Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980 29 „Trúði ekki aðþetíagæti gerst af tur„ — segir Óskar Arnar Hilmarsson, sem f auk tvívegis út af veginum í bíl á föstudaginn UNGUR Reykvíkingur, nú nýf luttur upp á Akranes, Óskar Arnar Hilmarsson, 22ja ára, varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu á föstudagskvöldið að f júka tvívegis út af veginum í bíl á Akranesafleggj- aranum. Óskar sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gærkvöldi, að í fyrra skiptið hefði hann verið á leið til Akraness á bifreið sinni, sem er af Volkswagengerð. Var hann að aka niður Akra- nesafleggjarann og átti ófarna um það bil 3ja km vegalengd að kaupstaðn- um. Þá var ágætt veður, en skyndileg vindhviða þeytti bílnum á loft og sveif hann út af veginum og hafnaði þar á réttum kili utan í moldarbarði. Óskar sagði bílinn ekki hafa farið langt út fyrir óskar Arnar Hilmarsson veginn, en hins vegar hefði hann tekist talsvert á loft í vindhviðunni og skemmdist bíllinn nokk- uð., Óskar meiddist ekkert og tókst honum að komast með öðrum bíl til Akra- ness. Er þangað kom fékk hann mág sinn og tengda- föður til að fara með sér til að sækja bílinn og óku þeir bifreið af Mazdagerð. Var þá farið að hvessa talsvert og komin mikil hálka. Síðan gerist það skyndilega, þegar þeir áttu ófarinn um það bil einn kílómetra, að bíllinn fauk út af veginum, og hafnaði Jþar á toppnum. Hvorki Oskar né feðgana sakaði en bifreiðin er tals- vert skemmd. Óskar sagðist ekki hafa fundið til hræðslu í fyrra skiptið, en aðeins í það síðara. Aðallega hefði hann þó verið undrandi og ekki ætlað að trúa því að þetta gæti gerst aftur svo skömmu síðar. Undrunin kvað hann helst vera þá tilfinningu sem hann myndi eftir svona eftir á að hyggja. Síðan sagðist hann haf a keyrt og ætlaði sér ekki að hætta því þrátt fyrir þessi áföll, sem líklega verða að teljast einsdæmi — að fjúka út af í bíl tvívegis með hálfr- ar klukkustundar millibili og sleppa ómeiddur með öllu! Aítakaveður á Vestí jörðum og Suð-Vesturlandi Bilar út af vegi IVEÐRINU, sem gekk yfir landið i gær, fuku bilar á nokkrum stöðum út af vegi, m.a. fauk stór flutningabíll frá Kaupfélagi Borgfirðinga út af veginum undir Haf narfjalli i gærmorgun, en ekki urðu miklar skemmdir á bil né slys á mönnum. Tveir bílar fuku út af veginum við Sandskeið og slösuðust tveir menn lítilsháttar í þeim, en bílarn- ir skemmdust aftur á móti tölu- vert. Þá fauk fólksbíll heilhring við Engihjalla í Kópavogi, en engin slys urðu á fólki. Flugláað mestu niðri FLUGSAMGÖNGUR lágu að mestu niðri vegna veðurofsans í gærdag, aðeins voru farnar tvær áætlunarferðir á vegum Flugleiða snemma í gærmorgun. Miklar skemmd- ir í þorpinu og sveitinni Þinifoyri, 25. febrúar. MIKLAR skemmdir urðu hér i þorpinu og viða i sveitinni i ofsaveðrinu sem gekk hér yfir í dag. Þakplötur f uku hér um götur og viða brotnuðu rúður i húsum. Þetta er mesta veður sem ég hef þekkt hér um slóðir í a.m.k. 15 ár. Þegar veðrið fór að lægja höfðu menn nóg að gera við að lagfæra það, sem hafði farið úr skorðum i þessu ógnarveðri. 