Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980 15 Unglingarnir hafa mikla þörf fyrir að gata hiat og apjallað saman. legar fimmtán ára stelpur. Þær eru báöar úr Breiöholtinu og sögöust vera komnar til þess aö fá tilbreyt- ingu, hitta krakka og skemmta sér. „Viö gætum líka fariö í Fellahelli, en þangaö förum viö þó sjaldan, því þaö er ekkert spennandi aö gerast þar. Á kvöldin förum viö mest niður á Hallærisplan, því annaö er ekki hægt aö fara. Þaö vantar alla aöstööu fyrir krakka á okkar aldri til aö geta hist og kjaftaö saman og svoleiöis. Þaö er nefnilega ekki hægt aö fara á Planlö, nema þegar gott er veður. Þegar veöriö er vont er ekkl hægt að gera annaö en aö sitja heima og horfa á sjónvarpið. Þaö er svo sem ágætt stundum, en þaö er þó nauösynlegt að fá tilbreytingu. Sjón- varpiö er heldur ekki svo spennandi aö hægt sé aö sitja yfir því öll kvöld.“ „Diskó" aðaláhugamáliö „Ég er hérna til aö dansa og skemmta mér,“ sagöi Ágúst Elís Gústafsson fjórtán ára piltur úr Breiðholtinu. „Mér finnst ofsa gaman og diskó- tekiö er mjög gott. Á kvöldin fer ég yfirleitt í partý í heimahúsum, en stundum á böll í Tónabæ og í Fellahelli. Ég fer sjaldan niöur á Hallærisplan af þeirri einföldu ástæöu aö þar finnst mér leiöinlegt." Ágúst sagöi aö diskó væri sitt aöaláhugamál, en sér fyndist vanta tilfinnanlega fleiri staöi fyrir ungt fólk til aö sinna slíkum áhugamálum. „Hjá mörgum viröist aöaláhuga- máliö vera aö reykja og drekka, en ætli þaö sé ekki vegna þess aö þeir hafa ekki aöstööu til þess aö sinna öörum áhugamálum. Gatan býöur nefnilega ekki upp á allt of marga möguleika í þeim efnum,“ sagöi Ágúst og var um leið rokinn út á dansgólfiö, þar sem diskódansinn dunaöi. „Fer sjaldan út á kvöldin“ Helena Þorleifsdóttir þrettán ára sagöist aöallega vera komin til þess aö sjá hvaö væri aö gerast. „Eg fer annars mjög sjaldan út á kvöldin, en ef ég fer eitthvaö þá er þaö helst þegar eitthvaö er aö gerast Gfsli Skúlason Magnús Kjartansaon Textl: Aöalheiður Karlsdóttir Myndir: Kristján Einarsson í hverfinu. Þegar ég fer út aö skemmta mér á kvöldin, þá vil ég helst dansa og hlusta á tónlist. Aöstaöa til slíks er mjög léleg, aöeins þegar haldin eru diskótek í skólan- um. Kannske er það alveg nóg. Hins vegar fer ég aldrei niöur á Hallæris- plan, vegna þess aö þangaö langar mig ekki til aö fara, sagöi Helena. „Viö þurfum aö hafa eitthvaö aö gera“ Ég frétti af því aö hér ætti aö vera ball og langaöi til aö sjá hvaö væri aö gerast," sagöi Gísli Skúlason. Sagö- ist hann vera á fimmtánda ári og búa í Breiöholtinu. „Mér líst vel á þetta hérna og diskótekiö er ágætt. Þaö er mjög lítiö hægt aö gera fyrir krakka á mínum aldri og eiginlega er hvergi hægt aö hittast nema í Fellahelli eöa í sjopp- Svava Grfmadóttir um. Annars fer ég stundum niöur á Hallærisplan um helgar, þegar eitt- hvaö er um aö vera þar.“ Sagöi Gísli aö þaö vantaöi mjög mikið aöstööu til tómstundastarfa í Breiðholti, og gera þyrfti meira fyrir yngri kynslóöina. „Ég er mjög ánægöur meö þetta framtak Hróa Hattar og tel aö þaö þyrfti aö gera meira af slíku. Ungl- ingarnir eru ekkert vandamál, vegna þess aö ef meira væri fyrir okkur aö gera væri þetta allt í lagi.“ „Betra aö vera hér en úti á götu“ Svava Grímsdóttir þrettán ára sagöi aö hún heföi komið, vegna þess aö sér þætti betra aö vera hér en úti á götu. „Ég fer út svona þrjú til fjögur kvöld í viku og þá aöallega í heimsókn til kunningjanna. Okkur finnst gaman aö hittast og spjalla saman, en því miöur eru ekki margir staöir þar sem viö getum hist. Mér finnst vanta betri aöstööu fyrir okkur unga fólkiö, þar sem viö getum dansaö og hlustaö á tónlist, því þaö er þaö sem viö viljum gera þegar viö eigum frí." „Ekkert spenn- andi aö gerast í skólanum“ Huldrún Þorsteinsdóttir þrettán ára sagöist vera komin hingaö, vegna þess aö hún heföi ekkert annað að fara. „Ég vil bara vera í stuöi einhvers staöar, þegar ég skemmti mér. Mér finnst ekkert atriöi aö þurfa aö dansa, það fer bara eftir því hvernig stuði ég er í,“ sagöi Huldrún. „Einu staöirnir, sem hægt er aö hittast á eru sjoppur og Fellahellir, því þaö er aldrei neitt spennandi að gerast í skólanum. Stundum fer ég þó niöur á Hallærisplan til aö hitta krakka og svoleiöis. Þangaö er þó bara hægt aö fara þegar veöriö er gott, annars er svo kalt. Tónabær er ekkert fyrir krakka á mínum aldri. Þaö er allt of dýrt aö komast þangaö inn og svo er líka