Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRUAR 1980 Hrói Höttur — ungt fólk, sem vill láta gott af sér leiða: 1. Meðal almennings ríkja hínar sundurleitustu skoðanir um unglingsárin. Sumir tala um þau sem hið mesta vandræða- tímabil; unglingurinn sé alltaf í uppnámi og hegðun hans sé stjornlítil og óábyrg. Allt sem snertir unglinginn virðist vera vandamál í þeirra augum. Aðrir lýsa unglingsárunum hins vegar sem ákaflega heillandi tímaskeiði, fullu af fyrirheitum, ævintýrum, ferskum hugmyndum og djúp- um tilfinningum. En hvað er að vera ungling- ur? í rauninni er mjög erfitt að skilgreina það hugtak nákvæm- lega, en sumir segja að það sé þegar einstaklingurinn er hvorki barn né fullorðinn. Af þeim sökum eru gerðar ákaflega mismunandi kröfur til unglings- ins. Stundum er hann nógu gamall til þess að gera hlutina, í öðrum tilfellum er hann of ungur. Unglingurinn verður þá oft á tíðum hálfruglaður og veit í rauninni ekkert hver staða hans í þjóðfélaginu er. Eitt er þó alveg víst að athafnaþörf unglingsins er ákaf- lega mikil. Flestir unglingamir eyöa frístundum sínum utan heimilisins í félagsskap vina sinna. En hvar hittast ungl- ingarnir? Það er spurning, sem eflaust er erfitt aö svara. Staö- reyndin er nefnilega sú, að hér á höfuðborgarsvæðinu, og ef- laust þótt víðar væri leitað, virðist tilfinnanlega vanta aðstöðu fyrir unglinga til að sinna áhugamál- um sínum og þá verður gatan oft þeirra eína athvarf. mál Hrói Höttur Hrói Höttur nefnist hópur af ungu fólki, sem vill láta gott af sér leiða. Markmiðið með starfsemi hópsins er að vinna á meðal ungs fólks, aöstoöa það og virkja til að vinna að sínum eigin áhugamálum og reyna að skapa því aöstöðu til þess, en slík aðstaða er af mjög skornum skammti í Reykjavík. Síðastliöiö föstudagskvöld stóð Hrói Höttur fyrir diskóteki, með skemmtiatriðum í bland, og var þaö ætlað ungu fólki í Breiðholti, en auðvitan voru allir velkomnir. Er blaðamaöur og Ijós- myndari Mbl. nálguðust Seljabraut- ina í Breiðholti umrætt föstudags- kvöld fór ekki á milli mála að þar var eitthvað að gerast fyrir ungt fólk, því unglingarnir streymdu þangað í stríðum straumum. í dyrunum hittum við nokkra af meðlimum Hróa Hattar og lék okkur fyrst forvitni á að vita hvers vegna nafnið Hrói Höttur var valiö. „Svariö er einfalt. Á miðöldum starfaði Hrói Höttur meðal þeirra sem enga aðstöðu höfðu til að neyta réttar síns gegn kerfinu á þeim tíma. Nafnið er því táknrænt því að í dag hafa unglingarnir enga aðstöðu til aö vekja athygli kerfisins á sínum málum og viljum við koma þeim til hjálpar." Starfsemi Hróa Hattar hófst fyrir rúmu ári. í byrjun var það aðeins fámennur hópur, sem starfaöi meöal unglinganna, en nú hefur hópurinn stækkaö nokkuð og fer ört stækk- andi. í dag starfa í Hróa Hetti á milli 50 og 60 manns. Hjá Hróa Hetti er ekki um að ræða skipulagða starfsemi í ákveðnum borgarhverfum, heldur starfar Hrói Höttur alls staöar í borginni og hefur engan fastan samastað. Það liggur ekki Ijóst fyrir ennþá hvort Hrói Höttur fái eitthvert húsnæði til starf- seminnar, en með vaxandi starfsemi er vonast til að einhver bót ráöist á því máli. „Bara gatan og Hallærisplanið" „Viö lítum ekki á unglingana sem vandamál", sögðu viðmælendur okk- ar í Hróa Hetti. „Þetta er miklu frekar vandamál foreldranna. Foreldrarnir skilja ekki þörf unglinganna til að hittast og vera saman og því síður hið mikla aðstöðuleysi þeirra. Yfir- völd viröast telja að ekkert sé hægt Danaaó af Ififí og sát. Aö sögn þeirra Hróa Hattar manna hafa þeir áhuga fyrir því að eiga samstarf við sem flesta aðila í framtíöinni. „Við höfum í hyggju að leita til sem flestra um samvinnu, en það væri vissulega æskilegt að þeir aðilar, sem vilja vinna með okkur leiti líka til okkar og við höfum strax orðið vör við jákvæð viöbrögð frá foreldrum og því er ætlunin að reyna að efla foreldrasamstarfiö til muna." Aö sögn þeirra