1 mestu vind- hviðunum var ekki stætt úti. Símasamband hefur verið slitr- ótt vegna bilana og einnig var rafmagnslaust um tíma. Það hafa því ekki borizt miklar fréttir af skemmdum í sveitinni en þó er ljóst að á Ketilseyri fauk þak af nýbyggðu fjárhúsi og einnig plötur af íbúðarhúsinu. Einnig urðu skemmdir á Sveinseyri og jafnvel víðar. Sigurveig Hjaltested óperusöng- kona hefur undanfarið haldið söngnámskeið hér á Þingeyri. Æft var í dag eins og ekkert hefði í skorist og sungu menn „Nú andar suðrið ..." og fleiri sumarlög á meðan vindurinn gnauðaði úti. - Hnlda Þak f auk af nýbyggingu Ólafsvík. 25. febrúar. ÞEGAR bátarnir héðan fóru út i morgun var hér allhv&sst af suð- vestri. Siðan fór að hvessa og um hádegisbil var komið ofsarok og varla stætt. Bátarnir voru flestir um þriggja tíma siglingu héðan frá Ólafsvík. Áttu þeir í hinum mestu erfiðleik- um að komast heim aftur en allir skiluðu sér í höfn heilir á húfi nema tveir bátar, sem munu hafa leitað vars. Þegar versta veðrið gekk yfir á bilinu klukkan 12—14 héldu menn sig að mestu inni við, enda varla stætt úti. Engin kennsla var í skólum eftir hádegi. Einhverjar skemmdir munu hafa orðið en mestu skemmdirnar urðu þegar þak fauk af nýbyggingu steypu- stöðvarinnar Bjargs. Þegar þetta er sent um kvöld- matarleytið hefur veðrið lægt mik- ið en ennþá ganga yfir mjög snarpar hrinur. - Helgi Aurskriður vatnaskemmdir og snjóf lóð NOKKURT tjón varð á vegum í gær vegna skemmda af völdum vatns, snjóflóða og aurskriða. Af vatni nrðu einkum skemmdir i „Þegar hviðunni létti sást ekki lengur til Gullf axa" ísaflrðl, 25. febrúar. UNDIR hádegi i dag gerði aftakaveður af suðvestan á ísaf jarðardjúpi og er óttast um afdrif tveggja rækjubáta Gull- faxa og Eiriks Finnssonar með fjórum mðnnum um borð. Margir lentu i erfiðleikum i þessu veðri sem skall mjög skyndilega á. Vindur hafði verið af suð- austri og reiknuðu rækjusjó- menn með að vind lægði áður en hann snerist í suðvestur sem var spáð. Vegna veðurfarsins voru minni bátarnir norður í Jökul- fjörðum, en flestir stærri bát- arnir inni í Djúpi. Það hvessti fyrr í Jökulfjörðunum og því voru flestir minni bátarnir komnir af stað í land þegar veðrið fór að harðna. Komu þeir tiltölulega snemma í höfn, nema einn bátur, Sólrún, sem liggur í vari í Jökulfjörðum. Hjá henni er rækjubáturinn Guðbjörg, sem fór Sólrúnu til aðstoðar ef á þyrfti að halda. Þegar veðrið skall á ílnndjúp- inu fóru bátarnir fljótiega að hífa og vitað er að Gullfaxi var búinn að hífa og lagður af stað í land. Tiltölulega stutt var á milli Gullfaxa og Silfár og sáu skip- verjar siðast til Gullfaxa úti af Seyðisfirði. Þá gerði mikla rok- hviðu og þegar henni létti sást ekki lengur til Gullfaxa. Silfá sneri við og hóf að svipast um eftir Gullfaxa, en án árangurs. Síðast fréttist af Eiríki Finnssyni er hann ætlaði að fara að hífa. 3—4 bátar voru í samfloti og er þeir voru úti af Skötufirði fékk mótorbáturinn Halldór Sigurðsson á sig mjög slæman hnút og lagðist á hlið- ina. Farið var að flæða inn í stýrishúsið og skipverjar