Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980 35 3. Verðbólgan er liður í lygavefnum Þeir eru tvöfaldir í roðinu, frjáls- hyggjumennirnir, sem í fræðilegum tímaritsgreinum velta vöngum yfir verðbólguvandanum í hagkerfum, þar sem full og frjáls samkeppni ríkir (en við þau skilyrði fær verð- bólgan varla þrifist lengi), en rita greinar í t.d. Newsweek af pólitísku tagi undir nafni vísindamannsins (t.d. Milton Friedman og Paul A. Samuelson) með hvatningarorðum til forseta Bandaríkjanna að setja efnahagslífinu Leiðbeiningar með ábendingum til fyrirtækjanna að gæta hófsemi í verðhækkunum. Þessu er e.t.v. bara beint til fyrir- tækja með um og yfir hundrað prósent arðsemi eins og sum olíufyr- irtækin s.l. ár, en einmitt þessi fyrirtæki eru kunn fyrir fjárframlög sín til hagfræðirannsókna, aðallega gegnum sjálfseignarstofnanir. Og sennilega halda þessir hagfræð- ingar, að það sé stundarfyrirbrigði í hagsögulegu samhengi, að mörg fyrirtæki ákveða verð vöru sinnar sjálf. Frjálshyggjupostularnir sjá hins vegar mikla hættu í þenslu hins opinbera og í samþjöppun verkafólks í launþegasamtök, sem gera kröfur um meira en framleitt er ... Það er eitt aðaleinkenni efnahags- þróunarinnar áíslandi, að fjármagn í einkaeign helst lítið í framleiðslu- greinum, sem eru undirseldar verð- lagseftirliti eða samkeppnislögmál- um. Fjármagn virðist fara úr slíkum greinum, sem ráða litlu um verð afurða sinna, til annarra greina sem ráða miklu um verð og hafa þar með sterka ágóðastöðu. í sumum tilvik- um hefur fjármagnseigendum tekist að sannfæra ríkisvaldið um mikil- vægi tiltekinna atvinnugreina, serr. síðan hefur fært þeim réttinn að mæta sérhverri kostnaðarhækkun með verðhækkun til að viðhalda sömu hlutverkaskiptum milli að- fangaseljenda, en síhækkandi hlut- fallslegt ágóðastig. En í öðrum hefur þeim tekist að ná sér slíkri markaðs- aðstöðu (þ.e. einkasölu), að þeir geta sett upp sjálfir verð afurða sinna eða haft verulega mikil áhrif þar um. Annað mikilvægt þróunareinkenni verðbólgusamfélagsins á íslandi er það, að síauknu fjármagni og vinnu- afli er varið til starfsemi, sem snýst í kringum þjónustu og skipulagningu framleiðslunnar. Lítið hagkerfi eins og hið íslenska getur ekki borið stóra yfirbyggingu. Það liggur því í hlut- arins eðli, að minnka verður skrif- stofuveldið á ný innan tíðar og auka fjölda þeirra sem vinnur við fram- leiðslustörf. Forsenda slíkrar þróun- ar er sú, að skrifstofufólkið getur ekki endalaust rutt veginn fyrir aukinni framleiðni og einmitt þegar þeim takmörkunum er náð, er hlut- verki þess lokið við framleiðslu- skipulagningu. Vera má, að þrátt fyrir aukna verðbólgu og þar með sífellt lélegri nýtingu auðlindanna, takist skrifstofufólkinu að auka framleiðnina, en til eru efri mörk á því, hve hátt verðbólgustig hagkerfið þolir áður en allt fer í kalda kol. Frjálshyggjumenn, sem leggja ein- mitt svo mikið upp úr hlutverki verðlags sem vísi fyrir eftirspyrj- endur og framieiðendur um hag- kvæmustu nýtingu auðlindanna, sjá ekki, hve verðbólgan hefur örlagarík áhrif á hagþróunina í ágóðastýrðu samfélagi. Þetta gerir þá ekki trú- verðuga. Skoðanir þeirra á ríkisvald- inu og hlutverki hins opinbera virð- ast vera þær, að þeir telji opinberar aðgerðir heftandi fyrir markaðssam- keppnina og þar með verðbólguskap- andi. Þetta er að hluta til satt, nefnilega, að tilvist ríkisins, aðgerð- ir þess og aðgerðaleysi, vernda suma hagsmuni, sem annars væru ekki varðir. T.a.m. gætu