aldurstakmark fimmtán ára,“ sagöi Huldrún aö lokum. Huldrún Þorsteinsdóttir Loðnuveiðar Norðmanna: Gíf urleg veiði á stuttum tíma Ósló 23. febrúar frá fréttaritara MorKunblaðsins Jan-Erik Lauré LOÐNUVEIÐARNAR hafa að undanförnu gengið eins og i þá gömlu góðu daga þegar allt var fullt af loðnu úti fyrir Finnmörk. Gífurlegur afli hefur borizt á land á skömmum tíma og er loðnan nú unnin á stóru svæði frá Finnmörk og suður með allri strönd Noregs. Á þremur vikum hefur flotinn veitt yfir 350 þúsund tonn af heildarkvótanum, sem er tæplega 530 þúsund tonn. Togararnir eiga eftir kvóta upp á um 85 þúsund tonn og minni bátarnir um 90 þúsund tonn. 120 nótabátar hafa veitt kvóta sinn og eru hættir veiðum samkvæmt reglum um þessar veiðar, en togararnir eru hins vegar tiltölulega nýbyrjaðir á þessum veiðum. Veruleg fækkun bú- f jár á síðasta ári NOKKUR FÆKKUN hefur orðið á búpeningi landsmanna að und- anförnu, en Forðagæzlan, sem starfar á vegum Búnaðarfélags íslands hefur fengið bráða- birgðatölur um heyfeng bænda og bústofn i árslok 1979. Kemur þar fram að nautpeningi, mjólk- urkúm, sauðfé og hrossum hefur fækkað um 6—10% miðað við fyrra ár. Með úrtaki úr forðagæzluskýrsl- um undanfarin ár hefur jafnan verið kannað um áramót hverjar hreyfingar hafa orðið,milli ára í bústofni og birgðum fóðurs. Að þessu sinni spyrja margir og miklu fleiri en annars, um þessi atriði, enda ekki óeðlilegt þar eð misærið á árinu 1979 hefur óneit- anlega haft sín eftirköst segir m.a. í síðasta Fréttabréfi frá Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins. Bráðabirgðauppgjör nú nær yfir 56 hreppa í 6 sýslum, fjórum sýslum norðanlands og tveim syðra. Þar kemur fram að naut- peningi hefur fækkað um 8,69% frá fyrra ári, mjólkurkúm um 6,8%, sauðfé um 10,68% og hross- um um 6.07%. Grásleppuveið- ar leyfisbundnar Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um hrogn- kelsaveiðar og er hún að mestu leyti sama efnis og reglugerð sú, sem gilti um þessar veiðar á síðustu vertíð. Grásleppuveiðar eru öllumóheim- ilar nema að fengnu sérstöku leyfi ráðuneytisins og verða þau bundin við 12 brúttórúmlestir og minni báta. Sem fyrr verða leyfi bundin við ákveðin veiðisvæði og veiðitímabil og eru sem hér segir: A. Suður- og Vesturland að Önd- verðarnesi frá 18. apríl til 17. júlí. B. Breiðafjörður, frá Öndverðarnesi að Bjargtöngum frá 25. apríl til 25. júlí. C. Vestfirðir, frá Bjargtöngum að Horni, frá 18. apríl til 17. júlí. D. Húnaflói, frá Horni að Skagatá, frá 1. apríl til 30. júní. E. Norðurland, frá Skagatá að Fonti, frá 10. mars til 8. júní. F. Austurland, frá Fonti að Hvíting- um, frá 20. mars til 18. júní. Öll söltun hrogna um borð í bátum er óheimil og þeim bátum er stunda grásleppuveiðar er óheimilt að stunda jafnframt þorskveiðar í net. Leyfilegur netafjöldi hvers báts er 40 net á skipverja. Aldrei er þó heimilt að hafa fleiri en 150 net í sjó. Þeir, sem stunda grásleppuveiðar skulu skila skýrslu til Fiskifélags tslands. Hafnarfjörður: Stefnir f undar um íþróttamál í kvöld STEFNIR — félag ungra sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði boðar til fundar í kvöld um iþróttamál í Hafnarfirði i Sjálfstæðishúsinu, Hafnarfirði, kl. 20.30. Tilefni fundarins er upphaf sér- stakrar umfjöllunar Stefnis um íþróttamál í Hafnarfirði. Eins og vitað er, eru tvö íþróttafélög, F.H. og Haukar, starfandi í Hafnar- firði og samkeppni oft hörð þar á milli meðal unga fólksins. Ætlun ungra sjálfstæðismanna er, að í framhaldi af þessum fundi í kvöld starfi starfshópar um hinar ýmsu greinar íþróttamála og síðan er ætlunin að gangast fyrir ráð- stefnu, sem standa myndi í einn dag eða eina helgi þar sem niður- stöður starfshópa yrðu kynntar og málin rædd frá öllum hliðum. Á fundinum í kvöld verða tveir frummælendur, þau Hildur Har- aldsdóttir og Viðar Halldórsson, en þau eru framámenn úr félögun- um tveimur, F.H. og Haukum. Fundurinn er opinn öllum ung- um áhugamönnum um íþróttamál og hefst eins og áður segir kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu. Ólafur Nielsen fjallar um fuglalif á Vestf jörðum ÓLAFUR Nielsen, líffræðingur, sýnir litskyggnur og talar um fuglalíf á Vestfjörðum, þar sem hann hefur stundað rannsóknir árum saman, á fræðslufundi Fuglaverndarfélags íslands í Norræna húsinu hæsta föstudags- kvöld. Fundurinn hefst kl. 20.30 og er öllum heimill aðgangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.