Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980
37
Jón Þ. Árnason
Lífríki og lífshættir XLVII:
Það er ábyrgðarleysi að vanrækja
leitina að heilbrigðri sambúð
vísinda og tækni við náttúrurikið.
Um það verður naumast deilt
miklu lengur í fullri alvöru, að
burðarstoðir þeirrar heimsskip-
unar, sem Vesturlandaþjóðir
hafa ýmist búið við eða keppt að
síðan í upphafi Iðnbyltingar, þ.e.
um nálægt 200 ára skeið, hafi
reynzt ótraustari en flestir
höfðu búizt við. í þeim er tekið
að hrikta með ónotalegum hætti.
Tveggja alda draumur um jarð-
neska paradís, reista á vísinda-
og tæknitrú, vissan um sífellt
ríkulegri árangur með minnk-
andi fyrirhöfn, hefir verið
dreymdur að endamörkum sín-
um í veröld rúms og tíma.
í þeirri viðurkenningu felst
enginn áfellisdómur yfir vísind-
um og tækni, sem ævinlega
hlutu að lúta ósveigjanlegum
náttúrulögmálum og aldrei
höfðu skilyrði til að brjótast
hinu efnahagslega eru æðri,
standa vonir til að lánast megi
að endurheimta hvort tveggja á
ný, varðveita síðan og efla.
Auðvelt
reikningsdæmi
Þótt svo að jákvæðustu eigin-
leikar manneskjunnar nýttust
til fulls og hamingjan yrði henni
að öðru leyti hliðholl, þannig að
unnt reyndist að snúa af braut
bruðlbúskapar, yrðu þrengingar
iðnríkjanna — og raunar fleiri
— samt sem áður illviðráðan-
legar, ef litið er góðan spöl fram
í tímann. Þar kemur margt til,
en hér skal aðeins tæpt á því
einu, að hinn óendurnýjanlegi
hráefnaforði jarðar gengur óhjá-
kvæmilega til þurrðar í fyllingu
tímans þrátt fyrir óbreytt fram-
1 /'M? >• 1 þ Æ
'J
Leið
liberalismans
út úr orku-
kreppunni.
Uppskera óreiðuhyggju
undan agavaldi þeirra, enda
tæpast ætlunin. Annað mál er
það, að vegna áskapaðra and-
legra/sálrænna meingalla
manneskjunnar sjálfrar, er enn
ekki útséð um, hvort vísinda- og
tækniafrek lífs og liðinna úr-
valsmanna muni reynast til
meiri blessunar en bölvunar, ef
og þegar til lokauppgjörs kemur.
Máski fæst úr því skorið innan
skamms. Heyrt hefi ég getið um
kjarnorku- og vetnisvopnastríð,
dauðageisla- og sýklahernað
ekki sjaldnar en töfrandi gullöld
og brosandi lönd.
Knýjandi nauðsyn
Hvað svo sem framtíðin, sem
alltaf verður torráðin gáta, kann
að bera í skauti sínu, er engin
alvarlegur ágreiningur uppi um,
að verkefnin, sem úrlausnar
bíða, eru risavaxin og að í þau
verði að ráðast þegar í stað.
Ennfremur virðist sú skoðun, að
rætur helztu óheillatvennu 20.
aldar, liberalismans og marx-
ismans, beri að slíta í upphafi
viðnáms- og nýskipunaraðgerða,
fagna vaxandi skilningi máls-
metandi lærdóms- og fræði-
manna sérstaklega og annars
hugsandi fólks yfirleitt, þótt enn
sé langt frá, að bugur vinnist á
jafn ólseigu kenningastagli.
En frumskilyrði þess, að gagn-
sókn heppnist og takast megi að
leggja grundvöll lífvænlegra
lífshátta, felst fyrst og síðast í
því, að mannkynið verði með
einum eða öðrum hætti leitt til
fullra sátta við náttúruríkið.
Hvers kyns stjórnspeki eða
stjórnskipun, sem sniðgengur
það markmið, er banamein af
sjálfu sér. Engin stjórnmála-
stefna á rétt á sér nema hún taki
a.m.k. jafnmikið tillit til kom-
andi kynslóða og hinna núlif-
andi. Af því leiðir að sjálfsögðu,
að brjótast verður út úr þeim
vitahring, sem ríkjandi viðhorf
hafa slegið um háa sem lága, hér
og þar, því að á meðan menn una
leikþröng eyðsluvaxtarbúskapar
leiðir af hlutarins eðli, að frjáls-
ræði skerðist og farsæl sambúð
einstaklinga verður stjórnleysi
að bráð. Aðeins með því móti, að
tileinka sér og virða lögmál, sem
leiðslumagn. Sú staðreynd
breytir þó síður en svo neinu í
því efni, að hugsjón stöðugrar
eyðslumögnunar knýr mannkyn-
ið undir farg óbærilegs tíma-
þrýstings.