fyrirtæki ekki tryggt sér verðhækkanir í gegnum ríkisvald, ef það yrði afnumið. Eða látið ríkið kaupa og selja lélega framleiðslu á uppsprengdu verði. Eða látið ríkið mennta vinnuafl og sjá um heilsugæslu þess. Og látið ríkinu eftir að niðurgreiða lánsfé til að skapa atvinnu handa þeim sem síðan greiða auka fjármagnskostn- aðinn. I anda frjálshyggjunnar ætti að vera til ríkisvald, sem myndi sjá til þess að fjármagsnotendur greiddu rétt verð fyrir fjármagnið í stað niðurgreiðslustarfseminnar og að fyrirtækin greiddu vinnuafli rétt- ar tekjur miðað við framlegð þess. Síðast en ekki síst bæri ríkisvaldinu að halda uppi föstu verði á gjald- miðlinum í stað þess að taka þátt í áhlaupum fyrirtækjanna á kaup- mátt launa. Samtök launþega á íslandi virðast hafa að stefnumarki, að fá fulla verðtryggingu launa. Ef fjár- magnskostnaður verður einnig verð- tryggður, þá þýðir þessi krafa, að launþegar vilja fá samráð um ákvörðun verðlags, þ.e. vilja taka úr höndum fyrirtækjanna möguleikann að hlunnfara launþega og sparifjár- eigendur. Slíkt munu fyrirtækin aldrei fallast á, ef þau eiga úrkosta völ. Það myndi minnka ágóða all- verulega og kafsigla mörg fyrirtæki, sem eiga verðbólgunni tilvist sína að þakka. Þar á ég bæði við fyrirtæki, sem lifa á braski og svo hin, sem hafa komið til vegna alvitlausrar nýtingar á fjármagni vegna niður- greiðslna á því. Stjórnvöld myndu heldur ekki kæra sig um raunveru- lega verðstöðvun, þykist ég vita, þar eð verðbólgan skapar ríkinu tekjur og erfitt væri stjórnmálamanni að útskýra kreppuna sem kæmi í kjöl- farið — og sem er óumflýjanleg — og atvinnuleysið. Verðtryggingin myndi binda framleiðsluskipulagið að fastbundnum tekjuuppskiptum, sem í blönduðu hagkerfi myndi gera boðleiðirnar að þróun efnahagskerf- isins torfundnar. Hvað er þá til bragðs að taka gegn verðbólgunni? í .yrsta lagi verður að skilgreina, hvert vandamálið er. Sumir telja að stighækkandi verðlag sé vandamál, sem ekki er víst. Það þarf að útskýra afleiðingar af verðbólgu til að skilja vandamálið. í öðru lagi verður að skilgreina hvaða markmiði stefnt er að. Verðbólga getur verið við svo mismunandi aðstæður og þar með haft svo mismunandi afleiðingar, að uppræting verðbólgunnar getur ekki verið markmið í sjálfu sér. í þriðja lagi verður að skilgreina hvaða aðferðir eru mögulegar til að ná yfirlýstum markmiðum og hverjar eru taldar ótiltækar. Ef markmið efnahagsstefnunnar er að koma á fót frjálsu hagkerfi á íslandi, þar sem samkeppni ríkir og tryggir lægsta verð á framleiddum vörum, þá má segja að í reyndinni hafi hagstjórnartækjum verið beitt í þveröfuga átt. Ríkið hefði í þeim aðstæðum átt að tryggja markaðs- vexti á fjármagni og vinnuafli og ríkið hefði átt að reyna að tryggja stöðugt verðlag gjaldmiðilsins og reynt að koma í veg fyrir uppsöfnun fjármagns (innlends eða erlends) á fáar hendur. Ef fá fyrirtæki væru í einhverri grein miðað við eftirspurn, þá bæri ríkinu að grípa inn í, ef ekkert gerðist af sjálfu sér. Því betur sem ríkinu tækist til við að skapa samkeppni á milli fyrirtækja, þess líklegra er að verðbólga yrði lítið vandamál. Um hitt má svo deila, hvort gott sé eða slæmt að láta samkeppnisverðlag stýra nýtingu auðlinda og eftirspurn og framboð tekjuuppskiptunum. Ef markmið efnahagsstefnunnar væri á hinn bóginn að koma á réttlátum tekjuskiptum milli allra þjóðfélagsþegnanna, þá yrði trúlega að grípa til annarra aðferða. Jöfnuði í tekjuskiptum er ekki hægt að ná í frjálsu hagkerfi, því