Morgunblaðið - 24.02.1980, Page 24

Morgunblaðið - 24.02.1980, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980 DAGLEGT LIF Foreldrafræðsla og meðferð og þarfir ungbarna er málaflokkur sem margir telja að ekki hafi verið sinnt sem skyldi í skólakerfinu. Hver er ábyrgð foreldranna gagn- vart börnum sínum, hvernig lýsir meðgöngutíminn sér, fæðing barna og áhrif á móður líkamlega og andlega, meðferð ungbarna og nokkurt skeið, er ítarleg um líf barnsins. Þættir úr þeirri bók hafa verið þýddir og gefnir út undir nafninu „Ungbarnabókin" og hefur hún selst mikið. Aðrar erlendar bækur, m.a. enskar og bandarískar, munu ennfremur fást hér í bókaverzlunum um þetta efni. • II Foreldrafræðsla — og meðf erð og þarfir ungbarna er efni í sérf ag í námsefni skólanna, — t.d. efstu bekki grunnskólans. þátttaka föðurins í tilkomu barns og meðferð þess. Á hverju ári kemur fram ný kynslóð foreldra og oft hefur komið í ljós að ungt fólk stendur óviðbúið í þeim spor- um að bera ábyrgð á nýfæddu barni sínu án þess að hafa fengið nokkurn sérstakan undirbúning fyrir það hlutverk. í umræðu undanfarinna ára um getnaðar- varnir, fólksfjölgun, barnaár og fóstureyðingalöggjöfina hefði ver- ið eðlilegt að taka betur á þessum þætti í einni heild, — t.d. með útgáfu bókar sem ætluð væri til kennslu í grunnskólum landsins, en þeir nemendur sem stunda nám í efstu bekkjum grunnskólans eiga oft stutt í það að verða foreldrar. Að sjálfsögðu má ætla að kennar- ar taki á þessu efni að einhverju leyti í tengslum við það, sem hverju sinni liggur fyrir í náms- efninu og ekki má ganga framhjá þætti foreldra og annarra um upplýsingamiðlun á þessu sviði. í skólum fer fram kynferðisfræðsla, kennsla á heimilisfræði, heilsu- fræði, líffræði og samfélagsfræði, en þessum félagsfræðilega þætti hefur ekki verið sinnt sem skyldi, enn sem komið er. Alla upplýs- ingamiðlun varðandi meðgöngu- tíma og fæðingu fá foreldrar venjulega þegar barn er í vænd- um, — ekki fyrr og fyrr verður ábyrgð þeirra gagnvart barninu ekki raunhæf, — bækur liggja ekki fyrir um fræðslu beinlínis á þessu sviði. Hvert leita foreldrar fræðslu um t.d. meðferð ungbarna? Heilsuverndarstöð Reykjavíkur hefur gefið út fjölda bæklinga sem ætlaðir eru foreldrum um meðferð ungbarna og verðandi mæðrum m.a. um mjólkurgjöf. Verðandi mæður fá leiðbeiningar og aðstoð lækna og annars hjúkrunarliðs á meðgöngutíma. Á fæðingarstofn- unum (m. a. á Fæðingarheimili Reykjavíkur) er oft möguleiki á því fyrir verðandi foreldra að fá að sjá kvikmynd sem sýnir þróun fóstursins og fæðingu barns. Slíkar myndir hafa mikið upplýs- ingagildi. Fyrir mörgum árum gaf Bókaútgáfa Menningarsjóðs út Mæðrabókina í þýðingu Stefáns Guðnasonar, læknis, sem er efn- ismikil bók um meðgöngutíma, fæðingu og meðferð ungbarna, en sú bók mun ekki fást lengur. „Bogen om Barnet", dönsk þýðing, sem hefur fengist hér á iandi um Staðreyndin er sú, að fæstir kynna sér efni slíkra bóka fyrr en barn er í vændum, það er ljóst að þetta efni á heima í skólanámsefni sérstaklega. Ráðgjafanefnd Jafnréttisráðs vinnur nú að undirbúningi bækl- ings um fræðsluefni fyrir verð- andi foreldra og er þar einkum tekið mið af barninu sem þjóðfé- lagsþegni. Undirbúningur útgáf- unnar hefur verið með tvennum hætti, — með umræðufundum með fulltrúum ýmissa starfsstétta og með könnun hjá verðandi og nýorðnum foreldrum um viðhorf þeira til foreldrafræðslu. Starfs- hópur vinnur nú úr hugmyndum og gögnum og