hef ekki tíma. Ég kem seinna, ég get ekki beðið, hef ekki tíma. Ég slæ botninn í þetta bréf, ég má ekki vera að aö skrifa meira. Ég vildi gjarna hjálpa, en ég hef ekki tíma. Ég get ekki þegið, ég hef ekki tíma. Ég get ekki hugsað, get ekki lesið, ég er alveg á kafi. Mig langar að biðja, en ég hef engan tíma. Þú skilur, Drottinn, þaö hefur enginn tíma til neins. Barnið er að leika sér og hefur ekki tíma. — Seinna. Skólastúlkan veröur aö lesa lexíurnar sínar, hefur engan tíma. — Seinna. Ungi maðurinn er á æfingu, hann hefur engan tíma. — Seinna. Ungu hjónin eru að koma sér fyrir í nýju íbúðinni, þau hafa engan tíma. — Seinna. Gömlu hjónin þurfa aö gæta barnabarnanna og hafa engan tíma. — Seinna. Þau eru veik, þau hafa ekki tíma. — Seinna. Þau eru að deyja, þau hafa engan... Of seint! Svona elta allir menn tímann, Drottinn. Þeir fara gegn um þetta líf á hlaupum, þjakaðir, stressaðir og ná aldrei því, sem þeir eru aö keppa eftir. Þrátt fyrir allt, sem þeir leggja á sig, vantar þá alltaf tíma. Heilmikinn tíma. Þú hlýtur aö hafa misreiknað þig, Drottinn. Einhversstaðar er einhver alvarleg skekkja. Stundirnar eru of fáar. Dagarnir of skammir. Lífið of stutt. En þú, sem ert handan tímans, Drottinn, þú brosir að þessari glímu okkar við hann. Og þú veist hvað þú ert að gera. Þú misreiknar þig ekki er þú úthlutar mönnum tíma. Þú gefur hverjum og einum þann tíma er hann þarf til að gjöra vilja þinn. En við megum ekki missa tíma, eyða tíma, drepa tíma, því að tíminn er dýrmæt gjöf frá þér. Gjöf, sem eyðist. Drottinn, ég hef tíma, nógan tíma. Allan þann tíma, sem þú gefur mér. Árin ævinnar, daga áranna, stundir daganna, allt er þaö mitt að fylla í rósemi og kyrrð, en fylla á barma og bera fram fyrir þig í bæn, svo að þú úr bragðdaufu vatni þeirra megir gera gleði-vín, eins og forðum í Kana. Drottinn, í dag ætla ég ekki að biðja þig um tíma til að gera hitt og þetta, en ég biö þig um þá náö, að ég fái notað samviskusamlega þann tíma sem þú gefur mér til aö gjöra vilja þinn. LÍÐANDI ÞJÓNN GUÐSPJALLIÐ í dag sam- kvæmt annarri textaröð fjallar um athugasemdir Jesú við deildu lærisvein- anna um það hver þeirra væri mestur. í ræðu sinni gerir Jesús grein fyrir því að meðal lærisveina sinna egi að ríkja sú regla, að sá sem mestur er verði sá er þjónar. Og hann spyr: Því að hvor er meiri, sá sem situr til borðs eða sá sem þjónar. Jesús sýndi það með ýmsu móti að hann var sá sem þjónaði. Skýrasta dæmið um það var þegar hann þvoði fætur læri- sveina sinna. Eitt af þeim heitum sem Jesús fékk, og á stoð í spámannaritunum, er ein- mitt „hinn líðandi þjónn" Jesús var kominn til þess að ganga veg þjáningar og dauða. Hlutverk hans var þess eðlis að hann þurfti að lítillækka sig. Hann af- klæddist dýrð himnanna og gjörðist maður, tók á sig þjóns mynd, eins og Páll postuli segir um hann, og varð hlýðinn allt fram í dauða, já fram í dauða á krossi. Þjóns mynd Jesú er ákaf- lega merkileg og miklu róttækari en menn oft taka eftir. Á föstu er gott að hafa þessa mynd fyrir aug- um, og leyfa henni að tala til sín. Því líttllækkun Jesú var ekki sýndarmennska, hún var raunveruleg í hæsta máta. Það hefur ver- ið komist þannig að orði, að Jesús hafi farið svo djúpt í niðurlægingu sinni, að hann eins og hafi farið undir okkur synduga menn til þess síðan að lyfta okkur upp úr glötunargröfinni. — Hann tók á sig syndasekt alls heimsins. Hann, sem var saklaus og syndlaus. Var nokkur furða þótt bar- áttan í Getsemane garðin- um hafi verið hörð, þegar það er haft í huga að Jesús vissi hvað hann var að ganga út í . Svitadropar hans urðu ekki að blóðdrop- um nema af því að hann háði hið harðasta dauða- stríð sem háð hefur verið. Hann leit alla synd mann- kynsins frá öndverðu og fram til hins efsta dags og nú var hann að taka þetta allt á sig. Freistingin var mikil að losna við þetta. Og við getum rétt ímyndað okkur hvað freistingarnar hafa sótt að honum í lífi hans og starfi. — En hann sigraði hverja freistingu og hann sigraði óttann og hann gekk inn í hlutverk sitt og fullkomnaði það. Þess vegna er til kristin kirkja í dag. Virðum fyrir okkur þessa mynd frelsarans í dag í upphafi föstunnar og biðj- um góðan Guð að uppljúka alvöru hennar fyrir okkur svo við sjáum að allt þetta gerði hann fyrir mig. Spyrj- um svo: Hvað hef ég gert fyrir hann? Biblíulestur VIKUNA 24. FEBR.-1. MARS Sunnudagur 24. febr. Lúk. 22: 24—32 Mánudagur 25. febr. Jak. 4:1 — 10 Þriðjudagur 26. febr. Jak. 1:13—18 Miðvikudagur 27. febr. Hebr. 4:14—16 Fimmtudagur 28. febr. Hebr. 12:1—7 Föstudagur 29. febr. Matt. 16: 21—28 Laugardagur 30. febr. Matt. 12: 38—42

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.