þar verður að greiða fjármagnseiganda svonefnt jaðarframlag hans í framleiðsluferl- inu líkt og jaðarframlagi allra vinn- andi manna í sama ferli. Jafnræði er aðeins hægt að ná með því að greiða öllum eftir vinnuframlagi þeirra. I fjármagnsvörunni er uppsöfnuð vinna og þeim ber að njóta, sem hana inna af höndum. Annars konar jöfnuðir í uppskiptum má ná, með því að skipta öllum framleiðsluverð- mætum niður í sparnað og neyslu og skipta síðan neyslunni jafnt á alla. Tekjuuppskiptaáhrifum verðbólg- unnar má með þessum hætti eyða að mestu, en þó ekki alveg fyrr en hætt er að nota auðlindir samfélagsins á óhagkvæman hátt fyrir heildina. Niðurstaða mín er því sú, að verðbólgan sé ekki nauðsynlegur fylgifiskur íslensks hagkerfis heldur til komin vegna aðgerða og aðgerða- leysis stjórnvalda og lítillar mark- aðssamkeppni fyrirtækja. Uppræta má verðbólguna, með því að koma á frjálsu hagkerfi á íslandi, að því tilskildu að fullkomin samkeppni muni ríkja og að þau lönd sem við eigum viðskipti við hafa sama verð- bólgustig og við allan tímann. Þessar forsendur gera þessa leið að tálsýn. Önnur aðferð til að uppræta verð- bólgu, ef ekki er unnt að skapa markaðssamkeppni fyrirtækja, er að taka úr höndum fyrirtækjanna verð- lagninu og skipulagninu framleiðsl- unnar í landinu. Ef sú leið væri farin, þá þyrftu menn ekki að velta vöngum yfir hvað gera skyldi gegn óréttlátri tekjuskiptingu í frjálsu hagkerfi. Landgrunníslandstil suðurs: „Ekki þýðingarminna en Jan Mayen málið" — sagði Eyjólfur Konráð Jónsson Landgrunn íslands til suðurs Eyjólíur Konráð Jónsson (S) spurðist nýverið fýrir um, hvað hefði verið gert til að ákveða ytri landgrunnsmörk íslands til suð- urs, í samræmi við ákvörðun Alþingis frá í desember 1978; hvort mótmælt hefði verið til- raunum Breta til að helga sér klettinn Rock og koma á einhliða fiskverndarsvæði umhverfis hann? EKJ vakti athygli á því að Bretar hefðu reynt að slá eign- arhaldi á Rockall í þeim tilgangi „að teygja yfirráð út á hafs- botnssvæði, sem tilheyri íslend- ingum eftir þjóðréttarreglum sem í mótun væru." Hann minnti á að þegar Bretar viðurkenndu fiskveiðimörk íslands (skv. reglu- gerð 15/7/75) með Óslóarsam- komulagi hefði falist i þeirri viðurkenningu að engin efna- hagslögsaga ætti að vera út frá Rockall. Þetta sjónarmið hefði verið ítrekað með þingsályktun í desember 1978, er sjálfstæðis- menn hefðu flutt. Því miður færu litlar sögur af því, hvern veg þeirri ályktun hefði verið framfylgt og þess vegna væri fyrirspurnin borin fram. Svar frá fyrri utanríkisráðherra Ólaíur Jóhannesson utanríkis- ráðherra sagði embættismenn hafa lagt sér í hendur svör við framkomnum spurningum, sem samin hefðu verið í tíð forvera síns í þessu ráðuneyti. Næði það einnig til annarrar fyrirspurnar EKJ varðandi sámstarf við Fær- eyinga á hafréttar- og hagsmuna- sviðum beggja þjóðanna. hald eða innihaldsleysi þeirra, sem sýndi, að nákvæmlega ekkert hefði verið aðhafst formlega í málinu frá 1978. íslenzkra hags- muna hefði í engu verið gætt, þetta mál varðandi. Svörin, sem núverandi utanríkisráðherra hefði erft frá forvera sínum, væru nánast útúrsnúningur. í fyrsta lagi hefði verið sagt að tillagan hefði ekki náð fram að ganga. í því sambandi vitnaði hann til þingræðu Stefáns Jóns- sonar (6/2/79) þar sem staðfest væri að „forystumenn stjórn- málaflokkanna hefðu samið við 1. flutningsmann (EKJ) um að til- lögurnar yrðu afgreiddar með þessum hætti. Það ar það sem kallað er á