gerir drög að bæklingnúm, en fyrirhugað er að lesefni ritsins verði í stuttum köflum, ríkulega myndskreytt og örvandi til lestrar. í ritinu verða spurningar til lesenda um nota- gildi þess, hvers fólk saknar og því gefinn kostur á að koma með ábendingar. Ritinu verður dreift ókeypis svo það nái til sem flestra. Sótt hefur verið um styrk til þessa verkefnis hjá norræna menning- arsjóðnum og ef þessi tilraun gefst vel er það von manna að þróunin verði sú, að þessi útgáfa, endurskoðuð og bætt, verði náms- efni m.a. í efstu bekkjum grunn- skóla. Þá má geta J)ess hér að Kven- réttindafélag Islands heldur um þessa helgi ráðstefnu um efnið „Jöfn foreldraábyrgð", — vonandi verður umfjöllunarefni ráðstefn- unnar og niðurstöður gefnar út í einhverju formi, sem aðgengilegt verður almenningi. Það má stinga á því hér að mataræði ungbarna og barna á 1. ári er efni í upplýsingabækling út af fyrir sig. Framangreindar bæk- ur fjalla um það að nokkru marki, en þessu efni mætti gera enn betri skil. Um 4—5 þúsund börn fæðast á íslandi árlega og uppeldi barns er mikið ábyrgðarstarf. Samspil vinnumarkaðarins og fjölskyld- unnar er í brennidepli og mönnum er það ljóst að þar má hvorugt ganga á hitt. í tengslum við nám um efni þessa greinarstúfs væri eðlilegt að taka með þær reglur sem gilda t.d. um rétt barna til dagheimilisvistar, möguleika for- eldra á slíkri aðstöðu, reglur um fæðingarorlof, meðlagsgreiðslur, og almennt um siðferðislega stöðu og skyldur foreldra gagnvart börnum sínum. Mamma (pabbi) talaðu við mig! í Birmingham í Bretlandi stend- ur nú yfir herferð fyrir frekari hjálp til handa börnum með tal- vandamál. M.a. hafa verið sett upp skilti víðs vegar í borginni með orðunum „mamma talaðu við mig“, og eru foreldrar hvattir til þess að „tala“ við börnin sín strax frá því að þau líta heimsins ljós. Þessari hvatningu hefur sérstak- lega verið beint til foreldra barna í efnaminni hverfum borgarinnar, — en þau börn virðast helzt eiga við tal- og tjáskiptavandamál að stríða og þá er jafnframt talið að ástæðan sé aðallega sú að foreldr- ar þeirra tali og ræði ekki nógu mikið við þau, og nýti ekki þann tíma sem þeir eiga með börnum sínum á eðlilegan hátt. Áður þegar fjölskyldan í heimili taldi mömmu og pabba, börnin og afa og ömmu og jafnvel fleiri var alltaf einhver heima sem gat og vildi rabba og leika við börnin. I hvatningu þeirra sem að herferð- inni standa í Birmingham felst m.a. að foreldrar verði að gæta þess að sinna börnum meira en að því er varðar klæðnað, hreinlæti, fæðu og leikföng, — það verði t.d. að kenna þeim að leika sér með leikföngin. Með tilkomu sjón- varpsins fari það minnkandi að foreldrar lesi og segi sögur fyrir börnin á kvöldin eða ef börnin horfa með á sjóvarpið þá vanti oft á að foreldrarnir skýri fyrir þeim hvað sé að gerast á skerminum. Dæmi er tekið um stöðuga mötun á tölvu, sem aldrei er tæmd, — hver verður þá útkoman? Forystu- maður herferðar borgaryfirvald- anna vill fyrst og fremst koma eftirtöldum boðorðum til þeirra sem aðgerðunum er beint til: 1) Talaðu við barnið, en ekki til barnsins, þá lokar það að sér. 2) Notaðu venjulegt talmál, — svo það þurfi ekki að læra orð tvisvar um sama hlutinn, — barnamál svokallað sé á engan hátt auðveld- ara en venjulegt talmál, það sé hugarburður fullorðinna. 3) Leyfðu barninu að taka þátt í öllum umræðum sem fram fara á heimilinu, — og byrjaðu strax.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.