Hróa Hattar manna eru unglingarnir mjög jákvæðir í þeirra garö og lögreglan hefur sýnt starfi þeirra mikinn áhuga, því hún þekkir aöstööuleysi unglinganna ef- laust betur en nokkur annar. Heit súpa á köld- um vetrarkvöldum „Unglingarnir, sem við störfum meö eru flestir frá fjórtán ára aldri upp í rúmlega tvítugt og má því sjá að þetta er nokkuð vítt aldurssviö. Við höfum orðið mikið vör við það, hve mikla þörf unglingarnir hafa til þess að ræöa við okkur um hin ýmsu mál, og þá ekki sem einhverja yfirboðara, heldur sem jafningja. Þau finna að við viljum þeim vel, og þegar við höfum til dæmis gefið þeim heita súpu niöur á Hallærisplani á köldum vetrarkvöldum eiga þau oft erfitt með að skilja að súpan kostar ekkert. Þeir eru ekki vanir slíkri umhyggju." „Hjá okkur er þetta starf hugsjón. Allt starfið er unnið í sjálfboðavinnu Unglingar eru ekki vanda- ef eitthvað er fyrir þá að gera ^^r '*•>*•>- Lw ¦¦ ¦' ¦- ¦ ^H^L^B B 1 _ ~^p*!p- m~ V' " "'i*°^«M í"-;'.-lf.'^í3| B % ¦¦: ^^M ' ' WsSM&S^ -_-j^^k <¦•¦• ***1 Iw^ Wæ K \\\\\\tí^£ý^SSsSf' «Q B. |ífo. | 1 •->--x^_ !¦ "* *f*w " -^y- JWrW ,Við erum ungt fólk sem vill láta gott af sór leiða," sögðu þeir Pótur Rafnsson og Erlendur Kristjánsson um starfsemi Hróa Hróa Hattar. að gera fyrir unglingana nema í dýrum og fínum félagsmiöstöðum, en viö höfum sýnt fram á að það er alveg hægt að skapa aöstööu fyrir ungt fólk án mikils fjármagns, ef viljinn er fyrir hendi. Vandamáliö er það, að í dag nennir enginn að gera neitt fyrir unga fólkið." „Krakkarnir eru oft mjög hissa þegar þau komast að því að það er einhver í þessari borg, sem hefur áhuga fyrir að gera eitthvað fyrir þá, án þess að plokka af þeim peninga. Þau hafa t.d. ekki öll tækifæri til þess að fara í Tónabæ, því það er allt of dýrt. í flestum tilfellum er þá ekki annar staður til að hittast á en gatan og Hallærisplaniö og í sumum tilfell- um sjoppur. Þegar svoleiðis er í pottinn búiö er ekki hægt aö búast við miklu." Jákvæð viðbrögð frá foreldrum „Við vildum helst geta komið þvítil leiðar að unglingarnir geti fengið samastaö, þar sem þeir gætu hist og gert þaö sem þá langar til í samvinnu við eldra fólk. Slík aöstaöa þyrfti helst að vera í sérhverju borgar- hverfi. Aö vísu er þessi aöstaða víða fyrir hendi, en gallinn er bara sá að hún er ekki notuð. Skólar og félags- heimili eru oftast nær lokuð á kvöldin, á meöan unglingarnir safn- ast saman í hópum úti á götu eöa í næstu sjoppu." og fáum við mikið gefið af því sem við þurfum að nota, til dæmis hráefni í súpuna eða kakóið eða það sem við erum með hverju sinni. i kvöld fengum við til dæmis húsnæöið lánaö án endurgjalds, og skemmti- kraftarnir koma hingað ókeypis." I kvöld er Magnús Kjartansson úr Brunaliöinu mættur ásamt nokkrum félögum sínum og ætla þeir að leika nokkur lög fyrir krakkana. Auk þess mun félagi úr Hróa Hetti spila á gítar. Að sögn þeirra Hróa Hattar manna er þó vonast til að þróunin verði sú að unglingarnir geti sjálfir unnið að því að æfa upp skemmtiatriði og geti á þann hátt sýnt hvað í þeim býr. Unglingarnir eru líka til „Ég er hérna fyrst og fremst til þess að athuga hvort ég geti ekki hitt eitthvaö af því fólki, sem ég hitti ekki þegar það kostar 7 þúsund kall að hitta mig. Þó þetta fólk eigi ekki peninga, þá er það líka til", sagði Magnús Kjartansson Brunaliðs- maður, þegar við tókum hann tali. Magnús hafði þó ekki mikinn tíma til að ræða við okkur, þar sem hann var í óða önn við aö raða upp hljóðfær- um. „Aðstööuleysi unglinganna í dag er algjört hneyksli," hélt Magnús áfram. „Ef ekkert verður gert í þessum málum í náinni framtíð verður Reykjavík örugglega aö van- gefnustu borg íheimi." „Förum niöur á plan til að hitta krakka" Agnes Helga Bjarnadóttir og María Margeirsdóttír eru tvær fjör- Agnes Helga Bjamadóttir og María Margeirsdóttir. Agúst EKs Gústafsson Helena Þorleifsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.