Það sannar afar auðvelt reikn-
ingsdæmi, sem reyndar margoft
hefir verið sett upp, en sýnist
ekki hafa komizt til skila þrátt
fyrir endurtekningar í þaula:
Ef eitthvert óendurnýjanlegt
hráefni nægir í 1.000 ár að
óbreyttri nýtingu, þá endist það
í 117 ár miðað við 3% árlega
nýtingaraukningu, en er þrotið
til fulls eftir 71 ár, ef árleg
aukning yrði 6%, þ.e. 1 manns-
aldur í stað 14.
Ég leyfi mér að líta þannig á,
að slíkur hugsanlegur tíma-
ávinningur sé fyllilega þess
verður að geta talizt eftirsóknar-
verður. Við nánari athugun lífs-
nauðsyn, því að auga gefur leið,
að því rýmri frestir, sem gefast
þeim mun líklegra er, að hingað
til óþekktir útvegir fyndust, auk
þess að vel má hugsa sér, að
Framtíðin
ávallt falin
jafnvel á hálfnuðum þessum
tímamismun kynnu sársaukalítil
úrræði til fækkunar — eða
a.m.k. fjölgunartálmana — bón-
bjargahluta mannkynsins að
hafa öðlazt vinsældir og áhrif.
Einnig ætla margir, að vog-
andi sé að gera því skóna, að
uppástungur um sparsemi við
meðferð efnislegra verðmæta,
samfara hæfilegri sjálfsafneit-
un, kynnu að ná undirtökum.
Horfur í þeim efnum virðast þó
allt annað en bjartar, enda sýnir
reynslan, að máttur uppfræðslu
hefir til þessa skilað ákaflega
rýrum árangri, þegar fjöldinn
hefir tekið ástfóstri við ávandar
og áskapaðar skaðahneigðir. Á
hinn bóginn telja aðrir nokkurn
veginn víst, að ekkert minna en
svartnættisólán dugi til þess að
hinn mikli, sofandi meirihluti
rumski.
Með vissu verður auðvitað fátt
eitt fullyrt um, hvort sjónarmið-
ið kunni að geyma stærri sann-
leikskjarna.Þegar allt kemur til
alls, er þetta spurning um, hvers
heilbrigð skynsemi er megnug.
Mjög nálægt merg málsins held
ég að bandaríski hagfræðipróf-
essorinn Robert L. Heilbroner
komist, þegar hann kemst þann-
ig að orði (í bók sinni „An
Inquiry into the Human Pro-
spect", New York 1974):
„Það kemur þess vegna í
sama stað niður, hvort heldur
við fáum ekki haldið óbreyttum
hagvexti eða reynumst ekki
geta staðið undir honum, að á
því getur ekki leikið nokkur efi,
að gjörbreytt framtíð blasir við.
í báðum tilvikum virðist engum
vafa undirorpið, að ríkjandi
þjóðfélagsviðhorf verða að
breytast. í stað hinnar lang-
Heilbroner
ráðleggur
aðhald og
varfærni
vinnu hvatningar til aukinnar
iðnframleiðslu verður að beita
varfærnum aðhaldsaðgerðum
og framsýnum samdráttarað-
ferðum i þjóðfélaginu. í stað
óhófsneyzlu verða ný nægju-
sjónarmið að ryðja sér til rúms.
Að þessu og öðru leyti er
óhjákvæmilegt, að „eftir-
iðnaðar“-þjóðfélagið verði
ámóta frábrugðið iðnaðarþjóð-
félagi nútímans og hið siðar-
nefnda var fyrirrennara sín-
um.“ "
Stefnumörkun
strax!
