Morgunblaðið - 24.02.1980, Side 29

Morgunblaðið - 24.02.1980, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980 29 brekkubrúh vestanvert við inn- taksvirki. Þaðan verður lögð 220 kV háspennulína. Verksamningur var gerður 23. maí 1978 við verktakafyrirtækin ístak hf., Loftorku, Miðfell, Skánska Sementsgjuteriet í Svíþjóð og Phil og Sön AB í Danmörku, sem síðar tóku upp nafnið Fossvirki sf, um gröft á stöðvarhúsgrunni og tilheyrandi vantsvarnir. Verkið hófst 9. júní og lauk 15. desember 1979 og voru fjarlægðir um 650 þúsund rúm- metrar af jarðvegi. Þá voru borað- ar 13 holur allt í kringum svæðið og settar dælur í holurnar. Þær dæla um 300 sekúdnulítrum af vatni (grunnvatni) og gera því kleift að stunda framkvæmdir í grunninum. Heildarsamnings- upphæð er 1,1 milljarður króna. Steypuframkvæmdir Fossvirkis í maí 1979 voru undirritaðir samningar við Fossvirki um að taka að sér steypuvinnu í stöðv- arhúsi ásamt tilheyrandi steypu- framleiðslu. Verkið hófst 14. maí og því lauk 12. desember 1979 eða tveimur mánuðum á undan áætl- un. Höfðu þá verið steyptir um 15 þúsund rúmmetrar eða helmingur af allri steypu í stöðvarhúsið. Landsvirkjun lagði til 2 bygg- ingakrana og allt steypustyrkt- arstál og sement, sem í verkið þurfti. Heildarsamningsupphæð er 1,8 milljarðar króna. Þá hefur verið samið við Foss- virki um áframhaldandi verkefni. Fossvirki hefur tekið að sér að ljúka steypuvinnu við stöðvarhús og að steypa inntaksmannvirki og fyrirtækjasamsteypan sér einnig um alla steypuefnis- og steypu- framleiðslu í virkjunina en hún er hvorki meira né minna en 45 þúsund rúmmetrar. Þess má geta til samanburðar að 50—60 rúm- metra af steypu þarf í venjulegt einbýlishús svo að í virkjunina fer steypa, sem duga myndi í 750—900 venjuleg einbýlishús. Enda er stöðvarhúsið sjálft engin smá- smíði, 70 metra langt, 40 metra hátt og 40 metra breitt. Veggir þess eru 1—2 metrar á þykkt en veggir í venjulegu einbýlishúsi eru 10—20 sentimetra þykkir. Vegna hinnar miklu steypuframleiðslu hefur Landsvirkjun keypt nýja steypustöð til afnota fyrir verk- takann og verður hún sett upp í vor. Samningar voru undirritaðir við Fossvirki 11. desember s.l. og er samningsupphæðin um 6,5 millj- arðar króna. Framkvæmdir sam- kvæmt þessum samningi hófust 12. desember s.l. og hefur verið unnið sleitulaust síðan nema hvað hlé var gert yfir hátíðarnar. Verkinu á að ljúka 15. ágúst 1982 en fyrsta vélasamstæðan á að komast í gagnið nokkru fyrr eða haustið 1981 eins og áður sagði. Verkinu miðar vel Nú vinna um 85 manns við þessar framkvæmdir að sögn Sig- fúsar Thorarensens verkfræðings, byggingastjóra fyrirtækisins. Hefur verkinu miðað vel en kulda- tíð í byrjun ár3ins olli erfiðleikum. Vegna kuldanna í vetur hefur þurft að hita upp mótin svo að steypa frysi ekki og er það hið tækjakost hefur Landsvirkjun keypt stórvirkar vinnuvélar af Caterpillargerð fyrir rúmar 1000 milljónir króna og verða þær leigðar Hraunvirki á grundvelli kaupleigusamnings. Geysilegir efnisflutningar munu eiga sér stað í sambandi við þetta verk, landinu nánast umbreytt. Fluttir verða 1700—1800 rúmmetrar efnis það- an sem aðrennslisskurðurinn kemur og í stífluna. Skurðdýpt verður mest 30 metrar og