tilbún- ir að yfirgefa bátinn er hann rétti sig við á ný. Hér í höfninni voru þrír stórir linubátar og er áhlaupið gerði um tvöleytið fóru þeir af stað inn í Djúp, án þess að þá væri vitað um nokkurt slys, en ef á þyrfti að halda töldu skipstjór- arnir rétt að vera til taks. Um leið og í ljós kom að þessara tveggja báta var saknað byrjuðu stóru bátarnir leit og fóru 3—4 ferðir meðfram Snæfjalla- ströndinni fyrir myrkur. Guðný fór með flokk manna úr björgunarsveit SVFÍ á ísafirði og setti þá á land á Sandey ri á Snæfjallaströnd. Þá fór Hjálp- arsveit skáta af stað landveg inn i Djúp tii leitar og ætluðu þeir að komast sjóveg eða landveg til leitar á Snæfjallaströnd. -Úlfar. Borgarf jarðardölum og Graf ningi en ekki á aðalleiðum. Að sögn Arnkels Einarssonar vegaeftirlitsmanns voru menn farnir að óttast vatnaskemmdir í Ólafsvíkurenni er þar kom snjóflóð og teppti veginn. Ekki var byrjað að ryðja er síðast fréttist, en vegna bilana yar mjög erfitt að ná símasambandi vestur á Snæfells- nes í gærkvöldi. Þá féll snjóflóð einnig á veginn í Óshlíð og um helgina urðu tjón er aurskriður féllu á vegi á Kambanesi og Vattarnesi fyrir austan. Gámar i höf n- ina á Bildudal ÞÆR fréttir fékk Mbl. á Bildudal i gær, að talsvert tjón hefði orðið þar á staðnum í óveðrinu. Meðal annars fuku gámar i höfnina, en i þeim mun hafa verið einangrun- arplast. Bilddælingar sögðu þetta veður eitt það versta, sem þar hefði gert. Aftakaveður Si&lufirði, 25. februar. FÁRVIDRI var á tímabili hér í dag og t.d. var Siglufjarðarvegur ófær vegna veðurhæðar um tíma. Siglu- fjarðarbátar sluppu allir inn án óhappa, en Eyjafjarðarbátar lentu hins vegar í nokkrum erfiðleikum og brotnuðu t.d. gluggar í einum þeirra. Þakplötur fuku af nokkrum húsum og þá m.a. af Hótel Hvann- eyrt. - mj Verstaveður,sem ég hef lent i Patreksfirði. 25. febrúar. STÓRVIÐRI af vestri skall hér á um hádegið i dag og varð nokkurt tjón i bænum. Erfiðleikarnir voru þó meiri hjá bátunum og ieituðu margir aðkomubátar hafnar hér vegna veðursins. Pétur Stefánsson skipstjóri á Pétri Jónssyni RE sagði í spjalli í dag, að þetta veður væri það versta, sem hann hefði lent í og vindhæðin náð 14—15 vindstigum af suðvestri þegar mest var. Pétur lá í landvari á Breiðuvík er vindur snerist fyrir- varalaust úr suðaustri í suðvestur og stóð vindur þá skyndilega á land. Gekk þeim erfiðlega að ná akkerum upp vegna veðursins. - Páll Miklar truf lanir á simasamhandi ALLNOKKRAR truflanir voru á simasambandi úti um land i gær- dag, m.a. var simasambandslaust við Snæfellsnes i gegnum Stykk- ishólm, sem aftur olli þvi að sambandið við Vestfirði var mjög slæmt, en það fer i gegnum Stykkishólm. Þá var símasambandslaust að hluta til Hvolsvallar, en um tvær leiðirer að ræða þangað. Strengur- inn í gegnum Selfoss var bilaður en því var bjargað með örbylgjusíma- sambandi gegnum Skálafell. Síma- sambandslaust var og við Höfn í Hornafirði. Er Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi hafði ekki tekist að gera við þessar bilanir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.