Fyrrverandi stjórnarformaður
Deutsche Shell AG., Johannes
Welbergen, hefir nýlega látið í
ljós svipað álit og hinn banda-
ríski prófessor. Á ráðstefnu, sem
haldin var í Múnchen um miðjan
sl. mánuð og fjallaði um mann-
virkjagerð og orku, mælti hann:
„Við verðum þegar í stað að taka
ákvarðanir, sem ná til ársins
2000“, og lét þess jafnframt
getið, að hann gerði sér litlar
vonir um nauðsynlega framsýni
stjórnmálamanna. „Grundvall-
aratriði, er við fáum ekki litið
fram hjá, ef okkur á að takast að
ná endum saman", reiknaðist
hinum víðkunna hagfræðingi —
sem átt hefir drjúgan þátt í
ítarlegum orkuþarfaálitsgerðum
EBE — til, að miðað við 2—3%
árlegan hagvöxt að meðaltali í
heiminum til aldamóta, þörfnuð-
ust Vesturlönd ein nýrra orku-
vinnslustöðva eins og hér grein-
ir:
700 kjarnorkuver með 1.000—
2.000 mgw afkastagetu hvert,
650 kolanámur með 3.000.000 t
árlegum framleiðsluafköstum að
meðaltali hver,
Auðæfi
Suður-
Afríku.
60 jarðgasver með
7.500.000.000 rúmm árlegum
framleiðsluafköstum að meðal-
tali hvert.
„En ég fæ ekki séð, hvernig við
ættum að geta töfrað þessar
vinnslustöðvar fram í veruleik-
ann á þessum tíma,“ bætti Wel-
bergen við, og taldi orkusparnað
eina úrræðið.
Óþægileg
spurning
I tilefni þessara ummæla
Shell-sérfræðingsins spyr „Die
Welt“ (hinn 19. f.m.): „Er lýð-
ræðið með hinum oft ósamrým-
anlegu eiginhagsmunasjónar-
miðum sínum, með hinni stjórn-
arskrárvernduðu sérdrægni ein-
staklingsins ekki lengur fært um
að ráða við vandamál næstu
áratuga?" Fyrir 1—2 árum hefði
slík spurning þótt hrein goðgá,
og alveg sérstaklega af hálfu
heimsþekkts blaðs, sem alla tíð
hefir haft orð á sér fyrir dæma-
fáa bjartsýni í efnahagsmálum.
En efasemdir blaðsins eiga sér
ærnar ástæður. Fleira en orku-
skortur veldur alvarlegum
áhyggjum. 10 dögum áður, eða
hinn 9. f.m., hafði „Die Welt“
komizt yfir fróðleiksmola úr
óbirtri skýrslu Bonnstjórnarinn-
ar viðvíkjandi áformum Sovét-
ríkjanna um að hremma hrá-
efnalindir sunnanverðrar Afr-
íku, einkum Suður-Afríkulýð-
veldisins, sem eins og kunnugt er
hefir ekki notið sérlegra vin-
sælda Vesturlandaríkja.
Hin ívitnuðu trúnaðarskjöl,
sem „Die Welt“ birtir glefsur úr,
ber með sér, að ef Suður-Afríka
félli undir þrælstjórn, sem ekki
er alveg dæmalaust eftir „þjóð-
frelsisbaráttu" í svörtu álfunni,
yrði það að sjálfsögðu reiðarslag
fyrir Vesturlönd í öllu tilliti:
hernaðar-, stjórnmála- og efna-
hagslegu. Ef þannig færi, væri
t.d. leikur einn fyrir GULAGrík-
in að svipta frjálsræðisheiminn
aðgangi að eftirtöldum hluta
þekkts hráefnaforða jarðar:
kalspat, .................46%
Mangan, ................ 48%
Gull, ....................49%
Vanadium..................64%
Króm, ....................83%
Platin ...................86%
Að því er Vestur-Þýzkaland
varðar sérstaklega, myndu slit
viðskiptatengsla við Rhódesíu og
Suður-Afríku m.a. þýða, að þótt
krómkaup Þjóðverja minnkuðu
ekki um meira en 30%, myndi
atvinna 6.800.000 manna verða í
hættu þegar frá liði, og
14.000.000 að auki, ef innflutn-
ingur þeirra á mangan og asbest
stöðvaðist líka, segir ennfremur
í útdrættinum.
Og á sama tíma spáir rann-
sóknarstofnun heimsviðskipta í
Hamborg (HWWA), að heims-
verzlunin muni „að minnsta
kosti" vaxa um 3% að magngildi
á árinu 1980, í stað 6% árið 1979,
en vekur jafnframt athygli á
hinum „sérstaklega miklu
óvissuþáttum", sem spáin sé
reist á.