breidd skurðarins verður mest 19 metrar en lengd einn kílómetri. Stíflan verður 3 kílómetrar að lengd, 15 metra há, 45 metra breið neðst og 16 metra breið efst og í gerð hennar nægir ekki sá jarðvegur, sem fluttur verður úr skurðinum heldur þarf að flytja að viðbótar- efni úr nágrenninu. Verkefni fyrir 11,2 milljarða Hér hetur verið stiklað á því stærsta sem íslenzkir verktakar hafa unnið að og vinna nú að við þessa miklu virkjun. Eins og sjá má er um gífurlegar fjárhæðir að ræða og nú vinna þau tvö fyrir- tæki, sem áður eru upp talin, Fossvirki og Hraunvirki, að verk- efnum fyrir um 11,2 milljarða króna. Ekki verður hér fjölyrt um aðra verktaka erlenda, en þeir helstu eru ASEA í Svíþjóð, sem framleiðir vélasamstæðurnar, og Magrini Galeleo á Ítalíu, sem hefur tekið að sér framleiðslu og uppsetningu á stálþrýstivatnspíp- um en ítalska fyrirtækið hefur falið Stálsmiðjunni hf. fram- Tímamót í virkjanasög- unni — Virkj- unin aðallega byggö af íslendingum — 600 manns vinna við Hrauneyja- fossvirkjun í sumar leiðslu á einingum fyrir þrýsti- vatnspípurnar, en annast sjálft frágang á staðnum. Aðalspennar eru framleiddir og settir upp af portúgalska fyrirtækinu EFAC- EC. Vinnubúðir hafa verið settar upp á tveimur stöðum við Hraun- eyjafossvirkjun, við stöðvarhúsið, þar sem starfsemi Fossvirkis fer fram, og nálægt þeim stað þar sem stíflan mun standa en þar verður athafnasvæði Hraunvirkis. Þarna munu á 700. manns vinna í sumar við þessar miklu framkvæmdir, sem eru svo stórbrotnar að erfitt er að lýsa þeim með orðum. Þar er sjón sögu ríkari. -SS. Vel skal vanda til þess sem lengi á að standa. Steypustyrktarjám- ið er ekki sparað eins og sjá má. mesta . vandaverk að vinna í steypuvinnu við þessar aðstæður uppi í óbyggðum. En Sigfús sagði að vanur og góður mannskapur tryggði það að verkið gengi vel. Þegar blaðamenn stöldruðu við s.l. fimmtudag var unnið að steypu- framkvæmdum og þann dag átti að steypa 200 rúmmetra eða eins og fjögur einbýlishús tæplega. í ársbyrjun 1979 var samið við Hraunvirki hf. um gröft fyrir steypumannvirkjum í inntaki og flóðgáttum. Verksamningur að upphæð 117 milljónir var gerður og síðan viðbótarsamningur við Hraunvirki um hreinsun fyrir stíflu o.fl. að upphæð tæp 81 milljón kr. Verkið hófst 28. maí og var lokið 14. desember 1979. Verkefni Hraunvirkis Gröftur aðrennslisskurðarins og stíflugerðin er feikna mikið verk og var það boðið út í ársbyrjun 1979. Samið var við lægstbjóðanda Hraunvirki, en það fyrirtæki er stofnað af Ellert Skúlasyni hf., Svavari Skúlasyni hf. og Verk- fræðiþjónustu Jóhanns G. Berg- þórssonar. Verksamningur hljóð- aði upp á nær 4,8 milljarða króna og var undirritaður 11. desember s.l. Á fimmtudag var verktakinn að koma með fyrstu vélarnar á virkjunarstaðinn og sögðu þeir Ellert Skúlason og Jóhann G. Bergþórsson, að verkið yrði komið í fullan gang eftir páska. Verkinu á að ljúka í september 1981. Til þess að tryggja nægan ' Ilæftarjofmm frárennslls1 mslisskurður StöÖvarhús. ; •; - : Þrýstivatnspípur f Inntak Í! Temtivirki Sy, Aðrennslisskurður •TUMaN*!' Veitumannvirki ■9. M ' 't. \ Stiflan TuaaNai Yfirlltsmynd af virkjunarsvæðinu my.s.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.