enska tungu „gentle- mans agreement", sem var á vitorði ég vil segja allra þing- manna og hann féllst á í því trausti, að með tillöguna yrði farið eins og þær hefðu hlotið þinglega meðferð". Ennfremur vitnaði EKJ í bréf brezka sendi- ekki þýðingarminna en Jan Mayenmálið, sem gengið hefði brösótt að fá sannsýnan skilning * á. Þarna gæti verið um geysileg réttindi að ræða, þó ekki væri af neinu öðru en því að koma í veg fyrir „jarðrask", er stofnað gæti íslenzkum fiskimiðum í hættu. Harmaði hann aðgerðarleysi fyrri ríkisstjórna tveggja og utanríkisráðherra í þessu máli. Alvarlegt mál væri, ef slík rétt- indi glötuðust þjóðinni fyrir af- skiptaleysi, sinnuleysi og fram- taksleysi. Gerði hann síðan í ítarlegu máli grein fyrir hafrétt- arlegum, jarðfræðilegum og sögulegum rétti íslendinga og Færeyinga á þessu þýðingar- mikla haf- og hafsbotnssvæði og margra ára tilraunum Breta og íra til að hrifsa vinninginn frá okkur. Vöku þingsins haldið ólafur Ragnar Grímsson (Abl) sagði núverandi utanríkis- ráðherra ekki öfundsverðan að lesa upp svör forvera síns. Von- andi héldi hann betur á málum. Ég vil þakka Eyjólfi Konráði Jónssyni sagði Olafur Ragnar, fyrir það, að hafa haldið vöku þingsins í þessu máli. Það hefur enginn annar þingmaður tekið sig sérstaklega fram um að gefa málum af þessu tagi, sem varða langtíma hagsmuni þjóðarinnar, viðeigandi og nauðsynleg skil. Það á að virða það og þakka, hve sleitulaust þingmaðurinn hefur sinnt þessum málum. Gildir það bæði um Jan Mayen málið og þetta umrædda landgrunnsmál til suðurs. Ég ítreka þá von, að Ólafur Jóhannesson haldi betur á þessum málum sem utanríkisráð- herra en Benedikt Gröndal, sem í svari ráðherra kom fram að engir formlegir fundir hefðu ver- ið haldnir með fulltrúum lands- stjórnar Færeyja en sendinefnd Islands hefði- stutt sjónarmið þeirra gegn kröfum Breta og íra á umræddu hafsvæði. Þá hefði Hans G. Andersen og Guðmund- ur Pálmason rætt málin við fulltrúa Breta og íra og haldið fram okkar sjónarmiðum. Sam- kvæmt 121. gr. hafréttarupp- kastsins ætti Rockall ekki að hafa efnahagslögsögu eða landgrunn en á hafréttarráðstefnunni hefði ekki náðst samkomulag um regl- ur varðandi afmörkun land- grunns strandríkja. í svari ráðherra var og látið að því liggja, að umrædd þingsálykt- unartillaga „hafi ekki náð fram að ganga, heldur verið vísað til ríkisstjórnar". Ekkert verið aðhafst Eyjólfur Konráð Jónsson (S) þakkaði svörin en harmaði inni- „Hagsmuna Islands í engu gætf \W ^ ,w" -,4; ll ALpIÍTGI' ráðsins, er það mótmælti af- greiðslunni sem ályktun Alþing- is, enda ljóst, að svo hefði verið í raun. EKJ fullyrti að þetta mál væri íslenzkum framtíðarhagsmunum ekki virðist hafa gert sér fulla grein fyrir, hverjir hagsmunir Islands eru í málinu. Ólafur Ragnar sagði sjónarmið Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags fara saman í þessum málum. Umræður lengi dags Börku umræður um þetta mál, sem stóðu lengi dags (19. febrúar s.l.) Til máls tóku auk fyrrgreindra ræðumanna, sem allir töluðu oftar en einu sinni: Pétur Sigurðsson. Geir Hall- grímsson og Sighvatur Björg- vinsson. Geir Hallgrímsson (S) sagði þetta mál á dagskrá næsta fund- ar í utanríkismálanefnd, að beiðni EKJ: Vonaðist hann til að gott samstarf gæti tekizt um málið milli viðkomandi þing- nefndar og utanríkisráðuneytis- ins. Hér væri um stórt hags- munamál að ræða sem ætti að vera hægt að hefja yfir alla flokkspólitík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.